Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Side 13
MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1990. 13 Lesendur Siðlausar aðferðir barnaverndamefnda Einar Ingvi Magnússon skrifar: Hér á landi eiga sér stað löglegar en siðlausar aðgerðir barnavemdar- nefnda sem hópur fólks getur stað- fest, og ætlar sér að gera heyrin- kunnugt, vegna ómannúðlegra starfshátta Félagsmálastofnunar. - Þessar stofnanir standa ekki undir væntingum fólksins. Þær er einungis í hlutverki dómara, en ekki bjarg- vættarins og aðstoðarmanna fólksins í landinu. Það er svo sem unnið undir yfir- skyni mannúðar og mannræktar, en undantekningarlítið er fjölskyldum tvístrað; börnin tekin af mæðrum og hjónafólki, ef það leitar hjálpar vegna íjárhagserfiðleika og hús- næðishrakninga. í stað þess að flytja inn munaðar- laus börn frá Rúmeníu handa fóstur- foreldrum sem bíða 300 bama, er til- færsla á bömum lausnin við þessum beiðnum fósturforeldra í þjóðfélag- inu. Á fundi forsjárlausra foreldra hinn 14. febr. greindi ein móðir frá því aö sér hefði verið boðið gull og grænir skógar ef hún léti börnin sín af hendi. Hún var í húsnæðishrakningum. Félagsmálastofnun studdi þessa ungu móður ekki fyrr en eftir að hún var þvinguð til að afsala sér bömun- um. Þá fékk hún íbúð auk þess sem innbú var einnig keypt handa henni. Fjölskylduvernd, en svo heita þessi nýju samtök, vaxa óðfluga eftir að DV birti greinar um aðgerðir bama- verndarnefnda í lesendadálkum blaðsins fyrir skömmu. - Ég veit að ég tala (skrifa) fyrir munn allra í samtökunum er ég færi DV okkar innilegustu þakkir fyrir þá hjálp að birta þessar greinar. Þær hafa orðið til þess að foreldrar og einstaklingar hafa tekið höndum saman svo tugum skiptir og ætla sér að sameina fjölskylduna í stað þess að sundra henni. Fjölskyldan er homsteinn þjóðfélagsins. Þess vegna er þörf á „fjölskylduvernd" til að styrkja stöðu hennar í þjóðfélaginu, í stað þess að sundra henni eins og félagsmálastofnanir og bamavernd- arnefndir gera undir yfirskini mann- úðar. - Hafi DV bestu þakkir fyrir ómetaniega aðstoö í þágu samtak- anna Fjölskylduvemd. Hraðlestrarnámskeið Síðasta námskeið vetrarins hefst mánudaginn 5. mars nk. Lestrarhraði nemenda Hraðlestrarskólans undanfarin 10 ár hefur meira en þrefaldast til jafnaðar, hvort heldur er í erfiðu eóa léttu lesefni. Viljir þú margfalda lestrarhraða þinn við lestur alls lesefnis skaltu skrá þig sem fyrst. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091 HRAÐLESTRARSKOLIIMN I 10 ÁRA Sódavatn í stærri flöskum Jón hringdi: Ég er einn þeirra sem ekki hef skil- ið tilganginn í því að vera að flytja inn vatn frá öðrum löndum. Nú er komið á daginn að hið heimsfræga Perrier-vatn var ekki með slíkum sóma sem til stóð. Og búið að inn- kalla birgðirnar. - Ekki vil ég þó dæma þá vörutegund úr leik að öðru leyti. Finnst einungis að viö getum sjálfir framleitt okkar vatn. Hér á markaði er líka ágætis vatn, þ.e. sódavatn Ölgerðar Egils. Það er á 'A htra flöskum og góðar umbúðir svo langt sem þær ná. Betra væri þó að þetta vatn fengist líka á eins og hálfs lítra flöskum, rétt eins og aðrir drykkir frá þessu og öðrum fyrir- tækjum. Eins og hálfs lítra flaskan er nefni- lega mun betri og þægilegri að mínu mati en þessi 'A htra flaska. Auðvitað ætti hún einnig að vera á markaðin- um - en umfram allt; hafið einnig stærri flöskur með þessu ágæta sóda- vatni. Þær henta mér og áreiðanlega mörgum fleiri míög vel. Margir eru með þetta í bílnum hjá sér og flösk- unum er hægt að loka aftur, þökk sé skrúfaða tappanum sem er mun hentugri og því eru stærri flöskur í mörgum tilfellum nauðsynlegar. VITALITET 'Jlja ROGOTF, Hvitlok tabletter^^ ILJA ROGOFF HVÍTLAUKURINN Lífskraftur sjálfrar náttúrunnar. Rækt- aður við bestu skilyrði. Alveg lyktar- og bragðlaus. Mikilvægasta heilsuefn- ið. I góðum hvítlauk er allicinið sem meira er af í ILJA ROGOFF hvítlaukn- um en nokkrum öðrum hvítlauki á markaðnum. Það er tryggt að í hverj- um 100 g séu 440 MCG af allicini. I hvitlauknum eru vítamín, steinefni og frumefnið germanium. Prófessor dr. Jerzy Lutomski álítur þennan hvít- lauk bestan því hann er ekki unninn við upphitun né langvarandi kaldgerj- un sem eyðir mikilvægum efnum hvít- lauksins. Fáðu þér kröftugan hvítlauk til heilsubótar. Fæst I hellsubúðum, mörgum apótekum og mörkuðum. Vinnuþjarkar frá Chrysler Tröllsterkir og duglegir amerískir gæðavagnar! Oadgs DODGE POWER RAM 4X4 D/SIL eins og hálfs litra umbúðum." Ekki gert ráð fyrir okkur: Hægðu á þér! G.B. skrifar: Ég vil taka undir skrif Önnu Sig- urðardóttur sem skrifar í lesenda- dálk DV 20. febr. sl. um kjötiö sem gefið var til Rúmeníu. Við sem erum óvinnufær vegna veikinda sem rekja má í mörgum tilfellumtil of mikillar vinnu eigum sannarlega ekki upp á pallborðiö hjá ráðamönnum okkar eins og Rúmenar virðast gera. Einstætt foreldri vinnur þrefalda vinnu í mörgum tilvikum, til þess eins að halda heimilinu gangandi, og tvær fyrirvinnur þurfa yfirleitt að vinna tvöfalda vinnu. - Með allri þessari vinnu borgum jú slatta í skatta. Á endanum gefur heilsan sig. Kannski fyrr hjá þeim sem eru veik- ir fyrir. - í mínu tilfelli 37 ára. En á meðan við vinnum, erum frísk og borgum samviskusamlega í ríkis- kassann hugsum við ekki út í hvað um okkur og heimilið verður þegar heilsan er farin. Launin frá ríkinu? - Við erum ef tii vill tryggð hjá vinnu- veitanda í 3-6 mánuði. Og ef þú færð heilsuna ekki aftur þá þarf að segja upp vinnu og auðvitað án vinnu - engin laun. Þá tekur sjúkrasamlagið viö, u.þ.b. 15.000 kr. á mánuði með ungling inn- an 18 ára aldurs. - Af þessu lifir eng- inn. Síðan koma örorkubætur, þegar þessar greiðslur frá sjúkrasamlaginu hafa staðiö í eitt ár. Hvað er þá til ráða? Leita á náðir Félagsmálastofn- unar, sem enginn gerir ótilneyddur, en þar er kannski hægt að fá tíma- bundna hjálp. Við sem erum búin að leggja alla þessa vinnu á okkur og borga okkar skatta - getum við ekki fengið eitt- hvað af þessu til baka án þess að þurfa að betla? Þótt ekki væri nema svo sem einn kindarskrokk? - Al- menningur horfir upp á ráðamenn þjóðarinnar bruðla með OKKAR fé, nýja bíla, utanlandsreisur, veislur, o.fl. o.fl. Þú, sem lest þessar línur, hægðu á þér ef það er mögulegt. Þetta er ekki þess virði - en heilsan er það. 5,9 lítra dísilvél, vökva- stýri, framdrifslokur, lengri skúffa, burðar- geta 1,8 tonn. Kr. 1.970.000 Dodge B350 van 4x4 Oadge Kr. 8 cyl. með beinni inn- spýtingu, sjálfskiptur, rafmagn í rúðum, cru- isecontrol, centrallæs- ing, veltistýri, vökva- stýri, læst drif, útvarp, krómaður stuðari. 2.470.000 TIL AFGREIÐSLU STRAX mCHRYSLER Jöfur - þegar þú kaupir bíl JÖFUR HF Nýbýlavegi 2, sími 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.