Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Side 2
2 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1990. Fréttir i>v Starfsmaður á meðferðarheimili fyrir þroskahefta leystur frá störfum: Granur um kynferðislega misnotkun ungs vistmanns rannsóknarlögreglan hefur fengið málið til rannsóknar Rannsóknarlögreglan hefur nú til meðferöar kæru á hendur starfs- manni á meðferöarheimili fyrir þroskahefta. Starfsmaðurinn var rekinn úr starfi fyrir helgi og hann kærður umsvifalaust til Rannsókn- arlögreglmmar. Starfsmaðurinn, sem er ungur karlmaður, er sterklega grunaður um aö hafa misnotaö kynferðislega 16 ára gamlan dreng sem er vistmað- ur á Meðferöarheimilinu við Njörva- sund. Vistmaðurinn er þroskaheftur og heymarlaus. Starfsmaöurinn var ráðinn til starfa síöastliðið haust. Þeir aðilar, sem DV hefur rætt við, hafa sem minnst viljað um þetta mál tala. Þeir segja meðal annars að mál- iö sé afar viökvæmt og aö reyna verði allt til aö vemda starf, vistmenn og starfsfólk Meðferðarheimilisins viö Njörvasund. Samkvæmt upplýsingum frá Rann- sóknarlögreglu hefur eiginleg rann- sókn vegna kæmnnar ekki hafist enn. Reiknaö er með að rannsókn málsins hefjist í dag eða á allra næstu dögum. Þeir sem best þekkja til hafa ekki fengist til að segja til um hversu lengi þetta athæfi starfsmannsins á að hafa staðið, samkvæmt þeim grun sem leitt hefur til kæru og brottrekst- urs úr starfi. Meöal annars hefur heyrst að það hafi staðið yfir meira og minna í nokkra mánuði. „Þetta er á viðkvæmu stigi og það er lögreglunnar aö rannsaka þetta mál. Þetta er afar viðkvæmt og það er leiðinlegt að vera upplýsa nokkuð áður en lögreglan kemur að fullu inn í málið,“ sagði einn þeirra sem vel þekkja til málsins og starfseminnar hjá Meðferðarheimilinu við Njörva- sund. -sme/ÓTT Norðurlandaráð: Um þúsund koma til landsins í Háskólabíói voru menn aö leggja síðustu hönd á undirbún- ing þings Norðurlandaráðs í gær. Virtust menn ánægðir með verk- ið og mun alU hafa gengið vel og samkvæmt áætlun þó að sumir hafi lagt við nótt og dag. Það er um þúsund manna hóp- ur sem væntanlegur er til lands- ins í tilefni þingsins og komu þeir fyrstu í gær en þingið hefst á þriðjudag. Að sögn Páls Péturssonar munu það vera umhverfismálin sem veröa efst á baugi og veröur samþykkt samstarfsáætlun um vamir gegn mengun í höfum. -GHK Ríkiðkeypti hús fyrir 400 milljónir 1989 Ríkissjóður keypti fasteignir fyrir um 395 milljónir króna í fyrra en 13 fasteignir voru keypt- ar viðs vegar á landinu. Dýrasta húsiö kostaði 78 miUjónir og er þaö Engjateigur 1 í Reykjavík sem keyptur var fyrir mennta- málaráöuneytiö. Eitt dýrasta húsiö, sem keypt var, er fyrir Háskólann á Akur- eyri en það kostaði 59 milljónir. Það hús var keypt af Álafossi hf. og var ekki heimild fyrir kaupun- um á fjárlögum. Er það eitt þriggja húsa sem keypt voru án heimildar í íjárlögum. Húsið er rúmlega 3.000 fermetrar. Þetta kernur fram í svari Qár- málaráðherra viö fyrirspurn Hreggviðs Jónssonar á Alþingi um fasteignakaup ríkissjóös. -SMJ Akureyri: Á fjórða hundr- að án atvinnu Gyifi Kristjánaaon, DV, Akureyri: Alls var 331 án atvinnu á Akur- eyri um síðustu mánaðamót, samkvæmt upplýsingum Vin- numiðlunarskrifstofu Akur- eyrarbæjar. Skiptin milli kypja var þannig að á atvinnuleysisskrá voru 206 karlar og 125 konur. Á sama tíma árið 1989 voru 200 manns á at- vinnuleysisskrá þannig að fjölg- unin er veruleg. í janúar voru gefin út 627 atvinnuleysisbóta- vottorð á Akureyri með samtals 4819 bótadögum og svarar Qöldi daganna tíl þess að 262 hafi veriö atvinnulausir allan mánuðinn. Eins og í velflestum bönkum og bankaútibúum landsins var starfsmaður við vinnu í útibúi Islandsbankans við Dalbraut á laugardaginn. DV-mynd BG Bruninn í Seðlabankahúsinu: Starfsemi komin í eðlilegt hovf Öll starfsemi í Seðlabankahúsinu er komin í eðlilegt horf eftir að allt starf þar lamaðist á fóstudag vegna bnma sem varð í rafmagnstöflu hússins á fóstudagsmorgun. I húsinu eru auk Seðlabankans Reiknistofu bankanna og Þjóðhagsstofnun. Bruninn og rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif út fyrir veggi hússins. Þar sem öll vinna lagðist niður í Reiknistofu bankanna þurfti að kalla fólk í vinnu í bönkum og bankaútibú- um landsins á laugardag. Viögerð á rafmagnstöflunni lauk á á fóstudagskvöld og var unnið að hreinsun hússins um helgina. Þá var unnið allan laugardaginn í Reikni- stofu bankanna og þar sem starfsemi reiknistofunnar féll niður á fóstu- daginn þurfti að keyra út færslur í nær öllum bönkum landsins á laug- ardaginn. Fengu margir óvænta aukavinnu þann dag. í samtali við DV sagði Þóröur B. Sigurðsson, forstöðumaður Reikni- stofu bankanna, að skemmdir hefðu engar orðið á húsnæði eða búnaði reiknistofunnar. Reykinn hefði ekki lagt inn í húsnæðið og truflun á rekstrinum hefði eingöngu verið vegna rafmagnsbilunar. Síðdegis á laugardag hefði allt verið komið í fullan gang og aðeins eðlileg vinna verið þar í gær. -HK Akureyri: Snjómoksturinn langt fram úr áætlun Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Það voru settar 11,7 milljónir til snjómoksturs í bænum en það er augljóst mál að það verður að hækka þá upphæð þegar fjárhagsáætlun bæjarins verður samþykkt, þessi upphæð er að mínu mati aÚs ekki fullnægjandi,“ segir Guðmundur Guðlaugsson, yfirverkfræðingur Ak- ureyrarbæjar, um kostnað bæjarins vegna sjómoksturs. Snjómoksturinn á Akureyri á síö-' asta ári kostaði bæinn um 17,2 millj- ónir króna eftir að söluskattur hafði verið endurgreiddur og var sú upp- hæð mun hærri en áætlað hafði ver- ið. Þá nam kostnaðurinn við mokstur í janúar 1,8 milljónum, í febrúar 4,2 milljónum og 1 mars 5,5 milljónum króna. „Ég hef grófar tölur fyrir janúar í ár og mér sýnist að moksturinn í þeim mánuði muni verða fast að þremur milljónum króna. Ég hef ekki tölur fyrir febrúar en það stefnir í að tölumar fyrir febrúar verði tölu- vert hærri en í fyrra," segir Guö- mundur. Samkvæmt þessum tölum er Ijóst að snjómoksturinn ætlar að verða bænum dýr þessa fyrstu mán- uði ársins og e.t.v. er dýrasti mánuð- urinn eftir ef mars veröur dýrasti mánuðurinn eins og á síðasta ári. „Já, þetta er dýrt. Það er líka rétt að það komi fram að það þarf að greiða virðisaukaskatt af því aö koma snjónum af Brekkunni niður í sjó þótt menn sjá ekki neitt sam- hengi í því að snjórinn sé þetta dýr- ari í sjónum eða uppi á Brekku. Þessi skattur er 24,5% svo það era veruleg- ar upphæðir sem fara þar beint út í loftið," sagði Guðmundur. Strætísvagna- þjófurinn er enn ófundinn Sjálfskipaðm- strætisvagns- stjóri hertók leið 13, sem er Lækj- artorg-Breiðholt hraðferð, á laug- ardagsmorgun og hélt upp í Breiöholt þar sem hann skildi vagninn eftir við Völvufell. Engar skemmdir voru unnar á strætó sem var mannlaus. Þjófurinn er ófundinn ennþá. Atburðurinn varð rétt áöur en Strætisvagnar Reykjavíkur heíja áætlunarferðir, kl. 7. Var vagn- inn í gangi á Kalkofnsvegi og þurfti þjófurinn ekki annað en fara upp í vagninn og halda af staö. -HK Afnám tóbakseinkasölu: Sparar stórfé hjá rikinu - segir Ingi Bjöm „Með því að afnema einkasölu Áfengis- og tóbaksverslunar rík- isins á tóbaki er unnt aö spara stórfé hjá ríkinu. Má þar nefna fjármagnskostnað, starfsmanna- hald, lagerhald, húsnæði og svo framvegis," sagði Ingi Bjöm Al- bertsson, þingflokksformaöur Frjálslyndra hægrimanna, en þingflokkurinn ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu um að tóbakssala veröi gefin fijáls. „Þessi kostnaður fer væntan- lega að hluta yfir til umboðsaðila sem í dag sitja bara og hafa það gott og hirða umboðslaun á með- an ríkiö heldur úti stóru bákni til að selja vörur þeirra," sagði Ingi Bjöm. Hann sagðist ekki geta sagt til um hver sparnaðurinn yröi fyrir ríkið að svo stöddu en þar eð flutt væri inn tóbak fyrir 600 til 700 milljónir króna á ári þá mætti vera ljóst að spara mætti verulegan pening með því að fella niður tilkostnað ríkisins íkringum söluna. -SMJ Dalvík: Vilja kjósa um stofnun ríkis Geir A. Guðsteinsson, DV, Dalvík: Undirskriftalistar með áskorun til bæjarstjórnar Davíkur um að fram fari atkvæðagreiðasla um áfengisútsölu á staðnum um leið og kosið verður til bæjarstjómar í vor liggja nú frammi í fyrirtækj- um og verslunum hér á Dalvík. Samkvæmt bráðabrigðatölum Hagstofunnar em 1023 á kjörskrá hér og því þarf 341 kjósandi að undirrita listann til að atkvæða- greiðsla fari fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.