Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Page 24
32 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1990. Smáauglýsingar ■ Ymislegt Snóker i Snókerhöllinni. Ballskák hf. auglýsir: Viðskiptavinir ath. Erum flutt í glæsileg salarkynni að Grensásvegi 14 (inngangur í enda bakhúss). Kynningarafsláttur, verið velkomin. Ballskák hf., Snókerhöllin, Grensásvegi 14, sími 91.31250. ■ Þjónusta Gröfuþjónusta, simi 985-21901 og 91-689112, Stefán. Tökum að okkur alla gröfuvinnu, JCB grafa með opn- anlegri framskóflu, skotbómu og framdrifi. URVAL á næsta blaðsölustað Úrval tímarit fyrir alla „Skátamyndir“ varasamar I DV fyrir skömmu birtíst grein um fyrirhugaða skoöun 14 ára skátaforingja á svokölluðum blá- um myndum. Þetta mál var litíö hinum alvarlegustu augum og máttí lesa á milh hna að þetta ætti eftir að hafa hinar alvarlegustu af- leiðingar. En það kemur ekkert fram í þess- ari grein hver hafi brugðist, voru það hinir fullorðnu foringjar eða voru það þessir 14 ára flokksfor- ingjar? Ef allir eru svo sammála... Það þykir að sjálfsögðu frétta- matur að þetta skuli vera skátar. Ef íþróttamenn eða bara skólafólk hefði átt hlut að máli væri senni- lega aðeins talað um unglinga. Skátahreyfmgin skilgreinir sig sjálf sem uppeldishreyfmgu og reynir hún að sjálfsögðu að standa undir þeim væntingum sem fólk af þeim sökum hefur. Menn skulu aftur á mótí ekki gleyma því að skátahreyfmgin fær ekki tækifæri tíl þessara uppeldis- starfa nema örfáar stundir í viku. Skóhnn, sem er uppeldisstofnun jafnt á við menntastofnun, hefur einstaklinginn í um 20 stundir á viku en hver ætlast til þess að skól- inn geti sinnt uppeldisstörfunum af einhverju vití? Bekkjadeildir eru sagðar of stór- ar og jafnvel skortur á uppeldis- fræðingum og sálfræðingum. Hverjir hafa þá mest áhrif á upp- eldi einstakhngsins? Ég held að KjaHarinn Guðni Gíslason félagsforingi Skátafélagsins Hraunbúa, Hafnarfirði enginn deih um þátt foreldranna í þeim efnum. Og hvemig standa foreldramir sig? Misvel eins og mennirnir era margir er eflaust réttasta svarið. Ef allir era svo sammála um það að foreldramir hafi mest áhrif á bömin, af hveiju er þá skátafor- ingjum, íþróttaþjálfuram og öðrum sem eru í forsvari fyrir æskulýðs- starf kennt um ef eitthvað fer úr- skeiðis? - Eflaust vilja fæstír for- eldrar játa á sig mistök í uppeldi bama sinna, en þó er önnur ástæða sem vel getur verið líklegri. Takið þátt í nútímaþjóðfélagi er mennt máttur og fá era þau störf í dag sem ekki krefjast einhverrar sérmennt- unar. í uppeldisstörfunum fá kenn- arar sérmenntun, til að gæta bama fáa tíma á dag þarf sérmenntun og svona mættí áfram telja. Foreldrar fá aldrei neina sérmenntun í upp- eldi bama. Þar verður bijóstvitið eitt að ráða. Það væri því ekkert undarlegt ef einhveijir foreldrar væru efins um kunnáttu sína í uppeldisstörfum og vildu færa uppeldisstörfin að ein- hveiju leyti til þeirra sem teljast uppeldislega sinnaðir. Skátahreyfingin fagnar hveijum einstaklingi sem gerist skáti á þeim forsendum, skátahreyfingin gerir sitt besta til að geta orðið að hði. En því miður er engu hægt að lofa um árangur, þar er svo margt sem spilar inn í. Oft hvetja foreldrar börnin sín til að taka þátt í íþróttum, að gerast skátar eða annað sem þau telja börnum sínum til góðs. En því mið- ur gleyma foreldrar oft einu mjög mikilvægu atriði. Uppeldi bama er að fuhu á ábyrgð foreldra. Þótt foreldrar nýti sér t.d. skátastarfið við uppeldið þá ættu þeir aldrei að treysta bhnt á það frekar en annað sem börnin aðhafast. Foreldrar, takið virkan þátt í æskulýðsstarfi bama ykkar, kynn- ið ykkur vel hvernig það er upp- byggt og hveijir stjórna, ef þið haf- ið einhveijar áhyggjur eða spum- ingar hikið ekki við að hafa sam- band við þann eða þá sem bera ábyrgð á starfi bama ykkar og seg- ið ykkar meiningu. Skátahreyfing- in hefur mikla þörf fyrir aðhald og stuðning foreldra. Hvort þetta atvik í vesturbæ Reykjavikur var svo alvarlegt að blaðaskrif þyrftu að koma til skal ósagt um. En til umhugsunar fyrir foreldra mætti nefna ofbeldis- myndir sem sýndar era í sjónvarpi og jafnvel teiknimyndir þær sem merktar era barnaefni þar sem ein- staklingurinn er annaðhvort al- vondur eða algóöur. Gefur þetta rétta mynd af heilbrigöu mannlífi? Guðni Gíslason „Hverjir hafa þá mest áhrif á uppeldi einstaklingsins? Eg held aö enginn deili um þátt foreldranna í þeim efnum.“ Fréttir Sala á laxveiðileyfum: Uppselt í nokkrar ár Þessa dagana era veiðimenn útí um aht land að kaupa veiðileyfi og tryggja sér daga í laxveiðiánum. Þrátt fyrir nokkum samdrátt í þjóðfélaginu virðist sem htíð lát sé á sölu veiðileyfa. Sala veiðileyfa virðist ganga vel en við höfðum samband við nokkra sölumenn þeirra. Þeir sögðust finna fyrir samdrættí en ekki mikl- um. Má nefna margar ár þar sem gengur vel, eins og Leirvogsá, Þverá, Kjarrá, Laxá á Ásum, Vatnsdalsá, Víðidalsá, Grenlæk, svo fáar séu taldar. „Þó veiða menn með aurar- áð í Hrútafjarðará" „í Selá í Vopnafirði eru þetta mikið sömu veiðimennimir ár eftir ár og færri komast að en vilja, við erum með marga á biðhsta," sagði Gísh Ásmundsson er við spurðum um Selá og Hrútafjarðará. „í Hrútafjarðará finnst mér verð- ið vera orðið of hátt, niðursveifla í Veiðivon Gunnar Bender fyrra í veiðinni og þaö bætir ekki úr. Þó veiða menn með auraráð í Hrútafjarðará. Það er þyngri sala á veiðileyfum en í fyrra, það finnur maður. En veiðileyfin í Hrútafjarð- ará fara öh þegar hður á,“ sagði Gísh. Elliðaárnar, Miðá og Alviðra í Sogi uppseldar „Þetta er allt samkvæmt áætlun þjá okkur og salan á veiðileyfum í margar veiðiár okkar gengur vel, Elhðaámar, Alviðra í Sogi og Miðá í Dölum era löngu famar. í Norð- urá gengur vel af selja og Svartá líka,“ sagði Friðrik Stefánsson, framkvæmdastjóri Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur. „Með hækkandi sól kaupa veiði- Veiöimenn virðast ekki ætla að slá slöku við veiðina næsta sumar frekar en þau fyrri. Sala á veiðileyfum gengur vel víða, eins og í Laxá í Kjós þar sem Kristinn Sveinsson rennir fyrir lax síðasta sumar. DV-mynd G.Bender menn fleiri veiöileyfi en við finnum að þetta er aðeins þyngra en verið hefur. Veiðimenn fara fleiri saman aö veiða nú,“ sagði Friðrik. Síðustu veiðileyfin fara með hækkandi sól „Veiðileyfin era öh farin hjá mér í Langá og hjá Jóhannesi hefur gengið vel að selja, Fjalhð hefur farið um 60% hjá Stangaveiðifélag- inu,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson er við spurðum um Langá og Laxá í Aðaldal. „í Laxá í Aðaldal fá menn bara sína daga hjá Laxárfélaginu og það fer eins og venjulega. Með tíð og tíma fara þeir dagar sem ennþá era eftir, þegar sól fer að hækka á loftí," sagði Ingvi Hrafn. Sala gengið feiknavel í Laxá í Kjós „Sala á veiöileyfum í Laxá í Kjós hefur gengið feiknavel og það era veiðimenn á biðhstum eftir nokkr- um dögum,“ sagði Ami Baldurs- son, einn af leigutökum Laxár ásamt þeim Bolla Kristínssyni og Skúla Jóhannessyni. „Það era íslendingar og útlend- ingar sem veiða hjá okkur í bland. Enda hefur veiðin verið góð síðustu tvö árin. í haust löguðum við flesta staði í Bugðu og lax gæti fariö að veiðast víða í henni. Ég held að þetta veröi bara gott veiðisumar," sagði Ámi. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.