Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1990. Fréttir Sjúkrahúsdeilan á ísafirði: Læknarnir ekki reknir heldur fjarlægðir Helga Guðrún Eiríksdóttir, DV, ísafirðu „Þaö er ekki verið aö reka mennina, það er bara verið að fjarlægja þá,“ sagði einn viðmælandi DV um lausn- ina sem stjórn sjúkrahússins á ísafirði fann á langvinnum deilum lækna þar. Læknarnir verða allir látnir fara frá sjúkrahúsinu um leið og reynt verður að ráða nýja í stað- inn. Stjórnin tók þá ákvörðun að fara þess á leit við heilbrigðisráöherra að tveir læknar heilsugæslunnar, þau Geir Guðmundsson og Bergþóra Sig- urðardóttir, yrðu fluttir í burtu og yfirlækni sjúkrahússins, Kristni G. Benediktssyni, var gefinn kostur á að segja upp stöðu sinni. Tveir læknar þegar farnir Forsaga málsins er orðin löng, deil- ur hafa staöið á annað ár, fyrst á milli heilsugæslulæknanna innbyrð- is sem varð m.a. til þess að tveir heilsugæslulæknar, Þórir Kolbeins- son og Guðmundur Olgeirsson, hrökkluðust í burtu á síðasta ári. Heilsugæslustöðin á rétt á fjórum heilum stöðum en ekki hefur tekist síðan að endurmanna í fast starf í þær tvær stöður sem þá losnuðu. Á síðastliðnu ári blandaðist svo yfirlæknirinn inn í deilurnar opin- berlega með ummælum sínum í blöð- um og deilurnar mögnuðust. Þrátt fyrir langar og strangar sáttaumleit- anir aðila, svo sem landlæknis, Læknafélags íslands og formanna stjórna Fjórðungssjúkrahússins og heilsugæslunnar, hefur ekki tekist að ná neinum sáttum í þessari deilu. Formaður stjórnar Fjóröungs- sjúkrahússins, Fylkir Ágústsson, sagði í samtali við blaðamann að málum hefði verið þannig komið að ekki hefði verið um neitt annað að ræða lengur en að fara fram á það að allir starfandi læknar á heilsu- gæslu og sjúkrahúsi yrðu fluttir til í starfi. Það væri nú þrautreynt að þessu fólki væri fyrirmunað að starfa saman. Nú hefur verið tekin um það ákvörðun að auglýsa 75% stöðu yfir- læknis lausa og auk þess 75% stöðu sérfræðings við Fjórðungssjúkra- húsið. Sjúkrahúsið hafði áður eina stöðu yfirlæknis og eina stöðu sér- fræðings þannig að það hefur tapað hálfri stöðu. Ef heilbrigðisráðherra verður við þeim kröfum stjórnar Fjórðungssjúkrahússins að færa þá tvo lækna til í starfi sem nú eru hér fyrir verða væntanlega allar fiórar stöður heilsugæslulækna staðarins auglýstar lausar innan skamms. Stjórnin stokkuð upp Um síðustu áramót voru stjórnir heilsugæslustöðvarinnar og Fjórð- ungssjúkrahússins sameinaðar, þannig að í raun yfirtók stjóm Fjórð- ungssjúkrahússins sfiórn heilsu- gæslustöðvarinnar. Eigendur nýja sjúkrahússins eru ísafiarðarkaup- staður, Bolungarvíkurkaupstaðurog ellefu sveitahreppar. í fyrrasumar vom uppi hugmyndir um að skipta út þeim þremur stjórn- armönnum sem kosnir vom af ísa- fiarðarkaupstað, þ.e. þeim Fylki Ágústssyni, Árna Sigurðssyni og Tryggva Guðmundssyni. Hætt var við þær hugmyndir vegna þess að menn gátu ekki komið sér saman um hvernig ný sfióm skyldi skipuð og málamiðlun varð um að þeir Fylkir, Ámi og Tryggvi voru beðnir að sitja áfram út kjörtímabilið. Eftir sveitar- sfiórnarkosningarnar í vor tekur svo viö ný stjórn sem verður skipuð eða kosin af fyrrnefndum kaupstöðum og héraðsnefndinni sem er fulltrúi hreppanna. „Blóðugar skylmingar“ Það var samdóma áht núverandi stjómar Ejjóröungssjúkrahússins að reyna að fá einhverja lausn á marg- umræddri læknadeilu áður en ný stjórn tæki við. Að sögn eins stjórn- armanns var ástandið orðiö með öUu óviðunandi og hvorki sjúkrahúsinu né skjólstæðingum þess bjóðandi upp á það að læknamir voru stöðugt í blóðugum skylmingum innbyröis ásamt því að munnhöggvast á síðum bæjarblaðanna og annars staðar eftir því sem við varð komið. Dansleikja- þyrstir Dalvíkingar komust ekki heim Geir A. Guðsteinsson, DV, Dalvik: Þeir dansleikjaþyrstu Dalvík- ingar sem vom á heimleið frá Akureyri aðfaranótt sunnudags- ins þurftu að fá aðstoð frá lög- reglu og björgunarsveit Slysa- varnafélagsins tU að komast á leiðarenda þar sem ófært var orð- ið á hálsinum austan Dalvíkur fyrir fólksbifreiðir vegna sifió- komu og skafrennings. Bifreið- imar varð að skUja eftir og þær vora ekki sóttar fyrr en Vega- gerðin hafði hreinsað aUan srfió- inn af veginum. Selfoss: Höfn sigraði Mjóikurbúið Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Nýlega hófst á hótelinu á Sel- fossi spurningakeppni mUh fyrir- tækja á Selfossi. Þetta er ný- breytni í bæjarlífinu og era bæj- arbúar mjög hrifnir af þessu. Fyrirkomulagið er með nokkuð þekktu móti; hraða-, bjöUu- og hlaupaspurningar. Það er hinn Qölhæfi Páll Lýðsson, marg- reyndur garpur úr spuminga- keppnum, sem stjómar. Þetta er í þriðja sinn í röð sem spurningakeppnin fer fram milh fyrirtækja hér á Selfossi. Kynnir var Þóra Gestsdóttir og kepptu Mjólkurbú Flóamanna og Höfn, sem er stórt verslunar- og kjöt- iðnaðarfyrirtæki hér á Selfossi. Þeir frá Mjólkurbúinu fengu 19 stig en Höfn fékk 20 stig og var aUa keppnina nfiög stutt á milU liðanna. Tímavörður var Ólöf Gottskálksdóttir. Karl Sighvats- son og Smári Kristjánsson sáu um fiörið. Þeir eru mikUr Usta- menn á hljóðfærin. Framborið var gott kaffi og fiöl- hæft meðlæti og voru menn sam- mála um að færa hótehnu og hót- elsfióranum þakklæti fyrir. Gandí VE í Vestmannaeyjahöfn eftir lenginguna. DV-mynd Ómar Gandí lengdur um tæpa 5 metra Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Skipalyftan í Vestmannaeyjum er aö leggja síðustu hönd á gagngerar end- urbætur á Gandí VE. Báturinn var lengdur um 4,8 metra og er orðinn 37 metra langur. Ýmislegt var end- urnýjað, m.a. íbúðir og matsalur. Hefidarkostnaöur við breytingamar er 25,4 mfiljónir króna. Meðal breytinganna er að sett var á millidekkið nýtt aðgerðar- og lifrar- kerfi, hannað og smíðað af Vélsmiðj- unni Þór í Vestmannaeyjum. Þá var skipt um stýri og stýrisvél og fiöl- margt annað smálegt þurfti að lag- færa og aðlaga vegna breytinganna. Vinna við breytingamar hófst í lok nóvember og var lokið 17. febrúar. Gandí VE er stálbátur smíðaður árið 1961 og var fyrir lengingu 177 tonna. Skipstjóri, útgerðarmaður og eigandi hans er Gunnlaugur Ólafsson. Bát- urinn fer á veiðar einhvern næstu daga. Opin vika 1 Grunnskóla Hellissands: Líkön af byggðinni vöktu athygli Líkan af báti á veiðum eftir börn á aldrinum 6-9 ára. DV-mynd Stefán Þór Stefan Þór Sigurösson, DV, Hellissandi: Svokölluö opin vika var hér í Grunn- skóla HeUissands vikuna 5.-11. fe- brúar. í lok hennar var öllum hreppsbúum boðiö að skoða skólann og starfið þar. Dagskráin hófst með ávarpi Hákonar Erlendssonar skóla- stjóra sem skýrði starf skólans þá viku. Þessa viku var allt hefðbundið skólahald lagt niður en þess í stað var börnum og kennurum skólans skipt niður í hópa sem unnu ýmis verkefni. Kenndi þar ýmissa grasa. Fariö var í skoðunarferðir, m.a. niður í fiöra og Ufið þar skoðaö, einnig frystihús og fiskvinnslustöövar og sýndu börn- in mikinn áhuga á öUu því sem þar bar fyrir augu. Gefið var út blað í tilefni vikunnar og var það allt unnið á tölvur sem skólinn hefur nýlega eignast. Sýnd voru líkön af Hellissandi og Rifi, annars vegar eins og byggða- kjarnarnir litu út um 1945-50 og hins vegar eins og þeir líta út núna. Vöktu líkönin mikla athygli gesta og mátti sjá fólk á öUum aldri standa þar tím- unum saman og ræöa um hvernig allt hefði breyst. Ekki vakti síöur athygh líkan af fiskibáti sem yngri börnin, 6-9 ára, gerðu. Báturinn er yfir metri að lengd og er þar allt að finna sem einn breiðfirskan fiskibát má prýða. Sýnt var leikrit eftir einn kennara skól- ans, Kristin Kristjánsson, sem fiall- aði um þær breytingar sem uröu á lífsmynstri fólks hér um slóðir upp úr 1960 með batnandi samgöngum og bygginu Lóranstöðvarinnar. Ymis önnur verkefni voru til sýnis fyrir gesti sem skoluðu öllum fróðleiknum niður með kaffi og heimabökuðum kökum en sá bakstur var raunar verkefni eins hópsins. Dalvík: Stofnun félags aldraðra í undir- búningi Geir A. Guðsteinsson, DV, Dalvílc MilU 40 og 50 manns sóttu fund á Dalvík sem haldinn var til að und- irbúa stofnfund Félags aldraðra. Rétt til þátttöku eiga allir 60 ára og eldri í Dalvíkurlæknishéraði sem era um 350 manns. Tilgangur félagsins er m.a. að kynna réttindi og vekja áhuga á hagsmunamálum aldraðra, vera tengiUður viö hið opinbera og stuðla að úrlausn í húsnæðismálum aldr- aðra, t.d. meö því að standa að bygg- ingu íbúða og þjónustumiðstöðvar og reka slíka þjónustumiðstöð. Kosin var nefnd sem hefur það verkefni að undirbúa og boða stofn- fund í marsmánuði. Hátt verð á fiskmörk- uðum syðra freistar Hörður Kristjánsson, DV, ísafirði: Margir sjómenn og útgerðarmenn minni fiskiskipa á Hólmavík og trú- lega víðar á Vestfiörðum velta því nú fyrir sér að fara með báta sína á vertíð fyrir sunnan. Ástæöan er að verð á fiski er mun hærra á fisk- mörkuðunum við Faxaflóa en fyrir vestan. Á Hólmavík sagði heimildarmaður DV að fiskkaupendur vestra gætu lítið annað gert en að hrista hausinn yfir verðinu sem í boði er syðra. Þar er talað um fast verö yfir 70 krónur á kílóið af þorski og jafnvel er talað um 90 krónur fyrir kílóið. Ein ástæðan fyrir að veröið er hærra syðra er að vertíðarfiskurinn þar er stærri og verðmætari en sá fyrir vestan. í fyrra rera nokkrir bátar frá Hólmavík frá höfnum við Faxaflóa og var aflanum þá ekiö norður heiðar til Hólmavíkur. Litlar líkur eru á að þeir fiskflutn- ingar endurtaki sig því fiskverkend- ur á Hólmavík segjast ekki geta keypt fisk svo dýru verði sem gerist á mörkuðunum syðra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.