Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1990. Utlönd Vill ekki verða borgarsljóri Blökkumannaleiötoginn og mannréttindafrömuðurinn Jesse Jackson mun í dag tilkynna aö hann ætli ekki aö bjóða sig fram í borgarstjórakosningunum í Washington. Nokkrir ráðgjafar Jacksons greindu frá þessu í gær. í staðinn ætlar Jackson að beina kröftum sínum að því að Was- hington fái full réttindi fylkis en nú er þar heimastjóm. Innan Demókrataflokksins höfðu sumir vonaö aö Jesse Jack- son yrði borgarstjóri 1 höfuðborg Bandaríkjanna til að hann verði ekki með þegar næsta barátta um forsetaembættiö hefst. Núverandi borgarstjóri Was- hington, Marion Barry, sem einn- ig er blökkumaöur, hefur verið ákærður fyrir meðai annars að hafa haft kókaín í fómm sínum og fyrir meínsæri. Ef hann verð- ur fundinn sekur getur hann átt yfir höíði sér margra ára fangels- isvist. Samstundis eftir aö Barry hafði verið gripinn á hóteh í Was- hington í janúar síðastliðnum og gefið aö sök að hafa verið með kókaín fór hann S meöferð á hæh íFlórída. Eitzau Útsala á vinnupóllum. 30% staðgreiðslu- afsláttur til 12. mars nk. - kommúnistar í Litháen tapa í kosningum til þings. Kommúnistaflokkur sovéska lýð- veldisins Litháen tapaði í þingkosn- inum sem fram fóru í lýðveldinu um helgina samkvæmt fyrstu tölum sem birtar voru í gær. Þjóðfylking lýð- veldisins, Sajudis, tryggði sér meiri- hlutastuðning á þingi og líkur benda til að sá stuðningur eigi eftir að auk- ast. Litháar þurfa að ganga til kosn- inga á nýjan leik þann 10. mars því að enginn einn frambjóðandi í fjöru- tíu og fimm kjördæmum hlaut meiri- hluta atkvæða og því verður kosið á ný í þessum kjördæmum. Á sama tíma og Litháar gengu til kosninga flykktust landar þeirra út á götur margra sovéskra borga og kröfðust aukins lýðræðis. í Moskvu söfnuðust um hundraö þúsund sam- an, hrópuðu „Völdin til fólksins“ og fóru fram á afsögn ráðamanna. Kommúnistar töpuðu Samkvæmt bráöabirgðaniöurstöð- um um úrsht kosninganna í Litháen, sem birtar voru í gær eftir að búið var að staðfesta kosningu í níutíu af 141 þingsæti, höfðu kommúnistar aðeins 29 örugga fuhtrúa kjöma. Sajudis, þjóðfylking Litháen, hafði aftur á móti hlotið sjötíu og tvo menn á þing. Nokkrir frambjóðendur kommúnista höfðu boðið sig fram með fuhtingi Sajudis og vom taldir með þeim rúmlega sjötíu frambjóð- endum þjóðfylkingarinnar sem Saju- dis hafði fengið kjöma. Einn leiðtoga Sajudis spáði því að hreyfingin hefði að minnsta kosti 95, ef ekki eitt hundrað, stuðningsmenn í Æðsta ráði Litháen, það er á þingi, þegar lokaniðurstöður hggja fyrir. Það verður þó ekki fyrr en síðar því að önnur umferð kosninganna þarf að fara fram. Kjósa þarf á ný um fjörutíu og fimm þingsæti í kjördæm- Litháesk kona skoðar hér kosninga- spjöld þjóðfylkingarinnar Sajudis í Litháen en fylkingin bar sigur úr býtum í kosningum sem fram fóru í lýðveldinu um helgina. Leiðtogi kommúnistaflokks Litháens, Algirdas Brazauskas, greiðir atkvæði í kosningunum sem fram fóru i lýðveldinu i gær. Flokkurinn mátti sætta sig við ósigur. Simamyndir Reuter um þar sem enginn einn fékk meiri- hluta atkvæða. Kosið verður á milli tveggja atkvæðamestu framjóöend- anna, sem sums staðar eru báðir í framboði fyrir Sajudis. Að auki fer aukakosning fram um sex sæti í apríl Um eitt hundrað þúsund Moskvubúar tóku þátt í fjöldafundi á götum borgar- innar i gær til að krefjast róttækari og hraðari umbóta. en kosning um þessi sæti var lýst ógild. Niðurstöður kosninganna í Lithá- en voru áfall fyrir leiðtoga flokksins, Algirdas Brazauskas. Hann hafði unnið ötullega að því að beisla þjóð- ernistilfinningar Litháa, jafnvel þótt það kostaði hann stuðning ráða- manna í Moskvu. Fréttaskýrendur telja að úrsht kosninganna, sem voru fyrstu fjöl- flokkakosningarnar sem farið hafa fram í Sovétríkjunum, muni hleypa meiri hraða í undirbúning aö sjálf- stæði lýðveldisins. Litháen, ásamt nágrannalýðveldunum Eistlandi og Lettlandi, var sjálfstætt ríki á milli- stríðsárunum. Fastlega er búist við sömu niðurstööum og í Litháen í fyr- irhuguöum kosningum í Eistlandi og Lettlandi en þar ganga íbúarnir að kjörborðinu í næsta mánuði. „Völdin til fólksins“ Um eitt hundrað þúsund manns komu saman til fjöldafundar á götum Moskvu í gær til að krefjast hraðari og róttækari umbóta sem og afsagnar flokksforystu kommúnistaflokksins. Þetta er minni þátttaka en skipu- leggjendur mótmælanna höfðu von- ast eftir og aðeins um helmingur þess fjölda sem tók þátt í svipuðum fjöldafundi í höfuðborginni fyrir mánuði. Harðar viðvaranir yfirvalda um aðgerðir kæmi til óeirða virðast hafa átt sinn þátt í að færri tóku þátt í mótmælunum en gert var ráð fyrir. Mótmæhn fóru friðsamlega fram. Fólkið í Moskvu og öðrum borgum þar sem mótmæli fóru fram um helg- ina krafðist þess að völdin yrðu færð fólkinu í hendur og að forysta flokks- ins segði af sér. Margir ræðumenn á fjöldafundinum fordæmdu fimm ára stjóm Gorbatsjovs Sovétforseta en honum hefur enn ekki tekist að inn- leiða af alvöru umbætur til að rétta við staðnaöan efnahag Sovétríkj- anna. Ræðumenn kröfðust afsagnar for- ystu flokksins víðs vegar í Sovétríkj- unum. í lýðveldunum Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu komu tugir þúsunda saman í stærstu borg- unum og kröfðust þess sama og Moskvubúar. Samkvæmt þeim fregnum, sem borist höfðu í gær- kvöldi af mótmælunum í Sovétríkj- unum um helgina, fóru þau frið- samlega fram. Reuter Fallar bf. Dalvegur 16 - 200 Kóp. Símar 42322 - 641020 Hundrað þúsund mótmæla í Moskvu Mótmæli Yfir áttatíu þúsund Búlgarar, sem þykja umbætumar í heima- landi sínu ganga of hægt fyrir sig, efndu til víðtækra mótmæla í Sofiu í gær, þeirra mestu frá því Todor Zhivkov var steypt í nóvember síð- asthönum. Leiðtogum Bandalags lýðræðisaflanna, sem er í stjómar- andstöðu, var ákaft fagnað af mannfjöldanum þegar þeir kröfð- ust aö bundinn yrði endi á stjóm kommúnista. Hinir nýju leiðtogar Búlgaríu sem boluðu Zhivkov frá fyrir tæp- um fjórum mánuðum, hafa afsalað sér einræðisvaldi sínu og hafið hringborðsviöræður við stjómar- andstöðuflokkana sem eitt sinn vom bannaðir. Bandalag lýöræðis- aflanna segir hins vegar að komm- , únistaflokkurinn sé tregur til að koma á nauösynlegum efnahags- umbótum og breytingum sem þarf aö gera til að stjómarandstaðan fái í Búlgaríu réttlátt tækifæri í fyrstu frjálsu kosningum landsins í fjóra áratugi. Kosningamar eiga að fara fram síðari hluta maímánaðar. Á fostudaginn tilkynnti forysta kommúnistaflokksins að hún væri reiðubúin að fresta þingkosning- unum þar til í júní til þess að veita stjórnarandstciðunni meiri tíma til undirbúnings. Forysta flokksins lagði einnig til að alþjóðlegir eftir- htsmenn yrðu fengnir tíl að tryggja að kosningarnar fæm löglega fram. Málgagn kommúnistaflokksins hefur tilkynnt að frá og með mið- vikudeginum sé óheimilt að setja upp kosningaspjöld í höfuðborg- inni hvar sem er. Þau verði að setja upp á sérstökum svæðum. Banda- lag lýðræðisaflanna hefur sakað kommúnista um að reyna að koma í veg fyrir atkvæöasmölun stjóm- arandstöðunnar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.