Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Qupperneq 28
36 Andlát Katrín Sigrún Ágústsdóttir, Smára- túni, Vatnsleysuströnd, lést á heimili sínu 22. febrúar. Guðmundur Ómar Dagbjartsson, Langholtsvegi 35, Reykjavík, lést þríðjudaginn 21. febrúar. Guðríður Sigurðardóttir, Skeiðar- vogi 147, Reykjavík, andaðist 22. fe- brúar í öldrunardeild Borgarspítal- ans. Jarðaiíarir Útfor Svövu Þorsteinsdóttur, fyrrum kennara, áður til heimilis á Hring- braut 37, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 27. febrúar kl. 15. Geir Marinó Jónsson, _Goðatúni 15, verður jarðsunginn frá Garðakirkju þríðjudaginn 27. febrúar kl. 15. Sjöfn Jónasdóttir, Kleifarseh 14, Reykjavík, sem lést 5. febrúar á sjúkrahúsi á Mallorka, hefur verið jarðsungin í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjördís Jónsdóttir, Lynghaga 24, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Friðrik Ó. Pálsson verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju í dag, 26. fe- brúar, kl. 15. Bóra Arngrímsdóttir lést 15. febrúar. Hún fæddist á Akureyri 9. ágúst 1916, dóttir hjónanna Arngríms Jónssonar og Helgu Sigríðar Jónsdóttur. Eftir- lifandi eiginmaður hennar er Jón Guðjónsson. Þau hjónin eignuðust 8 böm sem öll eru á lífi. Útför Báru verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Alþýðubandalagið í Kópavogi Fyrsta spilakvöld í þriggja kvölda keppni verður í Þinghóli, Hamraborg 11, mánu- daginn 26. febrúar kl. 20.30. Allir vel- komnir. Tomas Tranströmer í Norræna hússins í kvöld, 26. febrúar, kl. 20.30 verður dag- skrá með sænska ljóðskáldinu Tomas Tranströmer í Norræna húsinu. Hann hlaut, eins og kunnugt er, bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni fyrir ljóðasafnið För levende och döda. Jóhann Hjálmarsson og Njörður P. Njarðvík lesa úr þýðingum sínum á ljóðum Tranströmers og skáldið les eigin ljóð. Frirlestrar Háskólafyrirlestur Dr. Olav Bo, fyrrum prófessor í þjóð- fræðum við Oslóarháskóla, flytur opin- beran fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands í dag, 26. febrúar, kl. 17.15 í stofú 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Sankt Olavs historiske rolle" og verður íluttu á nýnorsku Olav Bo er einn fremsti þjóðfræðingur Norðmanna. Fyr- irlesturinn er öllum opinn. Sjávarstöðubreytingar í Eyjafirði og Faxaflóa í lok ísaldar í kvöld, 26. febrúar, mun Kjartan Thors jarðfræðingur halda fyrirlestur á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Meðal annars mun hann rekja ummerki neðan- sjávar sem benda tii að við lok ísaldar eða upphaf nútíma, hafi sjávarstaða verið mun lægri í Faxaflóa, Kollafirði og Hval- firði og allt að 40 m lægri í Eyjafirði. Einn- ig verður fjallað um hvernig landslagi var þá háttað á þessum slóðum, hvernig hægt er að fara nær um timasetningu þessara atburða og ástæður þess að saga sjávarstöðubreytinga á íslandi í ísaldar- lok er frábrugðin því sem þekkist annars staðar. Fyrirlesturinn, sem er öllum op- inn að venju, verður í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskólans, og hefst hann kl. 20.30. Fundir Aðalfundur KRFÍ verður haldinn að Hallveigarstöðum (í kjallara) miðvikudaginn 28. febrúar nk. kl. 17. Allir félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. ITC deildin Kvistur heldur fúnd í Holiday Inn í kvöld, mánu- dagskvöld, kl. 20. Nánari upplýsingar hjá Þóru í síma 627728. SMÁAUGLÝSINGAR ÚRVAL alltaf betra og betra Úrval tímarit fyrir alla MÁNUDAGUR 26. Fí £S FEBRÚAR 1990 Fréttir Þorragleði á Selfossi: Skólameistarinn flutti dagsannar draugasögur • Regína Thorarensen, DV, Selfbssi: Þorragleði Styrktarfélags aldraðra var haldin laugardaginn 10. febrúar á Hótel Selfossi. Rúmlega tvö hundr- uö manns mættu þrátt fyrir snjó og skafrenning og var þarna saman- komið fólk á öllum aldri. Birgir Hartmannsson þandi harm- óníkuna fram á nótt og ekki var háv- aðanum fyrir að fara enda gátu svei- tungar og vinir talast við aö ógleymd- um sameiginlegum fjöldasöng undir stjóm Ingu Bjamadóttur. Vildi ég benda hljómsveitum í Reykjavík, sem bæöi koma hingað og spila þar, að allir em að verða heyrnarlausir af hávaðanum í þeim. Þær ættu að taka Birgi Hartmannsson sér til fyr- irmyndar. Við fjöldasönginn spilaði nafna mín, Regína Guðmundsdóttir. Mikill og góður matur var á borðum og gerðu menn honum góð skil. Fariö var í spumingaleiki, gamanvísur eft- ir Ingimund Einarsson vom sungnar og Lilja Guðmundsdóttir og Guö- munda Jónsdóttir sungu einsöng við mikla hrifningu áhorfenda. Þór Vigfússon, skólameistarinn okkar sem viö erum öll stolt af, flutti dagsannar draugasögur eins og hon- um er einum lagið. Fjóla Ingimund- ardóttir flutti bráðsmelhnn útvarps- þátt sem hún samdi sjálf og setti sam- an með viðeigandi tónhst þannig að fólkið í salnum veltist um af hlátri og hlær enn þann dag í dag. Hestamannakvartett endaði svo skemmtidagskrána. Fyrir kvartett- inum fór áðurnefndur Birgir Hart- mannsson, söngmaður, hagyrðingur, hesta- og kvennamaöur mikill. Voru ahir sammála um að dagskráin hefði verið mjög góð og skemmtileg, sú skemmtilegasta til þessa hjá hjá öldr- unarfélaginu. Að lokum var dansað langt fram á nótt. Merming Rússneskur andi Sinfóníuhljómsveit íslands hélt sína 10. áskriftartón- leika í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Á efnisskrá voru rússnesku verkin Kamarinskaja eftir Mikhail Glinka og Píanókonsert í des-dúr eftir Aram Katsatúr- ían, auk Sinfóníu Franz Schuberts nr. 8 (9) í C-dúr D 944. Tónleikamir hófust á Kamarinskaja-fantasíu um tvö rússnesk þjóðlög eftir Mikhail Ghnka. Þetta er fremur létt og yfirborðsleg músík en flutningur hennar krefst engu að síður nákvæmni. Hér var hún ekki til staðar og var aht yfirbragð flutningsins fremur losaralegt. Tónlist Áskell Másson Nokkur ánægja var þó að því að heyra verkiö, ekki síst fyrir þann sterka rússneska andblæ sem þaö ber með sér. Tréblásarar léku fahega einleikshendingar sínar. Aðeins fyrir þrautreynda Píanókonsert Arams Katsatúríans í des-dúr var næstur á efnisskrá. Þessi konsert er í þrem þáttum og er einleikshlutverkið þannig skrifaö að útheimtir bæði kraft og glæsileik. Selma Guðmundsdóttir lék einleikinn, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem hún leikur með hljómsveitinni á áskriftartónieikum. Selma naut tilsagnar þeirra Ásgeirs Beinteinssonar og Árna Kristjánssonar en eftir að hún haíði lokið einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík lá leið hennar til Austurríkis þar sem hún nam við „Mozarteum“ í Salzburg undir handleiðslu Hans Leygraf. Einnig var hún við nám viö Tónhstarháskólann í Hannover í Vestur-Þýskalandi. Selma hefur víða leikið á erlendri grund, m.a. á Norðurlöndum, í Þýskalandi, Bretlandi og Hollandi. Leikur Selmu var vel útfæröur og lék hún af öryggi erfitt einleikshlutverkið. Þó vantaði hana þann mikla kraft og glæsileik sem þriðji þáttur verks- ins útheimtir, en hann er tæplega á færi annarra en þrautreyndra einleikara. Selma Guðmundsdóttir. „Hin stóra“ Síðasta verk tónleikanna var Sinfórúa nr. 8 (9) í C- dúr D 944 eftir Franz Schubert, sem nefnd hefur verið „hin stóra“ vegna óvenjumikils umfangs hennar. Hér virtist greinilegt að hinn margreyndi stjórnandi James Lockhart hti á verkið sem „repertoire" músík (sem það og er hjá flestum hljómsveitum), vegna ókunnug- leika hans á aðstæðum hér, en það er hljómsveitinni engan veginn mögulegt að halda gangandi á þann hátt öllum þeim mörgu verkum klassíska og rómant- íska tímabilsins sem teljast fastir höir á tónleikaskrám hljómsveita. Hljómur hljómsveitarinnar var enda ósamstæður og ónákvæmni gætti í flutningi hennar á þessu yndislega verki. Fjölmiðlar Það fer vonandi að líöa að lokum þátta Ómars Ragnarssonar Lands- leikur - bæimir bítast. Ómar hefur áður sýnt að hann kann að gera skemmtilega spumingaþætti þó honum hafi ekki auönast að gera það í vetur. Landsleikurinn er léleg stæling á spumingaþáttum sem Ómar gerði fyrir ríkissjónvarpið fyrir tveimur árum og kölluðust þá, Hvað heldurðu? Þaö er hálfþreyt- andi þegar einhver fer að stæla sjálf- ansigog tekst ekki beturupp en þetta. Landsleikurinn hefur yfir sér hálfgert bragðley sisyfirvarp þar sem engin spenna ríkir, skemmtiat- riði og innskot era mörg hver hálf- leiðinleg og þar fram eftir götunum enda viröist ekki hafa verið miklu kostað til við gerð þáttanna. Þeir em Landsleikur teknir upp í kippum og úrsht haía oftar en ekki birst á prenti löngu áður en þættirnir birtast á skjánum, í blöðum sem gefin era út um hinar dreiföu byggðir landsins. í þættinum sem sýndur var í gær voru það Vestmannaeyingar og Hvergerðingar sem kepptu og möl- uðu þeir síðarnefndu andstæðinga sína. í salnum mátti svo sjá nokkra tugi manna, aðahega þó börn, og það var greinilega ekki mikil spenna eða eftirvænting sem rikti meöal áhorf- enda. Inn í þáttinn kom svo innskot þar sem Ómar var alit í einu kominn á björtum sumardegi til Hornaijarö- ar aö ræða við fóik á humarvertíð. Eitthvað seravar alveg eins og út úr kú að sýna á þessum árstíma. Bæjarbragar ná ekki einu sinni að iifga þættina við enda virðist ekki ýkja mikið lagt upp úr hlutverki þeirra 1 þáttunum, sem er synd. Spuningaþættir era yfirhöfuð mjög vinsælt sjónvarpsefni ef þeir eru vel gerðir og skemmtilegir. Þaö er Landsleikurinn bara ekki enda heyrast menn varla ræða þessa þætti sín á milli. Það hlýtur aö segja eitthvaö um gæði þeirra. Jóhanna Margrét Einarsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.