Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Page 2
2 LAUGARDAGUR 3. MARS 1990. Fréttir ísland - Júgóslavía í dag: Hvorugt lið má við tapi Jón Kristján Sigurösson, DV, Zlín: Leikur íslands og Júgóslavíu í loka- umferö C-riöils heimsmeistara- keppninnar í handknattleik, sem fram fer í dag klukkan 16 að íslensk- um tíma, hefur gífurlega þýöingu fyrir bæði hðin. Hvorugt liö má viö ósigri, það Uð sem tapar á htla möguleika á aö blanda sér í baráttuna um efstu sæt- in í keppninni. Tapi annað liðiö með nokkurra marka mun getur það lent í neðsta sæti riðilsins og fcdliö þar með alla leið niður í C-keppni ef Kúba tekur upp á því að sigra Spán í kvöld. Línur eru farnar að skýrast í öðr- um forriölum heimsmeistarakeppn- innar í Tékkóslóvakíu. Heimamenn, Tékkar, sem leika í B-riðli keppninn- ar, eru svo gott sem fallnir í C- keppni. En sú keppni hefur reyndar fengið nýtt nafn og heitir hér eftir Álfukeppni. Tékkar standa nú í þeim sporum að þurfa aö vinna Suður-Kóreu 1 síð- asta leiknum í dag með sjö marka mun og verður að telja það langsótt- an möguleika. Ef þetta verður niður- staðan ætla Tékkar að byggja upp nýtt lið en þeir munu leika, ef þetta gengur eftir, í Álfukeppni sem fer fram eftir tvö ár. Þetta er mikið reiðarslag fyrir Tékka, sem voru bjartsýnir um gengi sinna manna fyrir keppnina, og ekki skemmdi fyiir að liðið haföi heima- völhnn að baki sér. Svíar og Ungverj- ar eru með góða stöðu í A-riðli eftir tvo sigra og það sama er að segja um Sovétmenn og Austur-Þjóðverja, sem leika í D-riðli. Kristján Arason hefur verið í sérstakri meðferð vegna meiðslanna sem hann hiaut í leiknum við Spánverja og ætti að geta leikið gegn Júgóslövum í dag. Kristján ætti að geta leikið - allir aðrir heilir fyrir leikinn 1 dag Jón Kristján Sigurðsson, DV, Zlín: „Kristján Arason tognaði á ökkla en ég reikna með því að hann verði orð- inn góður fyrir leikinn gegn Júgó- slövum. Við látum hann jafnvel leika í sérstökum skóm sem við tókum með að heiman en þeir eiga að hlífa ökklanum vel,“ sagði Stefán Carls- son, læknir íslenska handboltalands- liösins, í samtali við DV í gær. „Kristján mun ennfremur fara í hljóðbylgjur en við tókum einnig með okkur að heiman slíkt tæki og einnig munum við ganga vel frá ökklanum áður en hann gengur til náöa í kvöld. Að öðru leyti ganga alhr landshðsmennimir héihr til skógar,“ sagði Stefán. f Júlíus og Jakob með í dag? - Bogdan hyggur á breytingar Jón Kristján Sigurðssan, DV, Zlín: Bogdan Kowalczyck, landshösþjálf- ari íslands í handknattleik, hefur teflt fram óbreyttu liði í fyrstu tveim- ur leikjunum hér í Tékkóslóvakíu, en fyrir leikinn í dag er búist við aö hann geri breytingar. Jafnvel er tahö að Júhus Jónasson verði kallaður inn 1 hðið fyrir Sigurð Sveinsson en Bogdan vill helst af öllu hafa Héðin Gilsson vegna varnar- leiksins. Á mönnum hér er að heyra að einnig megi búast við að Jakob Sigurðsson fái aö spreyta sig og komi þá líklega inn fyrir Guðmund Guö- mundsson. - Ljóst verður þó um hádegisbilið í dag hvemig liði Bogdan stilhr upp gegn Júgóslövum en það verður vandasamt verk því mikið er í húfi. Bogdan lá í gær yfir ýmsum hug- myndum um hvernig best væri að stilla upp sterkasta hðinu í þessum mhdlvæga leik. íslenska landshðið tók gærdaginn rólega en gaf sér þó tíma til að skreppa í glerverksmiðju rétt fyrir utan Zlín. í gærkvöldi tók liðið síðan létta æfingu í íþróttahphinni í Zlín. Andrúmsloftið er gott í íslensku her- búðunum og eru strákamir stað- ráðnir í að sigra Júgóslava í dag. Jón Hjaltalín Magnússon, formað- ur HSÍ, notaði hins vegar tækifærið og afhenti leikhússtjóranum í Zlín leikskrá Þjóðleikhússins að Endur- byggingunni eftir Vaclav Havel, for- seta Tékkóslóvakíu. Fjórburarnir í Mosfellsbæ voru skírðir í Lágafellskirkju rétt fyrir jólin 1988. Hér sést presturinn, séra Birgir Ásgeirsson, skíra systurnar Alex- öndru, Brynhildi, Elínu og Diljá. Nú er ætlunin að setja á stofn nafna- nefnd sem tekur til umfjöllunar nöfn barna áður en þau eru skirð. Það er reyndar bundið því að nöfnin séu eitthvað óvenjuleg. Menntamálaráöherra með nýtt frumvarp til nafnalaga: Tillaga um sex milljón króna nafnanefnd - aðeins verði heimilt að skíra viðurkenndum nöfnum Svavar Gestsson menntamála- ráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn- inni nýtt frumvarp um nafnalög og hefur hann fengið heimild til að leggja frumvarpið fyrir þingflokk- ana. Fmmvarpið er afrakstur af starfi nefndar er menntamálaráð- herra skipaði í október síðastliðn- um. í nefndinni sátu dr. Guðrún Kvaran orðabókaritstjóri, formað- ur, dr. Ármann Snævarr, fyrrver- andi hæstaréttardómari og há- skólaprófessor, Hahgrímur Snorrason hagstofustjóri og Svav- ar Sigmundsson dósent. í frumvarpinu eru ýmis nýmæh sem án efa eiga eftir að valda deil- um. Má þar fyrst nefna að skýrt verður kveðið á um að fólk megi ekki bera fleiri en tvö nöfn en það er reyndar bundið í núgildandi lög- um þótt það hafi verið þverbrotið. Hefur veriö töluverð ásókn í að skíra börn þrem og jafnvel fjórum nöfnum. Þá verður fólki veitt rýmri heim- ild til að skipta um nöfn ef rökstudd ástæða er fyrir því. Dugar þá að koma með persónulegar ástæður th þess. Ný ættarnöfn bönnuð Helsta breytingin í þessum nýju nafnalögum lýtur aö ættarnöfnum. Samkvæmt núgildandi nafnalög- um áttu ættarnöfn að deyja út en því hefur aldrei verið framfylgt. Nú er ætlunin að hverfa frá því en leyfa hins vegar viðgang þeirra ættarnafna sem fyrir eru um leið og koma á í veg fyrir að ný ættar- nöfn festi rætur. Upptaka nýrra ættarnafna verður ekki leyfð. Þau ættarnöfn, sem fyrir eru, munu erfast jafnt í karl- og kven- legg sem er breyting sem á að vera í anda jafnréttislaganna. Að sögn Guðrúnar Kvaran hefur ekki verið mikil ásókn í ný ættarnöfn á und- anfórnum árum en þó mun einn og einn aðhi sækjast eftir því. Ef þessi lög verða samþykkt er ljóst að fólk getur ekki fengið ættarnöfn nema gifta sig inn í ætt með ættar- nafni. - En af hverju verða ný ættarnöfn bönnuð? „Við viljum endilega verja þann íslenska sið að kenna barn við for- eldri,“ sagði Gúðrún. Nafnanefnd upp á 6 milljónir króna í frumvarpinu er kveðið á um að stofnuð verði nafnanefnd sem verði skipuðu nefndarmönnum sérfróð- um um mannanöfn og íslenskt mál. Er lagt til að hún verði skipuö þremur mönnum, tveimur eftir tilnefningu heimspekidehdar Há- skóla ísland og einum tilnefndum af lagadeild Háskólans. Er gert ráð fyrir að kostnaður viö nefndina verði greiddur úr ríkissjóði. Nefndin á aö semja skrá um leyfö mannanöfn, vera th ráðuneytis um nafngjafir og skera úr ágreinings- efnum um nöfn og nafngjafir. Er gert ráð fyrir að þessi nafna- listi verði langur en Guðrún sagði að ekki væri hægt að ætlast til þess að hann yrði tæmandi. „Ef einhver óskar eftir nafni, sem er ekki á list- anum, ber viðkomandi að leita samþykkis nefndarinnar sem á að skera úr um hvort nafnið getið fall- ið að lögum. Ef það gerir það þá veröur það tekið inn á listann og verður þar áfram. Ef nafnið er hins vegar ekki samþykkt verður það ekki notað,“ sagði Guðrún. Er gert ráð fyrir að nefndin starfi mikið fyrstu þijú misserin og að hún verði að hafa skrifstofu sem verði opin hluta úr degi. Er því tal- ið að töluverður kostnaður hljótist af starfl nefndarinnar og er lagt til að fyrsta heila starfsár hennar verði kostnaöur af starfi hennar um fimm milljónir og sjö hundruð þúsund krónur. Er hugmyndin að nefndin starfi hratt og vel og geti fellt úrskurði innan mjög skamms tíma. Ef nafn, sem á að gefa barni, er ekki á þessari nafnaskrá á prestur að bíöa með skírnina þar til nefnd- in hefur fjallað um málið. Nafn verður að vera komið innan sex mánaða Þá er gert ráð fyrir að skylt verði aö gefa börnum nafn innan sex mánaða frá fæðingu með skírn eða tilkynningu um nafngjöf til Hag- stofu íslands. Svipuð ákvæði munu vera í norrænni mannanafnalög- gjöf en töluvert mun vera um það að það dragist í langan tíma að veita börnum nöfn. Ekki er þó kveðið á um nein refsiákvæði ef þetta er brotið. Lagafrumvarp um mannanöfn var áður samið árið 1971 en þá varð ekki samkomulag um frumvarpið þannig að það fékk aldrei samþykki Alþingis. -SMJ Gerðum engin mistök Jón Kristján Sigurðsson, DV, Zlm: „Ég skil vel að það hafi verið von- brigði hjá íslenska liðinu að ná ekki að minnsta kosti öðru stiginu í leikn- um gegn Spánveijum. Við gerðum engin mistök þegar brotið var á Guð- mundi en ég hef litið yfir myndband frá leiknum. Við dæmdum aukakast sem var það eina sem kom th greina í stöðunni," sagði Manfred Prause, annar vestur-þýsku dómaranna sem dæmdu leik Islendinga og Spánverja í Zlín í fyrrakvöld, í samtali við DV yfir morgunverðarborði á Hótel Moskvu í gærmorgun. Prause staðfesti í samtalinu við DV aö búið væri að ákveða að hann og félagi hans, Erhardt Hoffmann myndu dæma leik íslands og Júgó-’ slavíu í Zlín í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.