Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Blaðsíða 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
_5_ __ - Qy greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
ist eða er notað
Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022
LAUGARDAGUR 3. MARS 1990.
Iðnrekendur:
Lýður fer
fram gegn
Víglundi
„Ég hef hugsað mér að hressa upp
á starfsemi félagsins. Öll félög hafa
gott af kosningu öðru hvoru og það
bara skerpir á mönnum," sagði Lýð-
ur Friðjónsson, framkvæmdastjóri
Vífllfells, þegar hann var spurður
um ástæður þess að hann býður sig
fram til formanns Félags íslenskra
iðnrekenda.
Lýður býður sig fram gegn sitjandi
formanni, Víglundi Þorsteinssyni, og
er ljóst að framundan er haröur
kosningaslagur.
Atkvæðaseðlar hefa þegar verið
sendir út en þeim á að skila inn fyrir
14. mars. Úrslitin verða birt daginn
eftir, á ársfundi félagsins.
Lýður sagði að hann vildi beita sér
fyrir áherslubreytingum innan fé-
lagsins. Honum þætti ekki hafa verið
lögð nógu mikil áhersla á stefnuskrá
félagsins og of mikið barist í málum
einstakra fyrirtækja. Þá sagðist hann
hafa mikinn áhuga á að koma upp
verkefnaskrá og láta félagið einbeita
sér að þrem, fjórum verkefnum á ári.
-SMJ
Fríhöfnin:
Bjórkassinn á
1.640 krónur
„Það eru aðallega tvær ástæður
fyrir því að ákveðið var að hefja aftur
sölu á bjór í fríhöfninni. í fjárlagatil-
lögum á Alþingi var gert ráð fyrir
tekjuaukningu í fríhöfninni en tekjur
minnkuðu mjög þegar bjórsalan var
aílögð á síðasta ári. Fjárveitingar-
nefnd mælti með að salan yrði heim-
iluð aftur. Auk þess hafa framleið-
endur komið fram með óskir um sölu
á bjór í fríhöfninni,“ sagði Hörður
Bjarnason hjá varnarmáladeild ut-
anríkisráðuneytisins við DV.
Sala á bjór hófst að nýju í fríhöfn-
inni á Keflavíkurflugvelli síðastlið-
inn miðvikudag eftir margra mánaða
hlé. Að sögn Harðar verður áhersla
lögð á sölu á íslenskum bjórtegund-
um þótt ekki séu neinar hömlur til-
teknar varðandi erlendar tegundir.
Að sögn starfsmanns í fríhöfninni
var byrjað á að selja eingörtgu ís-
lenskan bjór — Löwenbráu og dökkan
Egils. Verðið fyrir 24 dósir, 33 cl, ér
27 dollarar eða um 1.640 krónur. Til
samanburðar má geta þess að Löw-
enbráu kostar 2.920 en dökkur Egils
2.780 á útsölustöðum ÁTVR.
-ÓTT
LOKI
Þá pantar maður ekki
leigubíl heldur gjafabíl!
16 ára piltur féll af vörubíl í hjöHum við Grindavik:
Fekk tonn
„Eg stóö uppi á vörubílspalli þeg-
ar hann var að bakka upp aö hjöll-
unum. Það var nokkur ferö á hon-
um. Þegar bíllinn kom að dálitlum
bakka stöðvaðist hann snögglega
og ég rann út af pallinum. Fullt
stálker með seiluðum þorskhaus-
um rann á eftir mér. Það lenti ein-
hvern veginn á liliðinni og fór yfir
höfuðið, hendurnar og bakið á mér.
Bara fætumir stóðu út undan kar-
inu. Svo man ég ekki eftir öllu,“
sagði Albert Sævarsson, 16 ára
Grindvíkingur, sem lifði það af að
fá flskkar ofan á sig síðast líðinn
fimmtudag. Fiskkarið er um eitt
tonn að þyngd að sögn lögreglunn-
ar í Grindavík.
Albert er starfsmaður hjá Hrað-
frystihúsi Þórkötlustaða, Hann var
að fara með vinnufélögum sínum
til þess að hcngja upp þorskltausa
af vörubílspalli í hjalla skammt
fyrir utan Grindavík. TaJið er að
þaö hafl orðiö Albert til lífs - eða
forðaö honum frá stórslysi - að
hann lenti í snjóskafli þegar hann
féll af vörubílspallinum. Kerið
þrýsti honum af öllum sínum
þunga niður í snjóinn. Albert er
töluvert marinn á höfði og baki og
dálítið lemstraður. Hann slapp við
beinbrot og er vel rólfær.
„Ég vankaðist eitthvað. Fyrst gat
ég ekki andað eftir að ég skall niður
og fékk karið ofan á mig. Ég grófst
niöur í snjóinn. Ég sneri svo höfð-
inu einhvern veginn og þá gat ég
andað. Vinur minn reyndi að lyfta
karinu ofan af*mér - en hann bif-
aði því ekki. Síðan kom annar og
hjálpaði honum. Þeir náðu aöeins
að lyfta karinu og þá held ég að ég
hafi skriðið undan,“ sagði Albert i
samtali við DV.
„Fyrst gat ég ekki hreyft bakið
og aðra höndina. Þeir létu mig svo
upp í bílinn sem fór með mig i
frystihúsið. Læknir leit svo á mig
og ég er mikið marinn á bakinu.
Strákunum brá mikið þegar þetta
geröist. Þeir sögðu mér að eftir að
ég var farinn hefðu þrír reynt að
lyfta karinu upp - en þá tókst það
ekki. Þessum tveimur sem lyftu
karinu ofan af mér hefur líklega
tekist það vegna þess aö þeim brá
svo mikið að sjá mig þama undir,“
sagði Albert.
-ÓTT
á höfði og baki Alberts en talið er
í snjóinn undan ofurþunga hlassins
unum sem eru skammt frá Grindavik.
....... Karið lenti
að bjargað hafi lífi hans að lenda í snjóskafli þar sem hann þrýstlst ofan
er tekln við slysstað og er búlð að hengja „þá gulu“ upp í hjöll-
DV-mynd GVA
Veðrið á sunnudag
og mánudag
Élja-
veður
Á sunnudag og mánudag verð-
ur fremur hæg suðvestan- og
vestanátt með éljum sunnan- og
suðvestanlands en austangola og
stöku él á annesjum norðanlands.
Annars staðar verður skýjað en
úrkomulaust. Hitinn verður alls
staðar vel undir frostmarki, 3-6
stig.
„Hreindýr
vaða hér
um þorpið“
„Hreindýrin vaða hér um þorpið
og eru meðal annars við eldhús-
gluggana hjá fólki. Þetta er með ólík-
indum. Það halda engar girðingar
þessum dýrum og þau eru búin að
éta mikið af græðlingum og trjám.
Dýrin styggjast þegar komið er mjög
nálægt þeim en 30-40 dýr eru búin
að halda sig hér í þorpinu um nokk-
urt skeið,“ sagði Sigurður Gíslason,
íbúi og lögreglumaður í hjáverkum
á Djúpavogi, í samtali við DV.
Mjög fjölskrúðugt dýralíf er um
þessar mundir á Djúpavogi því rjúpa
og fálki sjást nú daglega í þorpinu.
Mjög algengt er að sjá rjúpu og hrein-
dýr í görðum húsa.
„Það var stúlka hérna í þorpinu
sem varð fyrir því, þegar hún var að
opna þvottahúsdyrnar að utanverðu,
að rjúpa kom fljúgandi bent í flasið
á henni eins og orrustuflugvél - og
fálki á eftir. Rjúpan lenti á stúlk-
unni. Hún hallaði þá aftur hurðinni
og klemmdist þá rjúpan á milli stafs
og hurðar. Þegar hún opnaði aftur
sá hún fálka sem greinilega ætlaði
að ná í rjúpuna. Fálkinn hvarf en
rjúpuna þurfti að aflífa,“ sagði Sig-
urður.
„Önnur rjúpa kom síðan fljúgandi
og lenti hún á glugga á öðru húsi.
Hún var alblóðug, enda var fálki á
éftir henni sem náði henni síðan.“
-ÓTT
Sendibílastríð:
Aka fólki frítt
eftir miðnætti
Sendibílstjórar hafa bundist sam-
tökum um að bjóða fólki frían akstur
eftir miðnætti í kvöld. Sendibílar
munu safnast saman fyrir utan alla
stærstu skemmtistaði borgarinnar
og bjóða farþegum ókeypis akstur.
Með þessu hyggjast bílstjórarnir
mótmæla ýmsum lögum og reglu-
gerðum sem settar hafa verið um
starfsemi þeirra. Stefnt er að því að
hafa bíla til reiðu fyrir utan Hótel
ísland, Hollywood og sem víðast í
miðbænum.
„Þessi mótmæli beinast ekki gegn
leigubílstjórum heldur miklu frekar
gegn því opinbera," sagði Albert
Ómar Guðbrandsson sendibílstjóri í
samtali við DV. „Við viljum hins
vegar mótmæla því að okkur skuli
vera bannað að aka með fólk en
leigubílstjórum heimilt að aka með
vörur og pakka. Einnig viljum við
vekja athygli á því að lögin um virð-
isaukaskatt hafa komið illa niður á
sendibílstjórum. -pá
NYJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-50001
Uti að aka
40 ár
I
t
t
t
t
t
t
BILALEIGA
v/Flugvallarveg
91-61-44-00
4
í
<