Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Blaðsíða 8
*8 .LAUGÁáDACtíR!^.MARS 1090. Tilboö óskast í ýmsar gerðir af röntgenfilmum ásamt framköllunarefni fyrir ríkisspítala og nokkur sjúkrahús. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borg- artúni 7, Reykjavík. Tilboðsfrestur er til kl. 11.00 f.h. þann 23. apríl nk. INIMKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK LOPI - LOPI 3ja þráða plötulopi - 10 sauðalitir, auk þess gulir, bláir, rauðir, grænir og lillabláir. Hnotulopi í sömu litum. Sendum í póstkröfu um landið. Lopi ullarvinnslan Sími 30581 Súðarvogi 4 104 Reykjavík. Heilbrigðiseftirlit Eyjafjarðar óskar eftir að ráða heilbrigðisfulltrúa sem starfa skal að almennu heilbrigðiseftirliti undir stjórn fram- kvæmdastjóra. Starfsréttindi heilbrigðisfulltrúa samkv. reglugerð 150/1983 eru áskilin. Umsóknarfrestur er til 31. mars 1990. Staðan veitist frá 1. júní 1990. Umsóknir, er greini frá menntun og störfum umsækjanda, skal senda formanni svæðis- nefndar, Ólafi H. Oddssyni héraðslækni, Heilsu- gæslustöðinni, 600 Akureyri, og veita hann og fram- kvæmdastjóri, Valdimar Brynjólfsson, nánari uppl. um starfið. Svæðisnefnd Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar Auglýst er eftir umsóknum um störf námstjóra í grunnskóla- deild menntamálaráðuneytisins (áður skólaþróunardeild). Á verksviði deildarinnar eru einkum þróunarverkefni á grunnskólastigi sbr aðalnámskrá grunnskóla. Baeði er um að ræða 4-5 stöður við deildina og hins veg- ar verkefnaráðingu til ákveðins tíma. A Fjórar til fimm stöður námstjóra: Verkefni þeirra verða: - að stuðla að almennri skólaþróun og stjórna og vinna með starfshópum sem sinna þróun í ákveðnum náms- greinum, námsgreinaflokkum og á ákveðnum aldursstig- um. Námstjórar: - vinna með fræðsluskrifstofum, skólum sem annast kennaramenntun, Námsgagnastofnun og öðrum sem sinna skólaþróun - skipuleggja og hafa með höndum eftirlit og ráðgjöf - fylgjast með þróun skólamála innanlands og utan - miðla upplýsingum um skólamál. Ráðið er í þessar stöður frá 1. ágúst 1990. B Ennfremur er auglýst eftir umsóknum um störf nám- stjóra sem ráðið verður í tímabundið i eitt til fjögur ár frá 1. ágúst 1990 til að sinna sérstökum verkefnum. Ráðning í hálft starf kemur til greina. Þau verkefni, sem fyrst um sinn verður lögð áhersla á, eru eftirfarandi: Ráðgjöf um námsmat, umsjón með samræmdum grunn- skólaprófum og könnunarprófum, íslenska, stærðfræði, list- og verkgreinar, umhverfismennt. Auglýst er eftir fólki í öll þessi störf sem hefur menntun í uppeldis- og kennslufræðum, menntun á ákveðnum greinasviðum og reynslu af störfum í skólakerfinu. Störfin krefjast frumkvæðis, sjálfstæðra vinnubragða og skipulags- hæfni. Mjög reynir á samstarf við aðra. Um laun fer samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknarfrestur er til 30. mars nk. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar til menntamálaráðuneytisins, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík. Hinhliðin Sigrióur Beinteinsdóttir söngkona segir að lífið leiki við sig þessa dagana og ekkert sé því leiðinlegt að gera. Songunnn númer eitt - segir Sigríóur Beinteinsdóttir söngkona Sigríður María Beinteinsdóttir hefur sannarlega slegið í gegn með rödd sinni, fyrst í Landslaginu á síöastliðnu ári, nú í Eurovision, auk þess sem hún er aðalsöngkona í nýju handboltalagi sem heyrist alloft í útvarpinu þessa dagana. Sigríður er um þessar mundir að undirbúa plötu ásamt hljómsveit- inni Stjórnirmi sem hún syngur með á Hótel íslandi. í maí fer hún til Júgóslavíu ásamt Grétari Örv- arssyni en þau vilja að Síjórnin komi með til að leika undir í laginu á sviðinu, Það munu hins vegar vera skiptar skoðanir hjá Sjón- varpinu þannig aö ekki er víst hvort af verður. En Sigríður segir að hún vonist til að samkomulag náist, ailavega hætti þau varla við að fara út með lagið. Það er Sigga Beinteins sem sýnir hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Sigríður María Bein- teinsdóttir. Fæðingardagur og ár: 26. júií 1962. Maki: Enginn. Böm: Ég er bamlaus. Bifréið: Engin sem stendur. Starf: Söngkona en það er mitt draumastarf. Laun: Þau eru svona upp og niður. Áhugamál: Söngur og hestar. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í iottóinu? Mest þtjár held ég. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það er að syngja, alveg ör- uggt.mál, og hefur veriö frá því ég byrjaði fyrir níu árum. Hvað fínnst þér leiðinlegast að gera? Mér fmnst alit svo skemmti- legt þessa dagana aö ég man bara ekki eftir neinu sem er leiðinlegt. Ætli'ég sé ekki bara svona ánægð meö lífiö. Uppáhaidsmatur: Matur er mjög góður en ég er hrifhust af pastarétt- um um þessar mundir. Uppáhaldsdrykkur: Mjólk. Ég drekk mjög mikiö af henni. Hvaða iþróttamaður stendur fremstur í dag að þínu mati? Það er Alfreð Gíslason. Uppáhaldstímarit: Mannlíf. H ver er faliegasti kari sem þú hefur séð? Ég myndi segja að það væri Mel Gibson. Ertu hlynnt eða andvig ríkisstjórn- inni? Ég veit nú ekki hvað ég á aö segja um það. Ég er miög lítið inni í pólitík og því hlutlaus. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Mig langar mest að hitta Tinu Turner. Uppáhaldsleikari: Jack Nicholson. Uppáhaidsleikkona: Edda Björg- vinsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Tina Turner. Uppáhaldsstjórnmálamaður; Hall- dór Ásgrímsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Grettir. - Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horfi mjög iítið á sjónvarp en éghef gam- an af flestum bíómyndum. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Hlutlaus. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Aðalstöðin. Uppáhaldsútvarpsmaður: Gunn- laugur Helgason. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Mér þykir Helga Guðrún Johnsen mjög góður sjónvarpsmaður og koma vel fyrir á skjánum. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer aldrei út að skemmta mér en er sjálf að skemmta á Hótel íslandi svo ég nefni hann. Uppáhaidsféiag i íþróttum: Hlut- laus, ég er ekkert inni í íþróttamál- um. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Ég stefni bara að því að gera vel í söngnum. Hvað gerðir þú í sumarfríinu og hvað ætlar þú að gera næsta sum- ar? Ég fór í ferðalag um Evrópu auk þess sem ég var með Stjórninni á ■ Benidorm i tvær vikur þar sem viö skemmtum. í vor fer ég til Júgó- slavíu en reikna ekki meö að fara neitt annað. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.