Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Side 4
4 Fréttir Veiðar Færeyinga á Islandsmiðum munu halda áfram: Við verðum að virða sérstöðu Færeyinga - segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra Það hefur valdið nokkurri óánægju í sjávarplássum þar sem lít- ill aflakvóti er að Færeyingar skuli hafa heimildir til veiða á íslandsmið- um. Þeir máttu veiða hér 11 þúsund lestir í fyrra. Meðal annarra höfðu Grímseyingar samband við DV og lýstu yfir furðu sinni á að Færeying- um skyldi leyft aö veiða hér 11 þús- und lestir af fiski á sama tíma og Grímseyingum er neitað um aukinn kvóta þótt til vandræða horfi hjá þeim. „Að sjálfsögðu höfum við þörf fyrír þann fisk sem Færeyingar veiða hér við land en ég er þeirrar skoðunar að virða eigi sérstöðu Færeyinga og aldalanga samvinnu þjóðanna. Þess vegna er ég því meðmæltur að þeir haldi þessum réttindum sínum hér áfram. Það hefur enn ekki verið gengið frá því hve mikið magn þeir mega veiða í ár en það mun verða rætt eins og venja er til í ríkisstjórn og í utanríkismálanefnd Alþingis þegar þar að kemur," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsmálaráö- herra í samtali við DV, aðspurður um þetta mál. „Færeyingar hafa veitt fisk á ís- landsmiðum svo lengi sem menn muna. Þegar baráttu okkar fyrir yfirráðum yfir landhelginni lauk voru allir stjórnmálaflokkar á ís- landi sammála um að staða Færey- inga væri svo sérstök að rétt væri að þeir heföu hér áframhaldandi veiðiheimildir. Árið 1984 voru veiði- heimildir þeirra skertar mjög mikið eða úr 17 þúsund tonnum niöur í 8.500 tonn. Áf því magni mátti þorsk- ur vera 2 þúsund lestir. Síðan þá hefur kvóti þeirra aukist lítillega, eða í 11 þúsund lestir, en þó ekki í þorski. Þar er magniö óbreytt. Það var jafn- framt tekin ákvörðun um að banna aUar togveiðar Færeyinga á íslands- miðum,“ sagði sjávarútvegsráð- herra. Hann sagði einnig að Færeyingar hefðu aðeins heimild til að veiða með línu eða handfærum. Þeir Færeying- ar, sem stunda veiðar hér við land, hefðu sérhæft sig í veiðum sem ís- lendingar hafa ekki ná tökum á, svo sem veiðum á löngu og einnig nokk- uð af lúðu. Það er því nokkuð ljóst að Færey- ingar munu halda veiðiheimildum sínum á íslandsmiðum enn um sinn. -S.dór Samþykktar kröfur rúmar 80 miiyónir Samþykktar kröfur í þrotabú tveggja trésmíðafyrirtækja á Siglu- firði eru rúmar 80 milljónir króna. Fyrirtækin heita Bútur, þar sem samþykktar kröfur eru 66,8 milljón- ir, og Tréverk en samþykktar kröfur þar eru 14,1 milljón. Eignir munu vera mun minni en kröfumar. Sami aðaleigandi er að báðum fyr- irtækjunum, Konráð Baldvinsson. Hann á einnig Sigiufjarðarhús og Einkó. Einkó var úrskurðað gjald- þrota 11. febrúar síðastliðinn. Siglu- fiarðarhús var byggt á þrotabúi Hús- eininga. Það fyrirtæki fór í gjaldþrot. Konráð var aðaleigandi Húseininga. Hann keypti vélar, fasteignir og fleira af þrotabúi Húseininga og stofnaöi Siglufiarðarhús á þeim grunni. Bútur, sem nú er til gjaldþrota- skipta, á um 90 prósent af hlutabréf- um í Tréverki. Til skipta í þrotabúi Búts koma tæki, áhöld og eitthvaö af útistandandi kröfum. Tréverk á ekkert nema viðskiptakröfur. Það er því ljóst að gjaldþrotin verða talsvert stór. DV ræddi við Konráð Baldvinsson í nóvember í fyrra. Hann sagði þá meðal annars: „Ég held aö gjald- þrotin verði ekki stór þar sem ég hef ekki haldið fyrirtækjunum gangandi eftir að þau hafa oröið gjaldþrota." Þrátt fyrir að aðaleigandinn hafi talið, í nóvember síðastliðnum, að gjaldþrot fyrirtækjanna yrðu ekki stór þá blasa nú við tvö gjaldþrot þar sem kröfur geta orðið milljónatugum hærrieneignimar. -sme Þórscafé er enn lokað Fyrirtækin Þórscafé og Egill Vil- hjálmsson eru enn innsigluð. Þeim var lokað af embætti tollstjóra á fimmtudaginn. í gær bað eigandi Þórscafés um aö fá að komast inn í húsið til að ná í bókhaldsgögn. Lög- reglan varð við þeirri beiðni. Hljómsveit hússins fékk einnig að fara inn til að ná í hljóðfæri. Lögregl- an fylgdist með öllum mannaferðum í húsið. Því var síðan lokað aftur klukkan fiögur í gær. í kringum 20. febrúar fengu bæði Þórscafé og Egill Vilhjálmsson, ásamt 800 öðrum fyrirtækjum, bréf, aðvöran um að ef vangoldinn sölu- skattur frá því í desember yrði ekki greiddur myndi gripið til aðgerða og fyrirtækjunum lokað. -JGH Bjarna Friðrikssyni voru afhent verðlaun sem íþróttamanni ársins í Reykja- vík fyrir árið 1989 við hátiðlega athöfn i Höfða í gær. Hér sést Bjarni ásamt fjölskyldu sinni en kona Bjarna heitir Anna Guðný Ásgeirsdóttir og heldur hún um yngri soninn, Tryggva Svein, sem heldur stoltur á verðlaunagripn- um góða. Friðgeir Daði er hins vegar með eignargrip sem fer i risavaxið verðlaunasafn júdókappans. DV-mynd BG Pálmi Karlsson sveppabóndi átelur landbúnaðarráðuneytið: Þurfum enn að bíða í 3 vikur „Við lögðum höfuðáherslu á að ráðuneytið sendi telex til breska framleiðandans sem allra fyrst. Þaö tókst ekki og fyrir vikið var búið að selja sendingu okkar til annarra. Þetta þýðir að við þurfum að bíða í þrjár vikur enn eftir sendingu af rot- massa,“ sagði Pálmi Karlsson sveppabóndi í samtali við DV. Síöan landbúnaðarráðherra heim- ilaði innflutning á rotmassa til sveppræktar á ný hafa sveppabænd- ur beðið eftir að reglugerð um inn- flutninginn yrði samþykkt í ráðu- neytinu. Á meðan hefur rotmassi fyrir milljónir skemmst á hafnar- bakkanum. Skrifað var undir umrædda reglu- gerð í ráöuneytinu seint á miðviku- dag. Þá var eftir að þinglýsa henni í Lögbirtingi. Sveppabændur þrýstu mjög á ráðuneytið að senda skeyti til Englands í tæka tíð til staðfestingar því að tekið yrði á móti rotmassa hér. Það tókst ekki og nú verða bændur að bíða í 3 vikur í viðbót. Deilumar um rotmassann hófust árið 1988 þegar gefin var undanþága frá lögum nr. 11 frá 1928 um vamir gegn því að gin- og klaufaveiki berist til landsins. Undanþágan var veitt af landbúnaðarráðuneytinu með heimild yfirdýralæknis þó lögin gefi enga heimild til aö veita undanþágur af neinu tagi. Flutt voru inn rúm 500 tonn til árs- loka 1989 en þá stöðvaði ráðuneytiö innflutninginn enda sýnt að hann stangaðist á viö lög. Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins hafði aldrei rannsakað innihald massans og bar við fiárþröng og peningaleysi. Eftir að yfirdýralæknir hafði fariö Englands og kynnt sér hvernig væri staðið að framleiðslu massans leyfði landbúnaðarráðherra innflutning hans á ný 2. febrúar 1990, meö því skilyrði að sett yrði sérstök reglu- gerð um innflutninginn. Síðan hafa sveppabændur, sem háðir eru notk- un massans, beðið meðan reglugerð- in hefur velkst í ráðuneytinu. „Þessi hringlandaháttur og slóöa- skapur í ráðuneytinu ér af annarleg- um hvötum og hefur þegar valdið okkur ómældu tjóni. Þegar við fáum fyrstu sendinguna eftir þijár vikur þá þýðir það að fyrstu sveppirnir koma upp í byrjun maí. Ég veit ekki hvort við þolum þessa bið,“ sagði Pálmi Karlsson, talsmaður sveppa- bænda, í samtali við DV. Ekki iiáðist í Sveinbjörn Eyjólfs- son, deildarstjóra í landbúnaðar- ráðuneyti, né Sveinbjöm Dagfinns- son ráðuneytisstjóra vegna þessa máls. -Pá LAUGARDAGUR 3. MARS 1990. E»V Þjóðleikhúsið: Síðasta sýn- ing annað Síðasta sýníng að sinni í Þjóð- leikhúsinu verður annað kvöld. Á mánudaginn verður síðan haf- ist handa við umdeildar breyting- ar og endubætur á húsinu. Byrjað verður á að rífa sæti og gólf úr salnum og síðan ráðist á lagna- kerfið sem er ónýtt að mestu. Þá fá svalirnar aö fiúka en vinnu á að vera að fullu lokið fyrir næstu Stór liluti af leikmunum, bún- ingum og listaverkum veröur fluttur í skemmu í Sundagörðum en annað verður geymt í húsinu. Sýningar halda áfram eftir 20. mars í Háskólabíói, þar sem End- urbygging Havels verður á fiöl- unum, og í Iðnó. Þar veröur Stefnumótið sýnt frá þriðju sýn- ingu en tvær þær fyrstu verða í Þjóðleikhúsinu í kvöld og á morg- un. V.'.V: -GK Akureyrarkirkja: Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Kirkjuvika hefst i Akureyrar- kirkju á morgun og er það i 16. skipti sem slík vika er haldin í kirkjunni. Á kirkjuviku er ýmis- legt á boðstólum og má nefna kvöldvökur, messur, tónleika og leiklestur í því sambandi. Kirkjuvikan hefst sem fyrr sagöi á morgun meö sunnudaga- skóla kl. ll. Æskulýðsguðþjón- usta verður kl. 14. Á mánudag er kvöldvaka kl. 20.30 með tónlistar- flutningi, upplestri oghelgistund, svo eitthvað sé nefnt. Hörður Áskelsson heldur orgel- tónleika á þriðjudagskvöld, föstu- messa er á raíðvikudagskvöld og á fimmtudag er fyrirbænaguð- þjónusta ki. 17.15 og um kvölfið er leiklestur úr Kaj Munk. Á föstudagskvöld verður kvöld- vaka og kirkjuviku lýkur sunnu- daginn 10. mars með sunnudaga- skóla um morguninn og hátiðar- guðþjónustu kl. 14þarsemÓlafur Skúlason biskup prédikar. Sveitarsljómai'kosmngar: Kvennalist- inn hugar að fleiri fram- boðum Kvcnnalistakonur era aö ræöa framboðsmál á fleiri stööum en boþið hefur veriö fram hingað til. Búið er að ákveða opinn fund um framboðsmál í Kópavogi 8. mars. Kvennalistakonur í Hafnarfirði hafa einnig verið að ræða fram- boðsmál. Þar hefur ekki verið boðaö til fundar en þaö kann aö verða gert bráölega. Búið er að ákveða framboð á Akureyri og í Reykjavík fyrir s veitarstj órnarkosningar nar. Konur eru að ræða framboð á fleiri stöðum, svo sem á ísafirði, Akranesi og í Borgarnesi. Við- ræður era aö hefiast um sameig- ínlegt framboð flokka i Mosfells- bæ. Þar hefur Sjálfstæðisflokkur- inn fimm bæjarfulltrúa af sjö Alþýðuflokkur elnn og Alþýðu-’ bandalag einn. .. "sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.