Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR, 3, MARS 1990, Ofátogaukakíló Allt grænmeti er hollt. - og hömlulausar ofætur fengu leyfl til að nota fræðin í starfi OA Fram til ársins 1935 átti hömlulaust fólk um fáa kosti aö velja til að ná árangri gegn sjúkdómi sínum. En það ár komu tveir menn saman og náðu að rísa upp gegn heldrykkj- unni. Fjórum árum seinna safnaðist saman hópur fólks sem hafði líka náð þessum árangri á sama hátt. Bar saman bækur sínar og spurði hvert annað: Hvernig fórum við að þessu? Áður höfðu milljónir alkóhólista látiö undan síga inn í myrkrið og annaðhvort látið lífið strax eða endað það á hælum fyrir geðbilað fólk. Eng- Umsjón: Ásgeir H. Eiríksson inn náði bata enda er sjúkdómurinn hömluleysi ólæknandi meö öllu og því aðeins hægt að halda honum í skefjum. En fólkið sem bar saman bækur sínar komst að einni niður- stöðu: Alcoholics Anonymous eða AA. Síðar fengu hömlulausar ofætur leyfi til að nota þessi fræði og Rósanna S. í Kaliforníu stofnaði Overeaters Anonymous eða OA- samtökin. I næsta þætti byrjum við að pæla í tólf þrepum OA-samtak- anna. Hvað eru kaloríur? Kaloríur heita raunar hitaeiningar á betri íslensku en hér er samt hald- ið fast við kaloríunafnið vegna þess að ofátið er alþjóðlegt og þekkir eng- in landamæri. En kaloría er sú orka sem þarf til að hita eitt kíló af vatni um eina gráðu á Celsíus. Meðalþörf fólks fyrir orku er nú um 2400 kaloríur á dag og það þýðir að líkaminn brennir um 2400 kalor- íum. Ef maður liggur út af brennir líkaminn um 1 kaloríu á mínútu en hlaupandi upp stiga brennir maður hins vegar um 20 kaloríum. Aðrar hreyfingar brenna kaloríum þar á milli. Ef maður borðar mat með fleiri hitaeiningum en 2400 á dag fitnar lík- aminn og þyngist. Ef maður borðar aftur á móti mat með færri en 2400 hitaeiningum á dag gengur líkaminn á forða sinn og léttist. Allar líkams- æfingar og hreyfingar auka svo brunann. Þannig er líkamsþyngdin bein afleiðing af átinu og engu öðru. Að lokinni máltíð eru maður og mat- ur eitt og hið sama. Líkaminn er því eins og öfugt tékk- hefti frá banka. Ef við tékkum meira út af venjulegum bankareikningi en viö leggjum inn lendum við í vand- ræðum og fáum gulan miða. Ef við leggjum aftur á móti meiri mat inn á líkamann en við brennum lendum við líka í vandræðum og fáum gula fitu. Svona er nú lögmálið einfalt; borða aldrei meira en maður brenn- ir. Þess vegna er nauðsynlegt að læra strax að telja kaloríur í mat. Jafn- nauðsynlegt og að telja krónur við innkaupin. Að öðrum kosti verður ekki unnt að finna jafnvægið. Hvorki í buddunni eða maganum. í næstu köflum birtum við valdar uppskriftir af hollum mat með fáar kaloríur fyrir þá sem vilja grennast og ná af sér aukakílóunum á raun- hæfan hátt. Áttatíu og þrjú þúsund átta hundruð níutíu og sjö fslendingar - eru góðfúslega beðnir að taka eftir! í greininni Offita eftir Nikulás er of feitur og þannig erum við því Sigfússon, yfirlækni Hjartavernd- 83.897 sem höfum gott af að lesa ar, í 3. tölublaði Heilbrigðismála þessa pistla. Þá eru ekki taldir með nú i ár segir; - Rannsóknir Hjarta- þeir íslendingar sem teljast ennþá vemdar sýna að þriðji hver íslend- kannski með holdafarið í sæmílegu ingur er of feitur. lagi en safna stöðugt óhreinindum Þama höfum við það á hreinu. í innan á æðamar meö röngu matar- síðasta manntali voru landsmenn æði. Þeim er alveg óhætt að taka 251.690 taisins. Þriöjungur okkar eftir líka. Kaloríutal I. hluti í fyrsta hluta tökum við fyrir ýms- ar kartöflur, baunir, rófur og gulræt- ur. Fjjöldi kaloría er tekinn saman í hverjum 100 grömmum og eins kó- lesteról og kolvetni. Talið er samið upp úr næringarefnatöflu eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson í bókinni Nær- ing og vinnsla sem Helgafell gaf út árið 1984. lOOgrömm: Hitaeiningar Kólesteról Kolvetni kcal.: milligrömm: grömm: Kartöflur, soðnar ' 80 0 19,7 Kartöflumús 119 0 18,0 Franskarkartöflur 291 0 29,0 Saltaðar flögur 533 0 49,3 Grænar baunir, soðnar 103 0 19,1 Grænar baunir, nsoðnar 47 0 7,0 Bakaðarbaunir, ns. 64 o 10,3 Rófur 20 0 3,8 Rófur. soðnar 18 o 3,8 Blaðsalat 12 0 1,2 Gulrætur 23 * 0 5,4 Gulrætur, soðnar 19 0 4,3 Gulrætur, niðursoönar 19 0 4,4 Husgagnaverslun sem kemur á óvart ‘BólsturgGrðin i Suðurhlíð 35, Garðshorni við Fossvogskirkjugarð, sími 165411 Fómarlömb heldrykkjunn- ar stofnuðu AA-samtökin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.