Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Síða 11
.Oeet SflAM .8 HUOAdHAOUAJ
LAUGARÐAGUR 3. MARS19ðO'r-í rr-‘*-'”r-''rrr5-
„Ég held að það hafi komið Páli mikið á óvart hversu
mikil fundahöld eru í kringum borgarstjórn," segir Sig-
rún Magnúsdóttir, fyrsti maður á framboðslista Fram-
sóknarflokksins til borgarstjórnarkosninganna.
Ég var afar vel kvæntur og þegar ég missti konu mina
var ég mjög vængbrotinn. Lífið hélt samt áfram og nú
hef ég tekið gleði mína á ný,“ segir Páll Pétursson,
alþingismaður og forseti Norðurlandaráðs.
borgarstjórnarkosningamar áriö
1982. Þetta tímabil, sem ég var vara-
þingmaður, sat ég jafnframt í borgar-
málaráði Framsóknarflokksins og
þótti það mjög áhugavert. Borgar-
málefnin höfðuðu það mikið til mín
að ég ákvað að gefa kost á mér og
varð varaborgarfulltrúi 1982 og var
þá m.a. í stjóm Innkaupastofnunar
Reykjavíkur. Mér var síðan boðið
efsta sætið fyrir fjórum árum og þáði
það,“ segir Sigrún.
Minnimáttarkennd
framsóknarkarla
Framsóknarflokkurinn hefur ekki
alltaf haft margar konur ofarlega á
listum sínum en í borgarstjórn státa
þeir af konu í fyrsta sæti. Páil segir
að erfitt sé að fá konur til að gefa sig
að pólitík. „Það hefur þróast þannig
að við höfum verið fátækir af konum
í þingflokknum. Reyndar hefur verið
leitað töluvert eftir því en annað-
hvort ekki fundist konur eða sætin
ekki legið á lausu. Við höfum satt að
segja dáhtla minnimáttarkennd
gagnvart því, karlamir. Við síðustu
kosningar náði ein kona kjöri fyrir
flokkinn, Valgerður Sverrisdóttir,
sem er þingmaður fyrir Norðurland
eystra, en hún er reyndar í barneign-
arfríi í vetur,“ segir Páll og Sigrún
bætir við: „Framsóknarflokkurinn
hefur mikið fylgi úti á landsbyggð-
inni en þær konur, sem sitja á þingi,
koma að mestu leyti af höfuöborgar-
svæðinu. Konur eru hræddari við
búseturöskun því konan er jú alltaf
meira tengd heimihnu en karlinn.
Ef máhð er skoðað virðist erfiðara
fyrir manninn að fylgja konunni og
breyta um starf en öfugt. Konur
meta hlutina öðruvísi en karlar þó
að þær vilji standa jafnfætis þeim.“
Konur vilja hlutastörf
Páll tekur undir með Sigrúnu en
segir að Framsóknarflokkurinn hafi
veriö flokka duglegastur við að setja
konur í hin margvíslegustu nefndar-
störf. „Það er þægilegra að ná konum
í einhver hlutastörf og þær eru í
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
flokkinn. Ég hef verið í framboði með
tveimur konum og nú er varaþing-
maður minn Elín Líndal á Lækja-
móti. Hún er dugleg í póhtík og mjög
efnileg en það kostar hana enda-
lausar bílferðir hingað suður og um
kjördæmið. Það vih til að hún er
kjarkmikil."
Sigrún segist ekki hafa áhuga á að
breyta og fara aftur í landsmálapóli-
tíkina. „Eg kann vel við mig í borgar-
málefnunum," segir hún.
Oft hefur verið sagt að minnihlut-
inn í borgarstjórn falh í skuggann
af sjálfstæðismönnum og að fólk hafi
ekki hugmynd um hverjir sitja þar.
Sigrún er fljót að svara því: „Veit
fólk yfirleitt hveijir sitja í meirihluta
borgarstjórnar Reykjavíkur aðrir en
borgarstjóri?"
Þegar Sigrún er spurð hvort hún
vildi verða borgarstjóri svarar hún:
„Mig dreymir enga slíka drauma en
ég vildi mjög gjarnan stjórna borg-
inni og breyta um áherslur."
Skilja vel hvort annað
Þau segjast bæði taka vinnuna með
heim. „Það liggur í augum uppi að
við ræðum talsvert um stjórnmál, “
segir PáU. „Að mörgu leyti er það
hentugt. Við vitum hvað hitt er að
fást við og ekki síst hvaða kröfur það
gerir um tíma og vinnu. Ég veit að
Sigrún þarf að sinna þessu starfi og
þarf tíma til þess.“
Sigrún þarf oft að sitja fundi fram
á kvöld og þegar Páll er spurður
hvort maturinn sé þá nokkuð til á
réttum tíma htur hann á Sigrúnu og
segir: „Ég þrífst ágætlega og þarf
ekkert að kvarta.“
„Ég held að það hafi komið Páli
mikið á óvart hversu mikh funda-
höld eru í kringum borgarstjórn,"
segir Sigrún. „Það sem kom mér
mest á óvart er algjört aðstöðuleysi
borgarfulltrúa," segir Páll. „Ef mað-
ur jafnar því saman við þingmenn,
sem oft kvarta þó undan aðstöðu-
leysi, þá get ég bent á að Sigrún get-
ur ekki einu sinni fengið vélritað fyr-
ir sig.“ Hún tekur undir orð hans.
„Þegar við borgarfulltrúar minni-
hlutans erum að vinna að fjárhagsá-
ætlun þurfum við að leita okkur að
húsnæði úti í bæ.“
Sigrún hefur seturétt á þingflokks-
fundum þar sem hún er varagjald-
keri flokksins, auk þess sem hún er
í framkvæmdastjórn og í blaðstjórn
Tímans þar sem Páh situr einnig.
Þau fylgjast því með störfum hvort
annars. „Við uppgötvuðum aht í einu
hvaö við unnum víða saman án þess
að hafa tekið eftir því,“ segir Sigrún
og hlær. „Ég hafði þekkt Sigrúnu
sem pólitíkus en vissi lítið um hana
að öðru leyti,“ bætir Páll við. Það
leiðir umræðuna aftur að áhugamál-
um þeirra og hvort ekki sé gott að
hafa einhvern th að ræða þau. „Við
höfum náttúrlega skilning á hversu
mikið maður þarf að gefa af sér í
pólitíkinni og hvað mikið fylgir þessu
starfi. Páll veit að ég þarf að mæta á
þennan fundinn eða hinn af því að
það er hluti af minu starfi. Makar,
sem ekki þekkja vel th, koma gjarnan
með þær athugasemdir hvort þennan
fund eða samkomu sé nú alveg nauö-
synlegt að sækja,“ segir Sigrún.
„Maður þarf að eiga skhningsríkan
maka th að þetta geti gengið," bætir
hún við.
Afskipti af
borgarfulltrúa
„Ég skipti mér ekki af borgarmál-
efnum, aðeins einum borgarfuhtrúa,
og læt þar við sitja,“ segir Páh. Sem
forseti Norðurlandaráðs hefur hann
víst nóg um að hugsa og allmikið
hefur veriö að gerast hjá honum
þessa vikuna. „Eg hef sétið fyrr í
Norðurlandaráði og hef verið forseti
áður þannig að ég veit að hverju ég
geng. Að sumu leyti er það eftirsókn-
arvert að vera í Norðurlandaráði þar
sem sjóndehdarhringurinn víkkar
óneitanlega við að kynnast öðrum
þjóðum og þeirra ráðamönnum. For-
seti Norðurlandaráðs á að hafa um-
sjón með allri starfseminni. Það er
skrifstofa í Stokkhólmi sem heyrir
undir forsætisnefndina og forsetinn
stjórnar og hann er ábyrgur fyrir
störfum hennar. Þá stjórnar hann
fundum hjá forsætisnefndinni og
kemur fram fyrir hönd Norðurlanda-
ráðs þar sem við á. Núna, eftir Norð-
urlandaráðsþingið, fer forsætis-
nefndin og hittir fulltrúa Evrópu-
þingsins. Um mánaðamótin aprh-
maí stendur til að ég fari ásamt
sendinefnd og hitti fuhtrúa æösta
ráðsins í Moskvu og þing Eystra-
saltsríkjanna.“
Þegar Sigrún er spurð hvernig
henni lítist á þetta nýja embætti Páls
svarar hún: „Ég sé náttúrlega fram
á ferðalög hjá honum á næstunni.
Það er strembinn tími fram undan
hjá okkur; ég í kosningabaráttu og
hann í þessu nýja embætti.“
Heimakærar
manneskjur
Þegar þau eru spurð um frístundir
er aftur komið inn á pólitíkina því
áhugamál þeirra snúast að mestu um
hana. „Ég hef aldrei unnið við neitt
í lífinu sem mér þykir ekki skemmti-
legt,“ segir Páll. „Mér finnst afskap-
lega gaman að vera bóndi, það er fjöl-
breytt og lifandi starf. Áhugamál
mitt er hestamennska en það áhuga-
mál stunda ég aðallega á sumrin."
Sigrún segist hins vegar ekki vera í
hestamennsku. „Dóttir mín er á kafi
í hestamennsku þannig að það er
sameiginlegt áhugamál hjá þeim.
Félagsmáhn hafa verið mitt aðal-
áhugamál," segir hún.
Þegar þau eru spurð um aldur er
Páh fljótur til svars: „Ætli við flokk-
umst ekki undir samtíðarmenn þeg-
ar frá líður." Sigrún segir að sjö ára
aldursmunur sé nú ekki mikhl. Páll
er fæddur 1937 og Sigrún lýðveldisár-
ið 1944.
Þegar þau eru að lokum beðin að
lýsa sjálfum sér svara þau: „Æth við
séum ekki í eðli okkar ósköp heima-
kærar manneskjur. Okkur þykir al-
veg ágætt að njóta félagsskapar hvort
annars."
-ELA
01
SKRÚFUDAGUR
Kynningardagur Vélskólans verður haldinn
3. mars í Sjómannaskólanum við Háteigs-
veg. Fyrirtæki sýna nýjungar. Allir velj<omnir.
Vélskóli íslands
r
CoverGirl
CoverGirí
PARIS • LONDON • NEWYORK
Heimsþekktar
hágæðasnyrtivörur
CoverGirl
Standar
eru í eftirtöldum verslunum
Grundarkjör, Hafnarfirði
Grundarkjör, Kópavogi
Mikligarður v/Sund, Rvík
Mikligarður vestur í bæ, Rvík
Kaupstaður í Mjódd, Rvík
Kaupstaður, Eddufelli, Rvík
Kaupfélag Kjalarnesþings, Mosfellsbæ
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki
Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík
Kaupfélag Árnesinga, Þorlákshöfn
KEÁ, Hrísalundi, Akureyri
KEA, Sunnuhlíð, Akureyri
Skagaver, Akranesi
Mózart, Vestmannaeyjum
Cover Girl standurinn er buö í búðinni.
Cover Girl umboðið: Sími (91) 688660, Reykjavík
ORÐSEIMDIIMG
UM LEIÐRÉTTINGU Á VERÐBÓTUM
Á SKYLDUSPARNAÐI
Umboðsmenn og aðstandendur einstaklinga sem
búsettir eru erlendis eða sem látist hafa og
söfnuðu skyldusparnaði á árunum 1957
til Í.júlí 1980, eru hér með hvattir til að kanna
í upplýsingasímum stofnunarinnar hvort greiðslur
vegna leiðréttinga á verðbótum liggi par fyrir.
Allar leiðréttingar til þeirra, sem áttu skráð
heimilisfang hérá landi I. desember 1989 s.l. hafa
verið sendar út. Eftir standa töluvert af leiðréttingar-
greiðslum til fólks, sem skráð er erlendis
og sem látið er.
í desember s.l. ákvað Húsnæðisstofnun ríkisins að
greiða út leiðréttingar varðandi verðbætur á
skyldusparnað. Hér var einungis um að ræða
verðbætur sem reiknast áttu af verðbótum.
Leiðréttingarnar vörðuðu tímabilið l.júní 1957 til
1. júlí 1980 og náðu aðeins til hluta þeirra sem áttu
skyldusparnað umrætt tímabil.
Upplýsingasímar eru 696946 og 696947
kl. 10-12 virka daga.
HÚSNÆDiSSTOFNUN RÍKISINS
LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900