Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Page 15
LAUGARDAGUR 3. MARS 1990.
15
Hvaö er aö frétta af lýöræðinu á
íslandi? Einræöisherrar falla víða
um heim. Lýðræöið er í sókn við-
ast hvar. En viö drögumst aftur úr
þróuninni. Lítum til dæmis á
verkalýðsfélögin og vinnulöggjöf-
ina.
Nú stefnir vafalaust brátt í ein-
hvers konar átök milli launþega-
hreyfingar og stjórnvalda. Viö
treystum því tæplega að stjórnvöld
standi við sinn hluta af svokallaðri
núll-lausn í kjarasamningunum.
Samningarnir voru um margt
tímamótasamningar. í alvöru er
reynt að koma verðbólgunni niður
á svipaö stig og er í grannríkjum
okkar. Með því á aö komast hjá tíð-
um gengisfellingum. Með því á að
lækka vexti. Verðlagi skal að mestu
halda í skefjum. En nú þegar er
kurr. Aðilar vinnumarkaðarins
kvarta, einkum launþegar. Vextir
lækkuðu, en ekki jafmikið og aðilar
vinnumarkaðarins töldu að um
hefði verið samið. Verð hefur víða
hækkað. Launþegar eru víða með
sitt eigið verðlagseftirht, lið sem á
að fylgjast með verðlagi. Síðan er
klagað til annarra stofnana. Þetta
getur verið gott og blessað. Aðhald
að fyrirtækjunum er nauðsynlegt.
Verðskyn fólks þarf að aukast. Það
getur verið þáttur í aukinni upp-
fræðslu að verkalýðsfélögin hafi
eitthvert verðlagseftirlit. Þegar
sýður upp úr á ýmsum sviðum. Það
á ekki sízt við um hækkun á bif-
reiðatryggingum og bifreiðaskoð-
un. Líkur eru til þess að slíkar deil-
ur fari vaxandi.
Málamyndaaðgerðir
Stjórnvöld eru sem sé vís til að
svíkja í tengslum viö samningana.
Líkur eru til að verðbólgan verði
mun meiri en gefið var upp í kjara-
samningunum. Hvað gera launþeg-
ar þá? Jú, sem fyrr munu þeir
væntanlega halda íjölmennan úti-
fund á Lækjartorgi - og mótmæla
hækkunum á verði á opinberri
þjónustu. Þetta mun hins vegar
falla dautt. Hér mun ekkert gerast
í líkingu við það sem við heyrum
nú um frá öðrum löndum. Sumir
segja að hér sé of kalt til þess að
fólkið fari að ráði út á göturnar og
mótmæh kröftuglega. Kannski
mæta menn á einum útifundi,
hrópa eitthvaö og fara svo heim.
Forysta launþegahreyfingarinnar
er einnig að miklu í samtryggingu
við þá ríkisstjórn sem nú situr.
Ekki þarf mörg orð um hversu
núverandi stjóm er rúin trausti.
Henni fylgir aðeins um þriðjungur
landsmanna. En menn gætu haldið
að launþegahreyfingin væri sterk.
Mikil geta verið völd hennar. En
innviðirnir eru fúnir. í launþega-
hreyfingunni ríkir fámennisstjórn.
Þar hafa víðast sterkar klíkur kom-
ið sér þægilega fyrir og völdunum
verður ekki haggað. Við það bætist
svo nú að flestir forystumenn í
launþegafélögunum standa nærri
núverandi ríkisstjóm. Það þýðir
ekki fyrir hinn almenna félags-
mann.að kvarta. Hann getur engu
um þokað. Á fundum mæta yfir-
leitt tiltölulega fáir, jafnvel í félög-
um með mörg þúsund félagsmenn.
Yfirleitt em þaö vinir stjómenda
félaganna og þeir sem smalað hefur
verið sem mæta. Þetta er ein skýr-
ingin á því hvers vegna hinir lægst-
launuðu verða alltaf útundan.
Stjórnendur félaganna vilja hygla
öörum sem betur geta. DV hefur
greint frá því í vikunni að í flestum
verkalýðsfélögunum er í reynd
ókleift að skipta um stjórn. Enda
eru þess fá dæmi síðasta áratug. í
verkalýðshreyfmgunni ríkir þann-
ig samtrygging um að menn eins
flokks eða flokka ráði sumum fé-
lögunum - aðrir öðrum. Þegar á
reynir hópast þetta lið saman - og
ágreiningur, sem heyrist um, er
yfirleitt málamyndaágreiningur
einn. Þess vegna gengur í seinni tíð
svo vel að fá samninga samþykkta.
Láglaunamaðurinn
alltaf eftir
En vel að merkja þýða þessar
setningar ekki að fulltrúar laun-
þega geri allt illt. Þeir stóðu th
dæmis nú að samningum sem eru
góðir fyrir þjóðfélagið - að því und-
anteknu að rétt einu sinni var lág-
launamaðurinn skilinn eftir. Við
vitum öll að nú í kreppunni er nær
ógerlegt fyrir fjölda fólks að lifa á
launum sínum. En þessu verður
ekki um þokað og ekki í fyrirsjáan-
legri framtíð. Á meðan við lesum
stöðugt um aukið lýððræði víða um
lönd þrjóskast menn við hér heima
og halda fast í ólýðræðislegt skipu-
lag. Þannig kjósa nokkrir klíku-
menn stjórnir félaga. Þannig mæta
nokkrir menn úr klíkunni og sam-
þykkja samninga. Vel að merkja
er það einnig fámennur klíkuhópur
sem mætir á fund th að segja upp
samningum og jafnvel að fara í
verkfah þegar forystan hugsar
þannig. Við þurfum að breyta
Laugardagspistíll
Haukur Helgason
aðstoðarritstjóri
þessu. Verkalýðsfélögin eru einn
hornsteininn - og þar þarf að koma
á lýðræði. Annars erum við bara
ekki með í lýðræðisþróuninni sem
nú gerist.
Breyta þarf
vinnulöggjöfinni
Miklu fleira þarf að líta á í tengsl-
um við verkalýðsfélögin. Til dæmis
er það ólýðræðislegt athæfi þegar
svo sem 20-30 manna hópur í þús-
unda manna félagi etur félaginu í
verkfall. Þannig hafa orðið mikil
verkfóll hér á landi. Það er lýðræð-
isleg skylda að vinnulöggjöfmni
verði breytt. Th þess að verkfall
teljist löglegt þurfi samþykki meiri-
hlutans við aimenna atkvæða-
greiðslu félagsmanna.
Sama á að giilda ahs staðar um
kjarasamninga. Til þess að þeir
teljist samþykktir eða felldir þurfl
ahsherjaratkvæðagreiðslu félags-
manna.
Þetta á einnig við um kosningu
stjórna félaganna: Stjórnir á hvar-
vetna að kjósa við almenna alls-
herjaratkvæðagreiðslu. Setja verð-
ur í landslög að bjóða megi fram í
einstök sæti í stjórnum verkalýðs-
félaga og ekki þurfi að leggja fram
lista með öllum öðrum nöfnum en
uppstihingarnefndir valdaklík-
unnar leggja th.
Enn eitt skiptir miklu máli.
Víða eru starfsmenn fyrirtækja í
fjölmörgum verkalýðsfélögum,
jafnvel örfáir frá sumum félag-
anna.
Þannig geta örfáir menn í einu
félagi stöðvað stór fyrirtæki, skipa-
félög, útgerðarfélög eða flugfélög,
sett þjóðfélagið úr skorðum og
valdið ómældu tjóni, til dæmis í
þjóðartekjum og útflutningi.
Þetta verður löggjafinn að stöðva.
Sjá verður til þess að starfsfólk
ákveðins fyrirtækis sé í einu félagi.
Með ýmsum slíkum hætti má
bæta ástandið í þjóðfélaginu.
Vinnulöggjöfm skiptir þar geysi-
miklu. Við verðum að hafa vit til
að láta tekjur þjóðarinnar ekki
drabbast niður fyrir asnalega lög-
gjöf.
En verkalýðsstjórarnir hafa lengi
komist upp með sitt. Vald þeirra
er gífurlegt og það er guhtryggt
eins og hér hefur verið rakið.
Þetta hð mun vafalaust í sumar
efna til mótmæla gegn svikum þeg-
ar þau koma fram og stjórnvöld
fylgja ekki samningunum.
En á móti þessari dularfullu
launþegaforystu munu standa
menn sem eru í landsstjórn og hafa
einnig að miklu leyti gulltryggt
veldi sitt.
Ólýðræðislegt
þjóðfélag
Þannig ríkir samtrygging allra
flokka - með nokkrum undantekn-
ingum - um að viðhalda hér ólýð-
ræðislegu skipulagi í þjóðmálum.
Þessu kerfi eru fjölmargar þjóðir
að kasta frá sér - en við ekki. Ekki
er aðeins að íslandi sé iha stjómað
og hafi verið lengi. Hér ríkir vald-
boðið. Stjórnvöld vhja setja hvem
mann og sérhverja atvinnugrein
og fyrirtæki á bás þar sem hinir
„vitru“ landsfeður hugsa fyrir al-
múgann. Þetta er svipað kerfi og
gilti til skamms tima fyrir austan
tjald. Erum við að hverfa frá þessu
kerfi? Höfum við dregið lærdóma
af lýðræðisþróuninni? Svarið er
neitandi. Við höldum enn í hið
steinrunna fyrirkomulag og ekki
er fyrirséð að við hverfum frá því
á næstunni. Þetta er ólýðræðislegt
Og fyrir vikið kostar þetta okkur
miklar fjárhæðir í lífskjöram. Við
höfum dregist aftur úr. Við sjáum
hlut okkar versna - að miklu leyti
vegna óstjórnar og ólýðræðislegrar
stjórnar. Hér á hið sama við og um
verkalýðsfélögin sem yfirleitt búa
við ólýðræðislegt skipulag. Þjóðin
öll býr við ólýðræðislegt skipulag.
Og við gjöldum þess. Þegar Berlín-
armúrinn hrynur byggja lands-
feður á íslandi bara nýja múra th
að viðhalda völdum sínum. Að því
leyti eru okkar foringjar engu betri
en Ulbricht var í Austur-Þýska-
landi eða Brezhnev í Sovétríkjun-
um.
Steinaldardýr
Ef svo fer fram sem horfir verður
ísland brátt sem steinaldardýr,
risaeðla. Við horfum spennt á hvað
gerist í umheiminum. En hér hljóta
að finnast menn með næghegt vit
og skilning og nægilega öflugir th
þess að við getum fylgst með öðr-
um. Slíka menn er því miður ekki
marga að finna á alþingi eða í leið-
togahópi launþegasamtaka. Lík-
lega má helst finna slíka menn í
atvinnulífinu. Og þá eiga þeir aö
láta meira að sér kveða.
Við höfum gert tiltölulega skikk-
anlega kjarasamninga að þessu
sinni. En það breytir ekki þeirri
ömurlegu staðreynd að hest er hér
í sama feni og fyrr.
Og við getum ekki fullyrt að ein-
hver ný ríkisstjórn muni taka rétt-
an pól í hæðina.
Við skulum fara að taka th.
Haukur Helgason