Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Side 19
LAUGARDAGUR 3. MARS 1990. 19 Vísnaþáttur Tfmaritfyrlr alla ■Tl IFW®I1 þín stynj andi KYOLIC Eini aiveg iyktariausi hvitlaukurinn. 2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán. + 4 mán.) sem á engan sinn iíka í veröldinni. Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur. Er gæöaprófaður 250 sinnum á framleiðslutimanum. Á að baki 35 ára stöðugar rann- sóknirjapanskravísindamanna. Lifrænt ræktaður í ómenguðum jarðvegi án tilbúins áburðar eða skordýraeiturs. ðll önnur hvítlauksframleiðsla notar hitameðferð. Hiti eyðileggur hvata og virk efna- sambönd í hvítlauk og ónýtir heilsu- bætandi áhrif hans. - KYOLIC DAGLEGA - Það gerir gæfumuninn KYOLIC fæst í heilsuvöru- og lyfjaverslunum og víðar. Heildsölubirgðir LOGALAND heildverslun, sími 1 -28-04 Ég vona að ýmsir kunni að muna aö ég birti fyrir alllöngu í þessum þáttum mínum hið langa hún- vetnska ljóðabréf sem Sigurður, bóndi í Katadal, sendi konu sinni í Rasphúsið í Kaupmannahöfn. En þau voru foreldrar Friðriks, ungs gáfupilts, sem varð Natan Ketils- syni og næturgesti hans að bana. Fyrir það voru hann og Agnes Magnúsdóttir, vinkona hans, tekin af lífi 1830. Kvæðið heitir Vetrar- kvíði, 35 vísur. Fór ég þar eftir bók- inni Sagnaþættir úr Húnaþingi eft- ir Theodór Arnbjörnsson. En hann og kona hans voru ættuð frá þess- um söguslóðum. Bókin kom út í Reykjavík 1941. í bréfrnu eru tvær vísur, sem margir hafa eignað Skáld-Rósu; sem var samtímakona Sigurðar í Katadal, og var miklu nafnkunnari en hann. Mér og fleir- um þykir ólíklegt að Sigurður bóndi hefði tekið þessar tvær vísur traustataki og sent konu sinni, sem ætla mætti að hefði þekkt þær, ef Rósa hefði ort. En handrit eru ekki til, hvorki eftir Sigurð né Rósu, a.m.k. ekki af þessum vísum. í þessu máli mun enginn geta sannað neitt. En kunningjakona mín, Rósa B. Blöndals rithöfundur, dóttir Bjöms Blöndals, sem á sín- um tíma var kunnur um land allt fyrir röggsemi í störfum, hefur rit- að tvær greinar í Morgunblaðið um þessi mál og þykir henni hart ef hér „á að ræna frá Rósu tveimur fallegustu vísum hennar“, eins og hún kemst að orði. Ég svaraöi fyrri greininni en ekki þeirri síðari, enda teflir hún þar sér til stuðnings séra Sigurði Norland sem átti Sigríði, systur Rósu, að ömmu. Auk hans nefnir hún dr. Guðrúnu P. Helga- dóttur sem ritað hefur tvær bækur um „Skáldkonur fyrri alda“. Þar eru auðvitað vísur Skáld-Rósu. Þar er og getið um handrit Sigurðar í Katadal að Vetrarkvíða í Lands- bókasafni, án umdeildra vísna. Skáldkonur fyrri alda í síðara bindi bóka dr. Guðrúnar eru fyrrnefndar vísur, sem viö Rósa B. Blöndals deildum um höf- und að, birtar ásamt öðrum vísum Skáld-Rósu en í meðfylgjandi skýr- ingum er þess getið að „Brynjúifur á Minna-Núpi telji þær eftir hana, aðrir eigni þær Jóni biskupi Vídal- ín“. Síðan: „Theodór Arnbjömsson eignar þær Sigurði Ólafssyni í Katadal í Sagnaþáttum úr Húna- þingi og eru þær 24. og 25. vísan í Vetrarkvíða Sigurðar." Dr. Guð- rún P. Helgadóttir tilgreinir svo þau handrit sem til eru í Lands- bókasafni að Vetrarkvíða. Loks segir hún: „í ritdómi í Sunnanfara (12. árgangi) eftir Konráð Vil- hjálmsson telur hann vísumar vera eftir Áma Eyjafjarðarskáld Jónsson." Þess ber loks að geta að orðamunur er lítils háttar eftir því hvort vísumar em eignaðar Rósu eða Sigurði. Amór Sigurjónsson, rithöfundur og fræðimaöur, sá um útgáfu bókar Theodórs, sem var látinn þegar hún var prentuð. Fóstiu'dóttir höf- undar og konu hans, frú Gerður Pálsdóttir húsmæðrakennari, Vall- artröð 2, pr. Akureyri, hefur sagt mér að dr. Jón Jóhannesson próf- essor hafi fengið að láni handrit Væru þau orð lík Skáld-Rósu? Vísnaþáttur Jón úr Vör varðandi þessi mál. Eftir fráfall hans hafi frú Guðrún P. Helgadótt- ir verið spurð um þau. En ekkert svar komið. Em þau kannski kom- in í leitimar og hafa verið sett á Landsbókasafn? Á því sem hér er sagt má sjá að örðugt muni að fullyrða hvað rétt er í þessu höfundarmáli. Menn verða að dæma af líkum. Við það verðum við frú Rósa aö sætta okk- ur í bih. Síðan við áttum í þessu þrasi hefur raunar komið út bók sem skáldkonan hefur ritað um nöfnu sína. Hana mun ég auðvitað lesa með sérstökum áhuga. Það vil ég líka taka fram að bækur dr. Guðrúnar P. Helgadóttur hef ég lesið meö ánægju. Ég ber virðingu fyrir vísindalegum vinnubrögðum hennar. Ég er bara leikmaður í þessum greinum en tel mig samt, án þess að geta sannað mitt mál, hafa ástæðu til að ætla að Skáld- Rósu hafi verið eignaður þessar tvær vísur, sem hér er deilt um, vegna þess að hún varð snemma miklu kunnari fyrir skáldskap sinn en bóndinn í Katadal. En ekki eru þær henni hkar, finnst mér. Þó það virðist kannski vera að hera í bakkafuhan lækinn. flestra þannig. En auðvitað læt ég rímið ráða þar sem eið þarf að gegna sínu embætti. Fastheldni við gamla stafsetningu á óvísindaleg- um vettvangi getur kahað á prent- vihur. Rósa Guðmundsdóttir var fædd á Þorláksmessu 1795 á Ásgerðarstöð- um í Hörgárdal, bóndadóttir. Aðrir helstu áfangastaðir: Skagafjörður, Húnavatnssýsla, Flatey á Breiða- firði, undir“jökh og dó loks í Mið- firði vorið 1855, jöröuð á Stóra- Núpi. Um dauða hennar birtir Brynjúlfur fræðimaður á Minna- Núpi þessa frásögn: „Rósa og fylgdarkona hennar gengu einn dag út í kirkjugaröinn á Stóra-Núpi. Stansar Rósa þar og segir: „Ef ég skyldi verða jörðuð í þessum kirkjugarði vh ég hggja hér.“ Degi síðar veiktist Rósa og dó, var jörðuð þar sem hún valdi sér legstað. Þjóösögur herma og svo frá að sonur hennar í nokkrum fjarska fengi strax boð um lát henn- ar í draumi. Hún kvaö vísu: „Móð- ir þín er í Drottni dauð, deyði á Stóra-Núpi.““ Ekki meira um það. En varla er að marka allar sögum- ar um Rósu. Vík kannski að þessu máh síðar. Nútímastaka Flosi Ólafsson er eins og ahir vita vinsæll, ekki aðeins sem leikari, kannski fuht eins fyrir léttlyndis- dálka sína í dagblöðunum. Hann gengur þar ekki síst í augu á kon- um og geta karlar þeirra þá fengið afbrýðisköst. Einn slíkur orti svona: Konan mín er létt í lund, laus við arg og rosa. Haha ég mér í hænublund, hún fær sér ögn af Flosa. Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi Vísurnar sem deilterum Ætla ég hér að birta vísurnar eins og þær voru í því handriti sem Arnór Sigurjónsson prentaði þær eftir og síðan þá gerð sem er í bók dr. Guðrúnar P. Helgadóttur. Þó að kah heitan hver, hylji dah jökuh ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Verði sjórinn vehandi, víða foldin kalandi, hehubjörgin hrynjandi, hugsa ég til þín stynjandi. Þá koma vísurnar, eignaðar Vatns- enda-Rósu í bók dr. Guðrúnar: Þó að kah heitm: hver, hylji dah jökuh ber, steinar tah og aht, hvaö er, aldrei skal ég gleyma þér. Verði sjórinn vellandi, víða foldin talandi, hehubjörgin hrynjandi, hugsa ég til þín stynjandi. Ég skal taka það fram að oft í vísna- þáttum mínum hef ég látið prenta é í stað e því nú er framburður Úðabrúsalökkin á undan Fæst i málningar- og byggingavöru- verslunum Skrefí ISEFNl Hugsa ég til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.