Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 3. MARS 1990. Kvikmyndir Cinema Paradiso: Philippe Noiret leikur sýningarmanninn í Cinema Paradiso og Salvatore Cascio leikur drenginn með bíódelluna. í sikileysku borginni Bagheria, sem er rétt utan við Palermo, er aðeins eitt kvikmyndahús. Þetta er heimaborg leikstjórans Giuseppe Tomadore sem leikstýrði Cinema Paradiso. Tomadore, sem er þrjá- tíu og þriggja ára, man þann tíma um miðjan sjöunda áratuginn þeg- ar átta kvikmyndahús voru í heimaborg hans og þá vom íbúar helmingi færri. Þetta var áður en loftnetsstangir urðu meira áberandi en kirkju- tumar og myndbandið ekki komið til sögunnar. Sem drengur var Tornadore kvikmyndasjúklingur sem hafði aðallega gaman af vesh-amyndum. „Ég fór á bíó á hveijum degi og stundum tvisvar á dag sjö daga vik- unnar,“ segir Tomadore. „Á sunnudögum var frítt fyrir böm sem vom með fullorðnum svo að ég beið allaf fyrir utan kvikmynda- húsiö þar tii fullorðin manneskja kom sem vildi taka mig með, þann- ig gat ég séð að minnsta kosti tvær myndir.“ Vinsælli en Batman í París Cinema Paradiso er byggð á minningum Giuseppe Tomadore frá þessum ámm og skrifaði hann handritið sjálfur. Cinema Paradiso vann Gullpálmann í Cannes á síö- asta ári og hefur nú verið tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta er- lenda kvikmyndin í ár. í París á síðastliðnu ári var Cinema Para- diso vinsælh en Batman í margar vikur. Cinema Paradiso er hugljúft verk um dreng sem haldinn er kvik- myndadellu og sýningarmann einn sem leikinn er af Philippe Noiret. Sumum finnst myndin vera á barmi þess að vera væmin en allir eru samamála um að frá henni stafi sérstakri hlýju. í myndinni er þorpið kallað hinu ímyndaða nafni Giancaldo. í miðju þorpinu er kvikmyndahúsið Ci- nema Paradiso og er engin kvik- mynd sýnd þar fyrr en kaþólski presturinn Don Adelfio er búinn aö skoða hana. Er hann óspar á skærin þegar honum mislíkar eitt- hvað og honum er sérstaklega illa við allt kossaflens. „Ég skáldaði upp þetta með koss- ana,“ segir Tornadore en segir að presturinn sé byggður á raunveru- legum presti sem hann hafi heyrt um í æsku. „Þótt Cinema Paradiso gerist seint á fimmta áratugnum og í byijun þess sjötta gæti hún alveg eins hafa gerst þegar ég var að alast upp. Öll kvikmyndahúsin á þeim árum voru mirinst tíu ára gömul og þau voru eins um alla Ítalíu. Foreldrar mínir sáu sömu Chaplin- myndirnar og ég sá þannig að á þessum árum voru engar breyting- ar. Það er einnig eftirtektarvert að á þessum árum voru nýjar kvik- myndir sýndar í fjögur ár áður en þær voru teknar úr umferð. Nú er meðalsýningartími kvikmynda fá- einir mánuðir." ítalir binda miklar vonir við Tomadore Eftir hina miklu sigurgöngu Ci- nema Paradiso hefja ítölsk blöð nú Gioseppe Tomadore til skýjanna og segja hann arftaka gömlu meist- aranna. Þrátt fyrir að ítalski kvikmynda- iðnaðurinn sé aðeins að rétta úr kútnum eftir mikla lægð er langt í frá að kvikmyndin blómstri eins og hún gerði á gullaldarárunum þegar Rosselhni, De Sica, Pasolini, Antonioni og Fellini sendu frá sér hvert meistaraverkið á fætur öðru. Hnignun kvikmyndaiðnaðarins á Ítalíu kemur einnig fram á annan hátt. í fyrra fóru eitt hundrað millj- ónir ítala á bíó. Voru það aðeins skárri tölur en 1988 þegar aðeins rúmlega níutíu milljónir komu í kvikmyndahúsin. Þessi tala er langt frá metárinu sem var 1955 þegar 800 milljónir ítala fóru í kvik- myndahús. Og það sem verra er er að ítalskar kvikmyndir em aUs ekki þær vinsælustu á Ítalíu. Af tíu vinsælustu kvikmyndunum 1989 voru átta bandarískar. Cinema Paradiso er önnur kvik- mynd Giuseppe Tomadore. Fyrstu kvikmynd sína gerði Tornadore 1986, II Camorrista, sem er mafíu- kvikmynd með Ben Gazzara í aðal- hlutverki en vakti htia athygti þeg- ar hún kom á markaðinn 1986. Tomadore er sonur verkalýðs- foringja. Hann byijaöi aö vinna fyrir sér sem ljósmyndari við brúð- kaup og skíniir. Hann réðst síðan th ítalska sjónvarpsins þar sem hann fékk tækifæri til að gera heimildarmyndir um leið og hann tók námskeið í kvikmyndafræðum. Hann vakti fyrst athygli snemma á áttunda áratugnum fyrir handrit og aðstoðarleikstjóm á vinsælh mafíumynd á Ítalíu. Hann hefur nú nýlokið við að leikstýra sinni þriðju kvikmynd, Stinno, Tutti, Bene. í þeirri kvikmynd leikur Marceho Mastroianni gamlan mann sem yfirgefur héimabyggð sína á Sikiley á skipi til aö hitta afkomendur sína í síðasta skiptið. Cinema Paradiso kolféll í fyrstu Cinema Paradiso kom fyrst á markaðinn í nóvember 1988. Lítil auglýsingaherferö meö myndinni gerði það að verkum að hún var aðeins sýnd í nokkra daga í fjórum borgum þar sem hún var tekin til sýningar. Reynt var aftur að mark- aðssetja hana í mars 1989 en með engu betri árangri: „Þá sendi fram- leiðandi mér handritið að mynd- inni með þeirri orðsendingu að myndin vekti góðar endurminn- ingar,“ segir Tornadore og segir að það hafi virkað á sig eins og eftir- mæU um dáinn mann. Framleiðandinn gafst þó ekki al- veg upp á myndinni og sendi hana á Cannes þar sem franska pressan tók henni tveim höndum. „Munur- inn á frönsku kvikmyndaskríbent- unum og þeim ítöisku er að þeir frönsku skammast sín ekki fyrir að myndin hafði áhrif á tilfinningar þeirra og gerði þá meira. ítalska pressan gagnrýndi mig fyrir hvað ég, ungur maðurinn, væri að gera svona tilfinningakvikmynd, Frökkum fannst það sjálfsagt.“ Eftir aö Cinema Paradiso hafði fengið guhpálmann var hún enn einu sinni sett í kvikmyndahús á ítaUu og þá komu áhorfendur loks- ins, þótt vinsældir hennar yrðu meiri í nágrannalöndunum. Tomadore hefur áhuggjur af því að færri og færri ítalir hafa tæki- færi til að fara í bíó, kvikmynd- húsunum fækkar, sjónvarpsstöðv- um fjölgar og myndbandið er kom- ið til að vera. Fyrir stuttu ákvað Tomadore að bjóða börnum í nágrenninu þar sem hann á heima á bíó. Hann fékk eintak af E.T. og boðið var sent út, en enginn kom, aUir krakkamir höfðu séð E.T. á myndbandi. -HK Lauslega byggt á grein í The New York Times. Eins og hefur verið skýrt frá ætlar OUver Stone að gera kvik- mynd um ævi sönggoðsins Jim Morrison sem lést í París úr ofhotkun eiturlyfja. Hann fram- leiðir og leikstýrir þeirri mynd sjálfur. Aðalhlutverkin leika Val Kilraer er leikur Morrison og Meg Ryan er leikur konu hans en hún var jafnforfaiUn eiturlyfjaneytandi og hann. Þetta nægir honum samt ekki. Hann ætlar strax á eftir að gera kvikmynd um ævi Danny nokk- ur s Sugerman sem tengdist The Doors. Mun sú mynd heita Wonderland Avenue. Stone mun ekki leikstýra henni sjálf- ur heidur Lestie Dakor. * * ★ Francis Coppola er þessa daga aö gera The Godfather - The Continuing Story. Það gengur víst ekki alltof vel og er sökin að mestu hjá Coppola sem er stanslaust að breyta handrit- inu. Sagan gerist í nútímanum og er Michael Corieoni sem A1 Pacino leikur, orðhm gamall maöur. Diane Keaton leikur aft- ur hlutverk eiginkonu Cor- leoni. Pacino og Keaton hafa þá verið með í öUum þremur myndunum, Nýir leikarar, sem ekki hafa komið við sögu áður, eru meöal annars Andy Garcia og Sophia Coppola. Fjallar myndina um leit Miciiael Cor- leone aö mitijónum doUara sem hann hafði sett í banka Vati- kansins en eru horfnir. ★ ★ ★ Bræðurnir Joel og Ethan Coen, sem vakið hafa mUda athygU á síðustu árum fyrir fyrstu myndir sínar tvær, Blood Simple og Raising Arizona, eru um þessar mundir aö senda frá sér nýja kvikmynd sem ber nafnið MUler’s Crossing. Fjall- ar myndin um tvo valdamikla vini sem faUa fyrir sömu kon- unni. Afbrýðisemiafbeggja hálfu gerir þaö að verkum aö upp rísi blóðugt valdastríð milU þeirra. Þemað er: Drengir veröa alltaf drengir. Það eru bresku leikararnir Albert Finney og Gabriel Byrne sem leika að- hlutverkin. Stúlkan, semer or- sök himta miklu UldeUna, er leUón af nýtiðanmn Marciu GayHardin. ★ ★★ Einhver mest lesni þriller síöari ára er Red Oktober eftir Tom Clancy. Hefur bókin komiö út í íslenskri þýðingu, Þriller þessi fjallar um valdabaráttu stór- veldanna og gerist að nokkrum hluta hér á íslandi og á hafinu í kringum landið. Ekki veit ég hvar þeir kvikmynduöu ís- landsatriöin en ekki var þaö hér, því að þá hefði landinn ör- ugglega orðið var við Sean Connery sem leikur aðalhlut- verkiö í myndinni ásamt Alec Baldwin. Leikstjóri er John McTiernan sem leikstýrði síð* ast spennumyndinni Die Hard. ★ ★★ Þegar Sergio Leone lést á síö- asta ári var hann langt kominn með undirbúningá kvikmynd- inni The Siege of Leningrad og var búinn að fá grænt ijós fyrir 40mUljónumdollara. Myndina átti að vera samvinna ítala og Sovétmanna. Ekki hefur veriö hætt við kvikmyndina, eins og flestir bjuggust við, heldur framleiðandinn Mauro Beradi hefur fengið GiUio Pontecorvo til að setjast í stól Leone og hey rst hefur að reynt verði að fá Robert De Niro til að leika aðalhlutverkiö en hann lék ein- mitt í síðustu kvikmynd Leo- nes, Once Upon a Time in Am- erica. Giuseppe Tornadore leikstjóri Cinema Paradiso.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.