Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Qupperneq 22
'LÁb&ÁkóÁGtni' 3J. ivrÁ'Rf 1990. Myndasöguborgin Þegar minnst er á myndasögur segja menn: ah! Tinni, Ástríkur, Frakkland! og hafa ekki alveg rangt fyrir sér, jafnvel þótt Tinni sé belg- ískur og mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því þessar sögupersónur voru upp á sitt besta. Frakkar standa ennþá fremstir í sköpun, umfjöllun og útgáfu mynda- sagna þrátt fyrir að harðnað hafi á dalnum og franska myndasagan eigi í tilvistarkreppu um þessar mundir. Hvergi í heiminum er markaðurinn jafnþróaður, nema ef vera skyldi í Japan. Angouleme Ef Frakkland er land myndasög- unnar þá er Angouleme höfuðborg hennar og janúar uppskeruhátíðin. Síðustu helgina í þeim mánuði breyt- ist Angouleme úr fimmtíu þúsund manna smábæ í eitt ólgandi mannhaf þegar tugþúsundir lesenda, blaða- manna, sérfræðinga, útgefenda og höfunda þyrpast að hvaðanæva úr Frakklandi og Belgiu til þess að vera viðstaddir Alþjóðlegu myndasöguhá- tíðina (Salon Intemational de la Bande Dessinée). Borgin stendur í útjaðri koníakssvæðisins, um klukkutíma frá Bordeaux í suð- vestri, og væri gleymd krummaskuð ef hún stæði ekki á lestarleiðinni París-Bordeaux. 360 daga ársins lifa íbúar Angouleme rólegu lífi, klukkan sjö er komið heim úr vinnunni, hler- ar settir fyrir glugga, inniskómir dregnir fram og sest fyrir framan sjónvarpið. Orðið smáborgari fær loksins einhverja merkingu í bæ sem þessum. í maí er jasshátíð sem lífgar upp á hann og á haustin fer fram kappakstur um götur bæjarins en þetta er allt til tölulega saklaust. Það er þessi helgi í janúar sem öllu breyt- ir. Risastór tjöld eru sett upp á tveim- ur stærstu torgum Angouleme þar sem útgefendur koma sér fyrir, ráð- húsið breytist í upplýsingamiðstöð og um allan bæinn hanga veggspjöld og myndir. í búðargluggum sjást Svalur og Valur innan um pylsur og nærfót, bæjarbúar verða skyndilega allir bestu vinir myndasögunnar. Nýir veitingastaðir em opnaðir, kvikmyndir em sýndar í tengslum við hátíðina og síðast en ekki síst eru fjölmargar sýningar settar upp í söfnum, galleríum og jafnvel á kaffi- húsum. Uppbyggingin mikla Þessi sýning/hátíð/markaður (fyrst og fremst er þetta hátíð útgefenda) var sú sautjánda í röðinni. Svona hátíðir em algengar í Frakklandi en þessi er sú langmikilvægasta og fær gífurlega umfjöllun í fjölmiðlum, t.d. gefa mörg stærstu dagblaöanna út sérstakan kálf og oft hefur verið sjón- varpað frá afhendingu Alph Artverð- launanna sem em eins konar óskars- verðlaun myndasögunnar. Fyrstu árin fór lítið fyrir hátíðinni og hana sótti lítill hópur ákafra áhugamanna. Síðan vatt hún upp á sig og bæjaryfirvöld komu meira inn í myndina enda tiibúin að eyða tals- veröum peningum til þess að Ango- uleme mætti skapa sér nafn. Pierre Pascal var upphafsmaður hátíðar- innar og skipuleggjandi þangað til í fyrra. Hægrimenn hafa löngum ráðið í borginni en fyrir átta áram komust sósíalistar til valda, líkt og í ríkis- stjóm og forsetaembætti. Þá fyrst fóm hjóhn aö snúast því nú skyldi Angouleme verða vagga myndasög- unnar. Frakkar hafa reynt að draga úr mikilvægi Parísar með því aö gera borgir úti á landsbyggðinni að eins konar miðstöðvum ákveðinnar menntunar og sköpunar. Þannig hef- ur Arles ljósmyndina, Annecy teiknimyndina og Angouleme myndasöguna, svo tekin séu dæmi fremst úr stafrófinu. Þegar við hætist Á leið til sýningarhallarinnar. Ýmsar heimsþekktar teiknimyndapersónur má þekkja á þessari fjörlegu teiknimynd. Gleraugnasalinn tekur þátt í teiknimyndasöguhátíðinni með sérstakri skírskotun til Harry Dicksons. ást franskra forseta á mikilfengleg- um byggingarframkvæmdum má segja að Angouleme hafi fengið sitt. Fyrir utan að styrjcja sjálfa hátíð- ina var komið á sérstakri mynda- sögudeild innan myndlistarskóla borgarinnar, hafist var handa um byggingu lista-, rannsókna- og vinnumiðstöðvar fyrir myndasög- una (CNBDI) og reynt var að laða að fyrirtæki er framleiða teiknimyndir. Allt hefur þetta lukkast, að minnsta kosti á yfirborðinu, og vígsla CNBDI var stórviðburðurinn á þess- ari hátíð. En... Pierre Pascal sagði upp störfum fyrir 2 ámm og flutti yfir til borgarinnar Grenoble sem skipulagt hefur aöra hátíð og vonast til að taka við af Angouleme sem Bande-dessinée-borg númer eitt. Hægrimenn em aftur sestir við stjórnvölinn í Angouleme og pólitísk deilumál og baktjaldamakk hafa sett svip sinn á síðustu tvær hátíðir. Má bjóða þér bók? Hátíðin í ár var haldin dagana 24.-28. janúar. Fyrstu tveir dagarnir voru eins konar inngangur og undir- búningur. Útgefendur komu sér fyrir og höfundar höfðu tækifæri til að hittast í ró og næði. Hátíöin byijaði svo fyrir alvöru föstudaginn 26. og náði hámarki yfir helgina. Tjöldin vom mest áberandi hluti hátíðarinnar. Þau líktust helst mikl- um skemmum og voru á þremur stöðum. Þeim er slegið upp eingöngu fyrir hátíðina og hýstu þetta árið aðstöðu og móttökuherbergi fyrir fréttamenn, lítinn matsölustað og sérstakan sal til kynningar og samn- ingsgerðar erlendra höfunda, fyrir utan það sem mestu máli skiptir: sölubása útgefenda. Þeir voru mis- stórir, eftir umsvifum hvers og eins, en sumir höfðu lagt talsverða vinnu í að gera þá vel úr garði og laða að kaupendur. Þaö sem helst trekkti vom áritanir höfunda. Útgefendur auglýstu vel og rækilega í hvert skipti aö nú væri uppáhaldshöfund- urinn í sölubásnum og myndi teikna og árita í bækur sínar. Hörðustu aðdáendur og safnarar hlupu um með teikniblokkir á lofti, tilbúnir að vaða eld og reyk til þess aö fá fleiri myndir og eiginhandaráritanir. Fyrir utan stærri og smærri útgef- endur voru einnig með bása ýmsar amatör- og neðanjarðarútgáfur þar sem verðandi höfundar taka sín fyrstu skref. Þegar svo við bættust aöilar sem selja póstkort, veggspjöld, grafík, boli, gömul blöð og bækur auk alls kyns glingurs sem tengist myndasögunni urðu sölutjöldin skrautleg samsetning og illþolanleg, sérstaklega um helgina þegar heilu grunnskólarnir keyrðu að í rútum og fylltu hvem einasta fersentí- metra. Á milli höfunda og lesenda og höf- unda innbyröis gat þó myndast öðru- vísi samband en það sem snýr aö kaupum og sölu. Til þess voru hin fjölmörgu kaffihús bæjarins ómetan- leg. Ungir höfundar mæta til Angoul- eme í von um samning, éldri og við- urkenndari em margir fegnir að rjúfa þá einangrun sem fylgir því að vinna myndasögu heima við. Vinna að list sinni ætlaði ég að segja en þá kemur upp sú spurning hvað mikið af þessu sé list. í Angouleme ráða íhaldssemi og gróðasjónarmið að mestu ríkjum og meirihluti mynda- sagnanna er neysluvara. Auðvitað er þaö höfundunum fyrir bestu að markaðurinn sé heilbrigður en und- anfarin ár hefur verið kreppa í franskri myndasögu og kemur þar margt til. Myndasagan er bastarður í fyrsta lagi er myndasagan búin að slíta bamsskónum og ganga í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.