Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Síða 23
LAUGARDAGpB 3. MARS 1990. s Lukku-Láki er aðalhetjan í þessum bás. gegnum fyrsta þroskaferlið en á er- fitt með að taka næsta skrefið. Sem listgrein er myndasagan hálfgerður bastarður og sækir í það styrk sinn og sérstöðu en hefur ekki tekist sem skyldi að þróa þessa sérstöðu. Hún nærist of mikið á sjálfri sér. í þessu sambandi er bæði við höfunda og útgefendur að sakast. í öðru lagi hafa þeir síðamefndu ekki getað svarað breyttum kröfum lesenda og höf- unda, kannski vegna þess aö of marg- ir þeirra líta eingöngu á þetta sem hvem annan fyrirtækjarekstur. Upp úr 1970 kom fijótt tímabil sköpunar í Frakklandi og myndasagan aflaði sér viðurkenningar, var m.a.s. í tísku. Salan jókst jafnt og þétt, útgefend- um fjölgaði og þeir sendu æ fleiri bækur frá sér, flestar því miður lé- legar. Síðan kom bakslag, minna seldist og tímaritin, sem verið hafa rauði þráðurinn í myndasögunni, eru nú sem óðast að fara á hausinn. Útgefendur þora ekki að taka áhættu og höfundar halda áfram að framleiða það sem virðist ganga. Óskarsverðlaun myndasögunnar Hátíöin í Angouleme á að heita al- þjóðleg sem getur varla talist rétt en þó skipar eitt land heiðurssess á hverri hátíð. í ár vora það Bretar sem er vel við hæfi því undanfarin ár hafa þeir, hkt og Bandaríkjamenn, verið að brjótast úr viðjum staðlaðr- ar og staðnaðrar myndasögu (Super- man & Co) og eru um margt djarfari en kollegar þeirra á meginlandi Evr- ópu. Yfirlitssýning breskrar mynda- sögu var sett upp og ýmiss konar fyrirlestrar og umræöur fóru fram. Nokkrar stórar sýningar eru fastur liður á hátíðinni og mikið í þær lagt, auk ógrynnis smærri sýninga. Yfir- leitt em frumteikningar höfunda ásamt undirbúningsvinnu og óbirt- um verkum sýnd en þar sem mynda- sagan er í eðh sínu htih gaherímatur hefur þróunin verið sú að reyna að setja sköpun höfundarins á svið, þ.e.a.s. útbúa flóknar leikmyndir ut- an um teikningarnar, nýta sér mynd- hönd, tal og skyggnur til að segja eitt- hvaö annað og sýna en útgáfan ger- ir. Stærstu sýningarnar í ár voru, auk þeirrar bresku, „Little Nemo“ th heiðurs bandaríska teiknaranum Winsor C. McCay sem skóp hina ótrúlegu dagblaðsseríu „Little Nemo in Slumberland" upp úr aldamótun- um og „Le Muse des Ombres" sem byggði á bókum Belgans Franqois Schuiten. Sú sýning náði yfir 1000 m2. Á hátíðinni eru veitt ýmiss konar verðlaun, fyrir bestu bók ársins, bestu fyrstu bók höfundar, bestu þýddu bókina o.s.frv. Stærstu verð- launin kallast „Grand Prix“ og hlotn- ast höfundi fyrir verk hans í heild. Sá höfundur er svo tilefni mikihar sýningar á næstu hátíð. í þetta sinn var verðlaunahafmn Max Cabanes. Hátíðin núna var líklega betur skipulögð en áður en hins vegar hafa erlendir gestir oft komið víðar að og í hehdina fannst mér htið um athygl- isverðar bækur, ekkert kom á óvart. Eins og svo oft áður voru það alls kyns uppákomur sem stálu senunni frá bókinni sjálfri. Næsta ár verður Japönum boöið, kannski þeir hristi viö Frökkunum, hkt og Bretarnir virtust aðeins gera núna. Bjarni Hinriksson Í-ÍIIÍ? n i ■ i Risastórar teiknimyndahetjur prýddu götur og torg. Verksmiðjan varð at- hvarf myndasögunnar Myndhstarskóhnn í Angouleme er aö flestu leyti líkur öðrum skól- um þeirrar tegundar, nema hvað hann býður upp á þriggja ára nám í myndasögugerð. Nemendur eru um 200 og í skólanum er forskóh, listadeild, auglýsingadeild ^ og vídeódehd. Myndasögudeildin er frekar eins konar vinnustofa og mest áhersla lögð á að nemendur þrói persónulega frásagnartækni. Kennarar em ekki mjög margir og eftir að fyrsta árinu lýkur gegna þeir fremur hlutverki umsjónar- manna og ráðgjafa. Hefðbundin tímasókn er hth. Auk myndasögunnar gefst nem- endum tækifæri th aö vinna í öðr- um dehdum, ef þeir óska þess, og í samvinnu við CNBDI er boðið upp á námskeið í tölvugrafík. Af og th koma starfandi hstamenn í vinnu- heimsóknir og skólinn hefur staðið að útgáfu ýmiss konar blaða og bóka. Þegar myndasöguhátíðin fer fram halda nemendur sýningu. Víös vegar í heiminum má finna skóla sem bjóða upp á nám í myndasögugerð og teikningu en í flestum thvikum er um að ræða einstaka kúrsa en ekki nokkurra ára nám. Mér vitandi era einungis tveir shkir í Evrópu, sá í Angoul- eme og svo St.Luc í Belgíu. Árlega senda um 2-300 umsækj- endur möppur með verkum sínum til skólans. Af þeim em 60 valdir í sérstakt inntökupróf og 15 teknir inn. Nýja höllin Þjóðarbókhlaða myndasögunnar, eða Centre National de la Bande Dessinée et de L’image (CNBDI), var vígð með pompi og prakt 24. janúar. CNBDI stendur ögn fyrir utan miðbæ Angouleme, nálægt myndlistarskólanum, og minnir á vísindaskáldsögu. Arkitektinn not- aöi sér gamlar, yfírgefnar verk- smiðjur, sem th staðar voru, og byggði hálfpartinn ofan á þeim, hkt og gert var með myndlistarskól- ann. Þetta er mikil bygging og eitt af forgangsverkefnum sósíalista. Hún er að mestu fjármögnuð af ríkinu og flestir bjuggust við að sjá sjálfan Mitterrand forseta við vígsluna en í staðinn mætti Jack Lang, menn- ingar- og samskiptaráðherra. Breytingar undanfarinna ára, bæði í stjóm landsins ahs og Angouleme sjálfri, hafa tafið framkvæmdina en nú er húsið komið upp þótt ekki séu öll kurl komin th grafar varð- andi reksturinn. CNBDI er ætlað að vera miðstöð landsins hvað snertir myndasög- umar og miðpunktur allrar Evr- ópu í tölvugrafík. Síðara markmið- ið virðist óraunhæfara en það fyrra. í byggingunni er safn með um 2000 frumteikningum höfunda, í flestum thvikum hehar síður úr myndasögum. Bókasafnið geymir 60.000 bækur sem að mestu eru ætlaðar fræðimönnum og blaða- mönnum. Einnig em í byggingunni nokkrir stærri og smærri sahr sem ætlaðir eru th kvikmyndasýninga, fyrirlestra og fundarhalda og tals- vert pláss er ætlað undir tíma- bundnar sýningar. Allt var þetta fuhnýtt meðan á hátíðinni stóð. Stofnunin stendur einnig að útg- áfu fræðirita og skipuleggur far- andsýningar. Stafræna dehdin býður upp á mikinn tækjakost: Macintosh, Amiga, PC, Abekas o.fl., sem gerir kleift að búa th fló- knustu tölvugrafík. Þar verða nem- endur þjálfaðir og einnig tekið við pöntunum frá fyrirtækjum. Bjarni Hinriksson Siggi sixpensari er enn við lýði og mætti á teiknimyndasýningu í fríðu föruneyti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.