Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 3. MARS 1990.
Fordkeppnin:
Ferskleikinn fékk *
Þá er komið að því að kynna seinni
helminginn af þeim stúlkum sem
komust í úrslit í Fordkeppninni. Alls
eru stúlkumar tólf en aldrei hafa svo
margar keppt til úrslita áður. Sextíu
myndir bárust í keppnina svo engin
spurning er um áhuga á fyrirsætu-
störfum hér á landi. Sunnudaginn 11.
mars verður ein stúlka valin úr
hópnum en hún verður fulltrúi ís-
lands í keppninni Supermodel of the
World sem fram fer í Los Angeles
um mánaðamótin júlí - ágúst. Úrslit-
in verða kunngerð 1 sérstöku hófi
sem fram fer í Vetrarbrautinni
(Norðurljósum). Það verður Vibeke
Knudsen, fulltrúi frá Ford Models-
skrifstofurini í New York, sem velur
sigurvegara en Ford Models hafa
fengið allar þær litmyndir sem birtar
hafa verið af stúlkunum tólf.
Allar stúlkumar, utan ein, koma
frá höfuðborgarsvæðinu. Ein þeirra,
Drífa Gunnarsdóttir, er frá Vest-
mannaeyjum.
Til að gefa heimamönnum hennar
tækifæri til aö spreyta sig fengum
við þær Hrönn Gunnarsdóttur, hár-
greiðslumeistara hjá Strípunni, og
Anítu Vignisdóttur snyrtisérfræð-
ing, sem rekur snyrtistofuna Anítu í
Eyjum, til að greiða Drífu og farða.
Ekki verður annað séð en það hafi
tekist frábærlega vel eins og vænta
mátti. Fréttaritari DV í Eyjum, Ómar
Garðarsson, fékk síðan það verkefni
að mynda stúlkuna.
Hér í bænum var það hins vegar
hárgreiðslufólk hjá Sólveigu Leifs-
dóttur í Suðurveri og í Grímsbæ sem
lagði hárið og Margrét Benedikts-
dóttir farðaði. Það er sama fólkið og
sá um greiðslu og snyrtingu á hinum
stúlkunum sex sem kynntar vom í
síöasta blaði.
Margrét Benediktsdóttir er 23ja ára
snyrtisérfræðingur. Hún er nýkomin
heim frá París þar sem hún nam
fórðun á sviði leikhúsa, sjónvarps og
almenna snyrtingu. Margrét hefur
starfað hjá Borgarleikhúsinu og tek-
ið að sér margvísleg verk frá því hún
kom heim. Eins og sést á myndunum
er Margrét mjög fær í sínu starfl og
lét allar stúlkur halda ferskleika sín-
lun sem er mikið atriði í forðun á svo
ungum stúlkum.
Hárgreiðslumeistarar á hár-
greiðslustofu Sólveigar Leifsdóttur
stóðu sig einnig frábærlega vel og
allar stúlkumar vora ánægðar með
útkomuna en oft er erfitt að gera
þessum aldri til hæfis. Athugasemdir
eins og „þetta er kerlingalegt“ heyrð-
ust ekki. Öll hráefni, sem hár-
greiðslufólkið notaði, eru af tegund-
inni System professional frá Wella.
Sólveigu Leifsdóttur er óþarfi að
kynna en hún er margfaldur íslands-
meistari í greininni og greinilegt er
að starfsfólk hennar er vant vönduð-
um vinnubrögðum fyrir ljósmynda-
tökur eins og vel kom í ljós nú þegar
stúlkurnar voru myndaðar.
-ELA
Margrét Benediktsdóttir snyrtisérfræðinc
myndunum. Hér farðar hún Guðrúnu Þráii
Ásta Sigríður Kristjánsdóttir:
Leikur á fiðlu
Ásta Sim’íður Kristjánsdóttir er fædd 27. apríl 1972 og er því
á átjándaari. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík og stundar
nú-nám á öðra ári í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún hefur
áhuga á að fara í sálfræöinám að loknu stúdentsprófi en seg-
ir það ekki alveg ákveðið.
Foreldrar Ástu eru Soffia Snorradóttir hjúkrunarfræðingur
og Kristján Guðlaugsson sagnfræöingur og nú starfandi blaöa-
maður í Noregi. Áhugamál Ástu er fyrst og fremst tónlist en
hún hefur leikið á-fiðlu frá sex ára aldri og hefur hug á að
halda því áfram. Einnig hefur hún lært á píanó þannig að
mikil músík býr í stelpunni. Ásta hefur tekið þátt í nokkrum
tónleikum og gengið vel.
Auk tónlistarinnar hefur hún mikinn áhuga á skíðaíþrótt-
inni og fer eins oft og hún kemst í Bláfjöllin. Þá fer hún dag-
lega í sund. Ásta hefur tvisvar verið búsett í Svíþjóð, samtals
í fjögur ár, frá 5-8 ára aldri og 9-11 ára aldri. Hún segir að
gott hafi verið að læra sænskuna og þaö hafi komið sér vel
að vera með hana á hreinu. Ásta hefur ferðast talsvert og þá
sérstaklega um Evrópu.
Síðastliðið sumar starfaði Ásta hjá Pizza Hut í London en
hún fékk vinnu þar í gegnum auglýsingu í blaði. Hún hafði
starfað í London sem au-pair stúlka og líkaði mjög vel. Sumar-
ið þar á undan var hún í París hjá franskri vinkonu sinni.
Þá var tvisvar gengið á hana á götu og hún spurð hvort hún
vildi verða fyrirsæta. Næsta sumar langar hana að fara til
S-Frakklands, læra frönskuna og jafnvel reyna fyrir sér sem
fyrirsæta. Ásta er í Módelsamtökunum og þar var hún hvött
til að reyna fyrir sér í Ford-keppninni og sendi þess vegna
mynd af sér.
Ásta Sigríður er 173 sm á hæð.
-ELA
Ásta Sigríöur Krlstjánsdóttlr er nemandl I Menntaskólanum
I Reykjavlk. DV-mynd Brynjar Gautl
Guðrún Þráinsdóttir er á siðasta ári í Fjölbrautaskólanum
við Ármúla. DV-mynd Brynjar Gauti
Guðrún Þráinsdóttir:
Ætlar að verða
íþróttakennari
Guðrún Þráinsdóttir er fædd 17. febrúar 1970 og nýorðin
tvítug. Hún er á síðasta ári í Fjölbrautaskólanum við Ármúla
en næsta vetur ætlar hún í íþróttakennaraskólann á Laugar-
vatni og verða síðan íþróttakennari.
Guðrún er fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir Önnu Gunn-
arsdóttur verslunarstjóra og Þráins Tryggvasonar bruna-
varðar. Þau hafa búið í Árbænum sl. sex ár. Guðrún bjó sl.
sumar í Lúxemborg þar sem hún starfaði sem au pair-stúlka
hjá föðursystur sinni, auk þess sem hún gekk í skóla til að
læra þýsku. „Ég hef oft dvalið hjá þeim og finnst yndislegt
aö vera í Lúx. Eg held að borgin höföi sérstaklega til mín og
ég ætla öragglega aftur þangað næsta sumar. Ég er ákveðin
í aö læra þýskuna enn frekar," segir Guðrún.
Áhugamálið er handbolti en hann hefur Guðrún stundað í
sjö ár hjá Val og ætlar sér að gera áfram. Hún er mikill Vals-
ari. Guðrún segir að íþróttir séu áhugamál sitt fyrst og fremst,
svo sem skíði, sund, líkamsrækt og allt sem viðkemur hreyf-
ingu. Undanfarið hefur hún stundað líkamsrækt hjá Katý í
World Class og líkaö vel.
Guðrún er félagi í Karonsamtökunum þar sem hún tók þátt
í námskeiði. Það var einmitt Hanna Frímannsdóttir hjá Kar-
onsamtökunum sem hvatti hana til að senda mynd af sér í
Fordkeppnina. Guðrún segir að það hafi raunar komið sér
mikið á óvart að komast í úrslitin.
Hún hefur áhuga á módelstörfum og segist vel geta hugsað
sér að prófa í einhvem tíma að starfa á þeim vettvangi. Ann-
ars er það íþróttakennslan sem heillar hana mest en Guðrún
var aðeins tólf ára þegar hún ákvað framtíðarstarfið.
Guðrún er 174 sm á hæð.
-ELA
Helga Guðrún Guðnadóttir:
Stefnir á flugnám
Helga Guðrún Guðnadóttir er fædd í Reykjavík 18. febrúar
1971. Hún hefur alltaf búið í borginni. Helga Guðrún var við
nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á nýmálabraut en tók
sér frí frá áramótum fram á næsta haust. Núna starfar hún
á endurskoðunarskrifstofu hjá móðurbróður sínum. Foreldr-
ar hennar era Theodóra Rafnsdóttir, kennari í Seljaskóla, og
Guðni Ellertsson sem er búsettur í Danmörku.
Helga Guðrún stefnir á flugnám þegar hún hefur lokið stúd-
entsprófi en frí hennar núna frá skólanum er einmitt í þeim
tiigangi að safna sér fyrir flugtímum. „Flugið er draumastarf-
ið,“ segir hún.
Helga Guðrún spilar á píanó í frístundum en píanóleik hef-
ur hún lært í fimm ár hjá ömmu sinni, Helgu Helgadóttur,
og móðursystur, Lára Rafnsdóttur. Önnur áhugamál hennar
era sund, sem hún segist stunda daglega í Breiðholtslaug-
inni, og fjórhjólaakstur á veturna. Þá segist Helga fara ailra
sinna ferða á reiðhjóli á sumrin.
Helga Guðrún starfaði í Noregi um sex mánaða skeið (tvö
sumur) en sl. sumar var hún í garðyrkju hjá Reykjavíkur-
borg. Hún segist hafa brennandi áhuga á fimleikum og dansi.
„Ég hef verið í fimleikum hjá Ármanni frá sex ára aldri, þar
á undan var ég í ballettskóla Eddu Scheving. Ég hef alltaf
haft þörf fyrir að hreyfa mig mikið. Dans hef ég einnig stund-
að lengi, bæði hjá Kolbrúnu Aöalsteinsdóttur og Sóleyju Jó-
hannsdóttur.“ Helga Guðrún sendi mynd í Fordkeppnina því
hana langaði eins og hinar stúlkurnar að athuga hvort hún
ætti möguleika á að komast áfram á þessum vettvangi. „Ég
bjóst reyndar ekkert frekar við að komast í úrslitin," segir
hún.
Helga Guðrún er 173 sm á hæð.
-ELA
Helga Guðrún GuðnadóHir starfar á endurskoðunarskrifstofu
í Reykjavík. DV-mynd Brynjar Gauti