Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Síða 25
LAUGARDAGUR 3. MARS 1990.
3í
ið njóta sín
Sólveigar Leifsdóttur á hárgreiðslu- Fjóla Hermannsdóttir greiðir hér hár
stofunni og hér úðar hún hárvökva Bryndísar Ólafsdóttur.
nsdóttur. DV-myndir Brynjar Gauti á hár Tinnu Traustadóttur.
Drífa Gunnarsdóttir er búsett í Vestmannaeyjum og það var hennar heima-
fólk sem tók að sér að farða hana og greiða. Drífa er hér ásamt Anítu
Vignisdóttur og Hrönn Gunnarsdóttur. DV-mynd Ómar Garðarsson
Tinna Traustadóttir er í niunda bekk Hlíðaskóla.
DV-mynd Brynjar Gauti
" Tinna Traustadóttir:
Langar að læra
fatahönnun
Tinna Traustadóttir er fædd í Reykjavík 3. apríl 1974 og er
því á sextánda ári. Hún er í níunda bekk Hlíðaskóla og stefnir
á nám í Verslunarskóla íslands næsta ár. Hún aetlar sér að
taka stúdentspróf en fara síðan út í fatahönnun. „Ég hef mjög
gaman af að sauma og pijóna,“ segir hún.
Foreldrar Tinnu eru Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur
og Trausti Valsson arkitekt. Tinna bjó með móður sinni í
Svíþjóð frá sex til átta ára aldurs og segist hafa kunnað því
vel. Hún flutti í Vogahverfið þegar þær mæðgur sneru heim
og hún var í fyrstu í Vogaskóla. Nú búa þær í Hlíðunum.
Áhugamál Tinnu, fyrir utan saumaskap, er hestamennska,
skíðaiþróttin, eróbikk og ný tónlist. „Ég á marga skemmtilega
vini sem ég hef gaman af að hitta og svo finnst mér aiveg
frábært að fara í útilegur," segir hún. Tinna var í sveit í flög-
ur sumur á Flúðum og þar fékk hún mikið dálæti á hrossum.
„Ég er mikil sveitamanneskja í mér,“ segir hún. Fótbolta
hefur hún einnig stundað þannig að áhugamál hennar eru
margvísleg.
„Ég var tólf ára þegar ég byrjaði að sauma á mig fót. Iðu-
lega geng ég í fötum eftir mig,“ segir hún. Tinna hefur ferð-
ast mjög mikið. „Ég hef ferðast um Norðurlöndin, einnig bjó
ég um tíma í Bandaríkjunum þegar mamma var á rithöfunda-
þingi og þar gekk ég í skóla. Einnig hef ég dvahst á Flórída,
í New York, Jamaica, Mexíkó, Spáni, ítahu og Belgíu,“ segir
Tinna en segja má að hún sé vel sigld, aðeins fimmtán ára
gömul.
Fyrirsætustörf og tískusýningar heilla hana mikið. Hún er
í Módel 79 og hefur oft setið fyrir hjá Ijósmyndurum. „Ég
sendi mynd af mér í Fordkeppnina því ég hef alltaf haft áhuga
á ljósmyndafyrirsætustörfum," segir hún.
Tinna er 174 sm á hæð.
-ELA
Bryndís Ólafsdóttir:
Innanhússarkitektúr
á óskalistanum
Bryndís Ólafsdóttir er fædd 22. febrúar 1971 og er því nýorð-
in nítján ára. Hún er nemandi í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ þar sem hún er á þriðja ári á félagsfræðibraut.
Hugurinn stefnir í arkitektúr eða auglýsingateiknun en
Bryndís segist hafa mikinn áhuga á innanhússarkitektúr.
„Æth ég fari ekki í nám til Bandaríkjanna eða Þýskalands
eftir stúdentspróf," segir hún. „Ég get vel hugsað mér að
læra arkitektúr í sex ár,“ segir hún.
Bryndís hefur teiknað hús utan sem innan allt frá barns-
aldri svo æfingin er þegar komin að einhveiju leyti. „Þetta
er mitt aðaláhugamál."
Foreldrar Bryndísar eru Rósa Þorleifsdóttir sjúkraliði og
Ólafur Torfason verktaki en fjölskyldan hefur búið í Garða-
bænum undanfarin sjö ár. Áhugamál Bryndísar, fyrir utan
teikninguna, er eróbikk, sem hún hefur stundað reglulega,
og ferðalög en hún reynir að komast til útlanda einu sinni á
ári. Til að láta þann draum rætast hefur hún starfað í auka-
vinnu og á sumrin í Hagkaupi í Kringlunni en þar afgreiðir
hún í sérvörudeild. „Ég hef nú ekki hugsað mér að gera það
að ævistarfi," segir Bryndís.
Hún er í Módel 79 en það voru einmitt samtökin sem sendu
myndir af henni í Fordkeppnina, með hennar samþykki auð-
vitað. „Ég hef mikinn áhuga á fyrirsætustörfum og öhu í
kringum þau,“ segir hún. Bryndis hefur einu sinni sýnt á
tískusýningu með Módel 79 en hún segir að frekar erfitt sé
að fá eitthvað að gera því margir séu um hituna. Bryndís tók
þátt í Hollywoodkeppninni fyrir stuttu og var þar kjörin ljós-
myndafyrirsæta þannig að byijunin er að minnsta kosti hafin
hjá henni á þessari braut.
Bryndís er 175 sm á hæð.
-ELA
Drífa Gunnarsdóttir er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum
og það voru hennar menn sem snyrtu hana og greiddu fyr-
ir myndatökuna.
DV-mynd Ómar Garðarsson, Vestmannaeyjum
Drífa Gunnarsdóttir:
Pólitíkin heillar [
Drífa Gunnarsdóttir er fædd í Vestmannaeyjum 7. maí 1970.
Hún hefur aha tíð búið í Eyjum, utan þess tfma þegar gosið
stóð yfir en þá var hún þriggja ára. Þá bjó Drífa ásamt foreldr- :
um sínum, Gunnari Tryggvasyni vélstjóra og Huldu Sigurðar-
dóttur, á Selfossi. Drífa tók stúdentspróf frá Framhaldsskól- I
anum í Eyjum sl. haust og í desember hóf hún störf sem rit- |
ari hjá bæjarfógetanum. Hugur hennar stefnir á nám í Kenn-
araháskólanum en hún er ekki viss hvort hún fer næsta vet- '
ur eða þamæsta. „Það fer eftir því hvað ég verð dugleg að
safna mér peningum," segir hún.
Áhugamál Drífu eru aðallega dýr. Hún segist vera mikill
dýravinur og sjálf á hún labradorhund sem heitir Tobías. Ég
geng með hann fimm kílómetra á dag. Viö löbbum úr austur- •
bænum, þar sem ég bý, yfir í vesturbæinn og fórum þannig
hring hér um,“ segir hún.
Drífa er auk þess mikil fótboltakona. Hún hefur æft og keppt
í fótbolta undanfarin íjögur ár og mun leika með meistaraflokki
Týs í sumar. „Ég er reyndar Þórsari en þar sem þeir hafa ekki
meistaraflokk í kvennafótboltanum verð ég að flytja mig yfir.
En Drífa á fleiri áhugamál. Hún hefur mikinn áhuga á pólitík
og hefur gefið kost á sér í fimmta sæti á framboðslista Al-
þýðubandalagsins í Eyjum fyrir næstu sveitarstj órnarkosning-
ar. „Ég hef alltaf haft áhuga á pólitík og ákvað að reyna fyrir .
mér nú.“
Eins og aðrir Eyjamenn hefur Drífa starfað í fiski á sumrin
en einnig hefur hún starfað sem gjaldkeri á pósthúsinu og
unnið á veitingahúsi. Drífa hefur aldrei ferðast út fyrir land-
steinana en segist langa til að heimsækja bróður sinn sem býr
í Sviþjóð.
Hún sendi mynd af sér í Fordkeppnina til að prófa eins og
hún segir. „Ætli ég sé ekki, eins og aðrar stúlkur, með fyrir-
sætustarfið í maganum."
Drífa er 176 sm á hæð.
-ELA |