Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1990, Qupperneq 30
38
LAUGARDAGUR 3. MARS 1990.
LífsstOl
Ferðabæklingar:
Sólarlandaferðir yinsælastar
Þegar feröabæklingum feröa-
skrifstofanna er flett kemur í ljós
aö sólarlandaferöir eru það sem
flestar stærri ferðaskrifstofur
landsins leggja höfuöáherslu á að
bjóða í sumar, eins og undanfarin
ár. Þaö hefur heldur veriö dregið
úr sætaframboöi til sólarlanda og
eru um 20 prósent færri sæti i boði
en voru á síðasta ári.
Sömuleiðis eru nær allar ferða-
skrifstofumar með pakkana flug
og bíl eða flug og sumarhús á sínum
snærum.
Rútuferðir um Evrópu virðast
njóta ákveðinna vinsælda og er
boðið upp á gott úrval þeirra á
mörgum ferðaskrifstofanna.
Thailand, Egyptaland og Banda-
ríkin eru sömuleiðis á dagskrá hjá
velflestum ferðaskrifstofunum.
Það eru einkum minni ferðaskrif-
stofurnar sem leggja áherslu á að
bjóða upp á einhverja aðra og öðru-
vísi ferðamöguleika.
Austur-Evrópa er komin inn á
ferðakortið hjá nokkrum aðilum
og munu nokkrar ferðaskrifstofur
bjóða upp á ferðir þangað. Þær eru
það sem hæst ber af nýjum ferða-
möguleikum. Ýmist eru þessar
ferðir baðstrandar- og heilsuferðir,
svo sem til Búlgaríu og Júgóslavíu,
eða skipulagðar hópferðir þar sem
lögð er áhersla á að skoða fleiri
lönd en eitt, eða þá að boðið er upp
á ferðir austur í gegnum erlendar
ferðaskrifstofur, bæði borgarferðir
og skoðunarferðir. Annars er úr-
valið af ferðum til nýrra áfanga-
staða ekki ýkja mikið í ár, raunar
mun minna en á síðasta ári.
-J.Mar
Alís:
Leiguflug til Billund
Leiguflug ferðaskrifstofunnar Alís
til Jótlands hefst 19. júní. Billund
verður áfangastaðurinn í þessu flugi.
Billund liggur ágætlega við ferðum
um Danmörku. Þaðan er auðvelt að
komast til Skandinavíu og hvað þá
til Þýskalands og Mið-Evrópu.
Alís er með á sínum snærum pakk-
ann Flug og bíl í Evrópu, sama hvort
j flogið er til Danmerkur, Þýskalands,
Lúxemborgar eða Englands.
Auk þess vill Alís vekja athygli á
ferðum til Vínar og Salzborgar í
Austurríki, Ungverjalands og Tékkó-
slóvakíu en á þessum stöðum getur
ferðaskrifstofan útvegað sumarhús,
íbúðir, hótel og gistingu á óðalssetr-
um svo eitthvað sé nefnt.
í sumar mun svo Alís skipuleggja
lengri og skemmri ferðir til heims-
borgarinnar Parísar og til Bandaríkj-
anna.
í Tyrklandi verður boðið upp á
dvöl á baðströndum við borgina An-
talyan og skoðunarferðir víðs vegar
um Tyrkland. Loks má svo geta þess
að enn einn möguleikinn hjá Alís er
ferðir til Egyptalands þar sem hægt
er að velja milli þess að fara í skoðun-
arferðir eða slappa af á sólarströnd-
um.
Veðrið í útlöndum
HITASTIG IGRÁÐUM
-10 #6« Ingra Otll-6 1 1115 61U10 11 tll 15 1511120 2011126
vropa
Helsinki 0'
Kaupmarmahöfn 4°
Berlln 9'
rcelona 1
Mallorca 10'
Algarve
18°JíC
Malaga 17‘
Norðu
LéttakýjaB
Chicago 0'
Aiskýjaö Los Angeles 13'
Orlando 14'
Býggt á veðuriréttum Veðurstotu Islands kl. 12 ó hádegl, töstudag
Þrándheimur -2
'jjl'v \
Reykjavík 1» BergenJ
Þórshöfn 4° $
Osló 4° (% 9
Glasgow 4^g
í T ; Hamborg 4
London 6°
Luxemborg 1
S. Tfc
París 4°
New York 1
Atlanta 9°
DVJRJ
Rigning y Skúrir „ Snjókoma pj Þrumuvoöur = Þoka
Úrval-Útsýn og Saga:
Fjölbreyttar sumarleyfisferðir
Það er fjölbreytt úrvahð af sumar-
leyfisferðum sem ferðaskrifstofurn-
ar Úrval-Útsýn og Saga bjóða upp á
nú í sumar. Þessar tvær ferðaskrif-
stofur hafa ákveðið að samnýta
krafta sína og bjóða því upp á sömu
ferðirnar í ár.
Sólarlandaferðir ferðaskrifstof-
anna eru fjölmargar og verður boðið
upp á ferðir í beinu leiguflugi til
Mallorca, Costa del Sol, Portúgal og
Kýpur. Á þessum stöðum er svo
hægt að fá gististaði í ýmsum verð-
flokkum.
Ferðamöguleikinn flug, bíll og
sumarhús nýtur æ meiri vinsælda.
Hægt er að nýta hann í Lúxemborg,
Þýskalandi, Áusturríki, Frakklandi,.
Ítalíu, Englandi og víðar.
í ár verður boðið upp á nokkrar
rútuferðir um Evrópu. í júní og ágúst
verður farið um Mið-Evrópu. í júní
verður efnt til þriggja landa feröar
þar sem ekið verður um suðurhluta
Júgóslavíu, Grikkland og ferðinni
lýkur svo í Albaníu. í júlí verður
haldið til Austur-Evrópu og í ágúst
til Austurríkis og Ungverjalands. Að
lokum má svo nefna ferð til Tyrk-
lands í september.
Af sérferöum sem Úrval-Útsýn og
Saga bjóða upp á í ár má nefna ferð-
ir til Brasilíu, Thailands, Flórída, og
með haustinu verða farnar sérstakar
ferðir til Þýskalands og Frakklands
og tekið þátt í vínuppskeruhátíðum
innfæddra.
Ferðaskrifstofumar bjóða einnig
sameiginlega upp á málaskóla í Bret-
landi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu
og á Spáni. Þessar ferðir em sniðnar
að tungumálakunnáttu hvers og
eins.
Loks má svo geta nokkurra íþrótta-
ferða á vegum Úrvals-Útsýnar og
Sögu. Fyrsta má nefna golíferö til
Skotlands í maí en hún er orðin ár-
viss atburður. Allt sumarið geta kylf-
ingar farið til Englands en þar stend-
ur þeim til boða að leika golf á golf-
völlum Sundridge Park á Bromley.
Sömuleiðis er hægt að leika golf á
flestum sumarleyfisstöðunum á
Costa del Sol, Mallorca og Portúgal.
í lokin má svo geta þess að boðið
verður upp á sérstaka ferð á heims-
meistarakeppnina í knattspyrnu sem
fram fer á Italíu dagana 8. júní til 8.
júlí.
Land og saga:
Hvítasimnan í Berlín
Páskaferð Lands og sögu verður
óheíðbundin Mallorcaferð. Á meðan
ferðalangar dvelja á Mallorca verður
gengið á milli lítilla þorpa og út frá
þeim. Dvölinni á eyjunni lýkur svo
með nokkmm frjálsum dögum við
ströndina. Fararstjóri veröur Stein-
unn Harðardóttir.
Um hvítasunnuna verður boðið
upp á hálfsmánaðarferð til Berlínar
undir fararstjóm Steingríms Gunn-
arssonar sem mun sýna feröalöngum
baeði Austur- og Vestur-Berlín.
í byijun júní verður efnt til Frakk-
landsferðar. Flogið veröur til Parísar
og þaðan verður haldið til Suður-
Frakklands og síðan til Parísar aftur.
Rússland er á dagskrá í ágúst. Þetta
er 15 daga ferð þar sem gist verður
eina nótt í London á útleið, þá fjórar
nætur í Moskvu, sjö nætur í Yalta
við Svartahafið og þrjár nætur í Len-
ingrad. Á heimleiðinni verður flogið
um London. Fararsijóri verður Ingi-
björg Haraldsdóttir.
í september verður boöið upp á 15
daga hópferð til Spánar og Frakk-
lands. Ferðin hefst í París og verður
leið pílagrímanna forðum fylgt til
Santiago de Compotela á Norður-
Spáni en hún er ein af þremur helg-
um borgum kristninnar ásamt Róm
og Jerúsalem.
Þegar líða fer á haustið verður
skipulögð hópferð fyrir eldri borgara
um Evrópu, ferð til Flórída sem verö-
ur sniðin að kröfum þeirra sem vilja
ferðast án áfengis og loks verður
haldið til Kenya í nóvember.
Auk ofangreindra ferða skipulegg-
ur Land og saga ferðir bæði fyrir ein-
staklinga og hópa en þaö er í auknum
mæh ferðamáti íslendinga að ferðast
nokkrir saman á „eigin vegum".