Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990.
Fréttir_______________________________________________________________________________dv
Misjöfn skuldastaða stærri kaupstaða:
Vestmannaeyjar, Kópavogur
og Keflavík skulda mest
- skuldastaða Reykvikinga best
Skuldir 10 stærstu sveitarfélaganna
100
50
Vestmannaeyjar
Kópayoaur
7il Veltufjárhlutfall*
Akranes............
Seltjarnarnes
Garðabær
Hosfellsbær
Akureyrí
Hafnarfjörður
fíeykja-
6 6 S
Skuldir á hvern íbúa í þúsundum króna miöaö við stöðu í
árslok 1988 á verðlagi 1990.
* Veltufjárhlutfall gefur vísbendingu um greiðsluhæfi sveitarfé-
laganna. Ef þetta hlutfali er undir 1,00 má búast við greiðsluerf-
iðleikum. Ef það fer langt undir 1,00 má búast við greiðsluþroti.
Af tíu stærstu kaupstöðunum
skuldar Vestmannaeyjabær mest eða
sem nemur um 95 þúsund krónum á
hvem íbúa í bænum. Þessi skuld er
rúmlega þrefóld skuld Reykvíkinga
en skuldir borgarinnar svara til um
31 þúsund króna á íbúa.
Hér er miðað við stöðu bæjanna í
árslok 1988 en allar tölur eru á verð-
lagi ársins í ár.
Þeir kaupstaðir sem koma á eftir
Vestmannaeyjum eru Kópavogur,
Keflavik, Akranes og Seltjarnarnes.
Skuldir þessara bæjarfélaga eru
meira en helmingi hærri en skuldir
Reykjavíkur sé miðað við skuldir á
hvern íbúa.
Þegar litið er sérstaklega til
skammtímaskulda og möguleika
sveitarfélagana til þess að standa í
skilum með þær kemur í ljós að
Keflavík stendur verst. Skammtíma-
skuldir Keflvíkinga vom um þriðj-
ungi hærri en veltufé bæjarins í árs-
lok 1988. Bærinn á því í erfiðleikum
með aö standa við skuldbindingar
sínar til skemmri tíma.
Vestmannaeyjar og Keflavík
Eins og áður sagði skulda Vest-
mannaeyingar mest eða um 95 þús-
und krónur. Tekjur bæjarins á árinu
1988 vom hins vegar ekki nema um
93.500 krónur á mann. Ef allar tekjur
bæjarins fæm í að greiöa niður
skuldimar tæki það Vestmannaey-
inga um eitt ár.
Utistandandi kröfur Vestmannaey-
inga voru hins vegar núklar miðað
við skammtímaskuldir. í árslok 1988
var svokallað veltufjárhlutfall 1,03
hjá Vestmannaeyjabæ. (Veltufjár-
hlut er hlutafall milli veltufjár og
skammtímaskulda og gefur til kynna
líkur á því að bærinn lendi í greiðslu-
vandraeðum. Ef þetta hlutfall fer
undir 1,00 bendir það til greiðsluerf-
iðleika.)
Næstmestu skuldaramir eru Kefl-
víkingar. Skuldir bæjarins námu um
84 þúsund krónum á mann sem er
svipað og tekjurnar. Veltufjárhlutfall
Keflavíkurbæjar var mjög slæmt eða
0,66. Það er því líklegt að bærinn eigi
í miklum greiðsluvandræðum.
Kópavogur, Akranes,
Seltjarnarnes og Garðabær
Þriðju á skuldalistanum eru Kópa-
vogsbúar sem skulda um 83 þúsund
krónur á mann. Þetta eru um 97 pró-
sent af árstekjum bæjarins. Veltufj-
árhlutfallið var rétt undir hættu-
mörkum eöa 0,92.
Akumesingar em fjórðu mestu
skuldaramir og skulda 74 þúsund
krónur á mann eða um 87 prósent
af árstekjum bæjarins. Miklar líkur
eru á alvarlegum greiðsluerfiðleik-
um hjá bænum þar sem veltuféð er
um fjórðungi minna en skammtíma-
skuldimar.
Fimmtu í röðinni em Seltimingar
sem skulda um 67 þúsund krónur á
mann. Skuldir bæjarins em þó minni
en árstekjumar eða um 68 prósent
af þeim. Það getur hins vegar bragð-
ið til beggja vona með greiðslugetu
bæjarins en veltufjárhlutfallið er um
1,04.
Skuldir Garðabæjar nema um 58
þúsund krónum á mann. Það eru um
68 prósent af árstekjum bæjarins.
Litlar líkur em á að Garöabær lendi
í greiðsluerflðleikum þar sem veltufé
bæjarins er um 77 prósent hærra en
skammtímaskuldirnar.
Mosfellsbær, Akuryeri,
Hafnarfjörður og Reykjavík
Skuldir Mosfellsbæjar eru svipað-
ar og Garðabæjar eða um 57 þúsund
krónur á mann. En þar sem tekjur
Mosfellsbæjar eru meiri eru þessar
skuldir eilítið minna hlutfall af tekj-
unum eða 64 prósent. Veltufé bæjar-
ins er hins vegar mun minna og því
er veltufjárhlutfallið nálægt hættu-
mörkum eða 1,06.
Akureyringar skulda um 49 þús-
und krónur á íbúa. Það samsvarar
um 51 prósent af árstekjum bæjar-
ins. Bæjarsjóður stendur nokkuð vel
þar sem veltufjárhlutfallið er um
1,61.
Næstir koma Hafnfirðingar sem
skulda um 42 þúsund krónur á mann.
Þetta er um 47 prósent af árstekjun-
um. Veltufjárhlutfallið er 1,30.
Það sveitarfélag sem stendur áber-
andi best er Reykjavík. Skuldir þess
eru ekki nema um 31 þúsund krónur
á íbúa eða um tveir þriðju af skuldum
þess sveitarfélags sem skuldar næst-
minnst. Borgarsjóður á einnig vel
fyrir skammtímaskuldbindingum
sínum þar sem veltufjárhlutfallið er
1,85.
Það skal ítrekað að hér er um tölur
frá árslokum 1988 að ræða. Skulda-
aukning sveitarfélaganna á síðasta
ári var misjöfn og því getur röö
þeirra hafa riðlast í fyrra.
-gse
Danmörk:
Laxveiðibátur var færður til hafnar
Danskur laxveiðibátur hefur nú
verið færður til hafnar í Hirtshals í
Danmörku. Báturinn heitir Onkel
Sam og siglir undir fána Panama.
Þegar báturinn var tekinn var
hann drekkhlaðinn og á leið til hafn-
ar í Póllandi þar sem ætlunin var að
gera að aflanum. Mun hann hafa
veitt laxinn í Norður-Atlantshafi.
Samkvæmt upplýsingum frá emb-
ættismanni í danska sjávarútvegs-
ráðuneytinu var báturinn tekinn um
leið og hann sigldi inn í danska land-
helgi á þeim forsendum að hér væri
um villtan lax aö ræða. Samkvæmt
dönskum reglum er óleyfilegt að
veiða eða flytja slíkan lax um danska
landhelgi.
Réttað verður í málinu í vikunni
en ef útgerð skipsins verður fundin
sek þá má búast við háum sektum
og upptöku afla.
-SMJ
í dag mælir Dagfari
Vantraust á Óla
í síðustu alþingiskosningum reis
upp nýtt afl í stjórnmálunum.
Borgaraflokkurinn bauö fram og
vann glæstan sigur. Sá sigur
byggðist á þeirri draumsýn for-
ystumanna flokksins að feykja
burtu gömlu vinnubrögðunum,
ráðast gegn spiflingunni og sam-
tryggingunni, klíkuskapnum og
flokkseigendunum. Borgaraflokk-
urinn sagði að það ætti að taka til-
lit til litla mannsins, fólksins sem
ekki væri bundið á klafa flokk-
anna. Þetta var nokkurs konar
uppreisn gegn flokksræðinu, ekki
síst eftir aðforina gegn Albert Guö-
mundssyni, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn hafði flæmt úr áhrifastöðu
vegna þess að flokkseigendafélagið
hafði vfljaö Albert feigan í pólitík-
iniú.
Þetta nýja afl fékk sjö menn
kosna á þing. Eitthvað hefur
kvamast úr liðinu síðan á kosning-
anótt. Albert er farinn til Parísar,
Ingi Bjöm og Hreggviður stofnuöu
enn nýjan flokk, hægra megin við
Borgaraflokkinn og kjósendur
Borgaraflokksins hafa ekki fundist
í skoðanakönnunum. Það sem
skiptir þó mestu máli er sú stað-
reynd að Júlíus Sólnes og Óli Þ.
Guöbjartsson hafa staðið dyggan
vörö um þá hugsjón Borgara-
flokksins að berjast gegn spilling-
unni og til þess aö ná fram þeim
stefnumálum sínum hafa þeir
gengiö spillingunni á hönd. Þeir
em sem sé komnir í ríkisstjórn,
orðnir innanbúðarmenn í bræðra-
lagi samtryggingarinnar, þar sem
þeir geta fylgst með launráöunum
og vaktaö kjötkatlana og séð til
þess að gömlu flokkamir taki loks-
ins tillit til litla mannsins.
Þetta er ekki amaleg staða fyrir
nýtt afl í pólitíkinni að geta setið
sjálft í bílstjórasætinu og beitt að-
haldi innan frá og haft meira að
segja tækifæri til þess stöku sinn-
um að hygla litla manninum, þegar
brauðmolamir hrökkva inn á borð-
ið hjá ráðherrum Borgaraflokks-
ins.
Svo gerist þaö að sæti hæstarétt-
ardómara losnar vegna þess að
gamli hæstaréttardómarinnar
keypti of mikið brennivin og það
þuifti siðavandan og ófullan dóm-
ara í staðinn. Staöan er auglýst og
nokkrir valinkunnir lögfræðingar
sækja um. Þar á meðal einn sem
heitir Jón Oddsson og hefur opin-
berlega stutt nýja aflið í pólitíkinni
og hefur þannig lagt fram sinn
skerf til hugsjónamálanna og mál-
staðar litla mannsins. Gamal-
reyndir lögfræðingar taka ekki upp
á því að segja skiliö við gömlu
flokkanna nema vegna þess að þeir
eru búnir að fá nóg af spillingunni
og klíkuskapnum sem viðgengst á
þeirra vegum. Það er hugsjónin
sem rekur slíka menn út í óvissuna
og menn af því sauðahúsinu ætlast
auðvitað til þess að þeim sé umbun-
að í tímans rás. Þeir reikna jú með
að Borgaraflokkurinn standi með
þeim þegar nýjar stöður losna í
Hæstarétti.
Það er einmitt á þessu augnabliki
sem dómsmálaráðherrann úr
Borgaraflokknum bregst. Hann
tekur upp á þeirri vanvirðu að
ganga fram hjá lögfræðingi Borg-
araflokksins og skipar annan dóm-
ara, sem kemur Borgaraflokknum
alls ekkert við. Sjálfsagt hefur Óla
dómsmálaráðherra fundist Hjörtur
Torfason best til þess fallinn að
hljóta stöðuna því annars hefði
hann ekki gengið framhjá Jóni
Oddssyni. Þetta er að mati Borg-
araflokksins í Reykjaneskjördæmi
alger vanvirða og svo alvarleg mis-
tök, að lýst er yfir vantrausti á
dómsmálaráðherra Borgaraflokks-
ins.
Borgaraflokksmenn í Reykja-
neskjördæmi eru kannske ekki
margir. En þeir hafa samt fundist
nógu margir sem búa í nágrenni
við Jón Oddsson til að hittast núna
fyrir helgina og fordæma þessi svik
ráðherrans við málstaðinn. Óli Þ.
Guðbjartsson hefur nefnilega mis-
skiliö stefnuna, sem Borgaraflokk-
urinn berst fyrir. Borgaraflokkur-
inn er á móti spillingunni og klíku-
skapnum hjá öðrum flokkum, en
auðvitað á Borgaraflokkurinn aö
misnota stöðu sína eins og gömlu
flokkamir og skipa sína menn í
allar stöður sem losna, til að bola
klíkuskap hinna flokkanna út úr
stjórnkerfinu. Það er ekki hægt að
uppræta klíkuskapinn og flokk-
seigendur annarra flokka, nema
koma flokkseigendum Borgar-
flokksins að. Menn mega ekki
gjalda fyrir sínar eigin hugsjónir.
Dagfari