Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1990, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1990.
27
pv__________________________________________Lífcstm
Heilsuræktarstöðin Máttur:
Fj árfesting í heilbrigði
„Heilsuræktarstöð er trúlega besta
nafnið á þetta en þetta er samt ekki
nein venjuleg líkamsræktarstöð,"
sagði Grímur Sæmundsen læknir,
forsvarsmaður Heilsugarðsins, í
samtali við DV. Heilsugarðurinn
mun annast rekstur heilsuræktar-
stöðvar sem tekið hefur til starfa í
samvinnu verkalýðsfélaga og fyrir-
tækja. Verkalýðsfélögin eiga stöðina
að 2/3 á móti 1/3 sem nokkur fyrir-
tæki eiga og er Verslunarmannafélag
Reykjavíkur stærsti hluthafinn.
Máttur, en svo er stöðin nefnd, er
til húsa á 100 fermetrum í Faxafeni
14 og tók formlega til starfa á laugar-
dag.
Neytendur
„Hér er unniö forvarnarstarf og
markvisst verið að fjárfesta í heil-
brigði," sagði Grímur. „Starfsemin
verður fólgin í námskeiðahaldi í
umsjón sérfræðinga hvers á sínu
sviði. Hér vinna læknar, sjúkraþjálf-
arar, hjúkrunarfræðingar, sálfræð-
ingar og næringarfræðingar.
Sá sem vill nýta sér þjónustu stöðv-
arinnar er settur í svokallað heilsu-
mat sem er fólgið í nákvæmum mæl-
ingum á þreki, blóðþrýstingi og al-
mennu heilsufari. Síðan er hverjum
og einum leiðbeint í samræmi við
þarfir hans og boðið upp á 7 mismun-
andi námskeiö sem hluta af heildar-
meðferðinni. Allan tímann er fylgst
með viðkomandi og heilsufar hans
síðan metiö að námskeiðum loknum
og að lokum fær hann í veganesti
ráðleggingar um áframhaldandi heil-
brigðan lífsstíl.
„Við viljum hjálpa hverjum og ein-
um að lifa heilbrigðu lífl við sitt
hæfi,“ sagði Grímur Sæmundsen.
Heildarverð 6 vikna námskeiðs er
12.000 krónur. Stéttarfélög, sem hlut
eiga í stöðinni, greiða niður kostnað
fyrir félagsmenn sína. Að auki greiða
fyrirtæki, sem eru hluthafar, kostn-
að enn frekar niður fyrir starfsmenn
sína. Því getur kostnaðurinn farið
niður í rúmar 2.000 krónur, að sögn
Gríms
Meðal þátta í starfseminni má
nefna forvarnarfræðslu, námskeið í
;
Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, og Lýður Friðjónsson framkvæmdastjóri Vífilfells, stiga þrekhjólin í kapp.
Hilmar Björnsson íþróttakennari, framkvæmdastjóri Máttar, tekur púisinn á þeim.
DV-mynd BG
hreyfingu, hollustu, slökun, megrun
og reykbindindi. Boðið verður upp á
skipulagningu vinnustaðaleikfimi og
fræðslunámskeið, starfsstellinga-
fræðslu, bakskóla og endurhæfingu
vegna atvinnusjúkdóma.
Eigendur stöðvarinnar eru: Versl-
unarmannafélag Reykjavíkur, Líf-
eyrissjóður verslunarmanna,
sjúkrasjóður Iðju, sjúkrasjóður
Dagsbrúnar, Lögreglufélag Reykja-
víkur, Trésmíðafélag Reykjavíkur,
Heilsugaröurinn h/f, Vífilfell h/f,
Hampiðjan, Sjóvá-AImennar, Mjólk-
ursamsalan, Sjóklæðagerð íslands,
B.M. Vallá, Securitas, Prentsmiðjan
Oddi, Áburðarverksmiðjan, Flug-
leiðir og Þýsk-íslenska. AÚs er reikn-
að með að hlutafé verði 65 milljónir
króna en 43 milljónir hafa þegar
safnast. Grímur Sæmundsen kvaðst
vongóður um að vel gangi að safna
því sem á vantar.
Viljum vinna að
góðri heilsu fyrir okkar fólk
„Við tókum þátt í þessu vegna þess
að við viljum gjarnan vinna aö góðri
heilsu fyrir okkar fólk,“ sagði Guð-
mundur Þ. Jónsson, formaður Iöju,
felags verksmiðjufólks, í samtah við
DV. Iðja á 10% í Mætti en innan vé-
banda félagsins eru 2.500 manns.
„Við hrifumst snemma af hugmynd-
inni og væntum þess að það góða
samstarf, sem hér á vonandi eftir aö
takast milli félagsins og atvinnurek-
enda, eigi eftir að leiða af sér aukinn
skilning gagnvart ýmsum baráttu-
málum félagsins innan vinnustað-
anna sem lúta að heilbrigði," sagðði
Guðmundur.
Ótvírætt hagur fyrirtækja
„Ég hef fylgst með því og séð marg-
ar skýrslur um að erlend stórfyrir-
tæki telja sig hafa ótvíræðan hag af
því að taka þátt í svona starfsemi,"
sagði Lýður Friðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Vífilfells h/f, í samtali
við DV. Vífilfell er eitt þeirra fyrir-
tækja sem á hlut í stöðinni.
„Þar sem ekkert fyrirtæki á íslandi
er nógu stórt til að reka slíkt upp á
eigin spýtur fannst okkur þetta góð-
ur kostur. Við munum hvetja starfs-
fólk okkar til þess að nýta sér þessa
þjónustu og stuðla þar með að auknu
heilbrigði og minni fjarvistum vegna
veikinda.
Þetta er gott dæmi um jákvæða
samvinnu milli aðila vinnumarkað-
arins. Það er betra að vinna með
verkalýðshreyfingunni en á móti
henni,“ sagði Lýður Friðjónsson.
-Pá
Eggj asamkeppni
1. mars verður sett á laggirnar
sérstakt söluátak á vegum Félags
eggjaframleiðenda og verða öll egg í
verslunum seld í íslenskuni endur-
unnum umbúðum frá Silfurtúni í
Garðabæ.
Jafnframt þessu efnir Félag eggja-
framleiðenda til verðlaunasam-
keppni um bestu eggjaréttina 1990
og rennur skilafrestur út 15. apríl.
1. verðlaun eru vikuferð til Parísar.
Ekki er sett sem skilyrði að réttirnir
séu úr eggjum eingöngu þó ætlast sé
til þess að þau séu meginuppistaðan.
Senda skal uppskriftinrnar fyrir 15.
apríl nk.
Viðtakandi uppskriftanna er Mat-
ur og menning, pósthólf 1157, 121
Reykjavík
-Pá
Heilsudagar
í Kringlunni
Kringlan gengst í þriðja sinn fyrir
svokölluðum heilsudögum sem
standa yfir frá 1. til 17. mars. Kjörorð
heilsudaganna er Bætt heilsa - betra
líf.
Um 30 félagasamtök og opinberir
aðilar munu kynna starfsemi sína
og veita almenningi ráðgjöf í málum
sem lúta að heilbrigði og betra líf-
erni. Gefin verða út 3 fréttabréf með
ráðleggingum og fróðleik um bætt
mataræði og heilbrigðan lifsstíl.
Veitingastaðir í Kringlunni munu
leggja sérstaka áherslu á heilsusam-
lega rétti og hollt fæði og einnig verða
ýmsir heilsuréttir boðnir í hádeginu
í Hagkaupi í Kringlunni.
-Pá
Mötmæli sendibílstjóra:
Raðuneytm aó -
hafast ekki
- skortir efnisleg rök
„Hér í fjármálaráðuneytinu vita tækja þarf að greiða virðisauka- leigu- og sendibílstjóra þá er það
merrn af þessum vanda með tví- skatt af sölunni þrátt fyrir að sölu- mál sarogönguráðuneytisins."
sköttunina.Þaöerhinsvegaróhjá- skattur hafi verið greiddur við „Þessi mál hafa lengi verið til
kvæmilegur fylgifiskur þess að kaup. skoðunar hér í ráðuneytinu og
skipt er um skattkerii og snertir í öðru lagi mótmæla sendibíl- þessi mótmæli breyta í sjálfu sér
mum fleiri en sendibflstjóra og stjórar verkaskiptingu rnflli leigu- engu um afstöðu ráöuneytisins.
áhrif þess jafiiast út með tímanum. bíla og sendibfla og segja aö leigu- Viö teljum aö efnisleg rök skorti tfl
Það væri óhemjuflókið mál að gefa bílar flytji mikið magn af vörum breytinga," sagði Helgi Jóhannes-
eittlivað eftir í því enda verður það án þess aö afþví sé greiddur virðis- son, deildarstjóri í samgönguráðu-
ekki gert,“ sagði Mörður Árnason, aukaskattur enda leigubílstjórar neytinu, i samtali viö DV, „Ráöu-
upplýsingafulltrúi fjármálaróöu- undanþegnir. Hins vegar er greidd- neytið á aö þjóna hagsmunum al-
neytis, í samtali við DV. ur virðisaukaskattur af öllum mennings, ekki bara sendi- og
Mótmæli sendibflstjóra um heig- flutningum meö sendibílum. leigubílstjóra. Ég vil einníg benda
ina beindust einkum að hinu opin- „Fólkstlutningareruundanþegn- á að fuflyrðing sendibilstjóra um
bera. Sérstaklega mótmæla bil- ir virðisaukaskatti en vöruflutn- að reglugerð frá í fyrra standist
stjórar tvísköttun sem fylgir rnrðis- ingar ekld. Því verður ckki breytt," ekki lög á ekki við rök að styðjast
aukaskattkerfi. í því felst að við sagöi Möröur Ámason. „Hvaö og hggur álit umboösmanns Al-
sölu sendibíla og annarra atvinnu- varðæ- verkaskiptinguna milli þingisþartilgrmidvaflar.“ -Pá