Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Síða 6
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS. 199.0.
Viðskipti
Takmarkanir á flölda sendibifreiða og vörubifreiða:
„Sendibílstjórar sitja tímunum
saman á bekknum aðgerðalausir“
- allar takmarkanir stríða gegn frjálsri samkeppni, segja hagfræðingar
á höfuöborgarsvæðinu og vörubif-
reiöa 150. Nú er talið að sendibifreið-
ar séu um 600 á svæðinu. Þessar tak-
markanir á sendibifreiðum minna í
leiðinni á takmarkanir á fjölda leigu-
bifreiða sem hafa verið í gildi frá
1955.
Lárus Svanlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Trausta, segir enn-
fremur að sendibílstjórar hafi sam-
þykkt að fara fram á takmarkanir í
stéttinni fyrir um ári. Reglugerðin
frá í síðustu viku gengur út á að þeir
sem þegar eru í Trausta, félagi sendi-
bifreiðastjóra, en það eru langflestir
sendibílstjórar á höfuðborgarsvæð-
inu, halda réttindum sínum til að aka
sendibílum. Fækkað verður hins
vegar í stéttinni með þeim hætti að
ekki kemur nýr sendibílstjóri í staö
þess sem hættir. Ljóst er því að fækk-
un sendibílstjóra muni taka nokkur
ár.
Allar takmarkanir stríða
gegn frjálsri samkeppni
Þeir hagfræðingar sem DV ræddi
við í gær sögðu að hvers konar tak-
markanir á atvinnustarfsemi stríddi
á móti beinni og frjálsri samkeppni.
Svo væri einnig í þessu tilvM. Til-
gangur þeirra atvinnustétta sem tak-
marka öðrum aðgang að stéttinni sé
fyrst og fremst sá að halda uppi tekj-
um. Jafnframt leiði allar takmarkan-
ir til hærra verðs á þjónustunni og
minna magns.
Jafnframt sé sú hætta á ferðum,
þegar takmarkanir eru að ákveðinni
starfsgrein að þeir sem þar eru fyrir
sofni á verðinum í rekstrinum vegna
einokunarstöðu sinnar og missi tök-
in á útgjöldum. Þetta endi oft á því
að um minni hagnað verði að ræða
þegar upp sé staðið. Einokunargróð-
inn fari þá til þeirra sem eigi við-
skipti við þá sem hafa einokun.
Offjárfesting
Og hvað um það?
Rök sendibílstjóra og vörubílstjóra
fyrir takmörkunum eru meðal ann-
ars þau að þeir sem fyrir séu hafi
fjárfest svo mikið í dýrum bílum að
þegar fleiri nýir bílstjórar bætist við
minnki tekjur hvers og eins og þar
með hagnaður.
Þessi rök hafa raunar heyrst hjá
fleirum í atvinnurekstri. Þannig
voru þær raddir uppi þegar verslun-
arhúsiö Kringlan var byggt fyrir
nokkrum árum að fyrir væru nægi-
lega margar verslanir í höfuðborg-
inni til að sinna sölunni. Því yrði um
hreina ofljárfestingu að ræða með
Kringlunni og hagnaður allra versl-
unareigenda í borginni yrði á endan-
um minni.
„Það er brýnt að fækka sendibílum.
Það eru of margir sendibílar fyrir
markaðinn. Útkoman er sú að sendi-
bílstjórar sitja tímunum saman á
bekknum án þess að hafa neitt að
gera,“ segir Lárus Svanlaugsson,
framkvæmdastjóri félags sendibif-
reiðastjóra, Trausta, um takmarkan-
ir sem settar hafa verið á fjölda
sendibifreiða og vörubifreiða.
Það var Steingrímur J. Sigfússon
samgönguráðherra sem, að ósk
sendibílstjóra, skrifaði undir reglu-
gerðina um takmarkanir á íjölda
sendibifreiöa og vörubifreiða og gild-
ir hún frá 20. mars.
Fjöldi sendibíla verði
540 á höfuðborgarsvæðinu
í reglugerðinni segir að fjöldi
sendibifreiða verði ekki meiri en 540
Kvótakerfið er takmörkun á veiðum og útgerð hérlendis. En spurningin er
bara sú hverjir eiga að hafa kvóta og hverjir ekki?
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
Hin nýja reglugerð verndar þá sem hafa stundað sendibilaakstur en gera
ungum mönnum, sem vilja spreyta sig í faginu, mjög erfitt fyrir.
Nú hefur fjöldi sendibíla verið takmarkaður hérlendis. I Reykjavík mega
þeir ekki verða fleiri en 540 talsins og á Akureyri mega í framtíðinni aðeins
8 sendibílar vera í rekstri.
Rök þeirra sem aðhyllast frjálsan
markað og samkeppni eru þau að
hann leysi þetta mál sjálfkrafa þegar
til lengri tíma er litið. Þeir sem hafa
minnstu tekjurnar sjá sæng sína ein-
faldlega upp reidda og snúa sér að
einhveiju öðru. Þannig verði sjálf-
krafa fækkun í greininni. Þetta jafn-
ist út af sjálfu sér.
Stólarnir sex í
tannlæknadeildinni
í áraraðir hefur verið takmörkun
að námi í tannlækningum hérlendis.
Lengi vel voru aðeins til sex tann-
læknastólar í háskólanum sem þýddi
að ekki komust fleiri en sex nemend-
ur af fyrsta ári upp á annað ár og svo
koll af kolli. Þrátt fyrir óskir þeirra
tannlæknanema, sem náðu ekki einu
af efstu sex sætunum, um mun fleiri
stóla hefur sú krafa ekki náðst í gegn.
Niðurstaðan er því sú að um tak-
markanir er að ræða að tannlækna-
námi sem auðvitað skilar sér í færri
tannlæknum og hærra veröi á tann-
læknaþjónustu en ella. Samkvæmt
hagfræðinni er kenningin sú að verð-
ið sé lægra því fleiri sem eru í
greinni.
Sérhagsmunir og hagur
heildarinnar, þjóðfélagsins
í hagfræðinni er einnig minnst á
að ekki þurfí að fara saman sér-
hagsmunir og hagsmunir heildar-
innar, þjóðfélagsins. Dæmin um
sendibílstjórana, vörubílstjórana,
leigubílstjórana og tannlæknana
falla hér undir. Takmörkunin dregur
stórlega úr samkeppnisstöðunni.
Meö takmörkuninni fara ekki saman
sérhagsmunir þeirra sem eru í þess-
um atvinnustéttum og heildarinnar,
þjóðfélagsins. Þjóðfélagiö græðir á
því í gegnum lægra verð að fleiri
heldur en færri séu í þessum at-
vinnugreinum.
Kvótakerfið í sjávarútvegi
Eitt þekktasta dæmið í íslensku
atvinnulífi um takmörkun á frelsi
einstaklinga og fyrirtækja að ákveð-
inni atvinnugrein er í sjávarútvegi.
Þessi takmörkun heitir kvótakerfl.
Þess skal getið að þar er takmörkun-
in ekki innleidd vegna sérhagsmuna
útgerðarfyrirtækja heldur til að
vemda náttúruna. Það er veriö að
koma í veg fyrir rányrkju.
Engu að síður er útgerðum og bát-
um skammtaður ákveðinn kvóti.
Þegar kvótanum var fyrst úthlutaö
var í meginatriðum tekiö miö af afla
hvers báts á árunum á undan. Út-
koman var sú aö þær útgerðir sem
voru fyrir í greininni sátu að veiðun-
um. Afleiðingin er sú að nýjar eiga
erfltt með að komast aö nema aö
kaupa sér aðgang með því að kaupa
kvóta.
Fijáls markaður leysir þetta mál
með sölu á veiðileyfum sem síðan fá
Fræg hefur takmörkunin i tann-
læknadeild verið. Þar hefur allt snú-
ist um sex stóla.
að ganga kaupum og sölum á mark-
aöi. Hérlendis hafa stjórnvöld ekki
viljað ganga þetta skref heldur út-
hlutað ókeyps kvóta til útgerða. Ljóst
er aö sérhagsmunir þeirra sem fyrir
eru og þeirra, sem uppfullir eru af
hugmyndum og vilja gerast útgerð-
armenn, fara ekki saman. Þeir sem
fyrir eru segja sem svo: Það er ekki
pláss fyrir fleiri.
Að fá sjónvarpsrás
ókeypis frá ráðherra
Þetta vandamál skýtur einnig upp
kollinum á sjónvarpsmarkaðnum ís-
lenska þar sem takmarkaður fjöldi
er af rásum á ákveðnu tíðnisviði.
Hægt er að nefna metrabylgjusviðið
sem Ríkisútvarpið, Stöð 2 og Sýn eru
á. Með þessum þremur fyrirtækjum
eru rásirnar fullnýttar. Fleiri komast
ekki að á þessu sviði.
Þeir sem ekki komast aö á þessu
tíðnisviði hljóta að spyija sig að því
hvort það sé eðlilegt að ráðherra út-
hluti ákveðnum fyrirtækjum þessum
rásum endurgjaldsláust. Á sama hátt
og í kvótakerfinu segja þeir sem
mæla með frjálsum markaði að bjóða
ætti leyfln út, selja þau. Útkoman
yrði að þeir sjónvarpsmenn sem
teldu sig með bestu hugmyndirnar
og arðbærustu stöðina byöu þá auð-
vitað hæst og keyptu leyfið. Þeir ættu
svo að geta selt leyfið að vild aftur.
Svo viö víkjum aftur að kvótanum
þá hafa veriö uppi umræður um áhrif
þess að veita þeim útgerðum sem
fyrir eru endanlegan kvóta án endur-
gjalds. Að kvótinn renni þá til þeirra
prívat. Spurt hefur verið hvort þetta
sé ekki óeðlilegt þar sem sú útgerð
eða einstaklingur sem fær þannig
ókeypis kvóta til eignar frá hinu op-
inbera getur selt hann daginn eftir
og þannig hagnast stórlega á einni
nóttu. -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 3-5 LB
Sparireikningar
3jamán.uppsögn 4-6 lb
6 mán. uppsögn 4,5-7 Ib
12mán. uppsögn 6-8 Ib
18mán. uppsögn 15 ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Sp
Sértékkareikningar 3-5 Lb
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn . 1.5 Allir
6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb
Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Sp
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 6,75-7,25 Sb
Sterlingspund 13,5-14,25 Sb
Vestur-þýsk mörk 6,75-7.25 Sb.lb
Danskarkrónur 10,5-11,2 Bb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 18,25-18,5 Ib.Sb
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 18,5-19 lb,Bb,- Sb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
, Hlaupareikningar(yfirdr.) 25-26,5 ib.Bb
Utlan verðtryggð
, Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb
Utlán til framleiðslu
isl.krónur 17,5-19,5 Ib
SDR 10,95-11 Bb
Bandaríkjadalir 9,95-10 Bb
Sterlingspund 16,75-17 Lb.Bb '
Vestur-þýskmörk 10,15-10,25 Bb
Húsnæðislán 4,0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 30
MEÐALVEXTIR
Óverðtr. mars 90 22,2
Verðtr. mars 90 7,9
VlSITÖLUR
Lánskjaravísitala mars 2844 stig
Lánskjaravlsitala apríl 2859 stig
Byggingavísitala mars 538 stig
Byggingavísitala mars 168,2 stig
Húsaleiguvisitala 2,5% hækkað 1. jan.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,777
Einingabréf 2 2,615
Einingabréf 3 3,150
Skammtímabréf 1,623
Lífeyrisbréf
Gengisbréf 2,102
Kjarabréf 4,733
Markbréf 2,521
Tekjubréf 1,978
Skyndibréf 1.418
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,292
Sjóðsbréf 2 1,727
Sjóðsbréf 3 1,611
Sjóðsbréf 4 1,362
Vaxtasjóðsbréf 1,6280
Valsjóðsbréf 1,5325
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 600 kr.
Eimskip 500 kr.
Flugleiðir 165 kr.
Hampiðjan 180 kr.
Hlutabréfasjóður 174 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr.
Skagstrendingur hf. 373 kr.
Islandsbanki hf. 158 kr.
Eignfél. Verslunarb. 158 kr.
Oliufélagið hf. 403 kr.
Grandi hf. 160 kr.
Tollvörugeymslan hf. 118 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaö-
inn birtast i DV á fimmtudögum.