Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990. 11 Herferð gegn verðbólgunni í Brasilíu er nú hafin. Teikning Lurie. Forseti í vígahug Fáir leiðtogar hafa látið jafnmikið til sín taka í upphaíi ferils síns eins og Fernando Collor de Mello, forseti Brasilíu. Fyrstu tíu dögum hans í embætti hefur verið líkt við jarð- skjálfta. Hann er vanur átökum, er með svart belti í karate, og nú hefur hann ráðist til atlögu gegn einum versta óvini þjóðarinnar, verðbólgunni. Collor hefur fyrirskipað að láta frysta meirihluta bankainnistæðna og verður ekki hægt að hreyfa yfir 100 milljarða dollara næstu 18 mán- uðina. Á fimm dögum var yfir 30 þúsund verkamönnum sagt upp störfum um stundarsakir, að því er áætlað var í blaðafregnum í Brasilíu. Fyrirtækin hafa ekki reiðufé og eftir- spum eftir framleiðslu þeirra er eng- in. Dregið var enn frekar úr þensl- unni í gær en þá sendu bílaframleið- endur 42 þúsund verkamenn heim. Og í Amazonskógunum er áhrifa áætlunar Collors einnig farið aö gæta. Verð á gulli hefur hrapað og gætir mikillar spennu meðal gull- grafara. Þúsundum þeirra lenti sam- an við lögreglu um helgina. Skoðanakannanir sýna aö yfir 80 prósent Brasilíubúa styðja efna- hagsáætlun Collors. Mikil fátækt ríkir meðal flestra íbúanna og fagna þeir tilraunum forsetans til að bæta ástandið. En íjöldi menntamanna, sérstaklega lögfræðingar og blaða- menn, telja lýðræðinu ógnað. Á fóstudaginn fóru átta vopnaðir lög- reglumenn inn í byggingu eins helsta dagblaðsins í Brasiliu, Folha de Sao Paulo, og höfðu á brott með sér tvo yfirmenn til þess að yfirheyra þá um viðskipti blaðsins við auglýsendur. Blaðið leit á þetta sem tilraun til að hræða gagnrýna fjölmiðla. Aðgerð- irnar hafa beinst gegn fleirum. Eig- andi stórmarkaðar hefur verið í stofufangelsi í Sao Paulo fyrir að hafa verðlagt svitalyktareyði of hátt. Reuter Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretland: Mun ekki víkja af valdastóli Breski forsætisráðherrann, Marg- aret Thatcher, segist ekki hafa í hyggju að segja af sér þrátt fyrir mikinn ósigur íhaldsflokksins í aukakosningum í Mið-Staffordskíri nýlega og vaxandi óánægju almenn- ings með stefnu stjórnar flokksins í efnahagsmálum. „Er ég í vandræð- um? Nei,“ sagði ráðherrann í viðtali við Sunday Telegraph nýlega. Ummæli Thatcher komu á sama tíma og birtar voru niðurstöður skoðanakönnunar sem, enn á ný, sýna að vinsældir íhaldsmanna fara sífellt minnkandi en fylgi Verka- mannaflokksins vaxandi að sama skapi. í könnuninni, sem gerð var á vegum Harris-stofnunarinnar fyrir Observer dagblaðið, var forskot Verkamannaflokksins tuttugu og átta prósent. Það er mesta forskot ílokksins á íhaldsmenn í þau fiörutíu ár sem skoðanakannanir hafa verið gerðar í Bretlandi. Mesta forskot sem Verkamannaflokkurinn hefur notið fram að þessu var 21,5 prósent í júlí árið 1971. Þessar niðurstöður þýða að efgengið yrði til kosninga nú fengi stjórnarandstaðan hreinan meiri- hluta á þingi. íhaldsflokkurinn fékk afis 29 pro- sent á móti 57 prósentum til handa Verkamannaflokknum 1 þessari könnun. í annarri könnun, sem Mori gerði fyrir Sunday Times blaðið, fékk Verkamannaflokkurinn tuttugu og þriggja prósenta forskot. í könnun Sunday Times sögðu að- eins þrettán prósent aðspurðra að þeir vildu að Thatcher leiddi íhalds- flokkinn í næstu kosningum en til þeirra verður að boða eigi síðar en um mitt ár 1992. Fyrrum varnarmálaráðherra Thatchers, George Young, segir að ráðherrann eigi að taka gagnrýni þá sem hún hlýtur til gaumgæfilegrar athugunar en að halda sömu stefnu. Thatcher, sem verið hefur við stjórn- völinn í ellefu ár, hefur sætt mikilli gagnrýni, ekki einungis stjómarand- stæðinga heldur og félaga í eigin flokki. Almenningur í Bretlandi er mjög óánægður með hinn nýja nef- skatt sem stjóm Thatchers hyggst leggja á í Englandi og Wales um næstu mánaðamót og hafa heyrst raddir um að forsætisráðherrann eigi að segja af sér. Ósigur Ihaldsflokksins í Mið-Staf- fordskíri var ekki til að bæta stöðu flokksins né ráðherrans. íhaldsmenn hafa hingað til getað reitt sig á stuðn- ing íbúanna þar en nú brá svo við að frambjóðandi Verkamanna- flokksins, Sylvia Heal, bar sigur úr býtum með rúmlega níu þúsund at- kvæða mun. Þessi úrslit sýna í hnot- skurn óánægju kjósenda með að Thatcherstjórnin skuli beita háum vöxtum til að berjast gegn verðbólg- unni sem og skattinum fræga sem á að koma í staðinn fyrir eignaskatt. Þessi úrslit endurspegla auk þess þá stefnu sem kjósendur hafa sýnt merki um í skoðanakönnunum. Reuter Ötlönd Honecker flýr nýja heimilið sitl Erich Honecker og eiginkona hans, Margot, eiga ekki sjö dagana sæla. Þau urðu að yfirgefa dvalarstað sinn í þorpinu Giihlen aðeins um sólar- hring eftir að þau komu þangað vegna mótmæla þorpsbúa. Þessi mynd var tekin af þeim hjónum þegar Erich Honecker var handtekinn í janúar á þessu ári, sakaður um spillingu í átján ára stjórnartíð sinni. Simamynd Reuter Erich Honecker, fyrrum leiðtogi Austur-Þýskalands, er næsta heimil- islaus eftir að íbúar í Guhlen, sem er lítið þorp fyrir norðan Berlín, ráku leiðtogann fyrrverandi út úr bænum. Fyrir eigi löngu hefðu íbúamir safn- ast saman fyrir framan heimili Honeckers með blóm í hönd og hyllt þennan fyrrverandi leiðtoga sinn. En nú var annað upp á teningnum. Með pottum og pönnum börðu íbúarnir í þak bifreiðar Honeckers er hann ók út úr bænum. „Svínið þitt,“ hrópaði fólkið að Honecker-hjónunum sem flúðu innan við sólarhring eftir að þau fluttu inn. Enn á ný leita þau á náðir kirkjunnar sem veitt hefur þeim skjól síðustu mánuði. Viðbrögð fólksins í Gúhlen voru enn frekari auðmýking fyrir þennan aldna, fyrrum leiðtoga Austur-Þjóð- veria. Maðurinn, sem árum saman bjó við velsæld og lúxus, þarf nú að láta sér nægja tvö lítil herbergi án þeirra þæginda sem hann var vanur á átján ára valdaferli sínum. Ákveðið var að flytja Honecker burt frá heimili prestshjóna, þar sem hann hafði dvalið í tvo mánuði, í þeirri von að heilsa hans færi batn- andi. Brugðið var á það ráð að flytja hann í húsnæði í Gúhlen. Það féll íbúum þorpsins aftur á móti ekki í geð og því tóku þeir til sinna ráða. Honecker-hjónin, Erich og Margot, voru ekki búin að dvelja í Guhlen nema tvær klukkustundir þegar mótmælin hófust. Nokkrir þorps- búar söfnuðust saman fyrir framan húsið sem þau dvöldu í og létu álit sitt berlega í ljós. Eftir stöðug mót- mæli var ljóst um miðjan dag á sunnudaginn aö þau hjón yrðu að fara. Og svo varð. Reuter CARRY-I PC tölvan í heimanámið # PC 100% samhæfð sam- kvæmt IBM staðli # 2x3.5" diskiingadrif # MGA skjár # 10 Mhz vinnsluhraði # 1 serialtengi • 1 paralleltengi • 1 leikjatengi • Mús • MS-dos 3.3 • Handtaska fyrir tölvuna Kynningarverð aðeins kr. 68.900,- TÖI,VHA\I> Laugavegi 116 (við Hlemm) Sími 621122

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.