Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990.
13
DV
Lesendur
Að mððga ekki
reyklngafólk!
H.S. skrifar:
Bréfritari í lesendadálki DV sl.
fóstud. er mjög móðgaöur yfir því að
banna skuli reykingar í flugvélum
og segir að stór hluti farþegarýmis
sé reyklaus. Það ætti að nægja.
Það sér þó hver heilvita maður að
þar sem reykt er fer reykurinn sína
leið um allt farþegarými vélarinnar
og angrar alla þá sem finnst
reykingafýla verst alls óþefs.
Bréfritari segir að fólki, sem er
flughrætt, líði betur ef það fær að
reykja. Hann má þó vita þaö að mörg-
um flughræddum líður ennþá verr
að þurfa að auki að þola reykinga-
svælu hinna eigingjömu svælara
sem hugsa ekki um annað sjálfa sig
og vilja ekki virða þann sjálfsagða
rétt fólks að fá að anda að sér hreinu
lofti.
Hann kallar fólk með heilbrigða
hugsun, fólk sem vill ekki una yfir-
gangi reykingafólks, öfgamenn. Ég
minnist þess hins vegar að hafa séð
viðbrögð reykingafólks við margs
konar annarri óþverralykt og finnst
því það sjálft þá engir öfgamenn. Má
þar nefna t.d. lykt af skarna, sem
berst inn um glugga, bræðslulykt eða
útblástur frá bifreiðum.
Fólk, sem angrar aðra í hverjum
matar- og kaffltíma á vinnustað með
reykingum, myndi ekki sætta sig við
þaö frekar en við hin, að molar af
skarna yrðu settir í öskubakkann á
matborðinu. Já, öskubakkinn.
Hvernig vfkur því við að þeir skuli
ennþá settir á matarborð á vinnu-
stöðum - þrátt fyrir að lög mæli svo
fyrir að fólk skuli eiga rétt á að mat-
ast í reyklausum matsal?
Hvar er nú Tóbaksvarnanefnd?
Hver er skylda yfirmanna á vinnu-
stöðum? Eru allir hræddir við að
móðga reykingafólkið? - Fólk sem
er alveg sama þótt það valdi öðrum
óþægindum, fullorðnum, en ekki síð-
ur varnarlausum börnum! Já, það
er vitað mál, að börnum er mjög illa
við reykingar hinna fullorðnu, en
sjaídnast er á þau hlustað.
í þætti um reykingar á Stöð 2 komst
fréttamaður svo að orði: „Ætli þessi
unga kynslóð, sem nú er að vaxa úr
grasi, muni ekki í framtíðinni líta á
öskubakka eins og við lítum nú (eða
litum) hrákadallana?" Úr því verður
framtíðin að skera. - „Bönn hafa alla
tíð verið til bölvunar," sagði K.S. í
bréfi sínu í DV. Ef eitthvað er til í
því flnnst mér að reykingafólk ætti
ekki að gera neitt sem bannar öðrum
að lifa og hrærast í hreinu lofti úti
sem inni. - Að síðustu vil ég þakka
forráðamönnum Flugleiða fyrir að
huga að þessu góða máli.
Enginn er eins blindur
og sá sem ekki vill siá
Hellen Linda skrifar:
Vegna skrifa í DV undanfarið um
barnaverndunar- og forræðissvipt-
ingar langar mig að segja hvað mér
finnst um þann misskilning að for-
ræðislaus foreldri séu undantekn-
ingarlaust „óhæf ‘ foreldri! - Ástæð-
ur fyrir upphafl slíks ferils eru marg-
ar, örfáar réttmætar en afleiðingarn-
ar oftast eins.
Þegar eitthvert slíkt ferli hefst er
einblínt á það sem miður fer og þjóð-
félagið bendir feitum fingri á „svo-
leiðis fólk“ og dæmir harðlega. Enda-
laust er talað um hag barnsins og
mistaka- og óþurftargjörðir fram-
kvæmdar í skjóli þess. Sannleikur-
inn er sá.að foreldrar eru brotnir
niður en ekki byggðir upp sem þó
gæti afstýrt mörgum harmleiknum.
Á endalausum viðtölum við félags-
ráðgjafa, sem oft eru misskilningur
á báða bóga, upplifir foreldrið lítil-
lækkun, skömm og dulda andúð. Og
eftir því sem sjálfsmynd foreldris
brotnar meira styrkist félagsráðgjaf-
inn í vissu sinni um að þar sé „óhæft
foreldri“ á ferð.
Þegar skömm og vanmáttur hjá
foreldri eykst (sem gerist óhjá-
kvæmilega eftir því sem ferlið þró-
ast) eflist vantraust ráðgjafans á for-
eldrinu. Ferlið endar því þannig að
barn er svipt foreldrum sínum sem
hvorki geta snúið ferlinu við né bor-
ið hönd fyrir höfuð sér vegna ör-
væntingar, reiði og vanmáttar.
Enginn ráðgjafi virðist skilja að þar
er um fyllilega eðlileg viðbrögð að
ræða við mjög svo óeðlilegum að-
stæðum. Ekkert foreldri gæti brugð-
ist öðruvísi við, nema vera t.d. á ró-
andi lyfjum eða vera haldinn óeðli-
legum tilfinningaviðbrögðum! - Og
því meira sem foreldri brotnar því
minni möguleikar.
Því spyr ég; Er það dauðasök ef
foreldri lendir í erfiðleikum og mis-
stígur sig í lífinu? Á að fremja sálar-
morð á heilum íjölskyldum fremur
en að aðstoða foreldra til sjálfshjálp-
ar? - Það má nota námskeið, fullorð-
insfræðslu eða kærleika til að hjálpa
og það myndi hjálpa mörgum börn-
um til að alast upp hjá blóðforeldrum
sem væru reynslunni ríkari - og
kerfinu þakklátari.
/
/
/
2
í
i
Ta
AUKABLAÐ
Matur og kökur
fyrir páskana
Miðvíkudagínn 4. apríl nk. mun aukablað um
matartílbúníng fyrír páskana og páskasíðí fylgja
DV.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa
í þessu aukablaðí, hafi samband víð auglýsinga-
deíld DV hið fýrsta í síma 27022.
Vínsamlegast athugið að skílafrestur auglýsínga
er fýrír fimmtudagínn 29. mars.
AUGLÝSINGADEILD
ÞVERHOLTI 11 - SÍMI 27022
ffiéturá
felauáturf^
Hádegistilboð
alla daga
Súpa og fiskur
dagsins kr. 490,-
Laugavegi 73, sími 23433
<8>
FJÖLBREYTT ÚRVAL
BW EIK - BW ASKUR - BW MERBAU
- BW WENGI
Fulllakkað, álímt gæðaparket frá Sviss
Verð frá kr. 2.500,-
Við gefum 15% staðgreiðsluafslátt
- nýjar birgðir
Heildsala - smásala
BUBbTAFELL
Bildshöfða 14 -112 Reykjavík ■ Simar S1-38840 / 672545
PARKEl
Firma- og
félagakeppni Breiðabliks
Hið árlega innanhússknattspyrnumót Knattspyrnu-
deildar Breiðabliks, firma- og félaga-, verður haldið
dagana 6., 7. og 8. apríl nk. í íþróttahúsi Digraness.
Spilað verður með 5 í liði og á stór mörk. Nánari
upplýsingar gefa eftirtalin:
Þóra Ólafsdóttir, vs. 43699/641990,
Björn Þór Egilsson, vs. 608082,
Ari Þórðarson, vs. 687600.
12. leikvika - 24. mars 1990
Vinningsröðin: 212-112-12X-1X1
HVERVANN?
1.934.253- kr.
0 voru með 12 rétta - og fær hver: 0- kr. á röð
8 voru með 11 rétta - og fær hver: 45.796- kr. á röð
Þrefaldur pottur!!
Lukkulínan s. 991002
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöldum fasteignum:
Dalaland 1, hluti, þingl. eig. Jóhann
Karl Einarsson, fer íram á eigninni
sjálfri fimmtud. 29. mars ’90 kl. 15.30.
Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í
Reykjavík.
Eddufell 8, þingl. eig. Kaupfélag
Reykjavíkur og nágrennis, fer fram á
eigninni sjálfri fimmtud. 29. mars ’90
kl. 17.30. Uppboðsbeiðendur eru Bjöm
Ólafúr Hallgrímsson hrl., Jón Ingólfs-
son hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík.
Frostafold 22, þingl. eig. Birgir Már
Guðnason, fer fram á eigninni sjálfri
fimmtud. 29. mars ’90 kl. 16.30. Upp-
boðsbeiðendur em Gjaldheimtan í
Reykjavík, Ólafur Bjömsson lögfr. og
Ásgeir Thoroddsen hdl.
Grjótasel 6, þingl. eig. Ámi Guð-
bjömsson, fer fram á eigninni sjálfri
fimmtud. 29. mars ’90 kl. 13.30. Upp-
boðsbeiðendur em Gjaldheimtan í
Reykjavík og Ólafur Axelsson hrl.
Iðufell 12, hluti, þingl. eig. Kristín
Lárusdóttir, fer fram á eigninni sjálffi
fimmtud. 29. mars ’90 kl. 14.00. Upp-
boðsbeiðendur era Ólafúr Axelsson
hrl., Veðdeild Landsbanka íslands,
Magnús Norðdahl hdl., Guðríður
Guðmundsdóttir hdl., Gjaldheimtan í
Reykjavík, Guðjón Armann Jónsson
hdl., Friðjón Öm Friðjónsson hdl.,
Ásgeir Þór Ámason hdl., Guðmundur
Markússon hrl. og Gjaldskil sf.
Kambsvegur 30, neðri ítæð, þingl. eig.
Guðjón Olafsson, fer fram á eigninni
sjálfri fimmtud. 29. mars ’90 kl. 17.00.
Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan
í Reykjavík og Biynjólfúr Kjai-tans-
son hrl.
NönnufeU 1, 4. hæð t.v., þingl. eig.
Anna Maríanusdóttir, fer fi-am á eign-
inni sjálfri fimmtud. 29. mars ’90 kl.
14.30. Uppboðsbeiðendur em Baldur
Guðlaugsson hrl., Gjaldheimtan í
Reykjavík, Sigurmar Álbertsson hrl.
og Sigurberg Guðjónsson hdl.
Stíflusel 3, hluti, þingl. eig. Sigríður
Gissurardóttir, fer fram á eigninni
sjálfri fimmtud. 29. mars ’90 kl. 15.00.
Uppboðsbeiðendur em Ólafiir Bjöms-
son lögff., Gjaldheimtan í Reykjavík,
Veðdeild Landsbanka Islands og Fjár-
heimtan hf.
BORGARFÖGETAEMBÆTriÐ í REYKJAVÍK