Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Síða 23
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990.
Bridge
Undánkeppni íslandsmótslns:
Úrslit eftir bókinni í
sveitakeppni í bridge
Undankeppni íslandsmótsins í
sveitakeppni fór nú í fyrsta skiptið í
heild sinni fram utan Reykjavíkur,
nánar tiltekið á Akureyri. Sex sveitir
í fjórum riðlum kepptu um réttinn
til að spila í úrslitum íslandsmóts,
sem fram fara um páskana, en sveit-
ir Verðbráfamarkaðar íslandsbanka
(núverandi íslandsmeistarar) og
Flugleiða höfðu þegar áunnið sér
þann rétt.
Úrshtin í undankeppninni þóttu
vera nokkuð eftir bókinni og ljóst að
úrslitin í ár verða með sterkara móti.
Bridge
ísak Sigurðsson
Efsta sveitin úr hverjum riðh komst
áfram og þar að auki þær tvær sveit-
ir sem hæsta höfðu skorina að hinum
fjórum frátöldum. í A-riðli vann sveit
Samvinnuferða/Landsýnar öruggan
sigur og komst ein áfram úr þeim
riðh, skoraði samtals 156 stig. B-
riðilinn vann sveit Modern Iceland
eins og búist var við með 139 stig en
aðrar sveitir komust ekki áfram úr
þeim riðli. B-riðillinn þótti vera
einna jafnastur.
í C- og D-riðlum var nánast um ein-
stefnu tveggja sveita að ræða og kom-
ust tvær sveitir i úrsht úr þeim báð-
um. í C-riðli voru það sveit Ólafs
Lárussonar með 161 stig og sveit
Tryggingarmiðstöðvarinnar með 151
stig. D-riðil sigraði sveit Ásgríms Sig-
urbjörnssonar, eina sveitin utan
Reykjavíkur sem komst í úrslit. Hún
skoraði 152 stig en í öðru sæti varð
sveit Símonar Símonarsonar en hún
skoraði 147 stig.
Aðstæður allar þóttu vera til fyrir-
myndar en spilað var í Alþýðuhús-
inu á Akureyri. Bridgefélag Akur-
eyrar sá, í samvinnu við Bridgesam-
band íslands, um alla framkvæmd
mótsins og þótti takast vel. Keppnis-
stjóri á mótinu var Agnar Jörgens-
son sem hefur stjórnað ílestum
meiriháttar bridgemótum á íslandi í
áraraðir.
Mörg skemmtileg spil htu dagsins
ljós á mótinu en þetta spil þótti bjóða
upp á skemmtileg tilþrif í vörn. Það
kom fyrir í leik í D-riðli og voru tví-
burabræðumir Ormarr og Sturla
Snæbjörnssynir í aðalhlutverki í
vörninni. Samningurinn var fjögur
hjörtu eftir að suður hafði opnað á
einum spaða. Ormarr hitti á gott út-
spil, laufkóng:
* 87
V ÁD96
♦ Á843
+ 976
* G96
V 542
♦ K10765
+ KG
♦ D54
V GIO
♦ G92
+ ÁD1053
* ÁK1032
V K754
♦ D
+ 842
Laufkóngur átti fyrsta slag og austur
yfirdrap næst laufgosa með ás og
spilaði laufdrottningu. Nú virðist
sem spilið standi alltaf þar sem hjört-
un liggja, 3-2, og spaðinn, 3-3, og ht-
ið aö gera annað en taka þrisvar
tromp og síðan ÁK í spaða og trompa
spaða. En vestur gerði sér htiö fyrir
og henti spaða í þriðja laufið og aust-
ur spilaði í fjórða slag spaðadrottn-
ingu. Það varð til þess að suður
breytti spilaáætluninni, drap spaða-
drottningu á ás, tók þrisvar tromp
og svínaði spaðatíu og spihð fór einn
niður.
ÍS
Skák
Búnaðarbankaskákmótið:
Helgi í hópi
efstu manna
Er þremur umferðum er ólokið á
Búnaðarbankaskákmótinu eru sex
stórmeistarar efstir og jafnir með
sex vinninga. Þetta eru Sovét-
mennirnir Dolmatov, Polugajevsky
og Razuvajev; Seirawan og de
Firmian, frá Bandaríkjunum og
Helgi Ólafsson. í níundu umferð,
Skák
Jón L. Árnason
sem hefst kl. 17 í dag í skákmiðstöð-
inni Faxafeni 12, hefur Helgi hvítt
gegn Seirawan, Dolmatov hvítt
gegn Razuvajev og de Firmian hvítt
gegn Polugajevsky.
Jafnir í 7.-8. sæti eru Sokolov og
Vaganjan, sem hafa 5,5 v. og tefla
saman í dag. Síðan koma 18 skák-
menn með 5 v., þar á meðal Jón
L. Árnason, Margeir Pétursson og
Þröstur' Þórhallsson, sem vann
góða skák af Alexander Ivanov á
sunnudaginn.
Með 4,5 v. eru m.a. Hannes Hlífar
Stefánsson, dr. Kristján Guð-
mundsson og Snorri Bergsson, sem
komið hefur mjög á óvart fyrir
frísklega taflmennsku og óvenju-
legar byijanir. Ef Snorri fær með-
byr í síðustu umferðunum á hann
möguleika á áfanga að alþjóða-
meistaratith. Einnig Halldór G.
Einarsson sem hefur 4 v. gegn
sterkum andstæðingum. Sömu
vinningatölu hafa Dan Hansson,
Guðmundur Gíslason, Karl Þor-
steins og Tómas Björnsson.
Flóttamaður veginn
Skákmenn eru jafnan ómyrkir í
máh er þeir ræða áhugamál sitt.
Menn „drepa“ mann og annan á
taflborðinu, „slátra andstæðingn-
um“ og svo mætti áfram telja. Skák
Helga Ólafssonar við sovéska
undrabarnið Gata Kamsky í 6.
umferð vakti slík viðbrögð meðal
áhorfenda. Helgi lét þennan 15 ára
gamla unghng, sem komst á forsíðu
New York Times í fyrra er hann
flúöi heimaland sitt ásamt foður
sínum, heldur betur finna til te-
vatnsins.
Kannski verður skákinni ekki
betur lýst en með orðum áhorfan-
dans sem gekk úr salnum að henni
lokinni og sagði sigri hrósandi:
„Helgi tætti barnið í sig!“
Hvítt: Gata Kamsky
Svart: Helgi Ólafsson
Drottningarpeðsby rj un.
1. d4 RfB 2. Rf3 g6 3. Bg5 Bg7 4.
Rbd2 d5 5. e3 0-0 6. Bd3 Rbd7 7. h4?!
De8! 8. Bf4
Fyrstu merki þess að eitthvað sé
ekki eins og þaö ætti að vera. Hvít-
ur reynir að hindra e7-e5 en tapar
leik með biskupnum.
8. - c5 9. c3 Rg4! 10. h5 e5 11. dxe5
Rdxe5 12. Be2 Bf5
Og svartur á betri stöðu. Takið
eftir að hvítur hefur leikið hvorum
biskupnum tvisvar og eytt tveimur
leikjum í tilgangslausa framrás h-
peðsins.
13. hxg6 fxg6! 14. Rh4 Bd3! 15. Rdf3
Ef 15. Bxg4, þá 15. - Hxf4! o.s.frv.
15. - Bxe2 16. Dxe2
16. - Hxf4!
Rökrétt afleiðing af taflmennsku
hvíts í byrjuninni. Helgi fórnar
skiptamun og fær í staðinn tvö peð
og sterkt frumkvæði.
17. exf4 Rd3+ 18. Kd2 Dxe2+ 19.
Kxe2 Rxf4+ 20. Kd2 Rxf2 21. Hhfl
R4d3 22. g4 c4 23. g5 He8 24. Habl
b5 25. Rg2 Re4+
Svörtu riddararnir ráða lögum
og lofum á borðinu og nú fer upp-
skerutíminn í hönd.
26. Kdl Rg3 27. Hgl Rf2+ 28. Kcl
Re2+ 29. Kd2 Rxgl 30. Hxgl b4! 31.
cxb4 Bxb2 32. Rf4 Hf8 33. Ke3 Hxf4!
Önnur skiptamunsfórn á f4! Hvít-
ur er glataður.
34. Kxf4 Rh3+ 35. Ke3 Rxgl 36. Rxgl
d4+ 37. Ke4 d3 38. Rf3 Ba3 39. Re5
Bxb4 40. Rxc4 d2 41. Rb2 Be7 42. Kd3
Bxg5 43. Ke2 Bf4 44. Rd3 g5
Og nú loks gafst Kamsky upp.
-JLÁ
Verðbótaþáttur vaxta
og kjarasamningarnir
Við gerð kjarasamninganna náð-
ist einhvers konar samkomulag við
bankavaldið um lækkun vaxta.
Töldu forráðamenn launþegasam-
takanna það skipta meginmáli fyrir
heimilin í landinu.
Það kom hins vegar fljótt á dag-
inn að þessi vaxtalækkun tók að-
eins til svonefndra nafnvaxtalána,
þ.e. lána sem ekki eru verðtryggð.
Núlllausnin
nær skammt
Þau eru aðeins um 10-15% af
heildarútlánum bankakerfisins. Er
þarna um að ræða yfirdráttar-
heimhdir, víxla og önnur skamm-
tímalán sem eru aðallega notuð af
kaupsýslumönnum.
Lækkunin var þó lítil. Vextirnir
eru enn 22% í 6,5% verðbólgu, eins
og hún mældist síðast. Raunvextir
af þessum lánum eru því 15,5% og
eru það orkuvextir á máli sið-
menntaðra þjóða með þróað pen-
ingakerfi. En frekari lækkun vaxta
af þessum lánaflokki er þó lofað á
næstunni.
Vaxtalækkun samkvæmt kjara-
samningunum nær hins vegar ekki
th verðtryggðra lána. Svo að segja
öll lán heimilanna í landinu eru
verötryggð. Það eru fyrst og fremst
íbúðalán og að litlum hluta náms-
lán. Samtals nema þau um 100
milljörðum króna.
Það táknar að 0,53% hækkun
lánskjaravísitölu, sem varð milli
febrúar og mars, þ.e. á einum mán-
KjáOariim
Eggert Haukdal
alþingismaður
uði, eykur skuldir heimilanna um
sem næst 530 milljónir króna. Er
ég hræddur um að núll-lausn
þeirra Ásmundar og Ögmundar nái
skammt th að greiða þær milljón-
ir.
Uppsöfnunaráhrifin
Þetta er atriði sem allir lands-
menn þurfa að gera sér glögga
grein fyrir. Þegar lánskjaravísitala
hækkar vex ekki aðeins liður
greiddra vaxta - eins og liður
greiddra launa við hækkun kaup-
gjaldsvísitölu - heldur eykst allur
lánastofninn, allur skuldahali fyr-
irtækja og heimila, og raunvextir
koma svo ofan á upphækkaðan
höfuðstólinn.
Það eru þessi uppsöfnunaráhrif
sem erfiðleikunum valda og eru að
„fara með allt til andskotans", svo
að ég noti orð Guðmundar J. Guð-
mundssonar.
Ljóst er að áþján vaxtaokurs og
skuldafjötra mun aldrei linna fyrr
en lánskjaravísitala hefir verið af-
numin, eins og ég hefi lagt til með
frumvarpi á Alþingi um lánskjör
og ávöxtun sparifjár í þrjú ár sam-
fleytt.
Eggert Haukdal
„Vaxtalækkun samkvæmt kjarasamn-
ingunum nær hins vegar ekki til verð-
tryggðra lána. Svo að segja öll lán
heimilanna í landinu eru verðtryggð.“
________________________Meiming
Sellósnilli
Sjöttu tónleikar Tónlistarfélagsins fyrir styrktarfélaga voru haldnir í
íslensku óperunni á laugardaginn var. Arto Noras sellóleikari og Kryst-
yna Cortes píanóleikari léku þar verk eftir Schumann, Schubert, Brahms
og Paganini.
Rómantík
Tónleikarnir hófust á Adagio og Allegro í As-dúr op. 70 eftir Robert
Schumann. Verkið var mjög fallega leikið af flytjendunum og var sam-
hæfni þeirra góð. Þó að tónn Arto Noras sé jafnfíngerður og raun ber
vitni býr hann engu að síöur yfir miklum tjáningarkrafti og var túlkun
hans á verkinu stórmögnuð.
Sama má segja um næsta verk sem þau léku, en það var Sónata „Arp-
eggione" eftir Schubert, utan að hér var samhæfmg þeirra ekki eins ein-
beitt og í fyrra verkinu.
Hin stóra Sónata nr. 2 í F-dúr, op. 99 eftir Johannes Brahms tók við
eftir hlé. Þetta mikla og erfiða verk reynir mjög á flytjendur þess, en hér
Tónlist
Áskell Másson
skhuðu þau Arto Noras og Krystyna Cortes rismikilli og sterkri túlkun.
Annan þáttinn, Adagio affettuoso, lék Arto Noras með einstaklega fógrum
og syngjandi tón og listfengi leiks hans á verkinu í heild var slík að fáir
geta þar jafnað um.
Snilli
Síðasta verk tónleikanna var Variazioni di Bravura eftir Niccolo Pagan-
ini. Verkið hefst á stefi úr óperunni Móses eftir Rossini sem Arto Noras
lék sérlega fallega, en síðan tóku við thbrigöi þar sem reynir á tæknilega
leikni til hins ýtrasta. Einleikarinn lék verkið ekki einungis af tækni-
legri fullkomnun heldur náði hann einnig að gæða flutninginn thfmninga-
legri spennu.
Sem aukalag lék Arto Noras lítið Rondino eftir Sibelius sem upphaflega
var samið fyrir fiölu, en hefur nú veri útsett fyrir selló.
Verk þetta er létt og skondið og var flutningur þess skemmthegur end-
ir eftirminnilegra tónleika.