Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1990, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 1990. 25 Sviðsljós Golfmót í Kringlunni Þótt verslunarmiðstöðin í Kringlunni sé stór þá er ekki hægt að búa til Ljósmyndari okkar mætti á staðinn og myndað kylfmga við það nákvæmnis- golfvöll þar. En einn angi golfíþróttarinnar er púttkeppni sem er nokkurs verk sem pútt er. Allur ágóði af mótinu rann til unglingastarfs Golfsam- konar minigolf. Þess konar mót var haldið í Kringlunni á sunnudaginn og bands íslands. voru verðlaun hin glæsilegustu. Meðal annars utanlandsferðir og golfvörur. Einbeitnin leynir sér ekki í svip þessa keppanda þegar hann púttar upp „brekkuna". Félagar hans fylgj- Brautirnar þurfa ekki að vera langar til að vera erfiðar. Það er nákvæmnin sem gildir. DV-myndir Hanna ast með af áhuga. Að laera að verða prinsessa Kiko Kawashima er ósköp venju- leg japönsk stúlka, dóttir prófess- ors. Henni hefur gengið vel í skóla, þykir falleg og gáfuð. Það er samt ekki nóg þegar haft er í huga að hún mun giftast syni Japanskeis- ara, Aya prins, í júní næstkom- andi. Þegar þessi ráðstöfun var kunngerð lá strax fyrir Kiko að fara í strangt og mikið nám, nám sem gerði hana að prinsessu. Því námi fylgir að læra alia hirðsiði sem keisaraættin viöhefur, full- komna sig í sögu Japans, ljóðalestri og tónlist, svo eitthvað sé nefnt. Aya prins er næstelsti sonur Aki- hito keisara, er annar í röðinni af þeim sem eiga tilkall til krúnunnar. Hér er Kiko ásamt einum kennara sinna. Hann nemur nú við Oxford og er ljóst að kærustuparið hittist ekki mikið fram að brúðkaupinu sem verður 29. júní. Þá verður breyting á lífi Kiko. Hún sem hefur að baki góða háskólamenntun mun sjálf- sagt aldrei geta nýtt sér hana því það er ekki siður að japanskar prinsessur vinni úti. Kóngafólk á ferð og flugi Karl Bretaprins eyddi helginni í Afr- íkurikinu Kamerún þar sem hann heimsótti meðal annars regnskóg- ana og er þessi mynd af honum tek- in á hengibrú einni í skóginum. Albert prins af Mónakó og systir hans, Karólina prinsessa, fóru ekki langt um helgina heldur brugðu sér á mikinn snobbdansleik sem haldinn er árlega í Mónakó og kallast Bai de la rose. Er myndin tekin af þeim þegar þau dönsuðu saman einn dans. Díana prinsessa, sem var með eig- inmanni sínum, Karli prinsi, á ferð hans i Kamerún, flýtti sér heim á föstudagskvöldið þegar hún frétti að hertogafrúin af York, eða Fergie eins og hún er yfirleitt kölluð, væri búin að eignast dóttur.... ...og hér er hún í London á sunnu- deginum og óskar Andrew, hertog- anum að York, til hamingju með dótturina sem er sú önnur i röðinni hjá honum. Er myndin tekin fyrir framan Portland spítalann þar sem Fergie dvelur. mm wm. Ólyginn sagði... Michael Jackson er í sárum þessa dagana vegna fráfalls besta vinar hans, apans Bubbles, sem tók allt í einu upp á því að deyja. Apinn góði mun þó ekki hverfa úr lífi hans því að Jackson hyggst láta stoppa hann upp og hafa hann hjá sér það sem eftir er ævinnar. Michael Jack- son hatar hótel og vill helst ekki gista í slíkum húsum. Janet syst- ir hans var með tónleika í Miami í byrjun mars og Michael lofaði að koma að hlusta á hana. í stað þess að þurfa að gista á hóteli tók hann á leigu villu eina í eitt ár, þótt óvíst sé að hann eyði fleiri en einni nóttu í villunni. Leigan fyrir árið er 12 milljónir. Stefanía prinsessa af Mónakó er ekki sú trygglynd- asta, eins og margoft hefur komið fram. Stefanía, sem hefur reynt fyrir sér sem sýningarstúlka, kvikmyndaleikkona, fatahönn- uður og ilmvatnsframleiðandi, vill nú verða söngkona. Meðan kærastinn hennar, Ron Bloom, var að leggja síðustu hönd á LP- plötu með henni, hitti hún enn einn draumaprinsinn, Jean-Yves Le Fur, og gleymdi um leið söng- ferlinum og kærastanum sem var heima í Hollywood. „Þetta var ást við fyrstu sýn,“ sagði Stefanía við blaðamenn þegar þeir gengu á hana. James Brown er sem kunnugt er í fangelsi fyrir að hafa stungið af á bíl sínum undir áhrifum eiturlyfja. Fljót- lega mun hinn sextíu og eins árs söngvari, sem kallaður hefur ver- ið guðfaðir soultónlistarinnar, fá • tækifæri til að losna úr fangels- inu ef hann getur fært sönnur á að hann gangi að fastri atvinnu í þjóðfélaginu. Af þessu frétti gam- anleikarinn Arsenio Hall sem stjórnar daglegum rabbþætti í sjónvarpi. Hann var ekki lengi að bjóða Brown vinnu og segist tilbúinn að búa til fast starf handa honum við þáttinn sinn ef það hjálpar Brown að komast út úr fangelsinu. Hall hefur enn ekkert frétt en biður eftir svari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.