Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990. Fréttir Breytingar á læknalögum sofna á Alþingi: íslendingar brjóta norrænan samning um starfsréttindi - líklegt að skrúfað verði fyrir framhaldsnám íslenskra læknakandidata á Norðurlöndunum Þar sem nú liggur fyrir að Al- þingi muni ekki afgreiða frumvarp Guðmundar Bjarnasonar um breytingar á læknalögum getur farið svo að hin Norðurlöndin við- urkenni ekki íslenskt læknak- andidatspróf og komi þannig í veg fyrir að íslenskir læknar komist í framhaldsnám á Norðurlöndun- um. Einnig eru líkur á að íslensk heilbrigðisyfirvöld verði kærð fyrir norrænu ráðherranefndinni vegna brota á samningi um starfsréttindi innan heilbrigðisþjónustunnar á Norðurlöndum. Ástæðan er sú að læknadeild Háskóla íslands hefur ekki viljaö viðurkenna starfsrétt- indi lækna af öörum Norðurlönd- um. Forsaga þessa máls er sú að ís- lenskur læknir sótti um sérfræð- ingsleyfi í barna- og geðlækningum árið 1987. Rökin voru þau að of langt væri um liðið síðan hann hafði aílað sér sérmenntunar, eða um 9 ár. Þessi sami læknir hafði hins vegar fengið starfsleyfi hjá sænskum heilbrigðisyfirvöldum áriö 1986. Hann sótti því aftur um sérfræðingsleyfið og gat þá um starfsleyfið frá Svíþjóð. Lækna- deildin breytti hins vegar ekki úr- skurði sínum þrátt fyrir vitneskju um sænska leyfið. ísland er aðili aö norrænum samningi um starfsréttindi innan heilbrigðisþjónustunnar. Þar með er ísland skuldbundið til að viður- kenna lækninga- og sérfræðileyfi sem gefin eru út á hinum Norður- löndunum. Læknirinn vildi því ekki una úrskurði læknadeildar og skaut málinu til embættismanna- nefndar á vegum Norðurlandaráðs sem hefur eftirlit með framkvæmd samningsins. Að lokinni athugun sænska fulltrúans úrskuröaði nefndin að íslenska heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið hefði brotið gegn samningnum með því að synja lækninum um sérfræðileyfi. Heiíbrigðisráðuneytið gat hins veg- ar ekki veitt lækninum leyfið sam- kvæmt íslenskum lögum gegn áliti læknadeildar. Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra skrifaði lækna- deild bréf og greindi frá áformum sínum um að fella úr gildi reglu- gerðarákvæðið sem málið strand- aði á. Læknadeildin svaraði á móti að samkvæmt læknalögum væri ráðherra bundinn af tillögum læknadeildar. Það þarf því að koma til lagabreytingar ef ráðherra á að geta veitt lækninum sérfræðings- leyfi og losa íslensk heilbrigðisyfir- völd þar með við hættuna á kæru fyrir ráðherranefnd Norðurlandar- áðs. Eins og áður sagði er lagafrum- varpið nú sofnaö á Alþingi. Á síð- asta fundi heilbrigðis- og trygg- inganefndar neðri deildar var ákveðið að þetta mál yrði ekki af- greitt á þessu þingi. Þar með er mikil hætta á að þeim kandidötum, sem huga á fram- haldsnám á Norðurlöndunum, verði meinað um viðurkenningu þar. Bæði Norðmenn og Svíar hafa gert athugasemdir við að kandid- atsnám er styttra hér eftir að starfstími í heilsugæslu í dreifbýli var afnuminn hérlendis. Kandid- atsnámið er því tæpu ári styttra hér en á hinum Norðurlöndunum. Tilraunum Norðmanna og Svía til að neita íslenskum kandidötum um starfsleyfi hefur hingað til verið hrundið með tilvísun í norræna samninginn um starfsréttindi heil- brigðisstétta. Á síöasta fundi embættisnefndar- innar, sem hefur eftirlit með samn- ingnum, var íslendingum gefinn frestur tíl 1. júní í sumar tíl að leysa mál læknisins. Ef það verður ekki gert fyrir þann tíma mun nefndin kæra íslendinga fyrir ráðherra- nefndinni. Þá má einnig búast við viðbrögðum heilbrigðisyflrvalda í Noregi og Svíþjóð gagnvart íslensk- um kandidötum. -gse Nýr vettlingur á Suðureyri - fimm listar í framboði Helga Guðrún, DV, fsafirði: Fram er kominn nýr listi á Suður- eyri sem nefnist Nýr vettlingur. Þetta er fimmti listínn sem kemur þar fram nú fyrir sveitarstjórnarkosn- ingamar í vor. Á síðasta kjörtímabili voru þar aðeins tveir hstar, það er B-hstí Framsóknarflokks og L-listí óháðra. í ár bjóða fram fimm listar eins og áður segir en það era B-listí Framsóknarflokks og lýðræðissinna, E-hsti Alþýðuflokks og félagshyggju- manna, G-hsti Alþýðubandalags, H- hstí óháðra og Z-listi Nýs vettlings. Nýr vettlingur er þannig skipaður: Steingrímur Á. Guðmundsson versl- unarmaður, Karl Steinar Óskarsson sjómaöur, Arnar Barðason útgerðar- maöur, Kristján V. Kristjánsson út- gerðarmaður, Þorsteinn Guðbjörns- son útgerðarmaður, Viöar Freyr Oddsson stýrimaöur, Róbert Schmidt fréttaritari, Sigurður Þóris- son skipsfjóri. Á Suðureyri búa nú 394 og af þeim era 245 á kjörskrá. Alls era 50 manns í framboði tíl sveitarstjómarkosn- inga, eða 20,41 prósent af öllum kosn- ingabærum íbúum á Suðureyri. Þetta samsvarar því að 14.500 Reyk- víkingar væra í framboði í ár. Amarflug: Flugmálastjórn hótar lokun Eurovisionkeppnin i Zagreb: Eitt lag enn fær góðar viðtökur - segir Grétar Örvarsson „Okkur hst vel á þetta. Við erum búin aö fara á tvær æfingar, sú fyrsta fór að mestu í að sthla strengi og koma okkur fyrir en síðari æfingin gekk mjög vel,“ sagði Grétar Örvars- son söngvari í samtali viö DV. ís- lensku keppendurnir í Eurovision hafa dvalið í Zagreb í Júgóslavíu frá því á sunnudag en óðum styttist í úrslitakvöldið. Þau Grétar og Sigríð- ur Beinteins héldu blaðamannafund þar sem mikið var spurt um ísland og áhuga íslendinga á keppninni. Á morgun verða tvær æfingar hjá þeim og sú síðari með boðsgestum. Þá munu þau klæðast búningunum sem notaðir verða í sjónvarpsútsending- unni á laugardagskvöld. „Við höfum fengið mjög góð við- brögð með Eitt lag enn og það síðasta sem við heyrðum frá veðbönkum í London var fimmta til sjötta sætið sem við erum alsæl meö. Aðrir flytj- endur eru hrifnir af laginu og tala um góða möguleika með þetta lag. Sjálfum hst mér vel á nokkur lög í keppninni, sérstaklega enska lagið sem er mildð breytt frá því við sáum það í sjónvarpinu. Menn veðja líka nokkuð á það lag.“ Grétar sagði að aðbúnaður í tón- leikahöllinni væri ágætur en þó ekki eins góður og í Bergen og Brussel. „Þetta er aht miklu smærra í sniðum og Egih Eðvarðsson, sem er hér í þriða sinn á Eurovision, segir mun lakara skipulag en áður. Það er eins og herslumuninn vanti. íslendingar hefðu aldrei skipulagt keppnina svona illa. Sviðið er ágætt í mynd en það er mjög dæmigert Eurovision svið með ljósum og tílheyrandi.“ Sigríður veröur klædd hárauðum, glansandi kjól á laugardagskvöldið og Grétar svörtum jakkafótum og í rauðri skyrtu. Föt þeirra verða síðan lýst upp með rauðum ljósum. „Ég held að þetta komi mjög vel út í mynd,“ sagði Grétar. Ekki var búið að taka kynningar- mynd af Stjórninni þannig að Grétar vissi ekki hvernig hún myndi líta út. Hins vegar hafa þau ekki setið auð- um höndum þessa dagana því þau hafa bæði farið í hanastélsveislur og skoöunarferðir, t.d. skógarferð upp að vatnalandi skammt frá borginni. „Zagreb er gömul en falleg borg. Hún, minnir nokkuð á Spán en hér búa aðeins fimm hundruð þúsund manns. Okkur hefur liðið vel hér í 25 stíga hita þó við höfum að mestu verið innandyra við æfingar," sagði Grétar. í kvöld er formleg ópnun keppn- innar sem fram fer á fallegu torgi með mikhli hátíð, nánast karnivali. „Við erum bjartsýn, finnum ekkert fyrir kvíða og vonum bara að þetta eigi eftir að ganga vel,“ sagði Grétar Örvarsson. -ELA Stöðvun vofir nú yfir Arnarflugi vegna þess að félagið hefur ekki að fuhu getað staðið við greiðslur á inn- heimtum ílugvallarskattí í ríkissjóð. í gær voru greiddar 1,6 milljónir af skuldinni við ríkissjóð og er þá önnur eins fjárhæð í vanskilum. Arnarflug hefur heldur ekki getað greitt starfsmönnum laun fyrir þennan mánuð. Félagið á um helgina von á nýrri þotu á leigu frá Banda- ríkjunum. -GK Sveitarstjórnarmenn af Austurlandi gengu á fund Steingrims Hermannssonar forsætisráðherra og Jóns Sigurðsson- ar iðnaðarráðherra í gær. Erindiö var að ræða staðsetningu nýs álvers, en Austfirðingar leggja mikla áherslu á að það verði staðsett á Austurlandi. Staðsetning álversins verður ákveðin um næstu mánaðamót. Samkvæmt heimildum DV ætlar iðnaðanáðherra að láta erlendu aðilana þrjá, sem ætla að byggja álverið, ráöa því hvar það verður staðsett. Og samkvæmt sömu heimildum er Keilisnes á Vatnsleysuströnd talið vera sá staður sem þeir hafa mestan áhuga á. _________ _________________[ , DV-mypcj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.