Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990. 5 Fréttir Kosningabarátta sveitarstjómarkosninganna að heflast: Samkomulag um sparnað í kosningaauglýsingum svipað samkomulag var gert fyrir 4 árum en hélt ekki þá Formenn stjórnmálaflokkanna og efstu menn á framboðslistum í stærstu bæjarfélögunum í landinu hafa skrifað undir samkomulag um hvernig auglýsingum í útvarpi og sjónvarpi verður háttað fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar í lok mán- aðarins. Þar er gert ráð fyrir að engar stjórnmála- eða kynningar- auglýsingar verði birtar i þessum íjölmiðlum fyrir kosningarnar. Fram aö kjördegi munu samnings- aðilar aðeins auglýsa í útvarpi og sjónvarpi fundi og samkomur. í þeim auglýsingum verður ein- göngu getið um fundardag, tíma og fundarstað, ræðumenn, fundarefni og skemmtiatriði ef einhver eru. Fyrir síðustu alþingiskosningar var svipað samkomulag gert en það hélt ekki þegar á reyndi. Fram- sóknarflokki var kennt um að hafa rofið samkomulagið, einkum hvað varðaði Reykjaneskjördæmi. „Það samkomulag var mun óformlegra og lausara í reipunum en þetta sem nú hefur verið gert. Að þessu sinni skrifuðu formenn allra stjórnmálaflokkanna undir samkomulagið, sem og efstu menn framboðslista. Að því leytinu er þetta ekki sambærilegt,“ sagði Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóriSjálfstæðisflokksins, um samkomulagið. Fyrir síðustu alþingiskosningar þótti auglýsingakostnaður stjórn- málaflokkanna fara úr böndunum. Samkvæmt athugun, sem DV fram- kvæmdi eftir kosningarnar, á aug- lýsingakostnaði flokkanna, eyddu þeir 20 milljónum króna i auglýs- ingar í fjölmiölum. Talið var að allur herkostnaður kosningabarát- tunnar hjá stjórnmálaflokkunum hefði numið um 50 milljónum króna. Sjálfstæðisflokkurinn eyddi mestu fé í auglýsingar eða um 7,5 milljónum króna. Þar af voru 60 auglýsingasíður í Morgunblaðinu upp á 4,5 milljónir. Framsóknarflokkurinn eyddi um 6 milljónum króna í auglýsingar í stærstu fjölmiðlum landsins. Þar af keypti flokkurinn 60 mínútur á Stöð 2. Birting þeirra með mesta fáanlegum afslætti kostaði 1,8 milljónir. Alþýðubandalagið eyddi um 2 milljónum króna í auglýsingar, Borgaraflokkurinn um 1,5 milljón- um og Kvennalistinn eyddi minnstu eða um hálfri milljón króna. Svo er bara eftir að sjá hvort þetta samkomulag, sem nú hefur verið gert, heldur betur en hið fyrra. -S.dór Skemmdu birkitré við Systraheimilið í Garðabæ Nokkur myndarleg birkitré voru nýlega skemmd við Systraheimihð í Garðabæ. Talið er aö ungir piltar hafi verið að verki. „Mér finnst þarft að benda fólki á að því miður eru svona skemmdar- verk framin á svipuðum tíma og landgræðsluátak stendur yfir. Þetta þarf fjölskyldufólk að vita um til þess að foreldrar brýni fyrir börnum sín- um hve slæmt það er að verða fyrir skemmdarverkum á gróðri," sagði systirEmanuella í Systraheimilinu í samtali við DV. „Við sáum piltana þegar þeir hlupu í burtu eftir verknaðinn. Þeir hafa verið 12-13 ára gamlir. Fyrst urðum við varar við þá þegar þeir komu að húsinu og byrjuðu að banka á rúður og hringja dyrabjöllunni. Þetta gerð- ist tvö eða þrjú kvöld í röð og nokkr- ar systranna urðu mjög hræddar. Við létum bæjarstjóra og skólastjóra vita og síðan hefur sem betur fer ekkert gerst. Við vonum bara að þetta gerist ekki aftur,“ sagði systir Emanuella. -ÓTT Teflt af hörku á Fáskrúðsfirði Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfirði: Eysteinn Ingólfsson, sigurvegari í yngriflokki. DV-myndÆgir Hilmar Gunnþórsson varð sigurveg- ari í meistaraflokki á íjórða páska- skákmóti Verkalýðs- og sjómannafé- lags Fáskrúösfjaröar, hlaut 2,5 vinn- inga af 4 mögulegum. í öðru sæti varð Magnús Valgeirsson með 2 v. og þriðji Ragnar Sigurjónsson með 1,5 v. Hörkukeppni var í yngri flokknum. Þar sigraði Eysteinn Ingólfsson, fékk 8 vinninga af 9 mögulegum, og stööv- aði þar með sigurgöngu Hreiðars Atlasonar, sigurvegara undanfarin ár. Hreiðar hlaut einnig 8 vinninga en var stigi á eftir samkvæmt stiga- gjöf. Hreiðar er nú að flytjast upp í eldri flokk. Verkalýðsfélagið gefur verðlauna- peninga og keppt er um veglega far- andbikara. Þann 1. maí var hrað- skákmót í verkalýðshúsinu á vegum félagsins. Byssumaðurinn sem skaut á lögreglu 1 Ólafsfirði: Úrskurðaður í gæsluvarðhald til maíloka - tjónið í grunnskólanum metið á tæpa milljón Lögreglustjórinn í Ólafsfirði krafð- ist gæsluvarðhaldsúrskurðar á þriðjudag yfir ungum manni sem skaut drukkinn úr haglabyssu að lögreglubíl á mánudagsmorgun. Hér- aðsdómari féllst á kröfuna og úr- skurðaði manninn í gæsluvarðhald til 31. mai. Honum verður einnig gert að sæta geðrannsókn. Úrskurðurinn var kveðinn upp samkvæmt 5. og 6. tölulið 67. greinar laga um meðferð opinberra mála en þar er meðal annars kveðið á um varðhaldsvist vegna síbrota og hættu sem getur stafað af viðkomandi brotamanni. Maðurinn, sem skaut af byssu úr grunnskólanum, mun taka varhalds- vist sína út í fangageymslum lögregl- unnar á Akureyri. Málið er að mestu leyti upplýst og verður hraðað eins og kostur er að ljúka rannsókninni að sögn lögreglustjórans í Ólafsfirði. Gögn verða síðan send til Ríkissak- sóknara sem mun væntanlega ákæra i málinu. Tjónið sem varð í skólanum af völdum skotmannsins er metið á um 900 þúsund krónur. -ÓTT Falleg verk á sýningu Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Samsýning félaga úr Myndlistarfé- lagi Arnessýslu var haldin dagana 12.-16.apríl sl. í safnahúsinu á Sel- fossi. Á sýningunni voru verk eftir 18 félaga og alls voru þau 51. Á fimmta hundraö gestir sáu sýning- una. sem. er .ellefta samsýningin.frá. því félagið var stofnað 1981. Núver- andi formaður er Sigurlína Gríms- dóttir. Ég heyrði á sýningargestum að þeir voru mjög hrifnir af verkunum og fannst þau betri en áöur hafa ver- ið sýnd - listafólkið stöðugt í fram- fór. Ég var afar hrifln af mynd nr. 14 . Fjölskyldunni eftir Toril -Malmo. Sveinsson. Einnig af mynd nr. 19 - Gömlu snúningsvélinni eftir Inga Sigmundsson. Sigurlína Grímsdóttir hefur verið formaður Myndlistarfélags Árnes- inga síðustu tvö árin og er afar dug- mikil í því starfl. Systir Emanuella við brotið tré i garði systraheimilisins. DV-mynd GVA Það er líka staðreynd að Michelín eru góðir og öruggír hjólbarðar. MUNDU MICHELIN MARKAÐINN micheun MICHELIN - MIKILVÆGT ATRIÐI MICHel.n HMBARMSTÖM H/F SKEIFUNNI 5, SÍMAR 68-96-60 OG 68-75-17 V0RIÐ ER K0MIÐ VIÐERUMTIL-ENÞÚ? Það er staðreynd að mikíl- vægasta atriðí hvers bils eru góðir og öruggír hjólbarðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.