Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990. FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990. fþróttir Sport- stúfar Kiistján Belmbuxg, DV, Belgia: M Ruud Krol, fyrrum þjálfari belgíska 1. deildar liösins Mec- helen, sem fékk reisu- passanr. í janúar, hefur núhöföað mál gegn félaginu og fer fram á 88 milljónir belgiskra franka sem svarar 154 miUjónum króna. Krol telur sig hafa misst af 87 milljón- um króna vegna launa og 66 millj - ónum vegna bónusmissis. Forr- áðamenn Mechelen hafa boðiö Krol 21 milljón króna til að ná sáttum 1 málinu en Krol segir það vasapeninga. Málið verður tekið fyrir í rétti í lok ársíns. Kaupir PSV Erwin Koeman? Kristján Bermburg, DV, Belgía: Miklar líkur eru nú á því að hollenska félag- ið PSV kaupi hol- lenska landsliösmann- inn Erwin koeman frá belgíska liöinu Mechelen en hann hefur verið einn sterkasti maöur Uðs- ins. Koeman er nýkominn úr uppskurði á hásin og telja forr- áðamenn PSV ekkert mæla á móti því að hann leysi Danan Sören Lerby af hólmi en hann hefur lýst því yflr að hann æth að hætta eftir keppnistímabUiö sem er að enda. Þá mun Eric Gerets, belgíski landUðsmaðurinn, vera áfram hjá PSV næstu 3 árin. Næsta keppnistímabil mun hann leika með liðinu en eftir það hefur hon- um verið boðið að taka við þjálf- un varalíösins. Gerets, sem er 36 ára og fyrrum leikmaður með Ásgeiri Sigurvinssyni hjá Stand- ard Liege, hefur lýst yíir áhuga sinum á að þjálfa eftir að ferlin- um lýkur. Anderlechtog Bordeaux á eftir Bosman Kristján Ðemburg, DV, Belgía: & Hollenski landsliðs- maðurinn Jonn Bos- man, sem leikur með Mechelen, getur farið frá félaginu fyrir tæpar 150 miUj- ónir króna. Nú eru tvö Uð sögð hafa mikinn áhuga á Bosman og eru það Anderlecht og Bordeaux. Þjálfari Anderlecht hefur sett það sem skilyrði að Bosman verði keyptur til félagsins þar sem framherji Uðsins, Marc Degryse, á góða möguleika á aö gerast leik- maöur meö ítölsku félagi. Kjartan vann Vikingsmótið í borötennis Stóra Víkingsmótið í borðtennis var haldið /| um síðustu helgi í TBR-húsinu. Keppend- ur voru frá Víkingi, Erninmn, KR, Stjömunni og UMSB. ÚrsUt i einstökum ílokkum urðu þessi: Meistaraflokkur karla: 1. Kjartan Briem, KR 2. Tómas Guðjónsson, KR 3-4. HUmar Konráðsson, VUdngi 3-4. Hjálmtýr Hafsteinson, KR Meistaraflokkur kvenna: 1. Auöur Þorláksdóttir, KR 2. Berglind Jónsdóttir, KR 3. Aðalbjörg Björgvinsd., Vík. 1. flokkur karla: 1. Pétur Ó. Stephensen, VUúngi 2. Sigurbjöm Sigfúss., Víkingi 1. flokkur kvenna: 1. Ingibjörg Ámadóttir, Víkingi 2. Hrafnhildur Sigurðard., Vík. 2. flokkur karla 1. Arnór G. Helgason, Víkíngi 2. Hörður Birgisson, XJMSB • Steinar Birgisson er orðinn 35 ára gamall en gæti leikið eitt ár enn í Noregi. Runar ætlar að halda Steinari - vill aö hann leiki eitt ár enn Hemumdur Sigmundsson, DV, Noregi: Handknattleiksfélagið Runar á nú í viðræðum við Steinar Birgisson um að hann leiki áfram með félaginu á næsta keppnistímabiU og leggur mikla áherslu á að halda honum eitt ár í viðbót. Steinar var Runar óhemju mikil- vægur í vetur, jafnan meðal marka- hæstu manna liðsins og firnasterkur í vörn, en félagið náði þeim óvænta árangri að hafna í öðru sæti 1. deild- ar. Steinar hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði kyrr eða fari heim til íslands. í spjalli við DV sagði hann að ef seinni kosturinn yrði ofan á, væri alls óráðiö til hvaða félags á íslandi hann myndi fara. Snorri Leifsson, sem einnig hefur leikið með Runar undanfarin ár, er hættur hjá félaginu, en hins vegar er enn óvíst hvort hann fari heim til íslands. Roger Carlsson, fyrmm landshðs- þjálfari Svía, hefur verið ráðinn þjálfari Runar, sem ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili. United steinlá í Nottingham Nottingham Forest lék Manchester United grátt í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar í gærkvöldi þegar félög- in mættust á City Ground í Notting- ham. Úrslitin voru ráðin eftir 25 mín- útur, þá stóð 4-0 fyrir Forest, og það urðu einnig lokatölurnar. Gary Parker skoraði strax á 3. mín- útu og síðan skoruðu Stuart Pearce, Nigel Clough og Steve Chettle þrjú mörk á sex mínútna kafla. Arsenal vann Southampton, 2-1, á Highbury, og þar skoraði Lee Dixon sigurmarkið 14 mínútum fyrir leiks- lok. Loks vann Crystal Palace sigur á Wimbledon, 0-1, með marki frá Mark Bright. • Barnsley forðaði sér frá falli í 3. deild með 0-1 sigri á Middlesboro, sem þar með situr í súpunni fyrir lokaumferðina. Bournemouth er með 48 stig en Middlesboro 47, og annað þessara liða fellur ásamt Bradford og Stoke. Þá vann West Ham sigur á Leicester, 3-1, en á þó ekki lengur möguleika á að komast í úrshtakeppnina um þriðja sætið í 2. deild. • í skosku úrvalsdeildinni tapaði Celtic heima fyrir Aberdeen, 1-3. -VS Islandsmótið hefst á grasi í Vestmannaeyjum: Eyjamenn skáka „megin- lands-liðunum“ - grasvellirnir tilbúnir á næstu dögum „Grasið kemur vel undan vetri hjá okkur, við byrjum að æfa á því í næstu viku og hefjum íslandsmótið á grasi þann 19. maí,“ sagði Jóhannes Ólafs- son, formaður knattspymudeildar ÍBV, í samtali við DV í gær. Um helgina fer fram mót í Vest- mannaeyjum, Esso-mótið, með þátt- töku KA, Breiðabliks, ÍA og íslands- meistara KA. „Það var alltaf ætlunin að leika þetta mót á grasi en vegna ótíðarinnar sem kom í síðustu viku eru litlar líkur á því að það verði hægt. En það er ljóst að við getum leikið æfmgaleiki fram aö íslandsmótinu á grasi,“ sagði Jóhannes. Eyjamenn fá Framara í heimsókn í 1. umferð 1. deildar þann 19. maí og eiga síðan einnig heimaleik gegn Þór í 2. umferð þann 24. maí. Líklegt má telja að þetta verði einu grasleikirnir í fyrstu tveimur umferöum deildarinn- ar þar sem ástand annarra valla er ekki burðugt um þessar mundir. Landsliðsþjálfarinn mætirtil Eyja Esso-mótið hefst með leik ÍBV og ÍA kl. 18 á morgun, föstudag, og því lýkur á sunnudaginn. Bo Johansson lands- liðsþjálfari mun fylgjast með mótinu og notar tækifærið til að skoða leik- menn. Hann sér þar til íslandsmeist- ara KA í fyrsta skipti. Eyjamenn hafa hug á að gera mót þetta að árlegum viðburði. -JKS Handboltaliðin vilja erlenda leikmenn: Júgóslavi til Framara? „Við erum alvarlega að hugsa um að fá erlendan leikmann fyrir næsta keppnis- tímabil. Það er ljóst að við verðum að styrkja okkur en við eigum samt ungt og efnilegt lið sem á eftir aö spjara sig vel á næstum árum,“ sagði Sigurður Tómasson, formaður handknattleiksdeildar Fram, í samtali við DV. Lið Fram vann sem kunn- ugt er 2. deildina og leikur í 1. deild á næsta keppnistímabili. „Við horfum helst til Austur-Evrópu í leit að erlendum leikmanni og þá sérstak- lega til Júgóslavíu. Þetta gæti orðið kostn- arsamt fyrir okkur en þaö kann að skýr- ast fljótlega þegar við forum af stað í þess- um málum. Við munum skoða allar hliðar enda markmiðið að mæta sterkir til leiks í 1. deild næsta haust,“ sagði Sigurður Tómasson. Tillaga um tvo útlendinga DV hefur fyrir því heimildir að nokkur 1. deildar lið haii í hyggju að fá erlenda leikmenn í sínar raðir en í lögum HSÍ seg- ir að lið megi tefla fram einum útlend- ingi. Sigurður Tómasson sagði í samtalinu við blaðið að hann hefði á prjónunum að leggja fram tillögu á ársþingi HSÍ í sumar þess efnis að hvert lið mætti tefla fram tveimur erlendum leikmönnum. Liðum fjölgað úr tíu í tólf? Einnig þykir nokkuð öruggt að tillaga verði lögð fram um að fjölga liðum úr 10 í 12 í 1. deild. Þessi tillaga er talin eiga góðan hljómgrunn á meðal handknatt- leiksmanna enda deginum ljósara að fjölga verður leikjum í 1. deild til muna. Leikirnir í 1. deild eru fáir og alltof langt hður á milli leikja og hefur þetta leikjafyr- irkomulag augljóslega komið niður á gæð- um handboltans í vetur. Verði hðum fjölgað fer væntanlega fram aukakeppni um tvö sæti í 1. deild milli HK, Gróttu, Þórs og Hauka. -JKS • Hermundur Sigmundsson. Hermundur yfirþjálfari Hermundur Sigmundsson, fyrrum leikmaður með Stjörnunni, hefur verið ráðinn yfirþjálfari norska handknattleiksfélagsins Skogn, sem leikur í 3. deild. Hermundur verður þjálfari og leikmaöur liösins, og skipuleggur þjálfun yngri flokka. Hermundur var þjálfari og leikmað- ur hjá Bodö HK í norsku 2. deildinni á nýliðnu tímabih og undir hans stjóm náði félagið sínum besta ár- angri frá upphafi. -VS izlxííú .§IdÍÍ5u 5 iojbiT ÍllBÍf Urslit UEFA-bikarsins: Juventus með góða stöðu - vann fyrri úrslitaleikinn, 3-1 Juventus sigraöi Fiorentina, 3-1, í fyrri úrslitaleik ítölsku félaganna um UEFA-bikarinn sem fram fór á heimavelli Juventus í Torino í gær- kvöldi. Þetta var kveðjuleikur Ju- ventus á Stadio Comunale leik- vanginum, sem höið hefur leikið á ásamt nágrönnum sínum Torino Calico frá árinu 1933. Félögin munu leika á nýjum vehi frá og með næsta tímabih, en hann verður tek- inn í notkun i heimsmeistara- keppninni í sumar. Völlurinn var troðfullur, áhorfendur 45 þúsund. Roberto Galia skoraði fyrir Ju- ventus eftir aðeins þrjár minútur, i:'s íll Ílll'll'i''' en Renato Buso var ekki nema sjö mínútur aö jafna fyrir Fiorentina. Pier Luigi Casiraghi og Luigi de Agostini tryggðu Juventus sigur og góða stöðu fyrir síðari leikinn með tveimur mörkum í síöari hálf- leik. Fiorentina má ekki leika á heima- velli sínum í Flórens þegar félögin mætast aftur þann 16. maí. Vegna óláta áhorfenda á leik hðsins gegn Werder Bremen í undanúrshtum keppninnar verður Fiorentina að spila þann leik í 300 kilómetra fjar- lægð frá heimáborginni. -VS tttmnr* ■------------------—------------------------------------------------------------------------------------------------- Fram fékk 900 þúsund í gær var íþróttafélögum í Reykjavík úthlutað úr Afreks- og styrktarsjóði Reykjavíkur samtals 3,3 mihjónum króna fyrir árangur á árinu 1989. Átta félög fengu styrki að þessu sinni og stærstan part fengu Framarar, 900 þús- und krónur. Knattspyrnudeildin fékk 400 þúsund, handknattleiksdeildin 300 þúsund og skíðadeildin 200 þúsund. Valsmenn fengu 700 þúsund, handknatt- leiksdeildin 400 þúsund og knattspyrnu- deildin 300 þúsund. Víkingar fengu 500 þúsund, blakdeildin 300 þúsund og skíðadeildin 200 þúsund. ÍR fékk 400 þúsund, frjálsíþróttadeildin og skíðadeildin skipta þeim á núlh sín. Þá fékk TBR 300 þúsund og Ösp, Skylm- ingafélag Reykjavíkur og Fjölnir sín 200 þúsundin hvort félag. Loks voru Fram- konur sérstaklega heiðraðar fyrir félags- störf viö sama tækifæri. -VS — tftfftf I jVíIÍ l;iíi.i |?J iHí’M'j :.r(] Jóhann til Valsmanna Jóhann Þorvarðarson, fyrrum fyrirliði Víkinga, hefur tekið fram knattspyrnuskóna á nýjan leik og er genginn til-hðs við Vals- menn. Jóhann, sem er 28 ára gamall, hætti hjá Víkingum sum- arið 1988 og tók sér frí frá knatt- spymu á síðasta ári. Hann lék eitt tímabil. með Valsmönnum fyrir nokkrum árum en hefur að öðru leyti spilað með Víkingum ahan sinn feril. -VS Siglinga- menn æfa í Danmörku Fimm íslenskir siglingamenn dveljast nú í Árósum í Danmörku á vegum Siglingasambands ís- lands við æfingar og keppni. Þeir eru að búa sig undir þátttöku í danska ólympíuvormótinu. Þetta eru Rúnar Steinsen og Jón Leví á „Star“ bát, Óttarr Hrafnkelsson og Guðjón Hrafn- kelsson á „470“ bát og Sigríur Ólafsdóttir á „Europe" bát. Sigríður keppti um síðustu helgi á Ceres vormótinu í Árós- um og hafnaði þar í 18. sæti af 27 keppendum. Að sögn Páls Hreinssonar hjá Siglingasam- bandi íslands er þetta nokkuð góður árangur hjá henni þar sem þetta var hennar fyrsta mót á „Europe" bátnum. -VS Teka vann „Við vorum einfaldlega miklu betri og unnum þennan leik á góðri vörn og hraðaupphlaupum. Ég átti þó von á meiri mótspyrnu," sagði Kristján Arason, leikmaður spænska liðsins Teka, í samtali við DV, sem sigraði Atletico Madrid, 19-23, í 1. deildinni í Madrid í gær- kvöldi. Kristján átti góðan leik með Teka og skoraði þrjú mörk. Teka er í efsta sæti deildarinnar með 41 stig, Barcelona hefur 40 stig og Granollers 39. Bidasoa, lið Alfreðs Gíslasonar, tapaði fyrir Caja Madrid, 30-28, í gærkvöldi. Næsti leikur Teka er gegn Alicante á laugardaginn kemur. -JKS 25 íþróttir • Olaf Thon, landsliðsmaðurinn hjá Bayern Miinchen, gnæfir yfir Bernhard Olck, leikmann St. Pauli, í leik liðanna í gærkvöldi. Bayern tryggði sér vestur-þýska meistaratitilinn með 1-0 sigri. Simamynd/Reuter Tólfti titillinn í höfn hjá Bayern Miinchen eftir sigur á St. Pauli í úrvalsdeildinni í gærkvöldi, 1-0 Bayern Munchen varð í gærkvöldi vestur-þýskur meistari í knatt- spyrnu í 12. skipti þegar liðið sigraði St. Pauli, 1-0, á ólympíuleikvangin- um í Múnchen. Það var varnarmað- urinn Hans Pflúgler sem skoraði markið mikilvæga á 16. mínútu og þar með hefur Bayern orðið meistari fimm sinnum á síðustu sex árunum. Þegar tveimur umferöum er ólokið í úrvalsdeildinni er Bayern með fimm stigum meira en Köln sem er í öðru sæti. Önnur úrslit urðu þessi: Dússeldorf - Leverkusen......2-0 Hamburger SV - Karlsruher....1-0 Uerdingen - Dortmund.........1-3 Ósigur Leverkusen þýðir að Stuttg- art á enn veika von um að ná UEFA- sæti ef liðiö vinnur báöa sína leiki og Leverkusen tapar báðum. Ham- burger og Dússeldorf fengu dýrmæt stig í harðri fallbaráttunni en viö botninn eru Hamburger og St. Pauli með 29 stig, Uerdingen og Dússeldorf með 28, Bochum og Mönchenglad- bach með 27, Mannheim með 26 stig og Homburg, sem er fallið, hefur 21 stig. -VS NBA-deildin 1 körfuknattleik: Detroit, Portland og Spurs áfram - LA Lakers tapaði fyrir Houston • Mark Aguirre og félagar í Detroit Pistons eru komnir í 8-liða úrslit NBA-deildarinnar. Vikingur og Fram í kvöld Víkingur og Fram mætast í kvöld í fyrri leik undanúrslita Reykjavík- urmótsins í knattspyrnu, á gervi- grasinu í Laugardal og hefst viður- eignin kl. 20.30. Liðið sem sigrar mætir KR eða Þrótti í úrslitaleik mótsins en þau félög mætast á gervi- grasinu á laugardaginn kl. 17. Línur eru farnar að skýrast í úrsli- takeppni NBA-deildarinnar í körfu- knattleik. Detroit Pistons, San An- tonio Spurs og Portland Trailblazers tryggðu sér öll áframhald í keppn- inni í fyrrinótt eftir þrjá sigra á and- stæðingum sínum. Eins og kunnugt er leika 16 lið í úrslitakeppninni en átta lið detta úr keppninni eftir fyrstu umferð. Sex leikir fóru fram í fyrrinótt. Detroit Pistons, sem á titilinn að verja, sigraði Indiana Pacers, 108-96, og vann alla leikina þrjá nokkuð ör- ugglega. Það liö sem er fyrst til að sigra í þremur leikjum heldur áfram í úrslitakeppninni. Portland Trail- blazers sigraði Dallas Mavericks, 106-92, og vann alla leikina þrjá. San Antonio Spurs vann þriðju viður- eignina gegn Denver Nuggets, 131-120. í öðrum viðureignum getur allt gerst ennþá. Chicago Bulls hefur 2-1 forystu gegn Milwaukee Bucks en Milwaukee sigraði í þriðja leiknum í fyrrinótt, 119-112. Los Angeles Lak- ers leiðir, 2-1, gegn Houston Rockets en Lakers tapði síðasta leiknum, 114-108. Philadelphia 76’ers hefur, 2-1, gegn Cleveland Cavaliers en Cle- veland vann þriðja leik liðanna, 122-95. Boston Celtics leiðir í viðureign- inni gegn New York Knicks og Utah Jazz hefur, 2-1, gegn Phoenix Suns. -JKS ÍBR __________________________ KRR REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA Undanúrslit VÍKINGUR - FRAM kl. 20.30 Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL Sport- . stúfar Bandariska kylfmgn- um Jack Nicklaus var sýndur mikill heiður á dögunum er hann var gerður aö heiöursfélaga í hinum virta golfklúbbi á St. Andrews vehinum fræga í Skotlandi. Alhr kylfingar þekkja Nicklaus og St. Andrews en eins og kunnugt er „ fer Britisdh Open golfmótíð jafn- an fram á St. Andrews velhnum. Nicklaus, sem er funmtugur, hef- ur um langt árabil verið í fremstu röð og margir eru þeirrar skoð- unar að snjallari kylfingur hafl ekki leikið listir sínar á þessari öld. Nicklaus er 7. kylfingurinn sem gerður er að heiðursfélaga á St. Andrews. Á meðal annarra eru Philip prins, eiginmaður El- ísabetar drottningar, og Arnold Palmer. Davis nú tekjuhæsti kylfingurinn í Evrópu Astralíumaðurinn Ro- ger Davis er nú orðinn < tekjuhæsti kylfingur- inn í Evrópu í kjölfar •glæsilegs sigurs hans á opna spánska meistaramótinu um síð- ustu helgi. Davis hefur unnið sér inn 10 mihjónir króna. Næsti maður á listanum er Mark McNulty frá Zimbabwe með 9,5 mihjónir króna og þriðji er Bern- hard Langer, Vestur-Þýskalandi, með 8,2 milljónir. Þess má geta að Spánverjinn Severiano Bal- lesteros er í 5. sæti með 7,6 mhlj- ^ ónir króna. M Antwerpen áfrýjar Forráðamenn belgíska knattspyrnuliðsins hafa ákveðið að áfrýja dómi aganefiidar UEFA sem kveðinn var upp á dögunum yfir einum leikmanna iiðsins og félagjnu sjálfu. Forsaga málsins er sú aö eftir leik Ant- werpen og FC Kölnar í Evrópu- keppni félagshða var miðvallar- leikmaðurinn Patrick Schrooten tekinn í lyfjapróf og kom þá í Ijós að hann haföi tekiö inn amfetam- ín. í kjölfar þessa fékk leikmaður- inn 15 mánaða keppnisbann og Antwerpen var dæmt th að greiða 2,1 milljónir króna í sekt. Leik- maðurinn hefur neitað þvi að hafa tekið ólögleg lyf en vih ekki áfrýja dómnum sjálfur. „Máhð mun aðeins versna ef ég áfrýja. Og að auki er það mjög dýrt,“ sagði Schrooten. ir Sovétmenn voru með langbesta lidið Sovétmenn áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér heimsmeistaratitilinn i ísknatt- leik en mótinu lauk í gær. Sovét- menn léku til úrslita gegn Tékk- um og sigruðu, 5-0, í ójöfnum leik eins og tölumar gefa th kynna. Salenko með þrennu og Kiev varð bikarmeistari Stjörnuleikur leik- manna sovéska liösins Dynamo Kiev kom á réttum tíma er höið varð bikarmeistari i Sovétríkjun- um í gær. Kiev lék til úrslita gegn Lokomotiv Moskvu og sigraði, 6-1. Það bar helst th tíðinda í leiknum að Oleg Salenko, frekar lítt þekktur knattspyrnumaður, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu eða helming markanna. Hin mörkin skoruðu landsliðs- mennirnir Alexei Mikhaihc- henko, Vasily Rats og Gennady Litovchenko. Yevgeny Mileshldn skoraði mark Moskvuliðsins úr vítaspyrnu. Þess má geta að þrjá lykhmenn vantaðí í lið Lokomo- tiv og mátti liðið þakka fyrir að munurinn varð ekki enn meiri en 1-6.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.