Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. MAI 1990. 7 dv Sandkom Fréttir Afnotagjöld Ríkisútvarpsins: Tíu prósenta álag ofan á dráttarvexti - vegna 60 ára gamals ákvæðis í lögum 1. maí um land allt Núþegarl.maí ernýliðinner ekkiúrvegiað riija upp sögu afræðumanni semhéltmikla barátturæðu í : Hafnarfirði 1. maíf'yrirmörg- umárum.Hon- um urðu á nokkurmistök uipiihaflr.i'öu sinnar. Hann byrjaði ræðu sína eitthvað á þessa leið:, ,í dag er 1. maí um landallt nema á Patreksfiröi." Óneitanlega brá fólki þar sem allir viðstaddir vissu ekki betur en sami dagur væri um allan heim og þá líka á Patreks- _ firði. Upphafiðátti að verasvona: „í dag er 1. maí haldinn hátíðlegur um land allt nema á Patreksfirði." Þessi mistök ræðumannsins vöktu að sjálf- sögðu mikla kátínu hjá þebn sem á hlýddu. Yfirtil Bandaríkj- anna Þaðgctur ýerið erfitt að; iiaida uppi samra'ðum þegnr gamlir vinnufélagar híttastáfórn- umvegi. Hér scgiraftveitn- ur semhöfðu verið samttn til sjósfyrirmörg- um ánun. Veðriðvarein- staklega gott - sól og hiti. Annar mannanna spyr hinn hvcrt eigi að fara i sumarfrímu. Hinn segist ætla með fj ölskylduna í langt og gott frí. Hvert á að fara? „Við ætlum að fara með Norrænu og taka bilinn með. Við förum af ferjunni í Noregi og síö- an ætla ég að keyra yfir tíl Bandaríkj- anna.“ Sá sem spurði átti erfitt með að hlæja ekki að svarinu. Hann lang- aði mikið til að spyija hvemig bíl hinn ætti en kunni ekki við það en gat stunið upp að hann væri aö flýta sér og kvaddi. Fór fyrir næsta hom og hló aö landafræði vankunnáttu fyrrverandi vinnufélaga síns. Litla Moskva Útsendarar DVvoruáNcs- kaupstaö.eða Litlu Moskvu ; einsogstaöur- inneroft nefndur.áhar- áttudegi verka- lýðsins -1 mui Íféiaíishehni!- inuvarmikil samkoma hald- in. Samkom- unni stjórnaði raaður sem kynntur var undir nafn- inu Guömundur Stabn. Sungnir voru baráttusöngvar og haldnar voru mikiar rasður. Eftir að samkomunni lauk var DV-mönnum boðið í kafii- samsæti. Veislan var haldin i húsi sem ber nafnið Kreml. Eins og frægt er oröið stjóma Aiþýðubandalags- menn nánast öllu í Neskaupstað. Þeir hafa haft meirihluta í bæjarstjórn í hálfan fimmta áratug. fbúamir hafa greinilega hent gaman að vinstríslag- siöunni sem er á bænum og velja mönnum og húsum nöfn I samræmi viðþað. Tilslakanir ÍAustur- Evróptthafa veriðpóiitiskar tilslakanir Su> ereinnigíNes- kaupstað.í fyrstasinní .;; rúm fjörutíu ár varekldharð- urallaballiað- alræðumaður 1. mai. Leitað \ ar til krataog Itannfengmn til að koma austur oghalda ræðuna. Að sjálfsögðu var ekki hægt að fá austíirskan krata - því þeir em vart til. Kratinn, sem kom, var Karl Stein- ar Guðnason, alþmgismaðurfyrir Alþýðuflokkinn og varaformaður Verkamannsambándsins. Umsjón Sigurjón M. Egilsson Ef fólk ekki greiðir afnotagjöld Ríkisútvarpsins fyrir eindaga hverju sinni kemur sjálfkrafa 10 prósenta álag ofan á afnotagjaldið, auk venju- legra dráttarvaxta. Fróðir menn segja að þetta séu hæstu refsivextir í landinu og geti numið allt að 150 prósentum á ári. Theodór Georgsson, innheimtu- stjóri Ríkisútvarpsins, sagði í sam- tali við DV að þetta 10 prósenta álag heföi verið sett í lög um Ríkisútvarp- ið þegar það var stofnað fyrir 60 árum. Á þeim árum voru ekki reikn- aðir dráttarvextir á skuld eins og „Það er hreint hlægilegt að við sjó- menn skulum vera hvattir til að safna saman sorpi úti á sjó til að koma með það í land þegar það er síðan tekið og sturtað beint á ösku- haugana sem eru niðri í fjöru. Sjór- inn gengur síðan yfir öskuhaugana og skolar draslinu aftur út. Ég sé því ekki annað en það væri allt eins gott að henda draslinu beint í sjóinn,“ sagði sjómaður á báti frá Hellissandi. A Hellissandi eru öskuhaugarnir niöri í fjöru, eins og reyndar í fleiri sjávarplássum úti á landi. Aö sögn sveitarstjóra Neshrepps utan Ennis er kveikt í sorpinu einu sinni til tvisvar í viku. Engin eldþró er á öskuhaugunum. í öðrum sjávarplássum á Snæfells- I umfjöllun DV um kosningaundir- búning í Gerðahreppi urðu mistök í viðtali viö Finnboga Bjömsson, efsta mann á H-lista, þar sém hann talar um skuldir sveitarfélagsins. Var eftir afnotagjald útvarps. I áratugi voru afnotagjöld Ríkisútvarpsins inn- heimt ársfjórðungslega. Nú eru þau innheimt mánaðarlega og samt er 10 prósenta álaginu haldið. Og þrátt fyrir breytingar á lögum um Ríkisútvarpið og upptöku drátt- arvaxta hin síöari ár hefur ekki þótt ástæða til að afnema 10 prósenta álagið úr lögunum. Theodór sagöist ekki vita betur en gert væri ráð fyrir þessu álagi áfram í nýju frumvarpi að lögum um Ríkis- útvarpið sem innan tíðar verður lagt fyrir Alþingi. -S.dór nesi er ástandið svipað. Öskuhaug- arnir í Stykkishólmi eru einnig niðri í Qöru en í Ólafsvík og Grundarfirði eru þeir uppi á landi. Þessi sveitarfé- lög stóðu í viðræðum á sínum tima um hugsanlega sameiginlega lausn á sorpmálunum. Þær viöræður hafa legið niðri en búist er við að þær verði teknar upp aftur eftir kosning- ar. Öskuhaugar eins og á Hellissandi valda mikilli mengun. Þegar kveikt er í sorpi verða til ýmis eiturefni t.d. díoxín. Þegar sorpið er ekki urðað getur þaö fokið um næsta nágrenni. Við þetta bgetist síðan að sjórinn get- ur gengið yfir öskuhaugana og tekið út með sér laust rusl. honum haft að skuldir þess væru 14 milljónir. Það er rangt. Skammtíma- -skuldir nema 14 milljónum en lang- tímásk’uldir Gerðáhrepps eru 32,7 milljónir. -hlh Hvalreki þykir ekki sami happafengur og fyrr. Nú fær þessi búrhvalur að úldna í fjörunni við Hvalsnes við Stöðvarfjörð, mönnum til lítillar ánægju. Hvalurinn synti í land i siðustu viku og komst ekki út aftur. DV-mynd Ægir Kristinsson Sjómenn safna saman rusli þegar þeir eru úti á sjó: Ruslinu hent í sjóinn þegar komið er í land - segir sjómaður á Snæfellsnesi -gse Athugasemd vegna Gerðahrepps FRÁ MENNTASKÓLANUM VIÐ SUND Laus er til umsóknar kennsla í ýmsum greinum, s.s. íslensku, dönsku (afleysing á haustönn), hagfræöi og viðskiptagreinum, líffræði (afleysing á haustönn), jarðfræði, efnafræði, stjörnufræði, tölvufræði, stærð- fræði, leikfimi stúlkna, leiklist og lögfræði. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Umsóknum skal beint til rektors sem veitir allar nánari uppl. í síma 33419, 37580. Sjóstangaveiðifólk athugið! Hið árlega hvítasunnumót SJÓVE verður haldið dag- ana 2. og 3. júní. Skráningu í mótið skal vera lokið eigi síðar en 17. maí. Skráningu og allar nánari uppl. veitir Ella Bogga í síma 98-11118 og 98-11279. Sjáumst á SJÓVE. Veðurathugunarmenn á Hveravöllum Veðurstofa Islands óskar að ráða tvo einstaklinga, hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á Hvera- völlum á Kili. Starfsmennirnir verða ráðnir til árs- dvalar, sem væntanlega hefst í lok júlímánaðar 1990. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og reglu- samir, og nauðsynlegt er að a.m.k. ann^r þeirra kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal fram að starf- ið krefst góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og sam- viskusemi. Laun eru samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist Verðurstofunni fyrir 20. maí nk. Allar upplýsingar eru gefnar í tækni- og veðurathug- unardeild Veðurstofunnar, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík, sími 600600. BS-nám í búvísindum Við Hvanneyrarskóla í Q ö Borgarfirði er boðið upp á 3 ára (90 eininga) nám í búfræði á háskólastigi Námið: Miðast við þarfir þeirra kvenna og karla er vilja búa sig undir að stunda ráðgjöf, kennslu og rannsóknir í ýmsum greinum landbúnaðar eða ann- ast önnur ábyrgðar- og stjórnunarstörf í þágu hans. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða sambærilegt fram- haldsnám, svo og búfræðipróf er stúdentar geta lok- ið á einu ári. Viðfangsefni: Undirstöðunám í líf- og efnafræði land- búnaðar, hagfræði og aðferðafræðum. Fræðilegt og hagnýtt nám í jarðyrkju, gróðurrækt og landnýtingu, fóðurfræði og fóðuröflun, landbúnaðartækni og hin- um ýmsu greinum búfjárræktar, svo sem nautgripa-, sauðfjár- og hrossarækt, fisk- og loðdýrarækt, ali- fugla- og svínarækt. Rekstrarfræði, markaðsfræði og bústjórn. Fjórðaársnám: Nemendum gefst kostur á viðbótar- námi; sérhæfðu 30 eininga námi og rannsóknarþjálf- un, sem skipulagt er við búvísindadeild (BS 120). Aðstaða: Nemendagarðar og heimavist, fjölbreyttur búrekstur og tilraunir í jarðrækt og búfjárrækt, ná- býli við aðrar búfræðistofnanir, rannsóknastofur, gróðurhús og bókasafn. Leikskóli og grunnskóli er á staðnum; 14 km í næsta kaupstað. Umsóknir: Sendist til skólastjóra Hvanneyrarskóla. Þeir sem hyggjast hefja nám við deildina nú í haust (15. sept.) skulu senda skriflegar umsóknir sínar fyr- ir 10. júní nk. studdar nauðsynlegum prófskírteinum. Allar nánari upplýsingar um búvísindanámið eru veittar á Hvanneyri. Bændaskólinn á Hvanneyri - búvísindadeild 311 - Borgarnes - Sími 93-70000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.