Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 24
32 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990. Smáauglýsingar Mazda E 220 disil, 2 tonna, álpallur, árg. ’85. Eins og nýr. Uppl. í síma 91-17678 milli kl. 17 og 21. Til sölu BMW 318i árg. ’88, gráblár metalic 115 din, ekinn 27 þús' km, vökvastýri, 5 gíra, miðstýrðar lœsing- ar, 4 höfuðpúðar, spoilerar, þokuljós, litagler, álfelgur + vetrardekk á felg- um o.fl. Uppl. í síma 91-45257. Toyota Hilux árg. ’85, ekinn 76 þús, bensín 2,2, 36" dekk, loftdæla, rörstuð- ari, stólar, Ranco fjaðrir og demparar, lækkuð drif. Verð 1250 þús. Bílasala Ragnars Bjarnasonar, s. 673434. GMC pickup 4x4 ’86 extra Cab, meö skel, vél 2,8 V 6, beinskiptur, 4 gíra, ekinn 65 þús. Verð 1250 þús. mínus vsk 246 þús. Uppl. í síma 91-83744 og 91-671288. Til sölu Ford Econoline 150 XL ’87, ek- inn 32 þús. m., rafmagn í rúðum, centr- allæsingar, cruisecontrol o.fl., 8 cyl. 351. Uppl. í síma 91-675593 og 985- 22038. ivi. uenz zau, b cyi., arg. /s, sjallskipt- ur, vökvastýri, sóllúga, álfelgur o.fl., verð 520 þús., 370 þús. staðgr'eitt. Skipti ath. Uppl. veittarí s. 91-46344. Plasthús á amerískan pickup meö 8 feta palli og japanskan t.d. Toyota extra cab. Uppl. í síma 41585, Verslunin Álfhóll, kvöldsími 42652 og 46437. ..1,1. f ■ Ýmisleqt Torfærukeppni Jeppaklúbbs Rvíkur verður haldin á landi Hrauns við Grindavík laugard. 12/5 ’90, kl. 13. Ath. „Draumastaðurinn”. Lofum hörkukeppni. Skráning keppenda er hafin og lýkur sunnudaginn 6/5 kl. 23. Skráning er í s. 91-672332 og 91-674811. ■ Líkamsrækt Sólbaðstofan Só Cartjeis Cinn Hverfisgötu 105 — Sími 11975 Erum flutt í austurenda hússins, gengið um aðaldyr. Nýjar perur í öllum bekkjum, nuddpottur, gufubað, svæðameðferð, ilmoeíumeðferð og fótaaðgerðir. Sólargeislinn, nuddstofa og Gæfuspor, símar 11975 og 626465. Vermireitir á góðu verði, stærð 180x80 cm. Uppl. í síma 91-675529. Missið ekki af nyjasta Urval - kaupið það NUNA STRAX á næsta blaðsölustað Títan, innflutnings- og fangi. Títan hefur meðal annars umboð smásölufyrirtæki fyrir Combi Camp tjaldvagna og selur hefur verið að opnað að Lágmúla 7. Spandex og Spar-Cal plastfilmur til aug: Framkvæmdastjóri oþmgárídi fýriúæk- :: lýsinga Qg skiltagerðar, ^nekkjur, sejjlr isins 'éf1 'SÍ^s BéFf^áivm8Véhh&sói^éh;-;’1 jskútur.úgihraðbáta, gUmmt-slðngybátá Jiaim-vac-um árabij bjá Heklu-hil-og--Ká—^-Sg-4rjiMíð.-ÚLÍLgfiáIllasmi-~-- Menning Loftkastalasmíði Umfangsmiklir flekar Sigurðar Örlygssonar, nú til sýnis að Kjarvalsstöðum, eru frækileg verk í fyllsta og besta skilningi: djarfleg, glæsileg, hreystimannleg. Þeir eru ávöxtur linnulausrar viðleitni málarans til að samræma sinn innri og ytri veruleika án minnstu tilslökunar, hvorki viðmarkaöslögmálin né myndlist- artísku. Innri veruleiki Sigurðar er sambland af ævintýra- veröld bernsku hans, þegar vopnlausar hetjur þeirra Jules Verne og H.G. Wells riðu um héruð og flugu um loftin til að sigrast á áður óyfirstíganlegum erfiðleikum með hugvitinu einu og sérhver ókennilegur hlutur á ungs manns vegi varð lykill að nýjum upplifunum, og meðvitund hins fullorðna manns um broslegan yndisleika þessara barnslegu ímyndana. Jafnframt má líta á þessar ívitnanir í 19. aldar loft- kastalasmiði og draumóramenn, meðbræður lista- mannsins, sem lofgerðir um alla þá sem leitast við að framkvæma hið óframkvæmanlega. Að því leyti er myndlist Sigurðar vissulega gegnsýrð tregablandinni eftirsjá og fáránleika af því tæi sem stundum er kennd- ur við súrrealisma. Ytri veruleiki Sigurðar er tvíþættur, fellur þó á end- anum í einn og sama farveg. Annars vegar er meðvit- und hans um umgjörð íslensks mannlífs, náttúrukraft- ana, hraunbreiðurnar og eldijöllin, í senn ægifógur og ógnandi, hins vegar er listasagan, það er viðteknar aðferðir til tjáningar á viðhorfum og tilfmningum. Úr listasögunni Því nefndi ég einn farveg vegna þess að öll skynjun Sigurðar á náttúrunni er lituð af listasögunni, af skynj- un annarra listamanna, þar á meðal Kjarvals. Sjálfur er listamaðurinn óforbetranlegt borgarbarn sem forð- ast náttúruna í upprunalegri mynd eins og heitan eld- inn. Strangt til tekið er náttúruskynjun hans því ekki frumleg. En styrkur hennar felst í því hvernig Sigurð- ur tengir saman aðfengna „kjarvalska" náttúrusýn, þar sem landslagið er góðkynja samsafn af jarðfræði og fyrirburðafræði, og hina ískyggilegu veraldarsýn listamanna á borð við Kiefer. Landslag Sigurðar er því ekki beinlínis uggvekjandi en þar geta hlutimir þó brugðist til beggja vona. í landslagi hans eru hlutirnir líka þrívíðir, hanga eða standa út úr máluðum flötunum og teygja sig í áttina til okkar, í senn virkir viðaukar við lúna mál- uðu atburði og eins konar ítrekun á táli hinnar flötu myndar. Rétt eins og appírötin í hinum flötu tálsýnum eru þrívíðu viðhengin í verkum Sigurðar listilega sam- sett en fullkomlega óvirk sem er auðvitað hástig fárán- leikans. Það er svo aftur listasagan, ekki veruleiki Sigurður Örlygsson við eitt verka sinna. DV-mynd Brynjar Gauti Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson hvunndagsins, sem sættir okkur við slíkar þverstæð- ur. Stofnanamyndir Ef til vill eru mestu þverstæðumar samt í því fólgn- ar að þessar einlægu, og í raun alþýðlegu, myndir skuli ekki gerðar fyrir almenning, heldur stofnanir. Maður veltir fyrir sér hvort nokkur listamaður geti til lengdar haldið slíkum og þvílíkum dampi, að mála hlæbrigðarík og lifandi flatarmálverk upp á tugi fer- metra og byggja við þau stórbrotin skúlptúrverk. Enn sem komið er hriktir ekki í stoðum þessara verka Sig- urðar, en brátt hlýtur að koma að endanlegri stefnu- mótun: inn á við eða út á við. Yfirstandandi sýning Sigurðar að Kjarvalsstöðum er jafnvel enn heilsteyptari og glæsilegri en sýning sú sem hann hélt fyrir tveimur árum og þótti afbragð. Vonandi uppsker hann laun síns mikla erfiðis í okkar litla landi. Enginn má láta þennan listviðburð framhjá sérfara. -ai. Andlát Þorvaldína Kristín Jónsdóttir, áður tO heimilis á Klöpp við Suðurgötu, lést á Droplaugarstöðum 30. apríl. Kristmundur Árnason frá Hnaukum, Álftafirði eystra, Skjólbraut 7a, Kópavogi, lést í Landspítalanum að kvöldi 29. apríl. Jarðarfarir Kristjana Hilariusdóttir, Miðtúni 1, verður jarðsungin frá Fossvogskap- ellu fóstudaginn 4. maí kl. 13.30. Lára Guðmundsdóttir, Tjarnargötu 18, Reykjavík, áður Haðarstíg 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 3. maí kl. 15. Oddný Ingileif Guðmundsdóttir, Stigahlíð 12, andaðist í hjúkrunar- heimilinu Skjóli að kvöldi 24. apríl. Hún verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju mánudaginn 7. maí kl. 15. Ólafur Guðjónsson frá ísafirði, til heimilis að Foldahrauni 39b, Vest- mannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 5. maí kl. 14. Þorsteinn Guðnason, Skaftahlíð 26, verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju fóstudaginn 4. maí nk. kl. 15. Jarðsett verður í Fossvogskirkju- garði. Útför Unnar Valdísar Kristjánsdótt- ur, Heiðmörk 69, Hveragerði, áður til heimilis á Laufásvegi 58, Reykja- vík, fer fram frá Háteigskirkju nk. föstudag 4. maí kl. 13.30. Bjarni Jónsson, Haga, Þingi, verður jarðsunginn frá Þingeyrakirkju laugardaginn 5. maí kl. 14. Útför Halldóru Guðmundsdóttur, Mólandi, Hauganesi, fer fram frá stærri Árskógskirkju laugardaginn 5. maí kl. 13. Kjartan Þ. Ólafsson fiskmatsmaður, fyrrum bóndi að Leirum, Austur- Eyjafjöllum, Hraunbæ 132, Reykja- vík, verður jarðsunginn á morgun, föstudaginn 4. maí kl. 13.30. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Þórunn Thorsteinson Thostrup lést í Kaupmannahöfn 24. apríl. Bálför hefur farið fram. Áróra Guðmundsdóttir lést 27. apríl. Hún var fædd 4. júlí 1912 á ísafirði. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Jónsdóttir og Guðmundur Þorkels- son. Hún fluttist ung til Reykjavíkur og giftist árið 1941 Þorvaldi B. Þor- kelssyni en hann lést árið 1958. Þau eignuðust þrjú börn og komust tvö á legg. Útför Áróru verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Fjölmiðlar Guðsmaður í skriðtæklingu Bjarni Haíþór Helgason, maður Stöðvar 2 á Noröurlandi, sýndi hina hhðina á Pétri Þórarinssyni, sókn- arpresti í Glerárhverfi á Akureyri, í gærkvöldi. Þetta var stuttur en hressilegurþáttur. Nokkur orð sem guðsmaðurinn lét flakka í sjónvarpinu í gær hefðu ekki þótt sérlega viðeigandi fyrir mann í hans stöðu fyrír nokkrum árum. Ég er hins vegar sannfærður um að áhorfendur í dag séu hrifn- astir þegar viömælendur sjónvarps og útvarpsmanna tala tæpitungu- laust og beint frá híartanu - þegar þeir segja eitthvað, helst krassandi. I hreinskilni. Það gerði Akureyrar- presturinn á sinn hátt, meðal ann- ars þegar hann greindi frá sykur- sýki sem hann hefur átt við að stríða. Fótboitinn er áhugamál sóknarprestsins og greindi hann opinskátt frá því sem farið hefur á milli hans og ýmissa norölenskra tuðrusparkara. „Er prestdjöfuUinn meö?“ haföi harrn eftir einum and- stæðinga sínum á fótboltavellinum. „Jarðið hræið,“ sagðist hann hafa æpt sjálfur á einum leiknum, en sét eftir öilu saman þegar honum ví bent á að slíkt væri i hans verka- hring. Prestur sagði einnig að eina tækifærið sem hann fengi til að sparka í sóknarbörn sín væri í fót- bolta. „Annars geri ég lítíð að því," bætti klerkur við og glotti. Presturínn fór létt meö Bjarna Hafþór „í einn á móti einum í fót- boltaeinvígi” sem þeir háðu. PresLs- sonurinn var í marki. Guðsmaður- inn fór létt með sjónvarpsmanninn í hraustlegri skriðtæklingu. Þessi þáttur var einn af þeim sem maður hetði gjarnan viijað að Kefði verið dáiítið lengri. Þegar slíkt gerist er tilgangnum einmitt náð. Óttar Sveinsson jíhm . ’i ■ s li, ■ íl-' ' ilil . ii í Hi jti u , --v r: n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.