Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990.
Fréttir
Deila útvarpsmanna og útvarpsráðs:
Ef í mig er sparkað
sparka ég frá mér
- sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra
Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra var í mörg ár fréttamaöur og
síðar ritstjóri Þjóöviljans. Hann
þekkir því störf fréttamanna vel.
Hann var spurður hvað hann hefði
gert ef hann hefði verið í sporum
þeirra fréttamanna sem nú berjast
við útvarpsráð um sjálfstæði frétta-
stofu Ríkisútvarpsins?
„Ég hef alla tíð verið þannig aö ef
í mig er sparkaö þá sparka ég frá
mér,“ sagði Svavar.
Hann bætti því við að það væri al-
veg eins meö fréttamenn Ríkisút-
varpsins og þegar blaðstjórn dag-
blaðs hefði ráðið sér starfsmenn.
„Þá á hún ekki að skipta sér af
störfum þeirra. Ef hún aftur á móti
telur viðkomandi ómögulegan starfs-
mann þá getur hún sagt honum upp
en á ekki að skipta sér af störfum
hans aö öðru leyti,“ sagði Svavar.
Hann var því næst spurður álits á
deilunni sem æðsti yfirmaður Ríkis-
útvarpsins?
„Útvarpsráð hefur leyfi til að gera
ályktanir og gagnrýna hvað sem er.
Það hefur lagalegan rétt til þess. Út-
varpsstjóri hefur líka lagalegan rétt
til þess sem hann gerði enda er hann
stjórnvald samkvæmt útvarpslög-
um. Hins vegar er það alltaf álitamál
fyrir útvarpsráð og útveirpsstjóra
hvað gert er í þessu efni. Mennta-
málaráðherra hefur lagalegan rétt til
að hlutast til um ýmis innri mál í
Ríkisútvarpinu en það hef ég hins
vegar aldrei gert og myndi aldrei
gera. Þess vegna tel ég ekki rétt að
útvarpsstjóri beiti valdi sínu með
þeim hætti sem hann gerði. Það
óeðlilega í málinu eru gildandi lög
um Ríkisútvarpiö. Útvarpsráð ætti
að vera eingöngu fjárhagslegt ráð en
ætti ekki að hafa leyfl til að skipta
sér af dagskrá. Ég tel hins vegar að
þeir sem telja sig órétti beitta af fjöl-
miðlum eigi að geta leitað réttar síns
til þriggja manna ráðs sem Hæsti-
réttur skipi. Og ég mun leggja til að
þessar breytingar verði gerðar á lög-
unum þegar frumvarp til nýrra út-
varpslaga verður lagt fram,“ sagði
Svavar Getsson.
Getur þú sem æösti yfirmaöur Rík-
isútvarpsins beðið fréttamennina af-
sökunar á framkomu útvarpsráðs og
útvarpsstjóra?
„Nei, það get ég ekki, jafnvel þótt
ég telji að hvorki útvarpsráð né út-
varpsstjóri hefðu átt aö haga sér
svona þótt þeir hafi til þess lagalegan
rétt. Útvarpsstjóri er skipaður til ótil-
tekins tíma og hann er æðsta stjóm-
vald innan Rikisútvarpsins. Sam-
kvæmt lögum um réttindi og skyldur
opinberra starfsmanna hef ég enga
möguleika á að hlutast til um hans
vinnubrögð í þessu efni. Ég vildi
heldur ekki hafa völd til að geta hlut-
ast til um störf útvarpsstjóra vegna
þess að ég vil ekki að ráðherrar hafi
völd sem þeir geta beitt að geð-
þótta," sagði menntamálaráðherra.
-S.dór
Geir Gunnarsson alþingismaður og kvótafrumvarpið:
Mín hugmynd var öðruvísi
- hann lagöi fyrstur til að fhunvarpinu yrði vísað til ráðgjafanefndarinnar
„Það er rétt að ég lagði til í sjáv-
arútvegsnefnd neðri deildar að
kvótafrumvarpinu yröi aftur vísað
til ráðgjafanefndarinnar. En ég
lagði jafnframt til að núverandi
kvótalög yrðu um leið framlengd
til 1. september 1991 þannig að
nægur tími ynnist til að yfirfara
núverandi fmmvarp og gera á því
nauðsynlegar breytingar. Nú er
lagt til að vísa fmmvarpinu aftur
til ráögjafanefndar sem skili af sér
í ágúst. Þá vilja menn að kallað
verði saman aukaþing og máliö af-
greitt. Þetta tel ég vera of þröngt
og eins og sjá má er hugmyndin
allt önnur en sú sem ég var með.
Stjómarflokkarnir hafa komist að
samkomulagi um ákveðnar breyt-
ingar á frumvarpinu. Á þingflokks-
fundi Alþýðubandalagsins sam-
þykkti ég þær breytingar og ég
stend því að þeim,“ sagði Geir
Gunnarsson alþingismaður.
Það er með stöðuna í neðri deild
eins og í þeirri efri varðandi kvóta-
frumvarpið að í báðum deildum
mun fmmvarpið að öllum líkind-
um fara í gegn með eins atkvæðis
mun. Því voru margir forvitnir um
hvað Geir Gunnarsson myndi gera
þegar til atkvæða kom í neðri deild,
í ljósi þess 'aö hann lagði fyrstur
manna til að fmmvarpinu yrði vís-
að til ráðgjafanefndarinnar aftur.
-S.dór
Jónatan Þórmundsson, sérstakur ríkissaksóknari í Hafskipsmálinu.
Jónatan Þórmundsson, saksóknari 1 Hafskipsmálinu:
Blekkingar hófust
við milliuppgjörið
í ræðu Jónatans Þórmundssonar,
sérstaks ríkissaksóknara í Hafskips-
málinu, hefur komið fram að blekk-
ingar og misfærslur forráðamanna
Hafskips hafi byrjað við gerð milli-
uppgjörs fyrir fyrstu átta mánuði
ársins 1984. Jónatan sagði meðal
annars í ræðu sinni að fyrir þann
tíma hafi ekkert komið fram um
óheiðarleika eða blekkingar í rekstri
félagsins.
í málflutningnum mun hafa komiö
fram að svo virðist sem Hafskips-
menn hafi ætlað aö fleyta sér yfir
einhvern hjalla, sem þeir töldu að
væri tímabundinn, með fölskum
áætlunum. Með því hafi þeir blekkt
stjóm fyrirtækisins og forráðamenn
Útvegsbankans. En erfiðleikarnir
leystust ekki og eftir það varð ekki
aftur snúið.
Vilhöll vitni
Jónatan Þórmundsson lét að því
liggja að stjómarmenn, sem komu
fyrir sem vitni, hafi verið vilhallir
þeim ákærðu og að framburð þeirra
verði að skoða sem slíkan. Sérstak-
lega mun þetta eiga við um Svein R.
Eyjólfsson, Ólaf B. Ólafsson og Al-
bert Guðmundsson. Þessi þrír sáu
um að semja við forstjórana, Björg-
ólf Guðmundsson og Ragnar Kjart-
ansson, um laun þeirra. Aðrir stjórn-
armenn báru flestir hverjir við
minnisleysi eða þá að þeir hafi ekki
vitað nægilega mikið til að fara með
það fyrir dómi þegar þeir vom yfir-
heyrðir fyrir dóminum.
Refsingar
Jónatan Þórmundsson mun senni-
lega ljúka ræðu sinni í dag. Hann
mun þá meðal annars opinbera hvað
honum þykir eðlilegt um refsingar
þeirra manna sem em ákærðir en
það eru sautján menn sem ýmist
störfuðu hjá eða fyrir Hafskip eða
voru starfsmenn eða bankaráðs-
menn í Útvegsbankanum.
Eftir að Jónatan lýkur ræðu sinni
munu verjendurnir sem eru fimmtán
flytja varnarræður sínar. Til þess
þurfa þeir talsverðan tíma þar sem
Jónatan hefur leitt fram rök sem
styöja málílutning ákæruvaldsins.
-sme
Enginn vill tala við neinn
íslendingar em aðilar að EFTA,
Fríverslunarbandalagi nokkurra
Evrópuþjóða sem hingaQ til hafa
ekki treyst sér til að sækja um inn-
göngu í Evrópubandalagið. Svo
virðist sem um það sé pólitískur
einhugur að ísland geti ekki orðið
aðili aö bandalaginu, vegna þeirra
skilyrða sem Evrópubandalagiö
setur um rétt til fiskveiða í ís-
lenskri lögsögu. íslendingar hafa
að vísu sett sjálfir þau skilyrði að
Evrópubandalagið verði að ganga
að okkar skilyrðum án þess að við
þurfum að ganga þess skilyrðum,
en sú krafa íslendinga er aukaat-
riði, vegna þess að Evrópubanda-
lagið á að hafa skilning á sérstöðu
íslendinga og okkar kröfur em
ófrávíkjanlegar eins og jafnan áð-
ur.
Engu að síður hafa íslendingar
verið mjög áhugasamir um viðræð-
ur viö Evrópubandalagið og á síð-
asta ári gegndi Jón Baldvin utan-
ríkisráðherra formennsku í við-
ræðunefnd EFTA og þótti standa
sig vel. Málum miðaði mjög í rétta
átt og taldi Jón Baldvin að niður-
stöður gætu fengist í lok þessa árs.
Svo gerðist það í síðustu viku að
framkvæmdastjórar EB halda
blaðamannafund og upplýsa að
EFTA viðræður þeirra séu komnar
í strand, einkum vegna þess að
EFTA ríkin komi sér ekki saman
og Evrópubandalagið treystir sér
ekki til að standa í viðræðum við
aðrar þjóðir, þar sem hver höndin
er upp á móti annarri. Fjölmiðlar
leituðu strax til Jóns Baldvins og
spurðu hann álits á þeim alvarlegu
tíðindum að Evrópubandalagið
vildi ekki lengur ræða við EFTA.
Jón Baldvin sagði að EFTA ríkin
þyrftu að stilla saman strengina og
nú þyrfti að halda leiðtogafund, þar
sem úr því yrði skorið hvort pólit-
ískur vilji væri fyrir hendi til að
semja við Evrópubandalagið.
Framkvæmdastjórar Evrópu-
bandalagsins fara auðvitað ekki
með neitt fleipur. Þeir hafa áreið-
anlega rétt fyrir sér um aö EFTA
ríkin eru ekld samstíga. EFTA vill
ekki ganga í bandalagið. Þetta veit
Jón Baldvin og þess vegna hvetur
hann til fundar með EFTA ríkjun-
um til að fá þessa afstöðu upp á
yfirborðið. Sömuleiðis veit Jón
Baldvin að Evrópubandalagið er
ekki tilbúið til að ræða sérstaklega
við íslendinga um skilyrði þeirra
fyrir samstarfi við EB, vegna þess
að EB tekur þau ekki í mál. Enda
hefur íslenska ríkisstjórnin haft vit
á því að vera ekki að viðra sín skil-
yrði við Evrópubandalagið, meðan
hún veit að hvorugur aðili hefur
áhuga á þeim skilyrðum, hvaö þá
að þau veröi samþykkt. Það væri
það versta sem fyrir gætí komið ef
Evrópubandalagið tæki upp á því
aö samþykkja skilyrði íslands fyrir
aðild að bandalaginu. Þá þyrftu ís-
lendingar að sækja um aðild sem
þeir vilja ekki sækja um.
Allt er þetta skiljanlegt og borð-
leggjandi. Jafnvel Dagfari skilur
svo einföld sannindi. Hitt skilur
Dagfari ekki, hvers vegna menn
vilja halda áfram viðræðum um
samstarf eða aðild þegar enginn
hefur áhuga á aðildinni. Enginn
stjórnmálaflokkur á íslandi hefur
lýst yfir stuöningi viö aðild aö Evr-
ópubandalaginu. Ríkisstjórnin er
því andvíg, framkvæmdastjórar
Evrópubandalagsins hafa ekki
áhuga á því, EFTA-löndin koma sér
ekki saman um sameiginlega
stefnu. Til hvers eru menn þá að
standa í þessum viðræðum? Um
hvað er mennimir eiginlega að ríf-
ast?
Ef framkvæmdastjórar Evrópu-
bandalagsins segja aö viðræðurnar
séu komnar í strand þá er allt gott
um það að segja. Ekki vill EFTA
halda áfram viðræöum um eitt-
hvað sem það er ósammála um. Ef
íslendingar vilja ekki ganga i Evr-
ópubandalagið, hvers vegna eigum
við þá að taka þátt í viðræðum sem
stríða gegn hagsmunum okkar? Ef
EB vill hvorki tala við EFTA sam-
eiginlega, né heldur einstök
EFTA-ríki sérstaklega, þá er það
þeirra vandamál en ekki okkar.
Það hljóta allir aö vera afskaplega
fegnir aö nú hefur slitnað upp úr
viðræðum, sem enginn vill í raun-
inni að haldi áfram.
EFTA vill ekki ganga í EB, EB
vill ekki að EFTA gangi í EB, ísland
vill ekki ganga í EB, EB vill ekki
að ísland gangi í EB. Enginn vill
tala við neinn. Um hvað vilja
mennirnir þá tala?
Dagfari