Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990. 9 Utlönd Aukinn þungi í sjálfstæðisbaráttunni við Eystrasalt: Bhutfto HBbúin til viðræðna um Kasmír Lettar undirbúa fullveldisbaráttu Þjóðarfylking Lettlands segist reiðubúin til að hefja undirbúning að sjálf- Stæði. Símamynd Reuter Aukinrt þungi’ hefur nú færst í sjálfstæðisbaráttuna við Eystrasalt. Litháar fóru í gær fram á stuðning Vesturlanda í deilum sínum við Moskvuvaldið og í nágrannalýðveld- inu Lettlandi segjast aðskilnaöar- sinnar reiðubúnir að hefja undirbún- ing að sjálfstæði. Þjóðaifylking Lett- lands segist hafa tryggt sér nægan stuðning á þingi fyrir sjálfstæðisyfir- lýsingu. Þó er talið að þeir muni fara sér hægar en Litháar sem lýstu yfir tafarlausu og skilyrðislausu fuUveldi þann 11. mars. Þeir eiga nú í efna- hagslegu stríði við stjórnvöld í Moskvu. í dag ganga lettneskir þingmenn til kosninga um að endurvekja stjórnar- skrá Lettlands eins og hún var áöur en lýðveldið var nauöugt innlimað inn í Sovétríkin fyrir fimmtíu árum, að því er talsmaður Þjóðfylkingar Letta segir. Eystrasaltsríkin þrjú voru sjálfstæð ríki á millistríðsárun- um. Fulltrúi Þjóðfylkingarinnar seg- ir að stjórnarskráin verði lögð til grundvaUar samningaviðræðum við stjómvöld í Moskvu. En hann sagði einnig að til að varna þess að til deilna komi muni Lettar ekki lýsa yfir tafarlausu sjálfstæði. Þjóðfylkingin hefur ekki tvo þriðju meirihluta á lettneska þinginu en segist fuUviss um að hafa stuðning tveggja þriðju þingmanna eins og þarf til að sjálfstæðisyfirlýsingin fái gildi. Búast má við að Lettar sam- þykki sjálfstæði í áfongum á svipað- an hátt og Eistlendingar. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana vill meirihluta Letta sjálfstæði. í Litháen hvatti Landsbergis forseti Frakka og Vestur-Þjóðverja tU að leggja að Sovétmönnum að hefja samningaviðræður við Litháa sem og að hafa mUUgöngu um sUkar við- ræður. Landsbergis sagði þjóð sina reiðubúna tU að frysta framkvæmd þeirra laga sem sett hafa verið í Lit- háan frá fullveldisyfirlýsingunni en ítrekaði að ekki kæmi til tals að falla frá henni. Reuter Pakistanar neita að þeir útvegi Kasmírbúum vopn, en myndin er tekin i þjálfunarbúðum stutt frá höfuðborg Pakistans. Sfmamynd Reuter Forsætisráðherra Pakistans, Benazir Bhutto, sagði í gær að hún væri tUbúin tU aö ræða við ráðamenn á Indlandi um framtíð Kasmírhéraðs en hún viðraði jafnframt þá skoðun Pakistana að Indveijar væru að neita indverskum íbúum Kasmír um sjálfsákvörðunarrétt. Hún neitaði að Pak- istanar væru að hella oliu á eldinn með því aö láta byltingarmenn í hérað- inu fá vopn. Rúmlega 300 manns haík látist frá því í janúar eftir að bardagar brut- ust út. Indland og Pakistan hafa tvisvar farið í stríð út af Kasmírhéraði, en íbúar héraðsins sem eru flestir múhameðstrúar, vUja annaðhvort sjálf- stæði þess eða sameinast Pakistan. Pettersson fær skaðabætur Svunn Christer Petterson, sem sat inni í 11 mánuði fyrir moröið á Olof Palme, forsætisráðherra Svía, mun fá 300.000 sænskar krónur í skaðabæt- ur. Petterson sem er eiturlyfjaneitandi, drykkjusjúklingur og þjófur hafði farið fram á 2 milljónir sænskra króna en saksóknarinn Hans Stark seg- ir að Petterson hafi ekki þjáðst eins mikið og hann lætur af láta og því séu kröfur hans út í hött. Ame Líljeros, lögfræðingur Pettersson, segir að saksóknarinn hefði átt að vera mun rausnalegri því skjólstæðingur hans hefði verið undir miklu álagi og myndi bera þess merki tU æviloka. F.W. de Klerk, forseti Suður-Afriku, og blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela, eru í forsvari samninganefnda suður-afriskra stjórnvalda og Afríska þjóðarráðsins i undirbúningsviðræðum fyrir formlegar friðarviðræður. Símamynd Reuter Viðræður hafnar í Suður-Afríku: Söguleg stund Afriska þjoðarráðið og stjóm hvíta minnihlutans í Suður-Afríku hófu í gær undirbúningsviðræður fyrir formlegar friðarviðræður sem miða eiga að auknum pólitískum réttind- um handa blökkumönnum í landinu. Á fundinum í gær samþykktu deilu- aðilar dagskrá fyrir viðræðurnar í dag og á morgun og munu ræða helstu ágreiningsmál sem standa í vegi formlegra viðræðna. Klerk, for- seti Suður-Afríku, samþykkti að hitta aö máli leiðtoga blökkumanna og vinna að undirbúningi nýrrar stjórnarskrár-er myndi-veita tutt-ugu - og sjö milljónum blökkumanna í landinu pólitísk réttindi til jafns við þau sem fimm milljónir hvítra manna í Suður-Afríku njóta. Þá sam- þykktu deiluaðilar að ræða m.a. um málefni pólitískra fanga, neyðarlögin sem veriö hafa í gildi í S-Afríku í þrjú ár sem og vopnaða baráttu Af- ríska þjóðarráðsins gegn yfirráðum hvíta minnihlutans. Þrátt fyrir að defiuaðilar hafa sest að samningaborðinu er ljóst að enn er djúp gjá mfili afstöðu þeirra. Af- ríska þfóðárráÓið 'segist ekki geta - fiafið-'formlegar-samningaviöræður við stjórnvöld fyrr en þaö nýtur sama pólitíska frelsisins og stjórnarflokk- urinn. Þvi svaraði forsetinn á þá lund að það yrði erfiðleikum háð fyrir stjórnvöld að sitja við samningaborð „undir byssum hers Afríska þjóðar- ráðsins". Fundurinn í gær var sá fyrsti sem stjórnvöld í Suður-Afríku eiga með Afríska þjóðarráðinu í þrjátíu ár en stutt er síðan starfsemi þess var bönnuð. Samkomulag um myntsameiningu Stjómum Vestur- og Austur-Þýskalands hefur loks tekist að ná sam- koraulagi um myntsameiningu ríkjanna sem tekur gildi í júlí. Samkorau- lagið felur í sér að launagreiðslum, ellilífeyri og húsaleígu verður skipt á genginu eitt austur-þýskt mark á móti einu vestur-þýsku en skuldum fyrirtækja og öörum fjárhæðum verður skípt á genginu tvö austur-þýsk fýrir eitt vestur-þýskt. Viðskiptafræöingar og valdamiklir bankastjórar í Vestur-Þýskalandi óttast nú að hið mikla peningaflæði frá Bonn muni auka verðbólguna í Vestur-Þýskalandi sem er er nú ein lægsta í Evrópu. Þjófur nær 300 milljónum punda Þjófur náði í gær að ræna sem nemur 300 milljónum punda I verð- bréfum frá sendli á götu í London. Englandsbanki hefur þó sagt að glæpur- inn muni aldrei borga sig og varaði strax verðbréfafyrirtæki við þeim bréfum sem stolið var en þau voru öll skráð. Verðbréfin, sem eru aðallega notuð í viðskiptum banka og verðbréfa- sala, var stolið þegar sendill var fótgangandi á leið með þau til annarrar stofnunar en algengt er að þannig séu bréfin flutt á milli í fjármálaliverf inu í London. Englandsbanki hefur þó í hyggu að innleiða kerfi sem bindi enda á ferðir sendlanna með slík verðmætil. Lýðrædisgyðjan fer frá Singapore m Lýðræðisgyðjan, útvarpsskipið sem ytirvöld i Kina segja að sé aðeins partur i áætlun Öl að steypa stjórninni í Peking a< stóli, lagði úr höfn í Singapore i dag. Þeir sem standa að skipinu héldu að þeir gætu endurnýjað birgðir í Hong Kong áður en þeir sigldu inn á alþjóóleg hafsvæði hjá Taiwan þar sem ætlunin er að útvarpa gagn-kommúniskum áróðri til Kina en stjórnvöld i Hong Kong neituðu beiðni þeirra. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.