Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990. 13 I>V Lesendur ' : K.** '... Áhyggjufullur faðir vill vita hvort grunnskólakennarar séu ráðnir að Samvinnuháskólanum. Samvinnuháskólinn að Bifröst Grunnskólakennarar ráðnir? Áhyggjufullur faðir skrifar: Tilefni þessa bréfs er það að ritari þess á dóttur sem fyrir skömmu sótti um inngöngu í Samvinnuháskólann á Bifröst og fékk reyndar inngöngu. En þegar dóttir mín frétti fyrir tilvilj- un eina að einn af væntanlegum kennurum hennar í þessum nýja Samvinnuháskóla væri aðeins með menntun sem kennari í grunnskóla runnu á mig tvær grímur. Ástæða þess er sú að ég hef kennt sjálfur í háskóla bæði hér heima og erlendis og veit ég þess ekki dæmi að ráðnir séu til kennarastarfa í há- skóla menn með minni menntun en þeir nemendur sem þeir eiga að út- skrifa. Undantekningarlaust eru kennarar í háskólastofnunum með háskólamenntun. Af þessu tilefni langar mig til að vita hvort þetta er rétt og ef svo er þá langar mig til að spyrja hvernig menntamálaráðuneytið geti veitt slíkri menntastofnun starfsleyfl sem ekki krefst þess af kennurum sínum að þeir séu háskólamenntaðir. Með þessu er ég ekki að dæma fyr- irfram viðkomandi kennara óhæfan heldur aðeins að benda á það að stofnun sem kallar sig háskóla stend- ur ekki undir nafni sem slík þegar svona er að málum staðið. Að auki mun gildi skírteina frá slíkum skól- um ekki vega eins þungt og ella. NORÐDEKK önnumst alla almenna hjólbaröaþjónustu jafnt fyrir vörubíla og fólksbíla. Veriö velkomin emimimm Réttarháls 2 s. 84008 & 8Á009 Skipholt 35 s. 31055 Opiö virka daga frá kl. 8:00-19:00 Laugardaga frá 8:00-17:00 Kjaftasögur um barnadauða í bílageymslu Kringlunnar hafa verið lifseigar. Viðbjéðsleg kjaftasaga Tyeggja barna móðir hringdi: Ég rak augun í litla frétt í DV um daginn. Fréttin fjallaði um lífseiga og útbreidda kjaftasögu um börn sem hefðu dáið eftir að hafa verið skilin eftir í bílum í bílageymslu Kringl- unnar. Fundu blaðamenn engar sannannir fyrir slúðrinu og virðist það því ekki eiga við rök að styðjast. Mér finnst það skrýtið og hálfvið- bjóðslegt að nokkur skuli hafa geð í sér að breiða út svona kjaftasögur. Mig langar því til að spyrja þetta fólk, sem breiðir út slíkar sögur, hvort það fái eitthvað út úr því. Ég vona bara að gróa á leiti láti af starfi sínu og fólk hætti að breiða út slíkar kjaftasögur. Heilaskaðaði drengurinn 1 Bretlandi: Hvað gerir utanrikisráðuneytið? I.H. skrifar: Fyrir nokkru skýrði DV frá því að htill íslenskur drengur, sem var í hjartaaðgerð í London, hefði hlot- ið heilaskaða og orðið aumingi. Ætla má að um mistök hafi verið að ræða enda „týndust“ sjúkra- skýrslur. Þetta minnir á að nýlega fífluðust nokkrir útgerðarmenn til að kaupa og senda fiskiskip til Alaska á röng- um forsendum. Þá hljóp ríkis- stjórnin (sjávarútvegsráðuneytið) upp til handa og fóta og sendi menn til Washington. Voru menn þessir, ásamt sendiherranum þar, dögum saman að þrefa við bandarísk yfir- völd um málið, allt á kostnað ís- lensks almennings. Sendiherra íslands hjá EB eyddi miklum tíma til að troða dæmdum dómara frá íslandi í starf hjá sam- tökunum. Þegar Þorgeir Þorgeirs- son rithöfundur var að leita réttar síns hjá Mannréttindadómstól Evr- ópu sendi dómsmálaráðuneytið ráðuneytisstjórann, lagaprófessor o.fl. til að standa í málaþrasi gegn rithöfundinum - íslenskur almenn- ingur borgaði brúsann. Hvað snertir aðgerðina á litla drengnum, sem rætt var um í upp- hafi, er það svo að bresk einka- sjúkrahús eru fjárhagslega tryggð gegn óhöppum sem þessum. Ef ekkert er gert í málinu merkir það eingöngu að breskt tryggingarfélag sleppur við að greiða háar skaða- bætur. Þá sitja ungu hjónin uppi bótalaus með skaðaða drénginn sinn. Og þá er spurningin: Hvað ætlar utanríkisráðuneytið að gera í þessu máh? Hvaða hjálp ætlar það að veita? Hér er hvorki um að ræða togara né dæmdan mann heldur íslenskt alþýðufólk. Hvað skyldi alþýðuforinginn mikh í utanríkis- ráðuneytinu ætla sér að gera til hjálpar? h;rn9?I VU i ;;o Bflio “,5íeI-? Fjöldi bilasala, bíla- umboöa og einstaklinga auglýsa fjölbreytt úrval bíla af öllum geróum og í öllum veröflokkum meö góðum árangri í DV-BÍLAR á laugardögum. Athugió aó auglýsingar í DV-BÍLAR þurfa aó berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Smáauglýsingadeildin er hins vegar opin alla daga frá kl. 09.00 tiI 22.00 nema laugardaga frá kl. 09.001 i I 14.00 og sunnudaga frá kl. 18.00 til 22.00. Smáauglýsing í HELGARBLAÐ veróuraó berast fyrir kl. 17.00 á föstudögum. Auglýsingadeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.