Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 32
F R Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð daablað FIMMTUDAGUR 3. MAI 1990. Kvótafrumvarpið: Samþykkt í efri deild í nótt Frumvarp til laga um stjóm fisk- veiða, kvótafrumvarpið svokallaða, var samþykkt meö eins atkvæðis mun á fundi efri deildar Alþingis í nótt og sent til neðri deildar. Þar verður frumvarpið tekið til fyrstu umræðu í dag og afgreitt til nefndar. í neðri deild er talið að frumvarpið verði einnig samþykkt með eins at- kvæðis mun en þó eru línurnar ekki jafnskýrar þar og í efri deild. Stefnt er að því að afgreiða frumvarið sem lög frá Alþingi á morgun, föstudag. -S.dór Sérfræðingar OECD: íslendingar auki hlutverk markaðarins í nýútkominni skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinn- ar í París, segir að brýnustu verkefni , í íslensku efnahagslífl nú séu að auka frelsið varðandi fjárfestingarlán, er- lendar fjárfestingar og fjármagns- flutninga milli íslands og annarra landa. „Sambland traustrar hagstjómar, aukins hlutverks markaðarins og atvinnustefnu sem byggir í minna mæli á afskiptum stjórnvalda er besta leiðin til að bæta lífskjör á ís- landi á komandi árum," segir orðrétt í skýrslunni. Sérfræðingar OECD spá tiltölulega hægum hagvexti á íslandi á allra næstu árum og segja að þess vegna séu engar líkur á að hægt verði að auka hagsæld með hefðbundnum efnahagsaðgerðum. Þá segja þeir að reikna megi með því að tekjur af sjávarútvegi aukist lítið á næsta árum. Spáð er að hag- vöxtur til aldamóta verði á bihnu 1,5 til 2 prósent. Þá segir: „Þrátt fyrir að verðbólgan hafl að undanförnu verið Mtil á ís- lenskan mælikvarða er hún mjög mikil miðað við önnur OECD-lönd.“ -JGH Hafnarfjörður: Tveggja ára drengur lést Rúmlega tveggja ára drengur lést þegar hann varð fyrir sorpbíl sem verið var að snúa í götu þar sem drengurir.n var að leik. Slysið varð í Funabergi. Tahð er að drengurinn hafi látist samstundis. -sme Femt úrskurðað í gæsluvarðhald vegna morðmálsins: Tengjast öll fíkmefnabrotum Fernt var úrskurðað í gæslu- varðhald af Sakadómi í gærkvöldi vegna rökstudds gruns að aðild þeirra að morðmálinu við Stóra- gerði í síðustu viku. Hér er um að ræða þrjá karhnenn og eina konu sem öh hafa verið viðriðin afbrot vegna flkniefna, innbrota, þjófn- aða, fjársvika og falsana. Þau eru 20, 28,30 og 34 ára gömul. 28 ára gamall karlmaður og 20 ára gömul kona eru sambýlisfólk. Karlmaðurinn var á síðastliðnu árí viðriðinn innflutning á hundruð- um skammta afLSD. Sá hinn sami hefur oftsinnis borið bitvopn á sér. Öll fjögur eru viðriðin neyslu á sterkum eiturlyfjum og afbrot tengd fíkniefnaneysiu. Blóðug föt fundust á heimih aðila úr hópi fjórmenninganna við hús- rannsókn lögreglunnar og er verið að kanna úr hverjum blóðið var. Ekkert fékkst gefið upp hjá rann- sóknarlögreglu varðandi þá grein- ingu. Helgi Damelsson, yflrlög- regluþjónn hjá RLR, sagöi hins veg- ar að menn yrðu að vera bjartsýnir um framgang rannsóknarinnar. Tveir mannanna voru úrskurð- aðir í varðhald til 23. mai en konan og annar maður verða í varðhaldi til 9. mai. Rannsónarlögrelga ríkis- ins fór fram á nokkuð lengra varð- hald yfir flórmenningunum. Saka- dómari tók hins vegar ákvörðun um að úrskurðir hljóðuðu á þessa leið. Mennirnir sem voru úrskurð- aðir til 23. mai hafa báðir kært úr- skurð Sakadóms th Hæstaréttar. Að sögn Þóris Oddssonar vara- rannsóknarlögreglustjóra voru gögnlögð fram í máhnu sem sýndu rökstuddan grun um aðild flór- menninganna að morðmálinu. Hann sagði að þau tengdustmálinu með mjög mismunandi hætti - þaö ætti þó eftir að koma betur í Jjós. Önnur afbrot tengjast einníg hand- tökunum og gæsluvarðhaldsúr- skurðinum. „Þegar við erum að ná utan um máhð þykir þessi grunur um aðild að morðmálinu studdur það sterkum rökum að krafan um gæsluvarðhald er réttmæt," sagði Þórir í samtali við DV. Aðspurður sagði Þórir að áfram yrði haldið að taka við ábendingum frá almenrúngi með þökkum. -ÓTT Á einni nóttu kom vorið til þeirra Austfirðinga. Þegar fólk kom á fætur 1. maí var sólskin og bliða. Sumir notuðu daginn til verkalýðsiðkunar en aðrir drifu sig i að setja niður kartöflur, enda jörð frostlaus. Ef guð lofar ættu þess- ir heiðursmenn að geta tekið upp nýjar kartöflur i lok júlí. DV-mynd GVA Veörið á morgun: Sumar á Austurlandi Á morgun verður vestlæg eða suðvestlæg átt. Skýjað og ef til vill smáskúrir og 6-9 stiga hiti um vestanvert landið en bjart veður og víða 10-12 stiga hiti austanlands. Júlíus hótar að ganga úr ríkis- stjórninni - vegna verkefnaskorts Júlíus Sólnes umhverfismálaráð- herra hótaði stjórnarshtum á Alþingi í gær ef ekki fengist niðurstaða sem hann gæti sætt sig við varðandi verk- efni umhverfismálaráðuneytisins. Yfirlýsing Júhusar kom í kjölfar breytingartihagna sjálfstæðismanna við breytingartillögur Steingríms Hermannssonar frá því um páska. Samkvæmt tihögum Sjálfstæðis- manna er gert ráð fyrir eð enn fækki verkefnum ráðuneytisins; skipulags- máhn verði áfram undir félagsmála- ráðuneytinu, ráðstafanir vegna um- hverfismengunar einnota umbúða verði undir iðnaðarráðuneytinu og eyðing svartbaks og vargfugls, refa og minka fahi út úr frumvarpinu. Þar með stæði fátt eftir af upphaflegu tihögunum um verkefni umhverfis- ráðuneytisins annað en Náttúru- verndarráð, Veðurstofan, Landmæl- ingar og Náttúrufræðistofnun. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að ná samkomulagi við stjórnarand- stöðuna um þetta mál. Samkomulag tókst um páskana um breytingartil- lögur forsætisráðherra þrátt fyrir ht- inn fögnuð Júlíusar sem þá var staddur erlendis. Þegar frekari niðurskurðartillögur sjálfstæðismanna komu fram seint í gærkvöldi sagði Júlíus að stjórnar- samstarfið væri í hættu og líkur væru á kosningum í haust ef þær næðu fram að ganga. Ólafur Ragnar Grímsson flármála- ráðherra sagði í samtali við DV í morgun að engin hætta væri á öðru en máhð leystist á þessu þingi á þann hátt að Júlíus gæti sætt sig við mála- lok. Júlíus Sólnes umhverfisráðherra vildi ekkert ræða við DV um máhð í morgun. -gse Akureyri: Sjö ára drengur drukknaði í Glerá Sjö ára gamall drengur drukknaði í Glerá á Akureyri í gær. Tveir drengir höfðu veriö að leik viö ána - ofan við stífluna. Þegar annar þeirra skilaði sér ekki hófst mikil leit. Vatn í ánni var mórautt vegna leys- inga. Gripið var th þess ráðs að hleypa vatni niður fyrir stífluna og fannst drengurinn látinn um klukk- an sex síðdegis. -sme BILALEIGA v/Flugvallarveg 91-6144-00 NYR GLÆSILEGUR VEITINGASTAÐUR í MIÐBORGINNI i f f ¥ i i i i i i i ¥ i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.