Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990. Afmæli Þorgeröur Björnsdóttir fóstra, Fagrahjalla 14, Vopnaflröi, er fertug ídag. Þorgeröur fæddist á Vopnafiröi og ólst þarupp. Húngiftist 31.12.1969 Siguröi Sigurðssyni sjómanni, f. 4.3. 1949, syni Sigurðar Sigurössonar, sjómanns á Vopnafirði, og Ásu Leósdóttur húsmóður. Börn Þorgerðar og Sigurðar eru: Björn, f. 19.12.1969, nemi og Ása, f. 24.2.1973, nemi. Systkini Þorgeröar eru Antonia Margrét, f. 12.12.1935, gift Einari Jóhannssyni, og eiga þau tvö börn: Aðalheiöi Birnu, f. 18.10.1959, og Jóhann Þór, f. 5.10.1961; Elías, f. 5.9. 1937, búsettur í Vestmannaeyjum, kvæntur Hildi Margréti Magnús- dóttur, og eiga þau fjögur börn: ÓI- öfu Aöalheiði, f. 8.1.1958: Björn, f. 20.1.1960: Kolbrúnu, f. 16.6.1964: og Magnús, f. 5.3.1980; Sigurbjörn, f. 2.7.1939, kvæntur Birnu Björns- dóttur, og eru börn þeirra Unnur Margrét, f. 6.1.1962: Bjöm Heiðar, f. 8.5.1965 og Eygló, f. 15.6.1969, auk þess sem Sigurbjörn á dótturina Unni Ósk, f. 1.2.1959; Stefán, f. 4.7. 1941, kvæntur Katrínu Valtýsdótt- ur, og eiga þau íjögur börn: Svavar Valtý, f. 2.8.1963, Aöalheiöi, f. 15.5. 1968, Svövu Birnu, f. 19.4.1970 og Lindu Björk, f. 12.5.1979; Alexandra Ásta, f. 21.4.1945, gift Runólfi Krist- berg Einarssyni, og eiga þau þrjá syni: Einar Björn, f. 12.8.1963, Svan, f. 12.5.1968 og Heiðar, f. 11.8.1969; Hámundur, f. 21.11,1947, kvæntur Rut Vestmann Bjarnadóttur, og eru börn þeirra: Ragna Peta, f. 19.4.1968, Ásta Bjarney, f. 14.2.1970 og Rakel, f. 5.5.1978, auk þess sem Hámundur á dótturina Heiðrúnu, f. 6.7.1973; Þorbjörg, f. 15.8.1948, gift Guðmundi Jónssyni, og eiga þau tvö börn: Jón, f. 6.11.1968 ogBjörn, f. 2.7.1971; Aðalbjörn, f. 13.3.1955, kvæntur Öddu Tryggvadóttur en sonur þeirra er Tryggví, f. 21.6.1986. Foreldrar Þorgerðar: Björn Elíes- ersson, f. 25.8.1915, d. 16.1.1970, og Aðalheiður Stefánsdóttir, f. 20.12. 1914. Björn var bróðir Hjálmars, skip- stjóra og útgerðarmanns, föður Jó- hanns, skálds og upplýsingafulltrúa Pósts og síma. Björn var sonur Elí- esers, útgerðarmanns á Seyðisfirði, Sigurössonar, b. á Refsteinsstöðum og í Litlu-Hlið í Vesturhópi, Eiríks- sonar í Litlu-Hlíð Jóhannssonar. Móðir Sigurðar var Sigurlaug, syst- ir Halldóru, langömmu Jóns á Torfalæk, föður Jónasar fræöslu- stjóra, föður Ögmundar, formanns BSRB. Sigurlaug var dóttir Sigurð- ar, b. í Grundarkoti í Vatnsdal, föð- urbróður Jóns á Snæringsstöðum, langafa Jónasar læknis, afa Jónas- ar, ritstjóra DV, og Jónasar, forseta NLFÍ. Sigurður var einnig föður- bróðir Péturs, afa Þórðar, læknis á Kleppi, afa Hrafns og Tinnu Gunn- laugsbarna. Systir Sigurðar í Grundarkoti var Þórunn, lang- amma Jóns, skálds á Helluvaði, föð- ur Sigurðar, skálds á Arnarvatni, föður Málmfríðar alþingismanns. Jón á Helluvaði var einnig faðir Jóns, alþingismanns í Múla, föður Árna alþingismanns, föður Jónasar, rithöfundar og fyrrv. alþingismanns og Jóns Múla tónskálds. Sigurður var sonur Jóns, „harðabónda" í Mörk í Laxárdal, Jónssonar, ætt- föður Harðabóndaættarinnar. Móð- ir Sigurlaugar var Ólöf Eyvinds- dóttir. Móðir Elíesers var Elín, dótt- ir Þorsteins Þóröarsonar frá Borg- arholti. Móðir Björns var Þorgerður Al- bertsdóttir, b. á Skálum á Langa- nesi, Finnssonar landpósts. Móðir Þorgerðar var Soffía Eymundsdótt- ir, b. í Höfða á Langanesi, Eymunds- sonar. Aðalheiður er dóttir Stefáns, b. á Háreksstöðum og Brunahvammi Alexanderssonar Jónssonar, Halls- sonar, b. á Hryggstekk, Jónssonar. Móðir Jóns Hallssonar var Guð- rún Ásmundsdóttir. Móðir Alex- anders var Gróa Halldórsdóttir. Þorgerður Björnsdóttir. Móðir Stefáns var Björg Guðmunds- dóttir, Jónssonar, Hallssonar. Móðir Guðmundar var Gróa Hall- dórsdóttir. Móðir Bjargar var Guð- rún Jónsdóttir. Alexander, faðir Stefáns, og Guðmundur, móðurafi Stefáns, voru bræður. Móðir Aðalheiðar var Antonía, dóttir Margrétar Árnadóttur og Antoníusar, b. í Tunguhlíð, Anton- íussonar, b. í Markúsarseli, Árna- sonar, Péturssonar. Móðir Antoníusar var Ingunn Jónsdóttir. Móðir Antoníusar í Tunguhlíð var Ingibjörg Þorsteins- dóttir. Bjami Ey- vindsson Bjarni Eyvindsson trésmíðameist- ari, Dynskógum 8 í Hveragerði er 70 ára í dag. Bjarni er fæddur í Útey í Laugar- dal. Kona Bjarna er: Gunnhildur Þórmundsdóttir. Bjarni og Gunn- hildur taka á móti gestum á Hótel Örk í Hveragerði á afmælisdaginn kl. 20.00. Bjarni Eyvindsson. Til hamingu með afmælið 3. maí 85 ára Samúel Jónsson, Víðivöllum 2, Selfossi. 80 ára V algerður Jónasdóttir, Mikladalsvegi 2, Patreksfirði. 75 ára Ólafur Ásgeir Sæmundsson, Hólagötu 2, Vatnsleysustrandar- hreppi. 70 ára Guðmundur Jónasson, Selbrekku 30, Kópavogi. Guðrún Sigurðardóttir, Smáratúni 13, Selfossi. Árni Gunnar Pálsson, Heiöaravegi 1, Selfossi. Svavar Sigurjónsson, Glaðheimum 24, Reykjavík. 60ára Elsa Þorsteinsdóttir, Ketilsstöðum, Vallahreppi. Kristjana Brynjólfdóttir, Broddadalsá 1, Árneshreppi. Sverrir Hallgrímsson, Árnesi, Andakílsárvirkjun, Anda- kílshreppi. Jónas E. Guðmundsson, Stekkjarholtill, Ólafsvík. 50ára Kristín Kalmansdóttir, Minni-Borg, Grímsneshreppi. Guðlaug Sigurðardóttir, Hvassaleiti 8, Reykjavík. Kamma Hansen, Lundarbrekku 2, Kópavogi. Áslaug Halla Vilhjólmsdóttir, Mýrarbraut 4, Vík 1 Mýrdal. Páll V. Sigurðsson, Brekkuseli 9, Reykjavík. Páll og í da Einarsdóttir, kona hans, taka á móti gestum laugardaginn 5. mai frá kl. 17-20 að Skipholti 70. 40ára Sigríður Davíðsdóttir, Hringbraut 95, Reykjavík. Anna Maria Aðalsteinsdóttir, Fiskakvísl 16, Reykjavík. Björn Kristjánsson, Holtabrún 3, Bolungarvík. Steinunn Jóhanna Pálsdóttir, Ránargötu 46, Reykjavík. Guðrún Þ. Guðmundsdóttir, Hólabraut 22, Höfðahreppi. Páll Bergmann Reynisson, Byggðarholti 33, Mosfellsbæ. Jóhanna H. Hólmsteinsdóttir, Funafold 101, Reykjavík. Sigurbjörn Sigurðsson, Norðurvöllum 6, Keflavík. Ingvar Pétursson, Heiðmörk 20V, Hveragerði. Liv Gunnhildur Stefánsdóttir, Steinahlíö 7A, Akureyri. ÚRVAL á næsta blaðsölustað Úrval Kristín Sigurrós Jónasdóttir Kristín Sigurrós Jónasdóttir snyrtifræðingur (kaupmaður), Háa- barði 14, Hafnarfirði, er sextug í dag. Kristín er fædd í Hafnarfirði og ólst þar upp. Húh nam í Staðar- fellsskóla 1948-1949 og er snyrti- fræðingur. Kristín stofnsetti snyrti- vöruverslunina Signu á Strandgötu 33 í Hafnarfiröi 1965 og starfrækir snyrtivöruverslunina Dísellu á Mið- vangi 42 í Hafnarfirði. Kristín er gift Sveini Valtýssyni, f. 4. apríl 1937, veitingamanni. Foreldrar Sveins eru: Valtýr Brandsson í Vestmanna- eyjum og kona hans, Ásta Guðjóns- dóttir. Börn Kristínar eru: Guðrún Johansen, f. 18. september 1950, gift Þór Ólafssyni, f. 23. ágúst 1949, þau búa í Hafnarfirði og eiga eitt barn, Carl Jónas Johansen, f. 16. ágúst 1953, kvænist Kristínu Harðardótt- ur, f. 25. mars 1966, þau búa í Reykja- vík, og Elna Christel Johansen, f. 9. ágúst 1958, gift Kristjáni Kristj- ánssyni, f. 9. ágúst 1958 og búa þau í Hafnarfirði og eiga þau tvö böm. Systkini Kristínar eru: Sveinn, kvæntur Freyju Leópoldsdóttur, Jón Aðalsteinn, kvæntur Margréti Sveinsdóttur, Guðmundur, kvænt- ur Kolbrúnu Karlsdóttur, Erling Garðar, kvæntur Jóhönnu Guðna- dóttur og Guðrún, gift Gísla Sumar- liðasyni. Foreldrar Kristínar eru Jónas Sveinsson, f. 30. júní 1903, d. 8. okt- óber 1967, framkvæmdastjóri Dvergs í Hafnarfiröi, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, f. 30. mars 1903, d. 12. nóvember 1985. Kristín Sigurrós Jónasdóttir. Andlát_______________pt Leifur Halldórsson Leifur Halldórsson frummóta- smiður, Naustahleini 26, Garðabæ, lést 22.4. sl. en útför hans fór fram frá Kópavogskirkju klukkan 13:30 ígær. Leifur fæddist í Nesi í Loðmund- arfirði og ólst upp hjá foreldrum sínum. Hann íluttist til Reykjavík- ur 1939 og lauk námi í frummóta- smíði frá Iðnskólanum í Rvík 1944. Leifur vann viö frummótasmíði frá 1944. Hann stofnaði ásamt nokkr- um félögum sínum Málmsmiöjuna Hellu hf. 1949 þar sem hann starf- aði síðan en 1986 lét hann af störf- um vegna heilsubrests. Leifur vann mikið að félagsmál- um og hefur verið í stjórn margra félaga, t.d. Austfirðingafélagsins, Bindindisfélags ökumanna og Iðn- aöarmannafélagsins. Hann hefur starfað mikið í Góðtemplararegl- unni og var lengi í hússtjóm Templarahallarinnar. Leifur Hafði mikinn áhuga á söng og kórstarfi og söng í mörg ár í kirkjukórum. Leifur kvæntist 21. júní 1946 Ámýju Ingvaldsdóttur, f. 12. nóv- ember 1922. Foreldrar hennar voru Kristján Ingvaldur Benediktsson, b. á Hrafnseyri í Arnarfirði, og kona hans, Jónfríður Gísladóttiri Böm Leifs og Árnýjar em: Jóna Leifur Halldórsson. Fríða, f. 27. júní 1947, skrifstofu- maður í Garðabæ, gift Birgi Guð- mannssyni tæknifræðingi; Svan- hildur, f. 26. nóvember 1948, skrif- stofumaður í Hafnarfirði, gift Þor- valdi Hallgrímssyni framkvæmda- stjóra; Kristján Ingvaldur, f. 10. fe- brúar 1950, málmsteypumaður í Kópavogi.kvænturMargréti. . Bjömsdóttur; Halldór, f. 4. mars 1954, frummótasmiður í Hafnar- firði, kvæntur Önnu Rósu Sigur- geirsdóttur, ogÁsta Sólrún, f. 8. mars 1958, húsmóðir, gift Gesti Pét- urssyni húsasmið. Barnabörn Leifs og Árnýjar eru nú íjórtán og eitt bamabarnabam. Systkini Leifs eru Auður ísfeld, f. 12. maí 1917, gift Jóni Kr. ísfeld, presti og rithöfundi í Rvík, og Björn, f. 8. apríl 1920, gullsmiður í Rvík, kvæntur Ester Sigfúsdótt- ur. Foreldrar Leifs voru Halldór Pálsson, b. í Nesi í Loðmundar- firði, og kona hans, Hólmfríöur Björnsdóttir. Halldór var sonur Páls, b. í Tungu í Loðmundarfirði, Þorsteinssonar, b. í Víðivallagerði, Jónssonar, b. í Víðivallagerði, Pálssonar, bróður Þorsteins, afa Isaks Jónssonar skólastjóra, b. á Víðivöllum, Þor- steinssonar. Móðir Halldórs var ElínborgStefánsdóttir, b. á Barkar- stöðum í Miðfiröi, bróður Guðrún- ar, ömmu Sveins Bjömssonar for- seta. Stefán var sonur Jóns, próf- asts á Steinnesi, Péturssonar, og konu, hans, Elísabetar Bjömsdótt- ur, prests í Bólstaðarhlíð, Jónsson- ar, föður Kristínar, langömmu Finnboga; föður Vigdísar forseta.--

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.