Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 3. MAI 1990. 11 George Bush í opinbert stríð við letihauga „í dag lýsum viö stríöi á hendur öllum letihaugum,“ Vcir boðskapur Bush Banda- ríkjaforseta til þjóðar sinnar fyrsta maí. Þennan dag er vani aö forsetinn standi fyrir opinberum samkomum en að þessu sinni var öllum formsatriö- um sleppt og fólk hvatt til að fara út að hlaupa. Bush stóð sjálfur fyrir íþróttaæfingu á flötinni fyr- ir framan Hvíta húsið og tík- in Millie skokkaði í kring. Hún hefur nú náð sér af sárum sem hún hlaut í við- ureign við moldvörpu þar í garðinum á dögunum. Bush er af mörgum talinn einn mesti íþróttamaðurinn sem setið hefur á forseta- stóh í Bandaríkjunum. Á yngri árum lék hann amer- ískan fótbolta og var talinn með bestu miðvörðum með- an hann var upp á sitt besta. Nú skokkar hann reglulega, leikur tennis og golf. Þess á milli fer hann í útreiðartúra og veiðir. Bush hélt ræðu í tilefni af stríðsyfirlýsingunni. Hann var klæddur í íþróttagalla og hvatti landa sína til að hætta að neyta óhollrar fæðu og nota hvert tækifæri til útiveru og hreyfingar. Að ræðunni lokinni sýndu hann og Barbara kona hans hvernig ætti að bera sig til við æfingarnar í beinni sjónvarpsútsendingu og þeim til aðstoðar var leikar- inn og vaxtarræktartröllið Arnold Schwarzenegger ásamt nokkrum áhuga- mönnum um líkamsrækt. Síðar um daginn var efnt til golfmóts þar sem Bush var meðal keppenda. Úrslit- in í mótinu hggja ekki fyrir en helsta afrekið var að við lá að bolti frá Bush lenti í einum keppenda. Forsetinn hitti þó ekki og engin sár hlutust af. George Bush Bandaríkjaforseti hefur lýst stríði á hendur letihaugum meðal þjóðar sinnar. Sjálfur er hann mikill áhugamað- ur um íþróttir. Diana og Karl Bretaprins eru nú meiri mátar en þau hafa verið undanfarin misseri. Hjónabandi Díönu og Karls bjargað? Það vekur stöðugt meiri athygli að samband þeirra Díönu og Karls Bretaprins er mun betra en það var til skamms tíma. Sérfræðingar í mál- efnum konungsfjölskyldunnar velta þessu mjög fyrir sér og hafa nokkrar skýringar verið nefndar á að hjóna- bandsvandræðin virðast úr sögunni. Sú skýring, sem mest fylgi hefur, er að átak Díönu í að bæta útlit sitt hafi að nýju kveikt eld í þeim glæðum sem enn hfðu frá fyrstu hjóna- bandsárum þeirra. Díana virðist nú unglegri en nokkru sinni fyrr. Hún hefur breytt hárgreiðslunni og er nú með styttra hár en áður. fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða * smáauglýsingar út í hönd með beinhörðum 'V peningum. Þaö eina sem þú þarft aó gera er að verður færð á kortið þitt. Það er gamla sagan: Þú hringir, við birtum og SMi það ber árangur! I Virkádaga kl. 9.0C feuQárdaga kl.9.0C Sunnuðöga kl.18.0 Athugið: Auglýsing í helgarblaÁ DV þarf að berast fyrir kl. 17.00 á föstudag. ÍEPP WAGONEER LIMTED * QQ Nú getum víð boðið eíntak af þessum glæsílega jeppa, með öllum mögulegum útbúnaðí Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 JÖfUR-ÞEGAR ÞÚ KAUPIR~bÍC Búnaður m.a.: 4,0 lítra, 6 cyl. vél, sjálfskípting, vökva- & veltistýri, Ieðurklæðníng, sóllúga, útvarp/seg- ulband, Crusíe-control, rafknúnir stólar að framan, rafmagnsrúður, rafmagnsútíspeglar, rafmagnslæsingar, Ioftkælíng og lítað gler, álfelgur og m.fl. VERÐ KR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.