Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 3. MAI 1990. Stjómmál Spurtá Vopnafirði: Hvernig fara kosningarnar? Þórður Björnsson lagermaður: Ég veit lítið um þessi mál en reikna með að þetta verði svipað og verið hefur. Sigurveig Róbertsdóttir bankastarfs- maður: Framsóknarflokkurinn fær örugglega íjóra menn kjörna og hreinan meirihluta. Ari Hallgrímsson vélgæslumaður: Sjálfstæðisflokkurinn fær einn mann, hinir flokkarnir tvo menn hver og það verður erfitt að koma saman meirihluta. Siguijón Ingibjörnsson verkamaður: Ég held að Framsóknarflokkurinn fái hreinan meirihluta og Alþýðu- bandalagið tapar manni. Björn Steingrímsson verkstjóri: „Ég hugsa ekkert um þessi mál og er sama hvernig þetta fer. Lárus Ármannsson lyftaramaður: Ég held að þetta verði svipað og síðast og það verði litlar breytingar. Vopnafjörður: Enginn meirihluti á yfir- standandi kjörtímabili Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Staða sveitarstjórnarmálanna á Vopnafirði hefur verið með þeim hætti á kjörtímabilinu sem er að ljúka aö þar hefur ekki verið neinn formlegur meirihluti í sveitarstjórn. Framsóknarflokkurinn hafði meirihluta á árunum 1982-1986 en tapaði manni í síðustu kpsningum og meirihlutanum um leið. í kosning- abaráttunni höfðu hinir flokkarnir beint spjótum sínum að Framsókn- arflokknum og gátu m.a. af þeim sök- um ekki starfað með honum að kosn- ingum loknum. Þá náðu þeir ekki samstöðu sín á milli um meirihluta- samstarf og þannig hefur það verið að meirihluti hefur myndast í hveiju máli fyrir sig. Alþýðubandalagsmað- ur var oddviti fyrri hluta kjörtíma- bilsins og framsóknarmaður síðari hlutann. Atvinnumál, samgöngumál og um- hverflsmál verða aðalkosningamálin á Vopnafirði. Þar hefur verið viðvar- andi atvinnuleysi að undanfomu, samgöngur á landi eru mjög erfiðar vægast sagt og fulltrúar flokkanna minntust flestir á að í umhverfismál- um væri mikið starf óunnið. Framsóknarílokkur: Vona að fólkið kjósi festu „Það er mjög slæmt að hafa ekki starfandi hér meirihluta við stjórn bæjarins. Takmarkið hjá okkur hlýt- ur að vera að fá hér meirihluta í kosningunum og ég vona að fólkið vilji festu í stjórn hér. Við teljum okkur vera með gott fólk til þess,“ segir Kristján Magnússon sem skipar efsta sæti á lista Framsóknarflokks. „Atvinnumál brenna mjög á mönn- um hér, okkar helstu fyrirtæki standa illa og við höfum verið í varn- arbaráttu. Mál málanna er að koma atvinnumálunum í lag, samgöngu- málin eru einnig ofarlega í okkar huga enda erum við afskekkt og sam- göngur erflðar. Við erum ekki í vega- sambandi við Austurland nema helming ársins og þetta er óviðun- andi. Af framkvæmdum sem ráðast þarf í get ég nefht endurbætur á skólahús- næði en það er allt of lítið og aðstaða nemenda og kennara mjög slæm,“ sagði Kristján Magnússon. Kristján Magnússon skipar efsta sæti á lista Framsóknarflokks. Sjálfstæöisflokkur: „Við viljum ná meirihluta“ Steindór Sveinsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks. „Hér er atvinnuleysi, m.a. vegna þess að við höfum tapað kvóta úr byggðarlaginu og við þurfum að end- urheimta hann. Atvinnumál og sam- göngumál eru helstu kosningamál hér,“ segir Steindór Sveinsson sem skipar efsta sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins. „Vandi okkar í atvinnumálum er bæði utanaðkomandi og heimatilbú- inn, enda hefur ekki verið staðið nægilega vel að málum hér. Fram- sóknarflokkurinn hefur verið allt í öllu hér, það þarf að breyta því og við viljum fá hér meirihluta. Þetta verður erfitt hjá okkur, en við ætlum a.m.k. að halda okkar manni og helst að koma fleirum að,“ sagði Steindór Sveinsson. Alþýöubandalag: Erfitt án meirihluta „Viö viljum ieggja áherslu á að ljúka byggingu leikskóla og síðan verði hafist handa um viðbyggingu skólans eins fljótt og hægt er. Stórt mál er koma hér upp smábátahöfn," segir Aðalbjörn Bjömsson, efsti mað- ur á lista Alþýðubandalags. „Það á að vera í verkahring hrepps- nefndar aö standa að bættum kjörum fólksins hér, tryggja næga atvinnu og stuðla að lægra vöruverði. Það hlýtur að vera okkar hlutverk að berjast betur í landsbyggðarmálun- um því ofurvald Reykjavíkursvæðis- ins er orðið meira en nóg. Okkar væntingar eru að halda okk- ar tveimur mönnum í stjórn bæjar- ins. Það þarf að mynda hér starf- hæfan meirihluta aö loknum kosn- ingum því án hans er erfitt að starfa. Framsókn má ekki fá meirihluta, það getur ekki orðið til góðs eins og reynslan sýnir okkur," sagði Aðal- björn Björnsson. Aðalbjörn Björnsson, efsti maður á lista Alþýðubandalags. Ingólfur Sveinsson skipar efsta sæti á lista óháðra. Óháðir: Atvinnulíf á hausnum „Atvinnumálin verða auðvitað efst á baugi hjá öllum í þessari kosninga- baráttu. Einnig húsnæðismál skól- ans og umhverfis- og heilbrigðis- mál,“ segir Ingólfur Sveinsson, efsti maður á lista óháðra. „Hér er viðvarandi atvinnuleysi og okkur hefur ekki verið hleypt inn í stjórn Tanga þrátt fyrir fylgi í síð- ustu kosningum. Við stöndum frammi fyrir því að hér er allt at- vinnulíf á hausnum. Samgöngumál- in eru í ólestri og verða ekki leyst til frambúðar nema með jarðgöngum, og við þurfum að beijast við fólks- flótta. Þetta eru helstu málin. Við sækjumst eftir áhrifum. Hér starfar enginn meirihluti í stjórn bæjarins en Framsóknarflokkurinn hefur hlaupið til Sjálfstæðisflokks- ins. Við stefnum að því að fá tvo menn kjörna, það er markmiðið,“ sagði Ingólfur Sveinsson. DV KOSNINGAR 1990 Gylfi Kristjánsson VOPNAFJARÐARHR. Úrslit 1986 Fjórir listar voru boðnir fram við síðustu kosningar í Vopnaijarðar- hreppi. Framsóknarflokkur (B) fékk 196 atkvæði og þrjá fulltrúa. Sjálf- stæðisflokkur (D) fékk 73 atkvæði og einn fulltrúa. Alþýðubandalag (G) fékk 161 atkvæði og tvo fulltrúa. Óháðir (H) fengu 117 atkvæði og einn fufltrúa. Hreppsnefndarmenn af B-lista eru Kristján Magnússon, Bragi Vagns- son og Pálína Ásgeirsdóttir. Af D- lista er Hilmar Jósefsson, af G-lista Aðalbjörn Bjömsson og Ólafur K. Ármannson og af H-lista Magnús Ingólfsson. D-listi Sjálfstædisflokks: 1. Steindór Sveinssonhúsasm. 2. Ásta Ólafsdótör húsmóðír. 3. Guðjón Jósefsson bóndi. 4. HeiðbjörtBjörnsdóttir húsm. 5. Helgí Þórðareon umboðsmaöur. 6. AlexanderÁrnason rafvirki. 7. Þórður Helgason vinnuvélstjóri. 8. Sigurður Árnason rafverktaki. 9. Rúnar Valsson lögregluvstj. 10. Ólafur B. Valgeirsson matsv. 11. ÞóroddurÁmasonbifreiðarstj. 12. Kristin Steingrímsdóttir húsm. 13. Guðríður Jónsdóttir flskvinnsiukona. 14. Tryggvi Gumiarsson skipstjóri. B-listi Framsóknarflokks: 1. Kristján Magnússon útgerðarmaður. 2. FriðbjömH. Guðmundsson bóndi. 8. Anna Páta Víglundsdóttir húsm. 4. Ólafur K. Sigmarsson gjaldkeri. 5. Hatþór Róbertsson skólastjóri. 6. Haukur Georgsson bóndi. 7. Sverrir Jörgensen bifrstj. 8. Pálina Ásgeir sdóttir húsmóðir. 9. Jóhanna Jörgensdóttir húsm. 10. Ólöf Helgadóttir húsmóðir. 11. JóhannL. Einarssonbifrstj. 12. Petra Sverresen húsmóðir. 13. Jakob H. Hallgrímsson nemi. 14. Ásgeir H. Sigurðsson útibústj. G-iisti Alþýðubandalags: 1. Aðalbjörn Björnsson kennari. 2. Sigrún Oddsdóttir kennari. 3. Ólafur Ármannsson vélvirki. 4. HólmfríðurKristmannsdóttir bóndi. 5. Sigurður Sigurðsson sjómaður. 6. Harpa Hólmgrímsdóttir kennari. 7. Ómar Þ. Björgúlfsson tæknifr. 8. Kolbrún Hauksdóttir sjúkraliði. 9. Vigfús Davíðsson sjómaður. 10. Hildur Sverrisdóttir húsmóðir. 11. Magnús Þór Róbertsson vkm. 12. Sigríður Garðarsdóttir húsv. 13. Þorgerður Karlsdóttir húsv. 14. Davíð Vigfússon verkamaður. H-listi Óháðra: 1. Ingólfur Sveinsson iðnverka maður. 2. Ellert Ámason skrifstofumaður. 3. Sigurður P. Alfreðsson bóndi. 4. Erla Runólfsdóttir verkakona. 5. Kristinn H. Þorbergsson forstöðumaður. 6. Gunnar S. Guðmundsson jámsmiður. 7. Kolbrún Gísladóttir verkakona. 8. Sigurjón Þorbergsson skrifstofumaður. 9. Ásgrímur Magnússon húsasmíðameistarí. 10. Ólafur Leifsson vélstjóri. 11. Jón Trausti Jónsson trésmiður. 12. Kristín Jónsdóttir húsmóðir. 13. Steingeröur Steingrímsdóttir húsmóðir, 14. Sveinn Sigurösson sjómaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.