Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. MAl 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Ruglað saman reytunum Fjármálaráðherra hefur undanfarið verið á póhtískri áróðursferð um landið og borgarstjóri hefur gefið út pólitískan áróðursbækling. Fjármálaráðherrann lætur skattgreiðendur borga sína áróðursferð og borgarstjóri lætur útsvarsgreiðendur borga sinn áróðursbækling. Hvort tveggja á sér langa hefð, sem helgast af, að kjósendur kippa sér ekki upp við rughng á reytum óskyldra aðila. Bláar bækur tíðkuðust í Reykjavík ára- tugum saman og ráðherrar hafa ferðazt flokkspólitískt á okkar kostnað lengur en elztu menn muna. Við spillingu er unnt að bregðast á ýmsan hátt. Á Vesturlöndum þykir til siðs, að kjósendur reyni með atkvæði sínu að losna við hana. Hér á landi ber meira á, að menn reyni sjálfir að komast inn í hana. Menn vilja gerast aðilar að fyrirgreiðsluþjóðfélaginu. Víða um land eru þingmenn vegnir og metnir eftir dugnaði við að færa björg í bú af herfangi byggðastefn- unnar. Spurt er, hvort þeir geti útvegað opinbert fé til að koma á fót eða bjarga undan hamri tízkufyrirbærum eins og fóðurstöðvum, skuttogurum og laxeldisstöðvum. Gengi ofangreindra flokksleiðtoga er misjafnt og ræðst ekki að neinu leyti af flokkslegri meðferð al- mannafjár. Annar er óvinsælasti stjórnmálamaður líð- andi stundar og hinn er sá vinsælasti. Kjósendur kunna að meta framgöngu annars þeirra, en þola ekki hinn. í umræðum um notkun ráðherrabíla kom fram, að ráðamenn þjóðarinnar telja, að næstum öll notkun þess- ara bíla sé opinber, nema helzt heimsóknir til persónu- legra kunningja. Þeir virðast til dæmis telja, að rétt- mætt sé, að ferðir í þágu flokks greiðist af ríkinu. Sem betur fer er að byija að vakna skilningur á, að flokkur og ríki eru stofnanir með óskyldum fjárhag. Ráðherrar eru orðnir feimnari en áður við að halda flokksveizlur á kostnað ríkisins og eru hættir að senda áfengi í afmæhsboð mikilvægra flokksbræðra sinna. Langt er þó enn í land. Forsætisráðherra upplýsti 14. febrúar, að það sé „svo fáránlegt, að það tekur engu tah“, að ráðherrar þurfi að borga hlunnindaskatt vegna notkunar á ríkisbíl. Þetta var svar ráðherrans við af- skiptum ríkisskattstjóra af líklegu skattsvikamáli. Forsætisráðherra og öðrum valdamönnum fannst sjálfsagt, að forstjórar fyrirtækja borguðu hlunninda- skatt vegna notkunar á bíl fyrirtækis, þegar sett voru lög og reglur um meðferð slíkra mála. Sömu reglur eru svo sagðar „fáránlegar“, þegar þær verða óþægilegar. Ráðherrar fá hjá ríkinu sömu dagpeninga og embætt- ismenn, þegar þeir eru á ferðalögum í útlöndum. Síðan komast ráðherrarnir upp með að senda ríkinu reikninga fyrir öhum ferðakostnaði, svo sem gistingu og uppi- haldi. Dagpeningar ráðherra eru því hreinn kaupauki. Á þessum sérkennilegu kjörum eru ráðherrar ekki aðeins, þegar þeir eru í erindum ríkisins. Þeir nota þetta hka, þegar þeir eru í ferðum á vegum flokks síns. Kom- ið hefur fram, að forsætisráðherra telur slíkt sjálfsagt, enda er hann ekki í stjórnarandstöðu að þessu sinni. Ráðherrar skammta sjálfum sér nokkrum sinnum betri lífeyrisrétt en tíðkast hjá öðrum stéttum ríkiskerf- isins og þjóðfélagsins í heild. Með þessari sérstöðu einni hefur forsætisráðherra náð sér í aukatekjur, sem jafn- gilda 138.000 krónum á mánuði fyrir utan aðrar tekjur. Valdamenn munu halda áfram að rugla saman reyt- um skattgreiðenda, stjórnmálaflokka og sínum eigin, unz kjósendur ákveða, að slíkt sé ekki lengur við hæfi. Jónas Kristjánsson „Hefur þetta fólk, sem valdi staðinn til búsetu, enga ábyrgð sjálft? Eða gat það ekki séð hvar verksmiðjan var?“ spyr höfundur i grein sinni. Grafarvogsbyggð og verksmiðjan voðalega Um páskana kviknaði í ammon- íaksstampi hjá þeim í Áburðar- verksmiðju ríkisins. Eftir lýsingum að dæma hefur þetta logað eins og snotur kyndill þangaö til þar til geröur maður frá slökkvihðinu skrúfaði fyrir eldsmatinn eftir nokkrar mínútur. Þá sögðu ein- hverjir fjölmiðlar frá því að hættu- ástandi hefði verið aflýst. Raunar hafði aldrei verið lýst yfir hættu- ástandi, þannig aö vandséð er hvernig hægt var að afiýsa því. Ástandið síðan hefur varið miklu sprengihættara en það sem stóð þarna upp úr ammoníaksgeymin- um í nokkrar mínútur á páskadag. Þegar meira að segja mesta prúð- menni stendur upp á borgarafundi og lýsir því yfir að ef rétt yfirvöld loki ekki verksmiðjunni muni hann sjálfur gera þaö með fulltingi fólksins úr næstu húsum - ja, þá er nú lognið farið að flýta sér. Þaö er ekki langt síðan menn fóru að byggja sér íbúöarhús þarna á Gufunessholtinu þar sem nú er kallaö Grafarvogsbyggð. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti völd í Reykjavík, eftir að hafa setið utan þeirra eitt kjörtímabil, var það kosningamál að raða íbúðabyggð umhverfis Áburðarverksmiðjuna og sorphaugana í Gufunesi. Vinstri hrærigrauturinn, sem réð Reykja- vík í fjögur ár, ætlaði sem sé að beina byggðinni upp á svæðið í kringum Rauðavatn, þar sem leiti ber á milli svo að ekki sér á geymsl- ur og geyma í Gufunesi, hvað þá haugana. Þar efra er líka stór- hættulegt land þar sem gjár geta myndast fyrirvaralaust í jörðina og gleypt allt kvikt, eða eldgos í skíðalöndum Reykjavíkinga ættu til að spúa logandi hrauni yfir byggðina. Það sá hver heilvita sjálf- stæöismaður í hendi sér að var hið mesta óráð. Að vísu voru nokkrir úrtölu- menn í Reykjavík á þeim tíma eitt- hvað að þusa um að áburðarverk- smiðjan gæti sprungið eöa lekið einhverri óhollustu og óráð væri að stefna íbúðabyggð ofan í hana. Þeim var að sjálfsögðu ekki ansaö. Til að friða þá sem verst létu var ákveðið að reisa nýjan og ööruvísi geymi utan um ammoníak verk- smiðjunnar en það er vökvi með vondri lykt en nauðsynlegur þegar á að búa til ammoníakssaltpétur til áburðar. En, sem sagt, þegar Davíð tók að endurreisa Reykjavík úr rústum vinstrimennskunnar var hans fyrsta verk að skipuleggja manna- byggð á þessum fyrrgreinda stað. Fjöldi manns greip þetta tækifæri fegins hendi til aö komast í skulda- súpu húsbygginga og hafa sest þarna að, glaðir og kátir og áhyggjulausir. Þeir leiddu ekki hugann að því að áburðarverk- smiðjan væri svona nálægt húsun- um þeirra fyrr en fyrrnefndur pá- skalogi kviknaði upp á ammon- íaksþauknum,___________________ Kjallariim Sigurður Hreiðar ritstjóri Á sama tíma er eins og það hafi kviknað á perunni hjá Grafarvogs- búum. Hver eiginlega hafði laumað þessari hræöilegu verksmiðju þama alveg upp að húsveggnum hjá þeim? Það gat auðvitaö ekki verið að þeir hefðu sjálfir verið svo fífldjarfir að byggja ofan í þessa hættu. Þama var vegið að þeim lúalega; ugglaust vinstri menn að verki og líklega helst framsóknar- menn og því sjálfsagt að krefjast lokunar verksmiðjunnar og burt með hana. Mér og fleiri er spurn: Hvernig í ósköpunum tókst Davíð borgar- stjóra og öllum þeim fjölda sem að hans ráði festi sér byggö þarna á Gufunessholtinu að horfa fram hjá því að Áburðarverksmiðja ríkisins er þar sem hún er? Hvernig í ósköp- unum stendur á því að þeir létu hafa sig út í þá ósvinnu sem þeir segja nú að það hafi verið að setja íbúðabyggð ofan í þessa stórhættu- legu verksmiðju? Hefur þetta fólk, sem valdi staðinn til búsetu, enga ábyrgð sjálft? Eða gat það ekki séð hvar verksmiðjan var? Mátti það aldrei vera að því að líta upp úr húsgrunninum? Ljóst er að kyndillinn, sem kvikn- aði á ammoníaksbauknum á páskadag, hefur kveikt mikla elda. Nú á enn í framhjáhlaupi að fara að rífast um Reykjavíkurflugvöll sem hættuvaid inni í þéttbýlinu. Augu manna hafa líka opnast fyrir því að meginhluti fljótandi elds- neytis, sem notað er á þessu lands- horni hér, kemur á land og er geymt fyrir vestan borg og verður . ekki þaðarLfluttQÖruvísL en i f aak. bílum, annað hvort um Hringbraut eða Tryggvagötu. Er þetta ekki fullt eins geigvænlegt og ammoníakiö í Gufunesi? Er lausnin bara sú að loka og loka? Sorphaugar Reykjavíkur og ná- grennis eru annar nágranni fólks- ins í Grafarvogi. Guð má vita hvaö hefur verið urðað á þeim haugum gegnum tíðina og hvort ekki á eitt- hvað af því eftir að ganga aftur með voveiflegum afleiðingum síðar meir. Sorpböggun er fyrirhuguð í Gufunesi. Það kostar akstur aö og frá, gegnum íbúðabyggðina. Minnst af því sem þar fer er sagt almennt húsasorp; afgangurinn stórhættuleg efni. Er ekki nóg lagt á fólkið á Gufunessholtinu þó þessi stórhættulegu úrgangsefni séu ekki meðhöndluð í grennd við það? Svo á að urða - það sem ekki verð- ur flutt til útlanda til eyðinga - uppi í Álfsnesi, í næsta nágrenni við þetta sama fólk og nú hefur sorphauga Reykjavíkur næstum því fyrir stofuskraut. Ja, hérna! Annars hefur líka sú spurning vaknað hvers vegna Geldinganesið er ekki heldur valið til sorpurðun- ar heldur en Álfsnes. Geldingane- sið er óhrjáleg, skjóllaus þúfa, ger- samlega skjóllaus, en aftur á móti fallegt í Álfsnesi og skiptast á ásar og skjólsælar lautir. Svarið er sennilega áþekkt svarinu við því hvers vegna er verið að hornhagld- ast við Reykjavíkurflugvelli: Reykjavík þykist vera orðin uppis- kroppa með land. Geldinganes er nú innan marka Reykjavíkur en Álfsnes heyrir til öðru sveitarfé- lagi. Sorphaugar þar taka því ekki land frá Reykjavík. Ef Davíð og þeir sem tóku sér bólfestu í Grafarvogsbyggð vissu af áburðarverksmiðjunni fyrir- fram, ef þetta fólk var með opin augu þegar það settist þarna að, er þaö ekkert annað en hræsni hvern- ig það lætur núna. Ef hættan er sú sem það útmálar hefur það látið teyma sig á asnaeyrum. Ef hættan er ekki sú sem það útmálar er það að þeyta upp moldviðri sem vand- séð er hvaða tilgangi þjónar. Það getur ekki verið pólitík, ekki núna rétt fyrir borgarstjómarkosningar. Eða eru vinstri menn með lúmsk- um hætti að beina athyglinni að því hvar Davíð holaði kjósendum sínum niður við hliðina á eitur- efnaverksmiðj u? ________■_______Sigurður Hreiðar. „Hvernig 1 ósköpunum tókst Davíð borgarstjóra og öllum þeim fjölda sem að hans ráði festi sér byggð þarna á Gufunessholtinu að horfa fram hjá þvi að Aburðarverksmiðja ríkisins er þar sem hún er?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.