Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990. 3 Fréttir Hart deilt um heitt vatn til Laugalandsskóla í Holtum: Skólinn fékk 10 milljóna króna reikning í hausinn Hitaveita Rangæinga hefur ákveðiö að skammta Laugalands- skóla í Holtum heitt vatn, auk þess sem hitaveitan hefur sent skólan- um reikning fyrir heitu vatni upp á 10 milljónir króna. Það eru þeir þrír hreppar sem standa að skólan- um sem eru ábyrgir fyrir reikn- ingnum en það eru Holtahreppur, Ásahreppur og Landmannahrepp- ur. Að sögn Ingvars Baldurssonar hitaveitustjóra er með þessum að- gerðum verið að knýja á um lausn í gömlu deilumáli. Síðan hitaveitan var sett á laggirnar hefur skólinn ekki greitt neitt gjald fyrir afnot af heitu vatni. „Við erum einfald- lega með í gangi þær innheimtuað- gerðir sem fyrirtæki grípa til þegar þarf að knýja fram úrlausn," sagði Ingvar. 15. maí ætlar síðan hitaveitan að minnka rennsli til skólans niður í einn sekúndulítra af vatni. Er það talið helmingur þess sem skólinn notaði í vetur. Að sögn Hermanns Guðmundssonar skólastjóra mun þetta engin áhrif hafa á starfsemi skólans fyrr en næsta haust enda er nánast öllu starfi lokið í skólan- um. Hitaveitan var sett á laggimar fyrir átta árum og þá þegar var ljóst að erfitt yrði að ná samkomulagi við skólann um greiöslur. Áður en Hitaveitan boraöi holur sínar nýtti skólinn heitt vatn úr holu við skól- ann sem síðan ónýttist vegna fram- kvæmdanna. Því töldu rekstrarað- ilar skólans að hitaveitunni bæri að útvega honum heitt vatn í skaðabætur. Að sögn Valmundar Gíslasonar, oddvita í Landmannahreppi, er það enn krafa hreppanna að skólinn fái það heita vatn sem hann þarf. Við- ræður em nú að hefjast um lausn deilunnar en þrátt fyrir að þetta sé 8 ára gamalt vandamál hafa engar raunhæfar viðræður farið fram ennþá. Þá má geta þess að Hitaveita Rangæinga er ein sú dýrasta á landinu, í flokki með Akureyring- um og Akurnesingum, en að sögn hitaveitustjórans hefur henni ávallt tekist að standa í skilum. -SMJ r Innsiglingarvitinn gamli fremst á myndinni að hverfa í sandinn. DV-mynd Ragnar HomaQaröaros: Fjörukamburinn byggður upp á ný Júlia Imsland, DV, Höfn: Framkvæmdir eru nú hafnar við að fylla upp í skarðið á Suðurfjörutanga hér í Homafirði og vinnuvélar eru komnar út á fjöru. Á þriðjudag var byrjað að fylla stóra sekki af sandi og þeim síðan raðað á ijörukambinn og í skarðið þar sem nýi ósinn er. Þannig á að hjálpa náttúrunni til að byggja fjörukambinn upp að nýju. Dýpkunarskipið Perlan hefur síð- ustu tvo mánuði fjarlægt um 50.000 m3 af sandi úr ósnum og sennilega verða 7-8000 m3 fjarlægðir til við- bótar. Áætlað er að heildarkostnaður við dælinguna verði um 23,2 milljónir króna. Þar af er hlutur ríkissjóðs 20,9 milljónir. Lán fékkst hjá Fram- kvæmdasjoði Islands fyrir rikishlut- anum að upphæð 11,7 milljónir. Ef fram fer sem horfir vantar því um 9,2 milljónir á að flármögnun ríkis- hlutans sé tryggð en samkvæmt hafnarlögum skal ríkissjóður greiða 90% verksins þar sem um siglingar- leið er að ræða. Endurbyggja þarf innsiglingarvit- ann á Suðurfiörutanganum ásamt bakmerki við hann. Lausleg kostnað- aráætluna fyrir þetta verk er upp á 7,5 milljónir kr. Ekki er ljóst hvort Viðlagatrygging mun bæta flónið á gamla vitanum sem féll í sjógangin- um á dögunum og er nú nær alveg horfinn í sandinn. Nauðsynlegt er að ný merki verði komin upp í haust þegar dimma tekur. Þrír listar í Skútustaðahreppi Pinmir Balduisson, DV, Mývatnssveit: Fram hafa komið þrír listar til sveitarstjórnarkjörs í Skútustaða- hreppi 26. maí sem yfirkjörstjórn hefur samþykkt fullgilda. F-listann skipar fólk úr þettbýliskjarna hreppsins, H-lista dreifbýlisfólk og K-listi er kvennalisti. Fimm efstu á listunum eru: F-listi. 1. Sigurður R. Ragnarsson. 2. Þuríður Snæbjörnsdóttir. 3. Ás- dís Illugadóttir. 4. Hörður Sigur- bjarnarson og 5. Hafdís Finnboga- dóttir. H-listi. 1. Kári Þorgrímsson. 2. Þórgunnur Eysteinsdóttir. 3. Þu- ríður Pétursdóttir. 4. Gylfi H. Yngvason og 5. Hjörleifur Sigurðs- son. K-listi. 1. Ólöf Hallgrímsdóttir. 2. IngibjörgÞorleifsdóttir. 3. Sigfríður Steingrímsdóttir. 4. Sigríður Valde- marsdóttir og 5. Steinunn Ósk Stef- ánsdóttir. Framhjóladrifinn 5 manna spameytinn og á einstöku vél, 5 gíra, 5 dyra. Yerð kr. 469.900 LS Hér er hugsað fyrir öllu til ferðalaga leggja alveg niður að aftursætum. Lúxus innrétting, þurrka á afturrúðu, þokuljós ofl. Verð kr. 510.400 JÖFUR ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL Hafðu samband við söludeildina strax í dag. Söludeildin er opin alla virka daga kl. 9-12 og 13-18 og laugardaga kl. 13-17. Síminn er 42600. Ú Apple-umboðið Radíóbúðin hf. IMF 1| Innkaupastofnun ríkisins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.