Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. MAl 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Refsimál í ólestri Með lögum skal land byggja. í þessum fornkveðnu orðum er falin forsenda íslenska réttarríkisins. Lögin kveða á um hegðan borgaranna og refsingar ef út af er brugðið. Hlutverk lögreglunnar er að koma eftir megni í veg fyrir lögbrot og upplýsa afbrot sem framin eru. Dómstólar meta málin af gögnum og ákveða refsingu. Þótt ágreiningur kunni að vera um einstaka þætti refsilaga, svo sem um hver sé eðlileg þyngd refsinga fyrir ofbeldis- og fíkniefnaafbrot, sem farið hafa mjög í vöxt hér á landi að undanfórnu, eru landsmenn í megin- atriðum sáttir við ramma laganna. Skiptari skoðanir hafa verið um lögregluna og dóm- stólana. Þegar gagnrýnt hefur verið að löggæsla sé ekki nægileg, til dæmis í gamla miðbænum í Reykjavík, ber lögreglan við mannfæð og fjárskorti. Þótt margir dómarar séu bæði dugmiklir og röggsam- ir eru mál stundum óheyrilega lengi í gegnum dóms- kerfið - jafnvel mörg ár. Slíkur seinagangur er óbærileg- ur, einkum ef um er að ræða ofbeldisverk og-hinir ákærðu ganga lausir á meðan málin velkjast í kerfmu. Fangelsisvist hefur tvenns konar tilgang í siðmennt- uðum þjóðfélögum. Annars vegar að hegna afbrota- mönnum fyrir þá glæpi sem þeir hafa framið og vernda þjóðfélagið um leið fyrir þeim. Hins vegar að reyna að snúa fóngunum af viUigötum afbrotanna og gera þá hæfari til þess að verða nýtir þegnar þegar þeir koma út í samfélagið á nýjan leik. Ástandið í fangelsismálum landsins er stjórnmála- mönnum síðustu ára og áratuga til skammar. Á sama tíma fjölgar þeim stöðugt sem taka þurfa út refsingu. Forstjóri Fangelsisstofnunarinnar sagði í viðtali við DV að skjólstæðingar stofnunarinnar væru nú 570 talsins. Þar af eru 120 fangar, 450 karlar og konur sem eru háð eftirliti, 200 með skilorðsbundna reynslulausn og 250 með skilorðsbundna ákærufrestun. Hann sagði enn- fremur að stofnunin gæti ekki sinnt lögboðnum verkefn- um vegna mannaskorts og hefði ítrekað óskað eftir úr- bótum við dómsmálaráðuneytið en án árangurs. Fangelsislæknir orðaði það svo í viðtali við DV að velferðarþjóðfélagið hefði ekki náð inn fyrir fangelsis- dyrnar: „Það hefur enginn áhuga á þeim sem neðst eru settir. Hér hafa alþingismenn komið og ráðherrar. Þeir skoða fangelsið og segja síðan: hræðilegt og aftur hræði- legt og eru sammála um að ástandið sé forkastanlegt. Þetta er eins og kór í grískum harmleik. Og svo er ekk- ert gert.“ Blaðamenn DV hafa í vetur heimsótt tvær fangastofn- anir í landinu, Vinnuhæhð að Litla-Hrauni og Hegning- arhúsið við Skólavörðustíg, og lýst á síðum blaðsins hörmulegum aðbúnaði á þessum geymslustöðum. Ástandið í gamla hegningarhúsinu hefur lengi verið með ólíkindum og hljóta allir að vera sammála um að því hefði átt að loka fyrir löngu. En aðbúnaðurinn á Litla-Hrauni er einnig til van- sæmdar. Þar er hrúgað saman föngum sem sinna þyrfti með gjöróhkum hætti. Fangar, sem koma inn á Litla- Hraun í fyrsta sinn, eru jafnvel vistaðir í samneyti við geðsjúka afbrotamenn sem fá reyndar enga þá sérfræði- legu meðferð sem sjúkdómur þeirra krefst. Möguleikar th náms og gagnlegra starfa eru af skornum skammti. Það þarf því engan að undra þótt fáir fangar komi út af þessum stofnunum hæfari en áður th að takast á við vandamál daglegs lífs sem löghlýðnir þjóðfélagsþegnar. Elías Snæland Jónsson Marklaust friðarhjal Steingrímur Hermannsson, for- sætisráöherra vor, hefur nú bæst í hóp þeirra vongóðu manna sem lýst hafa yfir stuðningi við friðartil- lögur Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um lausn á deilu ísraels og Palestínumanna og lýst sig fylgjandi því að Mubarak Egyptalandsforseti hafl milligöngu um viðræður aðila sem fara eigi fram í Kaíró. Síðan eigi að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu um heildar- lausn málanna og framtíðarstöðu Palestínumanna. Þetta er útlátalaust hjá Stein- grími og sjálfsögð kurteisi viö Mu- barak, gestgjafa í Kaíró, enda eru allir aðilar jákvæðir gagnvart til- lögum Bakers, ísraelsmenn líka. En á hverju stendur þá, af hveiju eru friðarviðræður nú taldar enn- þá vonlausari en undanfarin ár? Ástæðan er einföld. ísraelsmenn hafa sett svo marga fyrirvara að skilyrði þeirra fyrir þátttöku í við- ræðunum eru óaðgengileg fyrir aöra. Þannig getur Shamir forsæt- isráðherra náð þeim tilgangi sínum að útiloka allar friðarviðræður og jafnframt kennt Palestínumönnum um að vilja ekki slaka til. Shamir féllst nauöugur á þessar tillögur í fyrra, aðallega til að friöa Banda- ríkjamenn, en þá var útlit fyrir að hann yrði ekki að öðrum kosti boð- inn til Bush forseta í Hvíta húsið þegar hann færi í heimsókn til Bandaríkjanna. Hugur hefur aldrei fylgt máli eins og margsannast hefur síðasta árið. Góður vilji Palestínumanna, Mu- baraks, Arafats, Bakers og Stein- gríms fær þar engu um breytt. Skilyrði Kjarni deilunnar er neitun ísra- elsmanna á að viðurkenna Palest- ínumenn sem sérstaka þjóð og umfram allt neita þeir aö viður- kenna PLO sem fulltrúa íbúa her- numdu svæðanna. Skilyröi ísraelsmanna fyrir þátt- töku í viðræðum í Kaíró eru ann- ars þessi: í fyrsta lagi verða fulltrú- ar Palestínumanna að vera þókn- anlegir ísraelsstjórn og hafa ekkert saman að sælda við PLO. í öðru lagi verða þéir að búa á Vestur- bakkanum og Gaza, Palestínu- menn frá Jerúsalem hafa engan rétt. í þriðja lagi veröa þeir að hætta öllu tali um sjálfstæða Pal- estínu og landakröfur á hendur ísrael. Og í íjórða lagi verða Banda- ríkjamenn að standa með ísrael í öllum ágreiningsmálum. í raun og veru ganga þessi skilyrði af friðar- tillögum Bakers dauðum. Kuldaskeið Afleiðingin hefur meðal annars orðið kuldaskeið í samskiptum bandarískra og ísraelskra stjórn- valda þar sem nú er talið að Baker, og ef til vill Bush sjálfur, hugsi Shamir þegjandi þörfma og séu aö leita leiða til aö sýna ísrael í tvo heimana. Fátt er svo meö öllu illt að ekki boði nokkuð gott, engir nema Bandaríkjamenn geta beitt ísraels- menn þrýstingi, en viljann hefur vantað hingað til. Bandarískir gyð- ingar hafa gífurlega mikil áhrif á þingi, ekki síst vegna þess hve virk- ir þeir eru í kosningabaráttu ein- stakra þingmanna. Styrkur banda- rískra gyðinga á Bandaríkjaþingi sannaðist nú á dögunum þegar báðar deildir þingsins samþykktu ályktun um að Bandaríkjastjóm skyldi viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg ísraels. Bandaríkjastjóm neitar ásamt flestum öðmm þjóðum að viður- kenna Jerúsalem sem óskiptan hluta ísraels og formleg höfuðborg ísraels í augum umheimsins er Tel Aviv. Samþykkt þingsins hefur ekki breytt þeirri afstööu. Þrátt Kjallarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður „Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra vor, hefur nú bæst í hóp þeirra vongóðu manna sem lýst hafa yfir stuðningi við friðartil- lögur Bakers, utanrikisráðherra Bandaríkjanna," segir höfundur i grein sinni. fyrir þetta eru það forsetinn og ut- anríkisráðherrann sem móta utan- ríkisstefnuna og úr þeirri átt andar nú köldu til Israels. Það birtist meðal annars í því að Bandaríkja- menn unnu leynt og ljóst að því að fá Peres og Verkamannaflokkinn til að fella stjórnina í vetur og fógn- uðu opinskátt þegar Peres var falin stjórnarmyndun. En Shamir tókst að stöðva Peres og allar líkur em nú á að Shamir takist aftur að mynda stjórn, ann- aðhvort klofna samsteypustjórn með Verkamannaflokknum eða þá stjórn meö eins til tveggja atkvæða meirihluta sem byggir á atkvæðum öfgamanna, bæði pólitískra og trú- arlegra. Á hvorn veginn sem stjórnarmyndunin fer, verður ný stjórn annaöhvort ófær um eða vÚjalaus til að taka á grundvallar- málum varðandi Palestínumenn. PLO Síðan Steingrímur Hermannsson fór að vingast við Arafat í forsætis- ráðherratíð Þorsteins Pálssonar hefur margt breyst og þaö helst aö Bandaríkjamenn sjálfir em farnir að tala við PLO. Arafat hefur lýst yfir að PLO sé horfið frá fyrri stefnu um baráttu gegn ísrael með hermdarverkum og hefur viður- kennt tilverurétt Ísraelsríkis. - Steingrímur er því ekki að fara inn á neina nýja róttæka braut með því að heimsækja Arafat í Túnis, eins og hann hefði verið að gera með því að ræða við hann í hittifyrra. Arafat er nú allt að því viður- kenndur á alþjóðvettvangi sem þjóðarleiðtogi. Hið nýja ríki Palest- ínumanna, sem hann lýsti stofnað í nóvember 1988, hefur hlotið við- urkenningu yfir 100 ríkja, en ekki þó Vesturlanda. Stefna PLO og Arafats gagnvart viðræðum við ísrael á grundvelli tillagna Bakers er að viðræður í Kaíró verði fyrsta skrefið í átt að alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem PLO verði þátttakandi og til þess að ísraelsmenn fari frá her- numdu svæðunum. Um þessi atriði má þó semja, einkum landakröfumar. Þeir krefj- ast þess einnig að Palestínuménn í útlegð og Palestínumenn í Jerúsal- em eigi fulltrúa í Kaíróviðræðun- um. Öllu þessu hafna ísraelsmenn, þaö er trúarsetning í ísrael að PLO séu ekkert annað en hryðjuverka- samtök og við þau verði ekki talað. Samt hefur ísraelsstjóm neyðst til að viðurkenna að sá hluti PLO, sem Arafat ræður skilyrðislaust yfir, er hættur vopnaðri baráttu gegn ísra- el. Intifadan Orðið Intifada merkir á arabísku að hrista eða brjóta af sér, svo sem hlekki eða ok, og það er það sem íbúar hernumdu svæðanna hafa verið að gera nú hátt á þriðja ár. Á þessum tíma hefur baráttan við hernámslið ísraels sameinað Pal- estínumenn sem aldrei fyrr og þaö er fyrst í þeirri baráttu sem þeir hafa þjappast saman í raunveru- lega þjóðarheild. Þegar Hussein Jórdaníukonung- ur afsalaði sér tilkalli til Vestur- bakkans árið 1988 fengu Palestínu- menn þar það land sem þjóð þeirra vantaöi, og um leið útilokaöi Hus- sein þá leið sem margir ísraels- menn hafa viljað fara, nefnilega að lýsa því yfir að Jórdanía sé Palest- ína og Palestínumenn eigi heima undir stjórn Jórdaníu. Þar sem Jórdanía gerir ekki leng- ur tilkall til Vesturbakkans og íbúa þar ætti ísraelsmönnum aö vera nauðugur einn kostur að tala við Palestínumenn þar beint, ef þeir vilja ræða málin á annað borð. En óumdeilanlegur málsvari Palest- ínumanna er PLO og Arafat og ísraelsmenn neita með öllu að eiga orðastað við PLO. Þeir hafa reynt að fá aðra til að tala fyrir þeirra hönd, fyrst Hussein Jórdaníukon- ung, en eftir að hann afsalaði sér öllu tilkalli hafa ísraelsmenn viljað fá Egypta til að tala fyrir hönd Pal- estínumanna. Því neitar Mubarak og því vilja ísraelsmenn efna til kosninga meðal Palestínumanna um að kjósa fulltrúa utan PLO til að ræða máhn. Því neita Palestínu- arabar. Öll eru þessi mál í einum hnút, mikið ber á milli, en umfram allt vantár viljann. Allt strandar á því að ísrael undir núverandi vald- höfum vill einfaldlega ekki leysa máliö og hafnar öllum tilslökun- um, og illu heilli er ekki útlit fyrir að breyting verði á, allra síst ef Shamir tekst að mynda nýja stjóm. Gunnar Eyþórsson „Steingrímur er því ekki að fara inn á neina nýja róttæka braut með því að heimsækja Arafat í Túnis, eins og hann hefði verið að gera með því að ræða við hann í hittifyrra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.