Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 11. MAI 1990. Stjómmál Spurt á ísafiröi: Hver veröa úrslit kosninganna? Steinar Kristjánsson skrifstofustjóri: A-listi fær 3 menn, D-tisti 3, í -listi 1, B-listi 1 og G-listi 1 mann. Guðný Hólmgeirsdóttir skrifstofu- maður: Þaö er ekki hægt aö reikna það út. Úrslitin eru óútreiknanleg. Það verður mjög spennandi að fylgj- ast með talningunni og maður sofnar örugglega ekki fyrr en henni er lokið. Halldóra ísólfsdóttir verkakona: Ég hef ekki hugmynd um þaö, ég er svo nýflutt hingað. Guðmundur Halldórsson hafnar- verkamaður: Það eru svo mörg fram- boð að ég er viss um að kosningarnar verða geysispennandi. Ég held satt að segja að Sjálfstæðisflokkurinn tapi á þessum klofningi. Guðrún Loftsdóttir meðferðarfull- trúi: Ég hef eiginlega ekki hugmynd um það. Æfti G-listinn komi ekki best út. Halldóra Daníelsdóttir húsmóðir: Ég gef öllum tistum núll þar sem ég treysti engum i framboði hérna. Isafjörður: Sviptingar í pólitíkinni KOSNINGAR1990 Haukur L Hauksson og Sigurjon Egllsson ISAFJORÐUR Núverandi bæjarstjórn Á ísafirði bjóða sex listar fram: A-listi Alþýðuflokks, B-Usti Fram- sóknarflokks, D-Usti Sjálfstæöis- flokks, G-listi Alþýðubandalags, í- Usti Sjálfstæðs framboðs og V-listi KvennaUsta. AthygU vekur í-listi sem er klofn- ingsframboð úr Sjálfstæðisflokki. í- Ustinn og V-Ustinn hleypa óneitan- lega fjöri í kosningabaráttuna. Meiri- hlutasamstarf hefur verið miUi A-, B- og G-lista á þessu kjörtímabiU. í mars voru 2.353 manns á kjörskrá á ísafirði, 1.217 karlar og 1.136 konur. -hlh Urslitin 1986 Fjórir flokkar buðu fram á ísafirði 1986. A-tisti fékk 578 atkvæði og 3 menn kjörna, hafði tvo. B-Usti fékk 231 atkvæði og einn mann, hafði einn. D-Usti fékk 842 atkvæði og fjóra menn, hafði fjóra. G-tisti fékk 196 atkvæði og einn mann, hafði einn. í kosningunum 1982 buðu Óháðir borgarar fram og fengu einn mann. Bæjarstjórnin frá 1986: Kristján Jónasson (A), HaUdór S. Guðmundsson (A), Ingibjórg Ágústs- dóttir (A), Kristinn Jón Jónsson (B), Ólafur Helgi Kjartansson (D), Árni Sigurðsson (D), Sigrún C. Halldórs- dóttir (D), Geirþrúður Charlesdóttir (D) og Þuríður Pétursdóttir (G). Haraldur Líndal Haraldsson, I-lista: Skuldir bæjarsjóðs aðalverkef nið „Megintilgangurinn með framboð- inu er að kljást við skuldir bæjar- sjóðs. Ég gef kost á mér vegna slæmr- ar skuldastöðu bæjarins sem bæjar- fuUtrúar virðast ekki hafa nægUegan sltilning á. Það er Ulvinnandi fyrir bæjarstjóra að takast á við þetta vandamál nema innnan frá sem bæjarfuUtrúi," sagði Hraldur L. Har- aldsson bæjarstjóri sem skipar efsta sæti á Í-Usta Sjálfstæðs framboðs. „Samdráttur er fyrirsjáanlegur í framkvæmdurn en þær verða í sam- ræmi við skuldastóðuna. Nú er lag til að stuðla að samdrætti á vegum bæjarins. Jarðgangagerð fer brátt af stað og þá skapast atvinna í bænum. Nú er hægt að halda áfram fram- kvæmdum við höfnina. Við vUjum aö ísafjarðarsöfnuður fari af stað með byggingu kirkju. í umhverfis- málum er hægt að ná árangri án verulegs kostnaðar en dýrt er að laga Ula farnar götur bæjarins. Við vUjum leysa eUiheimiUsmál í samvinnu við Haraldur Líndal Haraldsson skipar efsta sæti á í-lista Sjálfstæðs fram- boðs. ríkisvaldiö þannig að ókláruð álma sjúkrahússins verði nýtt. Atvinnu- mál eru ofarlega á baugi en við vilj- um byggja upp ferðamannaþjónustu. í menntamálum vUjum við tengja menntaskólann betur atvinnufyrir- tækjunumástaðnum." -hlh Bryndís G. Friðgeirsdóttir, G-lista: Standa vörð um félagslega þjónustu „Fjármálin eru ofarlega á Usta hjá okkur en greiða þarf skuldir bæjar: sjóðs niður. í framkvæmdum stefn- um við að því að byggingu grunn- skóla og íþróttahúss verði lokið. Við vUjum að bæjarsjóður leggi ekki í stærri framkvæmdir en sem nemur helmingi afborgana af lánum. í um- hverfismálum þarf mikið að gera, lagfæra götur, græða úpp svæði og efla skógrækt. Við vtijum stórauka framlag til menningarmála. Við höf- um áhuga á að nýta rými á fyrstu hæð HUfar, sem er ónotað, undir hjúkrunarheimUi aldraðra og við viljum að langlegudeUdin á sjúkra- húsinu verði tekin í notkun," sagði Bryndís G. Friðgeirsdóttir kennari sem skipar efsta sæti á G-Usta Al- þýðubandalags. „Nauðsynlegt er að fá meiri kvóta. Við vUjum byggðakvóta. Skapa þarf fjölbreyttara atvinnuUf. Æskilegt er að fá hingað iðnráðgjafa til að leggja fyrirtækjum, sem eru að byrja rekst- ur, Uð. Við víljum að stofnaður verði einn framhaldsskóU á Vestfjörðum svo hægt sé að Ijúka námi í heima- byggð. Vatnshreinsibúnað þarf að setja upp í Hnífsdal og í Holtahverfi. Sorpmál þarf að laga. Viö ætium að standa vörð um þá félagslegu þjón- ' ustu sem boðið er upp á." -hlh Bryndis G. Friðgeirsdóttir skipar efsta sæti á G-lista Alþýðubanda- lags. Kristinn Jón Jónsson, B-lista: Lofum ekki meiru en við getum staðið við Kristinn Jón Jónsson skipar efsta sæti á B-lista Framsóknarflokks. „Við viljum halda þeirri stefnu sem mörkuð var með fjárhagsáætlun og stefnir að lækkun skulda bæjar- ins. Stefhan er að taka helming að láni á móti afborgunum þannig að ef afborganir eru 40 þúsund tökum við 20 þúsund að láni. Þannig getum við náð skuldastöðunni niður meö jöfnum haUa á eöUlegum tíma og án þess að skerða framkvæmdagetuna alvarlega. Þær framkvæmdir, sem við höfum áhuga á, eru í gangi. Það eru framkvæmdir við íþróttahúsið, grunnskólann og Hlíf, íbúðir aldr- aðra og síðasta áfanga sjúkrahúss- ins. Bæta þarf hafnaraðstöðuna og snjóflóðavarnir, sérstaklega í Hnífs- dal," sagði Kristinn Jón Jónsson rekstrarsrjóri sem skipar efsta sæti á B-Usta Framsóknarflokks. „Hreinsa þarf neysluvatnið og vinna að umhverfismálum. Við leggjum áherslu á bættar samgöngur við ná- grannabyggðirnar, jarðgóng í vest- ursýslunni og veg suður úr Djúpi. Við munum fylgjast með að halda í horfinu í atvinnumálum. í félagsmál- um eru ekki tU peningar til að fara í ný verkefni nema með sjáUboða- vinnu. Það þarf að Ijúka þeim verk- efnum sem í gangi eru áður en farið verður í ný. Við vUjum ekki lofa meiru en við getum staðið við á næstakjörtímabiU." -hlh Ólafur Helgi Kjartansson, D-lista: Rétta þarf af f járhag bæjarsjóðs „AðalmáUð er að rétta af fjárhag bæjarsjóðs og lækka skuldir og fjár- magnskostnað. Við vUjum shiða okk- ur stakk eftir vexti í framkvæmdum þannig að fjármögnun verði tryggð áður en byrjað er. Ljúka þarf fram- kvæmdum við skóla og íþróttahús. Koma þarf upp vatnshreinsibúnaði, sem er til, eða laga vatnsmáUn meö óðrum hætti. í umhverfismálum þarf að huga að sorpbrennslu og sorp- hirðu. Við vUjum leysa þann vanda sem snýr að elliheimtiinu og vUjum áframhaldandi uppbyggingu í hafn- armálum," sagði Olafur Helgi Kjart- ansson skattstjóri sem skipar efsta sæti á D-Usta Sjátfstæðisflokks. „Við vUjum að byggt veröi verk- menntahús við menntaskólann og brýnt er að klára 5. áfanga sjúkra- hússins. Ljúka þarf hættumati vegna snjóflóða hið fyrsta. Við vUjum tryggja sjúkraflutninga. Dagvistun- armál á að leysa í samræmi við þarf- ir foreldra og barna. Þá viljum við samstarf við íþrótta- og áhuga- mannafélög við uppbyggingu að- stöðu þeirra. í atvinnumálum viljum við sýna hófsemi í skattheimtu og tryggja lóðaframboð í samræmi við þarflr atvinnutifsins. Betur þarf að leysa atvinnumál fatlaðra og vinna að uppbyggingu líftækniiðnaðar í tengslum við sjávarútveginn." Olafur Helgi Kjartansson skipar efsta sæti á D-lista Sjálfstæðisflokks. Ingibjörg Ágústsdóttir skipar efsta sæti á A-tista Alþýðuflokks. IngjbjörgÁgústsdóttir, A-lista: Vinna þarf að f jölgun íbúa „Við leggjum megináherslu á að staðið verði við byggingu nýs íþrótta- húss, lokið verði við byggingu grunn- skólans og að bygging öldrunar- heimtiis verði forgangsverkefni á næsta kjörtímabUi. TU að standa undir framkvæmdum á sviðum Usta og menningar, heUbrigðismála, íþrótta- og æskulýðsmála og annarra veUerðarþátta samfélagsins þarf fleiri íbúa en nú byggja ísafjörð. Það þarf að vinna skynsamlega að fjölgun íbúa í 5 þúsund manns fyrir næstu aldamót," sagði Ingjbjörg Ágústs- dóttir bæjarfuUtrúi sem skipar efsta sæti á A-tista Alþýðuflokks. „Undirstaða íbúafjölgunar á ísafirði er efting fiskvinnslu og útgerðar. Framtíðarmöguleikar byggjast á meiri sjávarafla til fullvinnslu í landi. Samtímis uppbyggingu sjávar- útvegs munu möguleikar þeirra þjónustugreina sem fyrir eru aukast og skjóta stoðum undir nýjar at- vmnugreinar. Eigi ísafjörður að taka á móti nauðsynlegri fólksfjölgun verður að auka byggingu félagslegra íbúða og uppbyggjngu í dagvistar- málum. Bæjarstjórn á hverjum tíma á að hafa metnað fyrir sitt bæjarfé- lag, trú á vexti þess og viðgangi. Við vonumst eftir stuðningi sem gerir A-Usta kleift að halda þremur mönn- um í bæjarstjórn." -hlh Agústa Gísladóttir skipar efsta sæti á V-lista Kvennalista. Ágústa Gísladóttir, V-lista: Aðhald í fjármálum „Við vUjum sýna aðhald og hófsemi í fjármálum. Við gerum okkur grein fyrir aö ljúka þarf framkvæmdum sem langt eru komnar en leggjum áherslu á að ekki verði hafnar neinar meiriháttar framkvæmdir fyrr en þessar eru búnar og skuldastaðan orðin betri. Við viljum starfa í anda hinnar hagsýnu húsmóður og eyða ekki um efni fram. Við teljum að gera megi ótalmargt fyrir bæinn sem ekki kostar ntikU fjárútiát. Forgangs- röð framkvæmda skiptir máli en þar eru umhverflsmál efst á blaöi," sagöi Ágústa Gísladóttir útibússtjóri sem skipar efsta sæti á V-lista Kvenna- Usta. „Meðal þess sem þarí að laga strax eru neysluvatnsmál, sorpeyðingar- mál og frárennslismál. Viö viljum hlúa að öllu sem tengist skóla- og félagsmálum. Við Utum björtum aug- um til framtíðarinnar í samgöngu- málum vegna jarðganganna en vUj- um strax hefja viðræður við ná- grannasveitarfélögin um samvinnu. Við vtijum fjölbreyttara atvinnulíf. Bæjarsjóöur á að örva og hjálpa nýj- umfyrirtækjumafstað." -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.