Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990. Spumingin Ertu búin(n) að fá sumarvinnu? Hjördís Hilmarsdóttir, 15 ára: Ég verö í unglingavinnunni þriðja árið í röð. Berglind Mikaelsdóttir, 15 ára: Ég er búin að fá vinnu í Ora við að sjóða niður gúrkur og svoleiöis. Kristján Brook, 18 ára: Ég hef unnið síðustu 8mánuði á skemmtistað með skólanum en í sumar hef ég nokkra möguleika á vinnu en er ekki búinn að ráð mig í neitt. Rakel Skarphéðinsdóttir, 16 ára: Ég hef unnið í sjoppu um tíma í vetur en ætla að reyna að fá eitthvað meira. Ásdís Spano, 17 ára: Ég hef unnið í ísbúð um helgar í vetur en er að leita að sumarvinnu til viðbótar. Róbert Pétursson, 16 ára: Ég fékk vinnu hjá Pöllum í sumar. Ég reyndi líka að fá vinnu þar í fyrrasumar en var of seinn að sækja um þá. Lesendur Ferðalög og dag- peningar ráðherra Magnús Kristinsson skrifar: Ég vil byrja á því að taka undir með ritstjóra DV sem ritaði nýlega forystugrein undir yfirskriftinni Ruglað saman reytunum. Þar var rætt um hvernig bregðast mætti við spillingu á ýmsan hátt og bent á að hér á Vesturlöndum þætti til siðs að kjósendur reyndu að losna við hana með atkvæðum sínum. - Hér á landi reyndu menn frekar að komast sjálf- ir inn í hana, vildu gerast aðilar að fyrirgreiðsluþjóðfélaginu. Tekið var dæmi af herfangi byggðastefnu, sem þingmenn væru misduglegir við að afla, en væru þó vegnir og metnir eftir. Minnst á ráð- herrabíla og hinn viðtekna skilning ráðamanna á því að öll notkun á slík- um bifreiðum væri opinber, hvort sem þær væru notaðar fyrir ráð- herraembættin eða flokkinn. - Það var einnig minnst á dagpen- inga ráðherra, sem fá sömu upphæð fjár og embættismenn ríkisins, er þeir ferðast erlendis, en senda síðan ríkinu reikninga fyrir öllum ferða- kostnaöi, gistingu og uppihaldi þegar heim er komiö. Dagpeningar ráö- herranna séu því hreinn kaupauki. - Þessi skrif komu mér í hug þegar ég las það sem haft var eftir forseta Sameinaðs þings, Guðrúnu Helga- dóttur, að skapast myndi vandræöa- ástand ef störf þings drægjust þar sem margir þingmenn þyrftu að sinna erindagjörðum í útlöndum! Og nú er komið í ljós að það var um % hluti þingmanna, þ.m.t. ráð- herrar, sem biðu með flugmiða og dagpeninga upp á vasann eftir því að þingi yrði slitið og þeir kæmust utan til að sinna hinum „mikilvæg- u“ erindum fyrir þjóðfélagið. - Það væri nú fróðlegt að fá yfirlit (ekki seinna en fyrir næstu kosningar) hve miklar aukatekjur hver þingmaður hefur haft á þessu kjörtímabili vegna ferðalaga erlendis. - Það er nefnilega ekkert gefið að valdamenn haldi áfram að rugla saman reytum skatt- greiðenda, stjórnmálaflokka og sín- um eigin. Það erum við kjósendur sem eigum að ákveða þetta. Stöðluð sumarveðrátta Ólafur Gíslason skrifar: Ég var rétt í þessu að hlusta á morgunútvarpið hjá þeim á rás 2 og þar var m.a. rætt við veðurfræðing um veðrið framundan næstu daga og kannski út vikuna. Hann sagði sem var að hæð væri í nágrenninu og hún ylli því að hér væri sú tegund veðurs sem hér er nú, þ.e. sól og bjart fyrir norðan og austan land en þoku- ruöningur og fremur svalt hér á suð- vesturhorninu. Nú kem ég aö því sem mér fannst athyglivert við orð veðurfræðingsins og í samræmi við það sem hér hefur tíðkast undanfarin ár. Útvarpsmenn- imir virtust hins vegar ekki aiveg vera með á nótunum og virtust i sjö- unda himni með orð veðurfræðings- ins. Eða það fannst mér á undirtekt- um þeirra. Ég held að þeir hafl mis- skilið verðurfræðinginn a.m.k. hvað varöar suðvesturhomið. Það kom nefnilega fram þarna hjá veðurfræðingnum aö þessi hæð sem hér væri nú myndi - kannski - færa sig eitthvaö til en myndi ekkert breyta veðurfarinu hér hjá okkur á þéttbýlissvæðinu og allt til Vest- íjarða. - Við sitjum því áfram í sömu súpunni og verið hefur og einnig sl. sumur. Kalt vor og síðan rigninga- sumar - eins og venjulega. Það er hins vegar hrollköld stað- reynd að hér rétt fyrir austan, jafn- vel fyrir austan „Fjall“ að ekki sé nú talað um lengra austur, t.d. undir Eyjafjöllum, er hið besta veður og talsverður hiti, líkt og á Norður- landi. Það er því rétt eins og hér suð- vestanlands sé eins konar staðlað veðurfar, ekki tiltakanlega kaldur vetur né snjóþungur en leiðinlegur og umhleypingasamur og síðan kem- ur kalt vor eða réttara sagt, þegar vetrinum lýkur kemur sumarið allt í einu þegar hættir að snjóa, rétt eins og veðriö og hitastigið er núna, þetta 5, 7 og hæst 9 eöa 10 stig og endist allt til næsta vetrar sem byrjar ekki fyrr en um áramótin. - Þetta er ekki glæsileg spá en sönn samt. Sitjum við hér á þéttbýlissvæðinu áfram við sama borð; þokuruðning og hámarkshita við 10 stiga markið? Sól- baðs- stofur Sólbaðsstofuunnendur skrifa: Okkur langar til að gera sól- baðsstofur i Reykjavík lítillega að umræðuefni. Þær eru mis- góðar líkt og önnur þjónustufyr- irtæki. Okkur langar rétt að nefna þær stofur sem við höfum stundað. En þær eru: Aðalsól- baðsstofan, Toppsól, Gæðasól og Sólargeishnn. Þar sem Toppsól og Gæðasól eru báðar nýjar stofur höfum við htla reynslu af þeim en sú reynsla sem við höfum er sú aö okkur finnst Toppsól betri en Gæöasól. Að vísu er frábær þjónusta hjá báðum en það sem Toppsól hefur fram yfir er tónhst í bekkjum, hurðir í stað tjalda fyrir bekkjum og míög góða setustofu. Ef við ættum að gefa þessum stofum einkunn frá 1-10, fengi Toppsól 8, en Gæðasól 6. Sólar- geislinn fengi að okkar mati minna. Þeir hafa aö vísu skipt um húsnæði og eru nú í stærra hús- næði og bjóða auk sólarbekkja upp á gufubað og nuddpott, sem er að vísu mikill plús. En það er stór mínus að hafa gamla bekki og að skipta ekki nógu oft um perur í lömpum. Einnig verður aðstaöa til að skipta um fot að vera óaðfinnanleg svo og hrein- læti. Aðalsólbaðsstofan er að okkar mati lang besta stofan og skarar fram úr hvað snyrtimennsku og þjónustu varðar. Bekkirnir hjá þessari stofu eru frábærir og þar er slöpt um perur reglulega. Það þarf ekki að fara fleiri oröum um svona stofu. Hún fær hæstu ein- kunn hjá okkur eða 10. P.S. Það skal tekið fram að þær stofur sem eru ekki nefndar hér geta verið betri eða verri. Þetta er aðeins okkar mat. Eða eins og sagt er: „Sitt sýnist hverjum".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.