Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990. 9 Havel vill nýtt öryggiskerfi Forseti Tékkóslóvakiu, Vaclav Havel, umkringdur evrópskum börnum I Strasbourg. Simamynd Reuter Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvak- íu, hvatti í gær Nato og Varsjár- bandalagið til að draga úr hernaðar- legu hlutverki sínu og snúa sér í stað- inn að uppbyggingu nýs öryggiskerf- is fyrir framtíð sameinaðrar Evrópu. í ávarpi sínu á þingi Evrópuráðsins í Strasbourg kvaðst Havel vilja al- gjörlega nýtt öryggiskerfi í Evrópu sem stutt yrði af Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Sagði hann að kalla mætti það Helsinki-öryggiskerfið og hvatti um leið þær þrjátíu og fimm þjóðir sem þátt taka í ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu til að gera drög að nýjum Helsinki- sáttmála um öryggi og mannréttindi fyrir leiðtogafund aðildarríkjanna síðar á þessu ári. Nýr sáttmáli gæti falið í sér bindandi samkomulag milli þjóða í stað tilmæla og viðmiðana. Havel sagði ennfremur að Nato og Varsjárbandalagið væru tákn kalda stríðsins og ættu bæði bandalögin frekar að gegna stjórnmálalegu hlut- verki en hernaðarlegu. Sagði forset- inn Nato vel í stakk búið til að taka þátt í myndun nýs öryggiskerfis þar sem það væri lýðræðislegra og öflug- ra en Varsjárbandalagið gæti hins vegar leyst upp eftir að hafa aðstoðað við að afvopna og sameina Evrópu. Reuter Atlantshafsbandalagiö: Óttast fall Gorbatsjovs Þrátt fyrir að þjóðir Atlantshafs- bandalagsins hafi áhyggjur af því að Mikhail Gorbatsjov hafi meira en nóg að gera við að leysa vandann heima fyrir þrýstir nú bandalagið á yfirvöld í Moskvu vegna sameining- ar þýsku ríkjanna og kjarnavopna. Varnarmálaráðherrar Nato-ríkj- anna bundu enda á tveggja daga fund sinn í Kananaskis í Kanada með því að skora á Sovétmenn að fækka skammdrægum kjarnavopnum og heita því sjálfir að halda áfram að hafa kjarnavopn í Evrópu. Fram- kvæmdastjóri Nato, Manfred Wörn- er, sagði að bandalagið hafnaði alfar- ið þeirri hugmynd Sovétmanna að bíða með ákvörðun um hernaðar- stöðu Þýskalands þangað til eftir sameininguna. Á sama tíma er vaxandi ótti innan Nato um að Gorbatsjov takist ekki að ráða við vandann sem fylgir óeirð- unum í Eystrasaltslöndunum eða koma efnhagskerfinu í lag. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði í síðustu viku að stefna Sovétmanna væri í biðstöðu vegna vandamálanna og Douglas Hurd, ut- anríkisráðherra Breta, sagði við sama tækifæri að ástandið í Sovét- ríkjunum væri mjög alvarlegt og stjórn kommúnistaflokksins væri að fadli komin. Heimildir Nato herma einnig að sovéski herinn, sem sættir sig ekki við niðurskurð til hermála, hafi þrýst á Gorbatsjov að hægja ferðina í afvopnunarmálum. Mest óttast Nato-ríkin að Gor- batsjov verði bolað frá völdum og harðlínumaöur taki við sem muni hverfa aftur til skipulags fortíðarinn- ar. Reuter Létust f flugstysi á leið Ul páfa Tveggja hreyfla farþegavél fórst í gær utan við borgina Tuxtla Gutierrez í Mexíkó. Að minnsta kosti tuttugu og einn lét lífið, þar á meðal mexíkansk- ur biskup sem ætlaöi að hitta Jóhannes Pál II. páfa í dag. Alls voru þrjátíu og átta manns um borð í vélinni sem var af gerð- inni Fokker F-27. Flugvélin var á leiðinni frá Tapachula til Tuxtla Gutierrez sem er í um sex hundruð kíló- metra suðaustur af Mexfkó- borg. Biskupinn í Tapachula og tveir prestar voru meðal þeirra sem biðu bana. Fimm manns særðust aðeins lítils háttar en að minnsta kosti sjö eru alvar- lega slasaðir. Páfa varð mjög um fréttina af slysinu og mun breyta ferðaáætlun sinni til að geta blessað líkin við sérstaka minn- ingarathöfn. ' Reuter Björgunarmenn að störfum á slysstað I Mexikó í gær. Símamynd Reuter Utlönd Rúmlega hálf milljón verður aftvinnulaus Austur-þýskir kennarar mótmæla fyrlr utan þingið. Símamynd Reuter Forsætisráðherra Austur-Þýskalands, Lothar de Maiziere, sagði í gær að landið stæði frammi fyrir kreppu og það þyrfti 73 mílljarða dollara í hjálp til loka árs 1991. Á sama tlma sagði Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, að Austur-Berlin skyldi koma fjárhag sínum á réttan kjöl. Austur-þýskir kennarar fóru í verkfall í gær til að fara fram á hærra kaup og atvinnumálaráðuneyti landsins gerir ráð fyrir aö um 600.000 manns verði atvinnulaus um mitt þetta ár, en tala atvinnulausra hefur hækkað um 70% frá því í mars. Fundur araba 28. maí Leiðtogar arabaríkjanna, nema Sýrlands, Marokkó, Lýbíu, Sómahu og Oman, hafa ákveðið að funda í Bagdad þann 28. maí til að ræða innflutn- ing sovéskra gyðinga tU ísraels. Sú ákvörðun að velja Bagdad, höfuðborg íraks, sem fundarstað, þykir sýna stuðning við vopnaáætlanir Saddam Hussein. Búast ísraelsk stjórnvöld við 800.000 sovéskum gyðingum til ársins 1995. De Klerk hitftír Mitfterrand F.W, de Klerk, forseti Suður- Afríku, batt enda á einangrun landsins frá Evrópu þegar Irann lútti Francois Mitterrand, forseta Frakklands, í gær og hvatti Evr- ópuríki til að ailýsa viöskiptabanni á landið vegna þeirra breytinga sem þar hafa átt sér stað. Mitterrand mun hafa spurt de Klerk, í þaula um ástandið í landinu, um áætlanir til að leggja kynþáttaaðskilnaðarstefnuna á lúlluna, neyðarlögin og póhtiska fanga. De Klerk mun hafa lagt ríka áherslu á lögleiðingu Afríska þjóð- arráðsins og frelsun Nclson Mand- ela. De Klerk er fyrsti þjóðhöfðingi f.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, Suður-Afríku sem boðið er form- með Francois Mitterrand Frakk- lega til Frakklands. Hann heldur landsforseta eftir fund þeirra. til Grikklands í dag. Stmamyml Reuter Ofbeldi gegn Serbum ekki liðið Leiðtogi kommúnista i Serbiu, Slobodan MOosevic, varaði Króatíu við því í gær að ofbeldi gegn Serbum yrði ekki liðið en þjóðemissinnar unnu stórsigur í kosningunum í Króatíu, fengu 193 sæti af 356. Serbía færi fram á meira sjálfstæði innan eða utan Júgóslavíu. Um 600.000 Mitfterrand hvetur til viðræðna milli Utháen og Moskvu Kazimiera Prunskiene, forsætisráðherra Litháa, átti hálftíma fund með Francois Mitterrand Frakkiandsforseta í gær. Eftirfundinn sagði talsmað- ur forsetans að hann hefði hvatt til belnna vlðræðna milli Moskvu og eins og um var getið i bréfi Mitterrands og Kohls, kanslara Vestur- Þýskalands. Prunskiene sagði að Gorbatsjov væri viðkvæmur fyrir áliti vestrænna þjóða. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.