Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Side 4
4 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990. Fréttir Tillögur Þjóðhagsstofnunar um efnahagsráðstafanir: Minni hækkanir og smáhækkun gengis - stofnunin telur freistandi að leita eftir breiðri samstöðu Þjóðhagsstofnun hefur lagt fram tillögur fyrir ríkisstjórnina um það hvemig bregðast skuli við fyrirsjá- aniegri hækkun á vísitölu umfram rauðu strikin svokölluðu. Þjóðhagsstofnun telur að einkum komi femt til greina: 1. Gera engar ráðstafanir og sætta sig viö að hækkun framfærslukostn- aðar verði nokkru meiri en að var stefnt. 2. Draga úr verðhækkunum með því að lækka opinbera gjaldskrá eða skatta. Til dæmis mætti íhuga afnám jöfnunargjalds eða hækka opinbera gjaldskrá og skatta minna á næst- unni en áformað er. 3. Hækka gengi krónunnar lítils- háttar og auka aðhald að efnahagshf- inu með aðgerðum á sviði peninga- mála. 4. Samsettar aðgerðir á sviði ríkis- fjármála, peningamála og gengis- mála, það er blanda af leiðum 2 og 3. Ef til vill mætti freista þess að ná breiðri samstöðu um aðgerðir af þessu tagi. Um leið og þetta er lagt til er sagt að mikilvægt sé að markmið í verð- lagsmálum náist. Er því bætt við sterkari vísbendingu um tillögu Þjóðhagsstofnunar en rætt var um hér að framan: „Að öllu samanlögðu er hér talið freistandi að leita með óformlegum hætti eftir breiðri sam- stöðu við aðila vinnumarkaðarins um leið 4 hér að framan og ákveða næsta skref að því loknu.“ Ríkisstjórnin hefur lítillega rætt þessi mál og samkvæmt heimildum DV er forsætisráðherra á því að eitt- hvað verði að gera en menn munu hins vegar ekki vera á eitt sáttir um að það sé besta lausnin. Hafa þau sjónarmið komið upp að framúrakst- urinnn sé svo lítilvægur að rétt sé að sætta sig við hann. -SMJ • Kamerúnmaöurinn Omam-Biyik skorar sigurmarkið gegn Argentinu með skalla i opnunarleiknum í Mílanó í gær. Argentína Heimsmeistarar Argentinu fengu óvæntan skell í fyrsta leik heims- meistarakeppninnar sem fram fór í Mílanó í gær. Argentínumenn, með Diego Maradona í broddi fylkingar, töpuðu fyrir Afríkumeisturunum frá Kamerún, 0-1. Eina mark leiksins gerði framheijinn Francois Omam- Biyik á 66. mínútu. Það var enginn meistarabragur á liði Argentínu og Maradona og félag- ar komust htið áleiðis gegn sterkum og eldfljótum Kamerúnmönnum. Leikmenn Kamerún hefðu með smá- heppni getað bætt fleiri mörkum við fékk skell og það þrátt fyrir aö þeir væru tveim- ur leikmönnum færri á lokakaflan- um en tveir leikmenn liðsins fengu rautt spjald. Heimsmeistarakeppnin heldur áfram af fullum krafti í dag og ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur fá að sjá leik Sovétríkjanna og Rúmeníu í beinni útsendingu klukkan 15. Á morgun veröa tveir leikir beint í ís- lenska sjónvarpinu. Bandaríkin og Tékkóslóvakía leika klukkan 15 og leikur Svía og Brasihumanna verður á skjánum klukkan 19. -RR Sigurður Markússon, stjómarformaður Sambandsins: Erfitt dæmi en ekki óleysanlegt „Staða Sambandsins er erfitt dæmi en ahs ekki óleysanlegt. Ef rétt er á haldið er mikið afl í þeim breytingum sem nú hafa verið samþykktar og ganga út á að gera Sambandið að eignarhaldsfélagi og skipta deildum þess upp í sex hlutafélög," segir Sig- urður Markússon, nýkjörinn stjóm- arformaður Sambandsins. Sigurður hiaut yfirburðakosningu í stjómarformennskuna. Hann fékk 93 atkvæði, Geir Magnússon, banka- stjóri Samvinnubankans, fékk 11, Þorsteinn Sveinsson, varastjórnar- formaður Sambandsins, fékk 2 og einn seðiil var auður. Samtals greiddu 107 atkvæði. Sigurður hefur verið í áratugi í starfi hjá Sambandinu og var fyrir aðalfundinn framkvæmdastjóri sjáv- arafurðadeildar. Á mánudaginn hef- ur hann starfaö í nákvæmlega 39 ár hjá Sambandinu, þar af hefur hann verið í um 20 ár í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. - Hver er framtíð Guðjóns B. Ólafs- sonar sem forstjóra Sambandsins? „Það eru engin áform uppi um breytingar á vem hans sem for- stjóra. Vandinn er enda það stór að það veitir ekki af að hafa tvo menn, stjómarformann og forstjóra, til að takast á við málin." - Þú ert mikill persónulegur vinur Guðjóns. Er ekki hætta á að það hefti þig í erfiðum ákvörðunum sem þú þyrftir hugsanlega að taka og gætu snert hann? „Ég sé enga hættu í því að við Guðjón séum vinir og að það sé vin- átta á milli tveggja manna sem þurfa að vinna mikiö saman við að leysa erfið vandamál. Verra hlyti það að vera ef við værum óvinir." - Nú sagði einn fuhtrúinn á aðal- fundinum, Jóhannes Geir Sigur- geirsson, að þær breytingar, sem nú era fyrirhugaðar, komi of.seint og hefðu þurft að verða miklu fyrr? „Ég tel þetta alls ekki of seint. Vissulega hefði verið betra að þetta hefði gerst fyrr. En aUt hefur þetta sinn tíma. Nauðsynleg samstaða um breytingarnar hefur ekki náðst fyrr.“ - Þú varst kjörinn stjómarformaður Sambandsins til þriggja ára í fuUt starf. Er stjómarformennskan fuUt starf til frambúðar eftir að breyting- arnar eru um garð gengnar? „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem tímabundið starf eða þar til búið er að ganga frá skipulagsbreytingun- um.“ - Hvað telur þú að þær taki langan tíma? „Ég er að tala um einhver ár frekar en nokkra mánuði.“ -JGH Sæmundur Pálsson á Vigdísi EA: Sökk þegar nefið snerti bryggjuna „Mig grunaði að lekinn væri við stefnisrörið. Ég athugaði það en það var vonlaust að komast að til að gera við. Við vorum dregnir í land og það má segja að báturinn hafi sokkið þegar nefið snerti bryggjuna. Ég hefði ekki boðið í það hefði hann sokkið á landleiðinni. Okkur var orð- ið kalt og þess vegna voram við í stýrishúsinu," sagði Sæmundur Pálsson, formaður á Vigdísi EA, sem sökk viö bryggju á Bakkafirði aö- faranótt föstudags. Tveir menn vora á Vigdísi, Sæ- mundur og Einar Pálmi Ámason. Þeir vora að leita að fiski þegar þeir urðu varir við leka í bátnum. „Við voram út af Strandhöfn suður af Digranesi. Hleðsluljósið kviknaði og þá urðum við varir við að sjór var kominn í bátinn. Það var blankalogn en þoka. Það gekk ágætlega að draga okkur í land. Óneitanlega voram við hræddir. Þegar báturinn sökk stóð nefið eitt upp úr. Björgunarmennirn- ir vora fljótir að átta sig og brutu rúðu og náðu okkur út. Okkur var kalt en við erum búnir að jafna okk- ur á því. Einar Pálmi tognaði tals- vert á handlegg," sagði Sæmundur Pálsson þegar DV ræddi við hann í gær. -sme öðrum mannanna, sem voru á Vigdísi EA 11, bjargað úr sökkvandi bátn- um. Ekki mátti tæpara standa þar sem stýrishús var nær fullt af sjó og mennirnir komust ekki út hjálparlaust. Þeir voru fljótir að jafna sig eftir volkið. DV-mynd Margrét Arngrímsdóttir Salmonella í kryddi Fundist hefur salmonellumeng- un í tveimur kryddtegundum frá fyrirtækinu G. Pálsson & Co. Hér er um aö ræða heilan (ómalaðan) svartan pipar og skorið rósmarín. Er neytendum eindregið ráðlagt að nota ekki þær kryddvörur sem salmonella hefur fundist í, sérs- takiega er varað viö því að krydda mat með þessu kryddi eftir matreiöslu og borða afganga aí'mat sem þannig er kryddaöur. í fréttatilkynningu frá Holl- ustuvemd kemur fram að krydd- tegundir þessar era seldar í 125 ml neytendaumbúðum úr glæru plasti með hvítu loki og i 60 ml; glerumbúðum með rauðu loki. Umbúðir eru einungis merktar meö heiti vörunnar og nafni pökkunaraðila, þ.e.a.s. G. Pálsson & Co. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fyrirskipað stöðvun dreif- ingar og innköilun þessara vöru- tegunda úr verslunum. Heil- brigðiseftirlitiö og Hollustuvernd ríkisins itafa unnið í þessu máli í samvinnu viö umrætt fyrirtæki. Kryddvörurnar eru framleiddar af fyrirtæki í Þýskalandi og hefur viðskiptum viö hinn erlenda framleiðanda verið híett og jafn- framt óskað eftir því við ríkistoll- stjóra að allur innílutningur á kryddi frá honum vei-ði stöðvað- Þegar matvæh era vel soðin eða steikt er tryggt að salmonellusý- klar drepast. Þeir geta hins vegar íjölgað sér í vöram, sem ekki eru hitaðar eöa geymdar (kæling) á fullnægjandi hátt og þannig vald- ið matareitran. -GHK Konráö Guömundsson: Hættir sem hótelstjóri Konráö Guðmundsson, hótel- stjóri á Hótel Sögu, ætlar að hætta sem hótelstjóri um miðjan mánuðinn eftir 27 ára starf. „Þetta er gamalt heit sem ég vann þegar ég varð fimmtugur um að draga saman seghn þegar ég yrði sextugur," sagði Konráð en liann varð sextugur 28. maí síðasthðinn. Við starfi hótelstjóra tekur Jón- ; as Hvannberg sem verið hefur aðstoöarhótelstjóri undanfarin ár. Konráð iætur hins vegar ekki af störfum hjá Sögu því hann verður áfram framkvæmdastjóri: hússtjórnar Bændaiiallarinnar eins og áður. Jónas verður því undirmaður hans. „Nú ætla ég bara að fara að dútla eitthvað milh níu og fimm í stað þess að vinna 70 til 80 tíma á viku,“ sagöi Konráð. -gse Orð Guðjóns vöktu reiði Orð Guðjóns B. Ólafssonar, for- stjóra Sambandsins, á aðalfund- inum í gærmorgun um að margir aðalfundarmenn töluöu þannig að það væri eins og þeir skildu ekki vanda Sambandsins vöktu mikla reiði á fundinum og úr varð nokkur rimma. Minnti Guð- jón jafnframt á að vandi Sam- bandsins væri skuldir þess. Jóhaimes Geir Sigurgeirsson, fulltrúi KEA á fundinum og vara- þingmaður Framsóknarflokks- ins, fór þegar i pontu og ávítaði forstjórann harðlega fýrir aö tala niður til fundarins og væna menn um skihúngsleysi. Haukur Ingibergsson, fulltrúi KRON á fundinum, fór einnig í ræðustól og var mjög harðoröur í garö Guðjóns. Hann minnti á orð Guðjóns sjálfs fyrir nokkrum árum um að menn væra ráðnir og reknir og varpaði því síðan fram hvort ekki væri orðin þörf á að grípa til þess síðarnefnda. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.