Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Page 13
.oeei Ivm .e nuoAaiiAOUAJ
•LAaeARÐAGJUR #. -UÖM-Í' 1990.
<aw« m m b w rowiMW»—wwa
SI
Uppáhaldsmatur
Elín G. Ólafsdóttir segist hafa í svo mörgu aö snúast að nær hefði verið að taka mynd af henni með annan
handlegg í kápunni ennþá þvi þannig væri henni best lýst. Alltaf á hlaupum. Enda segir hun langt siðan hun
hafi haft tima til að elda uppáhatdsmat fjölskyldunnar. DV-mynd Hanna
Uppáhaldsmatur:
Fiskgratín
A La Elín
- að hætti borgarfulltrúa Kveimalistans
„Eg ætla að gefa ykkur dálítiö
ilókna uppskrift en hún er ofsalega
góð og því vel þess virði að reyna.
Þetta er fiskréttur, sem ég hef
reyndar ekki haft tíma til mjög
lengi aö elda en hann hefur alítaf
veriö i miklu uppáhaldi h)á börn-
unum mínum. Eg man eftir að þeg-
ar afmæli voru hér áður fyrr og
börnin fengu aö velja sér mat var
iðulega beðið um þennan rétt,“
sagði Elin G. Ólafsdóttir, borgar-
fulltrúi og kennari, sem gefur okk-
ur uppáhaldsuppskrift í dag. Elín á
sex börn og firam barnabörn og
hefur þvi verið með stórt heimili í
gegnum tíðina. Þaö er fiskgratin
sem hún gefur okkur og uppskrift-
in lítur þannig út:
Það sem þarf
1 meðalstór ýsa (eða tvö ýsuflök)
7 dl vatn
2 dl mysa
sjávarsalt eftir smekk
200 g smjör eða smjörlíki
4 dl heilhveiti eða hveiti
5 egg
Aðferðin
„Fyrst er suðan látin koma upp
á vatni og mysu. Fiskurinn er sett-
ur út í og soðinn í u.þ.b. tíu mínút-
ur. Þá er hann tekinn upp úr og
látinn rjúka. Smjörið (eða smjörlík-
ið) er bætt úti soðið og hrært þar
til það bráðnar. Heilhveitinu eða
hveltinu er sáldrað yfir og hrært
stöðugt á meðan og látið rjúka í
nokkrar mínútur eða þar til deigið
er laust frá sleif og potti.
Nú er deigið sett í hrærivélarskál
og hrært áfram í vélinni. Bætið
einni og einni eggjarauðu út i í einu
og kryddið meö fiskkrafti og hvít-
um pipar eftir smekk. Á meöan
þetta hrærist í vélinni er gott að
beinhreinsa fiskinn og er hann síð-
an látinn í deigið, Hrært áirara. Að
lokum er stífþeyttum eggjarauðum
blandað léttilega saman við með
sleif eða sleikju þannig að loft leiki
enn um hvítumar.
Eldfast mót er smurt vel að innan
og þakið brauðraspl Deigið sett í
formið og rasp yfir auk smjörklípa
hér og þar. Rétturinn er loks bak-
aður í oíhi við 200 gráður í þijátíu
mínútur eða þar til hann er orðinn
gulbrúnn.
Með réttinum er gott að hafa
soðnar kartöflur með niðurbrytj-
uðum graslauk úr garðlnum og
salat úr jöklakáli, rifnum gulrótum
eða rófum og brytjuöum eplum.
Yfir saiatið má setja púðursykur
og appelsínusafa. Bráöið smjör er
lflta ágætt fyrir þá sem vflja yfir
kartöflumar,“ sagði Elín G. Ólafs-
dóttir og lofaði að þetta væri af-
bragðsmáltíð sem þó þyrfti að
nostra pínulítið við. „Það er þess
virðL“ sagði hún.
-ELA
Vanefndauppboð
Vegna vanefnda uppboðskaupanda verður fasteignin Kársnesbraut • 59,
þinglesin eign Björns Emilssonar, boðin upp að nýju og seld á nauðungar-
uppboði sem fram fer á eigninni sjálfri þriðjudaginn 12. júní 1990 kl. 16.00.
Uppboðsbeiðendur eru skattheimta ríkissjóðs i Kópavogi, Ingvar Björnsson
hdl., Landsbanki Islands og Ásgeir Thoroddsen hdl.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
"Gríptu gæsina
meÓan hún gefst”
- en ekki meÖ höndunum!
SMAAUGLYSINGAR
SÍMI 27022
Laust embætti
sem forseti íslands veitir
Prófessorsembætti í heimilislækningum við læknadeild Háskóla
íslands er laust til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Gert er ráð fyrir
að stöðunni verði að sinni ráðstafað til tveggja ára.
Prófessorinn mun fá starfsaðstöðu fyrir rannsóknir og kennslu í
húsnæði Háskóla íslands í heimilislæknisfræðum og sem yfirlækn-
ir á heilsugæslustöð á Reykjavíkursvæðinu samkvæmt samkomu-
lagi heilbrigðisráðuneytis, menntamálaráðuneytis og læknadeildar
Háskóla islands.
Umsækjandi skal vera sérfræðingur í heimilislækningum. Umsókn-
ir, ásamt itarlegum upplýsingum um vísindastörf umsækjanda,
ritsmíðar og rannsóknarstörf, svo og námsferil og störf, skulu
sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík,
fyrir 1 5. júlí nk.
Menntamálaráöuneytið
7. júni 1990.
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn
12. júní 1990 kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7,
Reykjavík, og víðar.
Tegundir Árg.
1 stk. Saab 900 i fólksbifr. 1987
2stk. Subaru 1800 Glstation 4x4 1987
2 stk. Toyota Corolla fólksbifr. 1986-87
1 stk. Mazda 626 fólksbifr. 1983
4 stk. Fiat 127 GL fólksbifr. 1985
2stk. Volkswagen Transporter 1987
1 stk. RenaultTrafficsendilbilr. 4x4 1985
1 stk. Isuzu Microbus fólks/sendib. disil, skemmdur 1985
1 stk. Mazda E 2200 Panel Van disil 1985
1 stk. Mazda E-2200 Double cab disil 1984
1 stk. Mercedes Benz 370 d sendib. dísil 1982
1 stk. Ford Econoline E-150 sendib. bensin 1979
1 stk. Dodge pickup bensín 4x4 1983
1 stk. Lada Sport bensin 4x4 1986
1 stk. Nissan pickup Double cab disil 4x4 1985
1 stk. Daihatsu Taftdísil 4x4 1983
1 stk. Toyota LandCruiser bensin 4x4 1983
2 stk. Harley Davidson Fl 1200 lögreglubifhjól 1974-77
1 stk. Man 16,240 vörubifreió m/framdrifi 1981
Til sýnis hjá Pósti og sima, birgóastöó Jörfa.
1 stk. Toyota Hiace sendib. bensin (ógangfær) 1982
Til sýnis hjá Vegagerö rikisins, Akureyri.
1 stk. Toyota Hilux D C. (skemmdur eftir óhapp) 4x4 1987
1 stk. Mitsubishi Pajero bensin 4x4 1986
1 stk. Mitsubishi L-300 Mini Bus 4x4 1984
Til sýnis hjá Vegagerö rikisins, Reyðarfiröi.
1 stk. Mitsubishi Pajero bensin 4x4 . 1984
Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 aó viðstöddum bjóðendum. Rétt-
ur er áskilinn til að hafna tilboöum sem ekki teljast viðunandi.
IIMNKAUPASTOFIMUN RÍKISINS
BORGARTUNI 7 )05 REYKJAVIK