Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Page 14
14 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Ómerkilegar tillögur Tillögur þær, sem ríkisstjómin ræðir nú, eru ómerki- legar. Þetta eru tillögur, sem Þjóðhagsstofnun hefur sent ríkisstjóminni að beiðni stjórnarinnar. Raunar er ein- kennilegt, að menn, sem hafa setið nokkurt skeið í ráð- herrastólum, og sumir lengi, skuli hafa beðið um slíkar tillögur. Þær em allar ljósar, svo að ráðherrunum hefðu átt að koma þær í hug á augabragði. En lítum nánar á þessar tillögur og hvers vegna þær em til komnar. Nú stefnir í, að verðbólga verði meiri en gert var ráð fyrir í kjarasamningunum. Þjóðhagsstofnun metur þessa hækkun litla, en af gefinni reynslu má búast við, að verð- hækkanimar verði meiri. Þjóðhagsstofnun segir, að verð- lagsþróun að undanfómu hafi verið í samræmi við þær áætlanir, sem gerðar vom í tengslum við kjarasamning- ana í byrjun febrúar - í stórum dráttum. Frá því í febrú- ar hafi vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 2 pró- sent og jafngildi sú hækkun um 8,5 prósent verðbólgu á heilu ári. Ljóst var við gerð kjarasamninganna, að erfitt yrði að halda verðhækkunum innan þeirra marka, sem stefnt var að. Verðlagshorfur bendi nú til þess, að vísital- an hækki að öðm óbreyttu nokkuð umfram forsendur kjarasamninganna. Endurskoðuð verðbólguspá Þjóð- hagsstofnunar bendi til þess, að framfærsluvísitalan gæti hækkað um 0,5 til 1 prósent umfram viðmiðunar- mörk septembervísitölu samkvæmt kjarasamningunum. í þessu felst, að verðbólgan verði 6 prósent á næstu fjór- um mánuðum miðað við heilt ár, samanborið við um 3,5 prósent samkvæmt forsendum kjarasamninganna. Við þetta er enn að bæta, að ástæða er til að ætla, að verð- hækkunin verði meiri. Og þá segir Þjóðhagsstofnun að beiðni ríkisstjórnar- innar, að mikilvægt sé að huga að því á næstu dögum, hvemig bregðast skuh við þessum horfum. Fernt komi til greina. í fyrsta lagi komi th greina að gera engar ráðstafanir og sætta sig við, að hækkun vísitölunnar verði nokkru meiri en að var stefnt. í öðm lagi komi til mála að draga úr verðhækkunum með því að lækka opinbera gjaldskrá eða skatta. í þriðja lagi komi hækkun gengis til greina. Loks megi sameina einhveijar þessara leiða. Um þetta er það að segja, að iht væri að grípa ekki til aðgerða, einkum þar sem gera má ráð fyrir meiri verð- hækkunum en Þjóðhagsstofnun segir. Þótt staða okkar á útflutningsmörkuðum hafi batnað, væri óráðlegt að fara að hækka gengi krónunnar. Hætt er við, að slíkt entist skamman tíma, kæmi róti á gjaldeyrismálin og síðan yrði aftur að feha gengið. Af þeim ráðum, sem Þjóð- hagsstofnun nefnir, hlýtur fólki að htast bezt á lækkun skatta. Skattpíningin hefur gengið langt. Ekki er við Þjóðhagsstofnun að sakast, þótt thlögumar séu ekki merkilegar. Fremur er við ráðherrana að sak- ast, að þeir skyldu þurfa að biðja um shkar tihögur. í grundvaharatriðum htur Þjóðhagsstofnun svo björtum augum á stöðuna, að hún virðist varla telja aðgerða þörf. En oft hefur hinum opinbem sérfræðingum hla skjátlazt, einkum um verðbólgu. Annað mál er, að stofnun eins og Þjóðhagsstofnun starfar undir valdi ríkisstjómar. Rík- isstjómir hafa oft beitt þessu valdi, þannig að verðbólgu- spár snemma árs ganga engan veginn upp, þegar lengra hður á árið. Því ber að vara við aðgerðaleysi og of mik- ilh bjartsýni, þegar htið er th verðbólgunnar. Ríkissljórn- in er ekki góð. Hún hefur fengið sinn skell í kosningum. Stjómin ætti að fara frá, þá væri nú gmndvöhur th jafn- vægis í efhahagsmálum. Haukur Helgason Ný Evrópuskipan er að taka á sig mynd í öndverðum júlímánuði koma æðstu menn ríkja Atlantshafs- bandalagsins saman til fundar í London. Þar á að fjalla um breytta hernaðaráætlun og hemaðarstöðu bandalagsins í framhaldi af um- myndun síðustu misserin í Mið- og Austur-Evrópu og til að greiða fyr- ir að hámark hennar verði samein- að Þýskaland innan vébanda NATÓ. Um sömu mundir situr þing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna í Moskvu. Meginniðurstaðan af hvíta- sunnufundi Bush Bandaríkjafor- seta og Gorbatsjofs sovétforseta í Washington er að tillögumar, sem sá fyrmefndi leggur fyrir NATÓ- fundinn í London, verða meðal annars sniðnar til að hjálpa þeim síðamefnda að hemja flokksþingið í Kreml. Hemaðarleg staða sam- einaðs Þýskalands er mörgum Sov- étmanni viðkvæmt mál af skiljan- legum, sögulegum ástæðuin. Þar að auki verða ýmsir flokkþings- fulltrúar af gamla skólanum vísir til að nota hrun Sovétveldisins í Evrópu gegn foringja sem þeir hafa cddrei fellt sig við og stendur að auki höllum fæti á öðrum sviðum. Á fundinum um hvítasunnuna var ekki gengið frá neinu í einstök- um atriðum. En síðan hafa utanrík- isráðherrar risaveldanna haldið viðræðum áfram á fundi í Kaup- mannahöfn með þátttöku starfs: bræðra frá þýsku ríkjunum, Bret- landi og Frakklandi. Þegar þetta er ritað stendur yfir fundur utan- ríkisráðherra ríkja NATÓ í Turn- berry í Skotlandi og fundur æðstu manna ríkja Varsjárbandalagsins í Moskvu. Þar er breytt staða hem- aðarbandalaganna aðalefnið. í Washington kynnti Bush so- véska forsetanum níu atriði sem Bandaríkjastjóm vill beita sér fyrir tii að fyrir liggi að sameiningu þýsku ríkjanna og aðild sameinaðs Þýskalands að NATÓ sé ekki stefnt gegn Sovétríkjunum og öryggis- hagsmunum þeirra. Bandaríkjastjóm lætur af and- stöðu viö að ráöstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem að standa nær öli Evrópuríki, Banda- ríkin og Kanada, fái aukið starfs- svið og verði föst stofnun. Bandaríkjastjóm fellst á að ræða takmarkanir á herstyrk sameinaðs Þýskalands og annarra Mið-Evr- ópuríkja innan ramma samnings um fækkun í landherjum og öðrum hefðbundnum herafla um álfuna alla. Óskað er eftir að yfirstandandi viðræðum um niðurskurð hefð- bundins vigbúnaðar í Evrópu verði lokið með samkomulagi áður en hitt málið verði tekið upp. Um leið og samkomulag næst í yfirstandandi viðræðum um niður- skurð hefðbundins vígbúnaðar er Bandaríkjastjórn fús til að hefja tafarlaust viðræður um niður- skurð skammdrægra kjarnavopna í Evrópu og stefna að skjótum ár- angri. Bandaríkjastjórn vill stuðla að þvi að sameinað Þýskaland ítreki Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson skuldbindingar þýsku ríkjanna tveggja um að koma sér hvorki upp kjarnavopnum, efnavopnum né sýklavopnum. Trygging verður gefin fyrir því, að frumkvæði Bandaríkjanna, að hersveitir frá NATÓ verði ekki á því svæði sem nú er Austur-Þýska- land, þótt þýsku ríkin sameinist. Fallist verður á það af hálfu Bandaríkjanna að sovéskar her- sveitir geti haldið stöðvum þar sem nú er Austur-Þýskaland um tiltek- ið árabil. Bandaríkjastjórn skuldbindur sig til að sjá um að fullvissa veröi gefin fyrir því að virt verði af hálfu sam- einaðs Þýskalands núverandi landamæri að nágrannaríkjunum, sér í lagi gagnvart Póllandi. Hernaðaráætlun og hernaðar- stöðu NATÓ skal að endurskoðun lokinni umbreytt þannig að banda- lagið geti ekki talist ógn Sovétríkj- unum og þessi atriöi séu í samræmi við nýja veruleikann í Evrópu. Bandaríkin munu fyrir sitt leyti fallast á samkomulag um efnahags- leg atriði milli stjómar Vestur- Þýskalands og Sovétstjómarinnar fyrir sameiningu þýsku ríkjanna. Þar tæki stjórnin í Bonn að sér að sjá um greiðslu hernámskostnaðar Sovétríkjanna, sem austur-þýska stjórnin hefur hingað til staðið straum af og tekiö þátt í kostnaði við að hýsa hermennina jafnóðum og þeir snúa heim til Sovétríkj- anna. Á grundvelli þessara atriða og sovéskrar áætlunar um að efla ráð- stefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu að því marki að hún geti með tíð og tíma leyst bæði hernað- arbandalögin í álfunni af hólmi, héldu utanríkisráðherramir Baker og Sévardnadse samningaumleit- unum áfram í upphafi fundar RÖSE í Kaupmannahöfn. Þar kom mjög við sögu starfsbróðir þeirra frá Vestur-Þýskalandi, Hans- Dietrich Genscher. Utanríkisráðherra Austur- Þýskalands, Markus Meckel, ítrek- aði svo á fundinum í Kaupmanna- höfn þá afstöðu stjómar sinnar að þá því aðeins gæti sameinað Þýska- land orðið í heild aðili að NATÓ að bandalagið félh frá þeim atrið- um í hemaðaráætlun sinni sem gera ráð fyrir framsækinni vöm og beitingu kjamavopna að fyrra bragði. Fyrir forsetana sem stefnuna móta er mikið í húfi í þessu máU. Aðild sameinaðs Þýskalands að NATÓ yrði mikið afrek í augum málsmetandi Bandaríkjamanna og Bush forseta mikiU styrkur þegar að því kemur að hann leitar endur- kjörs. Evrópubandalagið gerir sig nú líklegt til að vaxa Bandaríkjun- um yfir höfuð sem efnahagsveldi. Þá er NATÓ eina virka tæki Banda- ríkjanna til að hafa áfram hönd í bagga með framvindunni í Evrópu. Gorbatsjof þarf í mörg horn að Uta og um þessar mundir gætu honum orðið sérstaklega skeinu- hættar ásakanir um að hafa látið ganga úr sovéskum greipum höf- uðávinninginn af fórnfrekum sigri yfir Hitlers-Þýskalandi, öryggi fyr- ir nýrri innrás úr vestri. Fangaráð Sovétleiðtogans eins og nú er komið er að leita meö vissum hætti eftir ábyrgð Bandaríkjanna á að sameinað Þýskaland verði ekki ógnvaldur í Evrópu á ný. Á fundi með fréttamönnum í Washington komst Gorbatsjof svo að orði að menn ættu fyrir höndum að skapa Evrópu allri öryggiskerfi við ný og gerbreytt skilyrði. Þar kæmi ekki til greina ný lausn sem miðaði að því að einangra Bandaríkin eða Sovétríkin frá álfunni. Fréttamenn í Washington segja að þarna endurspeglist mun af- dráttarlausari yfirlýsingar fyrir luktum dyrum í viðræðum við Bush þess efnis að Sovétstjórnin sé því hlynnt að nokkurt banda- rískt herlið sitji áfram í Þýskalandi eftir sameiningu. Magnús T. Ólafsson Sovéski utanrikisráöherrann, Edvard Sévardnadse (t.v.), og James Baker, bandarískur starfsbróðir hans, svara spurningum fréttamanna úti fyrir bústað sovéska sendiherrans i Kaupmannahöfn. Þar höfðu þeir ræðst við á fyrsta fundardegi ráðstefnu um öryggi og samvinnu i Evrópu. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.