Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Side 15
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990. 15 íslendingar þurfa ekki að kvarta. Ef marka má nýlega skýrslu Fé- lagsvísindastofnunar um saman- burð á lífskjörum og lífsháttum á Norðurlöndunum kemur í ljós að íslendingar standa frændum sín- um framar í flestu því sem flokkast undir lifsþægindi. Við búum í stærri íbúðum en grannar okkar og eigum þær sjálf- ir. Við eigum langflesta bíla, förum oftar til útlanda, eigum tvöfalt fleiri myndbandstæki og förum mun oft- ar í leikhús, bíó og á myndlistar- sýningar en aðrir norrænir menn. Enginn stendur okkur á sporði í útreiðartúrum og það er helst í sumarbústaðaeign sem við förum halloka. Þó er vart hægt að þver- fóta lengur fyrir sumarbústöðum til sveita og sagt er að í uppsveitum Árnessýslu séu fleiri sumarbú- staðaeigendur heldur en heima- menn. íslendingar borga minni skatta en aðrir, eru menntaðri en aðrir og lifa lengur en aðrir. Við eigum styttra í vinnuna, búum við mun meira öryggi, erum oftar með fjöl- skyldum okkar og föium tíðar á sjúkrahús. Það síðastnefnda bendir ekki endilega til þess að við veikj- umst oftar en nágrannaþjóðimar heldur er þetta vísbending um að sjúkrarými og heilbrigðisþjónusta sé í góðu lagi hér á landi. Enda kemur og fram í skýrslunni að veikindi aftra íslendingum sjaldn- ar frá því að mæta til vinnu og það hefur verið mælt að íslendingar kvarta sjaldnar en aðrir undan því að ganga upp tröppur eða stiga og eiga auðveldar með að fara í fimm mínútna göngu án vandkvæða og geta boriö fimm kflóa byrði nær áreynslulaust. Þá er frekar litill hluti íslendinga sem segist ekki geta lesið venjulegan texta í dag- blöðum og hið sama á við um þá sem segjast geta án erfiðleika heyrt það sem sagt er á tveggja manna tali. Allt er þetta tíundað í skýrsl- unni til að sýna fram á gott heflsu- far íslendinga. Jafnvel sjón og heym er meiri og betri hér en hjá nágrönnum okkar og þá hljóta auð- vitað önnur skilningarvit að fylgja með. Það er ekki að spyrja að ís- lenskri hreysti og íslenskri greind! Hamingjusöm þjóð Skýrsla Félagsvísindastofnunar kemst að þeirri niðurstöðu að ís- lendingar séu upp til hópa óánægð- ir með fjárhagsafkomu heimilanna og sú óánægja er áberandi meiri en annars staðar. Hins vegar em íslendingar hamingjusamir svo af ber og fullyrt er að Islendingar séu ánægðir með líf sitt í víðum skiln- ingi og einstaka þætti lífskjara sinna. Við emm sagðir hamingju- samastir norrænna manna og mun sú lífshamingja vera heimsmet. Þegar kjör verkalýðsins em skoðuð kemur í ljós aö íslenska verkalýðsstéttin býr að sumu leyti við mjög góð skflyrði, eins og segir , í skýrslunni. Einkum hvað varðar húsnæðismál, eignarhald á bifreið- um og ýmsan varanlegan neyslu- varning. Hins vegar vinna íslenskir launamenn lengri vinnudag „enda er velferð íslensku verkalýðsstétt- arinnar í mun meira mæh byggð á sjálfsbjargarviðleitni og vinnu- hörku en hjá verkalýðsstéttum ná- grannalandanna". Við lestur þessarar skýrslu verð- ur ekki komist hjá því að draga þá ályktun að íslendingar hafi betri afkomu en flestar aðrar þjóðir heims. Norðurlandaþjóðimar hafa jafnan verið taldar búa við hin bestu lífskjör sem þekkjast á jarð- kringlunni og þegar Islendingar eru mældir með mestar tekjur, minnstu skatta, flest lífsþægindi og eru hamingjusamastir í þokkabót er ekki yfir miklu að kvarta. Þetta hlýtur að vera gósenland á jörðu. Verkamenn á íslandi eiga tvöfalt fleiri myndbandstæki en kollegar þeirra ytra. Þeir búa við betri húsa- kost, þeir fara oftar í leikhús. Börn- in þeirra komast til meiri mennta. Allt er þetta vísindalega kannað og á þrykk út gefið og ekki fyrir leikmann að rengja niðurstöðurn- ar. Það stendur þarna svart á hvítu: íslendingar em hamingjusöm þjóð. í hamingiuleit Lífsþægindin Nú ætti maður ekki að vefengja vísindin. Mönnunum hlýtur að vera alvara þegar þeir kveða upp svo ótvíræða dóma. Samt er það svo að þjóðin heldur áfram að kvarta og pólitíkusamir halda áfram að ala á óánægjunni og sjálf- ur er ég fullur efasemdar. Ef lífs- kjörin og velferðin ná hámarki í mannheimi á okkar ísakalda landi af hveiju erum við þá ekki sátt við guð og menn? Af hveiju rekur okk- ur í rogastans við að lesa svo já- kvæða skýrslu um okkar eigin hag? Hvers vegna kvartar launamaö- urinn undan því að endar nái ekki saman? Hvers vegna færast hjóna- skilnaðir í vöxt? Hvers vegna geng- ur fólkið álútt og niðurbeygt tfl vinnu sinnar? Hvers vegna flytur fólk úr landi? Hvers vegna rífast menn í pólitík og tala um skulda- daga og skammarkróka? Hvers vegna fara menn á hausinn, drekka frá sér vitið og hggja úrvinda og af sér gengnir heima hjá sér að loknum vinnudegi? Hvers vegna verða báðir foreldrar að vera úti- vinnandi og skilja bömin sín eftir með lykla um hálsinn? Eru þetta hin eftirsóttu lífskjör? Ber þetta vott um hamingjusama þjóð? Laugardags- pistHl Ellert B. Schram Einhver kann að segja að við séum góðu vön. Viljum ekki lækka í lífs- standard og bíða ósigur í lífsþæg- indakapphlaupinu. En er það svo? Við erum nýskriðin út úr torfkof- unum, það er ekki langt síðan fyrsti traktorinn kom tfl landsins og enn erum viö að taka fyrstu skrefin í notkun heimflistækja. Utanferðir vom forréttindi fyrir örfáum árum og í mínu ungdæmi þurfti að spara í margar vikur til að komast út að borða. íslendingar voru nefnilega ekki góðu vanir til skamms tíma og þekktu ekki lífsþægindi nema af afspurn. Að minnsta kosti ekki þau lífsþægindi sem Félagsvísinda- stofnun telur lífsþægindi. Afstæð kenning Það er hins vegar rétt að íslend- ingar hafa verið duglegir við að koma undir sig fótunum og vinnu- dagurinn hefur verið langur og strangur. Það getur enginn haldið því fram að íslenska þjóðin hafi komist í álnir án fyrirhafnar. Og í þeirri vinnuþrælkun í þágu vel- ferðarinnar hefur margt setið á hakanum. Lífsgæðin eru nefnflega ekki nærri alltaf fólgin í ytri gæð- um, húsinu og bílnum. Sá rökstuddi grunur læðist að mér að íslendingar skflji þá stað- reynd ekki til fulls og mæh sína lífshamingju út frá röngum for- sendum. Og svo er það í sjálfu sér skiljanleg freisting að svara spurn- ingunni um lífshamingjuna já- kvætt þegar helftin af ævinni hefur farið í húsbyggingar, afborganir, framapot og vinnuþrælkun. Er hægt að ætlast tfl að sá hinn sami játi að allt þetta strit og öll þessi fyrirhöfn hafi verið til einskis? Hvernig getur stoltur húsbóndinn eða metnaðargjörn eiginkonan viö- urkennt að hin veraldlega eign fjöl- skyldunnar hafi ekki fært henni hamingjuna þegar upp er staðið? Steinsteypan og fjölskyldubíllinn, myndbandstækið og sumarbústað- urinn voru jú gæðin sem þau höfðu sóst eftir og variö bestu árum ævi sinnar til að eignast. Skýrslan segir eitt, umhverfið annað. Streitan í andhtum fjöldans, sorgarsögurnar sem prestarnir hlusta á, ofstopinn í gleðinni, nið- urlæging fátæktarinnar, örvænt- ing drykkjumannsins. Allt bendir þetta því miöur til að óhamingja hafi tekið sér bólfestu á fleiri heim- ilum en skýrslurnar finna. Sem segir manni auðvitað þá sögu að hamingjan er ekki föl fyrir peninga og hún verður aldrei mæld með vísindum. Og hún verður aldrei alhæfð. Stutt er sælustundin Hamingjan er innra með manni, hún kemur ekki í innbundnum gjafapakka, hún hvorki vex né minnkar með fjárráðum. Sumar- bústaðurinn er til afþreyingar, al- mennar tryggingar eru til öryggis, velferðin er björgunarnet fyrir þá sem á því þurfa að halda. En efna- hagsleg velferð er eitt, lífshamingja er annað. Maðurinn er ástfanginn og segist vera hamingjusamur, ekkjan vinnur í lottóinu og segist vera hamingjusöm. Unglingurinn náði prófinu og segist vera ham- ingjusamur. Þetta þýðir réttilega að viðkomandi sé glaður og ánægð- ur þá stundina en sú hamingja er svipul og hverfur þegar ástin hverfur, þegar vinningurinn er uppurinn, þegar kemur að næsta prófi. Hamingjan er ekki fólgin í tímabundinni sælu. Sæla eitur- lyfiasjúkhngsins breytist fljótt í vít- iskvalir ef ekki fæst næsti skammt- ur. Auðvitað geta menn verið ham- ingjusamir um lengri eða skemmri tima og ástin, sigurinn eða velsæld- in getur gert mann hamingjusam- an meðan slíkar stundir vara. En þær eru lítil augnablik á langri ævi og sjaldnast varanleg vellíðan. í líf- inu skiptast á skin og skúrir og leit- in að hamingjunni stendur svo lengi sem við lifum og á sér engan endi. í því er hugsanlega fólginn tilgangurinn með lífinu: að leita hamingjunnar, að hafa hana innan seihngar. Engirtveir eins Um leið og mér verður tíðrætt um hamingjuna og þótt ég leiti hennar eins og aðrir er mér ómögu- legt að skilgreina hana. Henni verður aldrei með orðum lýst. Hvað þá að hún verði uppgötvuð í skoðanakönnun. Hvað þá að hún verði hermd upp á heila þjóð. Við getum kannske útskýrt efnahags- bata eða þjóðartekjur og við getum lagt mat á kosti og galla löggjafar og stjórnmálaafskipta. En enginn sérfræðingur, enginn vísindamað- ur og enginn stjórnmálamaður get- ur leyft sér að boða aukna ham- ingju í stefnuskrám sínum eða doktorsritgerðum. Einfaldlega vegna þess að hann veit ekki hvað hamingjan er og getur aldrei al- hæft um hana eða ávísaö henni á heila þjóð. Þeir geta sagt mér-hjá Félagsvís- indastofnun að íslendingár vaki lengur og lifi lengur, þeir geta sagt mér að Islendingar vinni meir og græði meir, þeir geta sagt mér af húseignunum og bílunum og bíó- ferðunum. Þeir geta mælt velferð- ina og velmegunina og skrifað skýrslur um það hvað íslendingum veitist það léttara en öðrum að ganga upp tröppur á gamalsaldri. En þeir geta aldrei sagt mér að vís- indin mæli lífshamingjuna með einhverri samanburðarfræði eða að hér deyi ahir menn með sælu- bros á vör. Hin vísindalega mæli- stika er ekki til, ekki heldur hin heimspekflega og ennþá síður hin veraldlega. Tfl þess er lífið of flókið og mennimir of margir. Engir tveir erueins. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.