Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1990, Page 22
22 LAUGARDAGUR 9. JUNÍ 1990. Helgarpopp Bob Dylan á sviöi með Bruce Springsteen og Mick Jagger. Hann er jafnóútreiknanlegur á hljómleikum og utan þeirra. Hans Bobness kemur á hátíðina Listahátíðamefndum hafa verið mislagðar hendur þegar dægurtón- listin hefur verið annars vegar. Sú sem nú ræður ríkjum virtist sannar- lega ætla að slá öll fyrri met meö því að bjóða upp á hvítan negra og græn- ar blökkukonur. En svo kom Bob Dylan til sögunnar... Reyndar eigum við enn eftir að sjá þessa lifandi goðsögn koma til lands- ins. Og síðan stíga á svið með gítar og munnhörpu. Dylan eða Hans Bob- ness, eins og hann er stundum kall- aður, er nefnilega einn dyntóttasti skrattakollurinn í öllum bransanum. Já í dag þýðir ekkert endilega já á morgun. En við verðum að vona það besta. OhMercy Bob Dylan hafa svo sannarlega verið mislagðar hendur undanfarin ár. Margar plötur hans hafa verið hálfgert rusl. Ein sú síðasta, Dylan And The Dead, sem unnin var í sam- vinnu við hljómsveitina Greatful Dead, er ekki einu sinni tahn með. Meira að segja Dylan sjáifum ofbauð hversu léleg hún var. En öðru hveiju hittir gamli maður- inn (48 ára gamall) í mark. Platan Oh Mercy, sem út kom á síðasta ári, er ein hans besta um langt skeið. Enda virðist platan hafa sett sölumet og skemmst er þess að minnast að hún varð hljómplata ársins 1989 hér á landi eftir að plötudómarar höfðu gengið til atkvæða um áramótin um áheyrilegustu plötur ársins. Upptökustjóranum Daniel Lanois er að miklu leyti þakkað hversu vel Oh Mercy heppnaðist. Sjálfur er Bob Dylan afar sáttur við útkomuna. í nýlegu blaðaviðtali kvaðst hann glaður vilja taka upp aöra plötu síðar með Lanois við stjómvölinn. Hins vegar virðist annað stór- menni úr stétt ungra upptökustjóra ætla að vera við stjómvölinn á næstu plötu Dylans. Don Was úr Was (Not Was) vann með meistaranum í hljóð- veri að fjórum lögum. Þar sem við sögu komu David Lindley, bræðumir Stevie Ray og Jimmy Vaughan og Kenny Arnoff trommuleikari. Vænt- anlega hefur eitthvað bæst í sarpinn síðan þá. Cohen/Dylan Leonard Cohen, aðaldægurtónhst- amúmer Listahátíðarinnar 1988, og Bob Dylan em báðir úr hópi gáfu- mannapoppara sjöunda áratugarins. Báðum hefur þeim fatast nokkuð flugið með árunum að flestra mati. En rétt eins og Dylan hefur komið sterkur frá síðustu plötu sinni má það sama segja um Cohen. Er hann kom hingað 1988 hafði hann nokkr- um mánuðum áður sent frá sér sína langbestu plötu um langt skeið, I’m Your Man. Báðir eiga þvi fuht erindi á Listahátíð hafandi nokkru fyrir hátíð hrist hressilega af sér öh svig- urmæh um að vera útbmnnir, dauð- ir úr öllum æðum og fleira í þeim dúr. Dylan á tónleikum Fram kom hér áðan að Bob Dylan er dyntóttur með afbrigðum. Það sést best af frammistöðu hans á hljóm- leikum. Stemningin á þeim fer al- gjörlega eftir því hvernig skapi hsta- maðurinn er í þann daginn sem leik- ið er. Stundum þykir hann mislukk- aður með öllu, falskur, óútreiknan- legur og uppstökkur. TU er í dæminu að fyrstu lög hljómleikanna séu 'með öUu misheppnuð. Þá á Dylan til að glotta út í annað, gefa undirleikumn- um merki og setja svo aUt í gang. Stundum gengur aUt eins og smurð vél frá upphafi til enda. Reyndar hefur einn kunningi Dylans haft á orði að á honum séu svo margar hhð- ar að hann sé í raunog vem kringl- óttur! Það má sem sagt búast við hveiju sem er þegar Bob Dylan mætir til leiks á Listahátíð 1990. Vonandi sér hann ekki eftir öllu og hættir við áður en á hólminn veröur komiö. Hljómleikaferðin sem Dylan og félag- ar era nú á er reyndar orðin svo löng að hún hefur fengið nafnið Ferðin endalausa „The Never Ending To- ur“. Á henni hefur sjálfsagt verið troðið upp í misjafnlega góðum hús- um fyrir misjafnlega góða áheyrend- ur. Reyndar segir hstamaðurinn að það séu áheyrendumir sem fyrst og fremst ráði því hvemig lögin hljómi í það og það skiptið. Við skulum vona að öU bestu lög Dylans fái hinn eina sanna hljóm í HöUinni þann 27. júní næstkomandi. ÁT Eitt lag enn komin í gull Hljómsveitin Stjómin þótti standa sig prýðUega er hún lék í Stokkhólmi á vegum skandinavíska flugfélagsins SAS á dögunum. Leikur Stjórnarinn- ar vakti talsverða. athygli sænsks fjölmiðlafólks. Athyglin styrkir stöðu Stjómarinnar í Svíþjóö en hún kemur fram á tónleikahátíðinni „AU Star Festival" í Gautaborg þann 5. júh næstkomandi. Plata Stjórnarinnar, Eitt lag enn, hefur nú náð guUsölu. Geisladiskur- inn kom í verslanir í fyrsta skipti í verslanir í byijun vikunnar. Ástæð- an fyrir því hve hann var seinn var samspU óhappa að sögn talsmanns Skífunnar. Nú eiga hins vegar að vera til nægar birgðir af Einu lagi enn fram eftir sumri. Nóg er að gera hjá Stjórninni um þessar mundir. AUs kyns verkefni hlaðast á hljómsveitina í miðri viku og um helgar er síðan lehtið á dans- leikjum. Hljómsveitin var til dæmis í Miðgarði í gærkvöld. í kvöld skemmtir hún í Ýdölum og á morg- un, sunnudag, leikur hún á sjó- mannadagsdansleik í Stykkishólmi. Stjórnin fer strax eftir verslunar- mannahelgi í hljómleikaferð um Danmörku og Noreg. Síðustu skemmtanir hljómsveitarinnar fyrir þá för verða á þjóðhátíðinni í Vest- mannaeyjum. ÁT Stjórnin: nýkomin frá Svíþjóð og fer þangað aftur eftir tæpan mánuð. Ólétta stöðvar Shakatak Ekkert verður af því að Friðrik Karlsson fari með bresku hljómsveit- inni Shakatak í hljómleikaferðalag í sumar. Ástæðan er einföld. Söng- konan JiU Saward er með barni og því verður ekkert um hljómleikahald fyrr en hún verður léttari. Hins veg- ar hefur það verið orðað við Friðrik að hann sláist í hópinn með haust- inu. Það verður einnig í haust sem fyrsta sólóplata Friðriks kemur út. Verið er að kanna með útgáfu henn- ar á erlendri grund um þessar mund- ir. Þaö er hljómplötuútgáfan Steinar semgefurplötunaút. ÁT Hljómsveitin Rikshaw stendur í stappi vegna ólöglegrar útgáfu plötunnar YeUow Above The Sea í Frakklandi. Að sögn Richards Scobies, söngvara Rikshaw, er ekki vitað hve stórt ólöglega upplagið er. Hins vegar er á hreinu hverjir em að bijóta lögin á hljómsveit- inni. „Þetta em menn sem ætluðu að gefa plötuna út í Frakklandi. Það tókust ekki samningar við þá en þeir héldu áfram með verkið eins og aUt væri í lagi,“ segir Richard. „Við höfum fengið bandaríska og íslenska lögfræðinga til að hjálpa okkur við að fá þessa útgáfu stöðv- aða með öUum tiltækum ráðum.“ Að sögn Richards er ólöglega út- gáfan í Frakklandi aðeins eitt áfaU- f ifl 1 \ mm Rikshaw. Óheppnin hefur elt hljómsveitina á röndum við útgáfu Yellow Above The Sea. Umsjón Ásgeir Tómasson ið enn sem hljómsveitin Rikshaw hefur orðið fyrir vegna plötunnar YeUow Above The Sea. „Þaö er engu líkara en óheppnin elti okkur á röndum,“ segir hann mæðulega. Eigi að síður ætlar hljómsveitin aö senda frá sér nýja plötu í haust. Sú er langt komin í vinnslu. Óvíst er hvortr Rikshawnafnið verður notað áfram á hljómsveitina eða nýtt nafn fundið. ÁT Friðrik Karlsson: væntanlega til liðs við Shakatak i haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.